Hjón fá milljónir í bætur eftir dramatíska handtöku og gæsluvarðhald Birgir Olgeirsson skrifar 12. nóvember 2018 17:29 Vopnaðir sérsveitarmenn handtóku hjónin árla morguns fyrir framan börn hjónanna á heimili þeirra í nóvember árið 2016. Fréttablaðið/Eyþór Íslenska ríkið hefur verið dæmt til að greiða hjónum samtals fjórar milljónir króna í skaðabætur vegna handtöku og gæsluvarðhalds sem þau sættu í tengslum við rannsókn lögreglu á íkveikju haustið 2016. Fjórir voru handteknir vegna rannsóknar lögreglu á málinu eftir að tívolísprengja hafði verið sprengd við húðflúrstofuna Immortal Arts í Dalshrauni í Hafnarfirði aðfaranótt 1. nóvember árið 2016. Voru þessi fjórir einstaklingar úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna málsins en Hæstiréttur felldi úrskurðinn úr gildi nokkrum dögum síðar. Voru þau í fjóra daga í gæsluvarðhaldi. Í gæsluvarðhaldsúrskurðinum kom fram að lögreglan hefði kannað öryggismyndavélar nærri vettvangi brotsins. Þar mátti sjá tvo menn koma á mótorhjóli að húsnæðinu, kasta inn sprengju og aka á brott. Hæstiréttur sagði í dómi sínum að ekki væri hægt að þekkja þá einstaklinga sem þar áttu hlut í máli. Hæstiréttur taldi lögreglu ekki hafa leitt í ljós rökstuddan grun um að þeir einstaklingar sem nú væru lausir úr haldi, hefðu framið brotin með því að vísa til upplýsinga frá vitnum sem ekki vilja láta nafna sinna getið. Dómur í skaðabótamálinu gegn íslenska ríkinu féll á fimmtudag. Þar kemur fram að hjónin hafi verið handtekin af vopnuðum lögreglumönnum á heimili sínu árla morguns 3. nóvember árið 2016. Voru þau í gæsluvarðhaldi til 7. nóvember. Gerð var húsleit á heimili hjónanna þar sem síma- og tölvugögn voru skoðuð og munir í eigu hjónanna og barna haldlagðir. Íslenska ríkið mótmælti ekki bótakröfunni en taldi hana of langt úr hófi, en karlinn fór fram á sex milljónir og konan sömuleiðis. Var það niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur að dæma bæði karlinum og konunni tvær milljónir í bætur. Hafnarfjörður Tengdar fréttir Fjórir í gæsluvarðhaldi eftir aðgerð sérsveitarinnar vegna rannsóknar á íkveikju Grunur um að kveikt hafi verið í húðflúrstofu sem skemmdist mikið í eldsvoða. 4. nóvember 2016 12:32 Komin aftur á fullt með nýja stofu Ólafía Kristjánsdóttir og Andri Már Engilbertsson hafa opnað húðflúrstofuna sína aftur eftir að stofan var eyðilögð í fyrra. Þau létu það ekki stoppa sig og reksturinn er komin á fullt flug á nýjum stað. 25. júlí 2017 09:30 Íkveikja á húðflúrstofu í Hafnarfirði: Fjórir leystir úr haldi eftir dóm Hæstaréttar Málið er sagt varða hótanir og eignaspjöll gagnvart konu sem ákvað að opna húðflúrstofuna í Dalshrauni. 7. nóvember 2016 16:46 Eigandi húðflúrstofunnar í Hafnarfirði: „Ég hef lifað í hræðslu í eitt og hálft ár“ Kveikt var í húðflúrstofunni Immortal Arts um leið og hún hóf starfsemi. 11. nóvember 2016 14:42 Þrír karlar og ein kona í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á íkveikju í Hafnarfirði Tívolíbombu var hent inn um rúðu húðflúrstofu 4. nóvember 2016 15:48 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Íslenska ríkið hefur verið dæmt til að greiða hjónum samtals fjórar milljónir króna í skaðabætur vegna handtöku og gæsluvarðhalds sem þau sættu í tengslum við rannsókn lögreglu á íkveikju haustið 2016. Fjórir voru handteknir vegna rannsóknar lögreglu á málinu eftir að tívolísprengja hafði verið sprengd við húðflúrstofuna Immortal Arts í Dalshrauni í Hafnarfirði aðfaranótt 1. nóvember árið 2016. Voru þessi fjórir einstaklingar úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna málsins en Hæstiréttur felldi úrskurðinn úr gildi nokkrum dögum síðar. Voru þau í fjóra daga í gæsluvarðhaldi. Í gæsluvarðhaldsúrskurðinum kom fram að lögreglan hefði kannað öryggismyndavélar nærri vettvangi brotsins. Þar mátti sjá tvo menn koma á mótorhjóli að húsnæðinu, kasta inn sprengju og aka á brott. Hæstiréttur sagði í dómi sínum að ekki væri hægt að þekkja þá einstaklinga sem þar áttu hlut í máli. Hæstiréttur taldi lögreglu ekki hafa leitt í ljós rökstuddan grun um að þeir einstaklingar sem nú væru lausir úr haldi, hefðu framið brotin með því að vísa til upplýsinga frá vitnum sem ekki vilja láta nafna sinna getið. Dómur í skaðabótamálinu gegn íslenska ríkinu féll á fimmtudag. Þar kemur fram að hjónin hafi verið handtekin af vopnuðum lögreglumönnum á heimili sínu árla morguns 3. nóvember árið 2016. Voru þau í gæsluvarðhaldi til 7. nóvember. Gerð var húsleit á heimili hjónanna þar sem síma- og tölvugögn voru skoðuð og munir í eigu hjónanna og barna haldlagðir. Íslenska ríkið mótmælti ekki bótakröfunni en taldi hana of langt úr hófi, en karlinn fór fram á sex milljónir og konan sömuleiðis. Var það niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur að dæma bæði karlinum og konunni tvær milljónir í bætur.
Hafnarfjörður Tengdar fréttir Fjórir í gæsluvarðhaldi eftir aðgerð sérsveitarinnar vegna rannsóknar á íkveikju Grunur um að kveikt hafi verið í húðflúrstofu sem skemmdist mikið í eldsvoða. 4. nóvember 2016 12:32 Komin aftur á fullt með nýja stofu Ólafía Kristjánsdóttir og Andri Már Engilbertsson hafa opnað húðflúrstofuna sína aftur eftir að stofan var eyðilögð í fyrra. Þau létu það ekki stoppa sig og reksturinn er komin á fullt flug á nýjum stað. 25. júlí 2017 09:30 Íkveikja á húðflúrstofu í Hafnarfirði: Fjórir leystir úr haldi eftir dóm Hæstaréttar Málið er sagt varða hótanir og eignaspjöll gagnvart konu sem ákvað að opna húðflúrstofuna í Dalshrauni. 7. nóvember 2016 16:46 Eigandi húðflúrstofunnar í Hafnarfirði: „Ég hef lifað í hræðslu í eitt og hálft ár“ Kveikt var í húðflúrstofunni Immortal Arts um leið og hún hóf starfsemi. 11. nóvember 2016 14:42 Þrír karlar og ein kona í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á íkveikju í Hafnarfirði Tívolíbombu var hent inn um rúðu húðflúrstofu 4. nóvember 2016 15:48 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Fjórir í gæsluvarðhaldi eftir aðgerð sérsveitarinnar vegna rannsóknar á íkveikju Grunur um að kveikt hafi verið í húðflúrstofu sem skemmdist mikið í eldsvoða. 4. nóvember 2016 12:32
Komin aftur á fullt með nýja stofu Ólafía Kristjánsdóttir og Andri Már Engilbertsson hafa opnað húðflúrstofuna sína aftur eftir að stofan var eyðilögð í fyrra. Þau létu það ekki stoppa sig og reksturinn er komin á fullt flug á nýjum stað. 25. júlí 2017 09:30
Íkveikja á húðflúrstofu í Hafnarfirði: Fjórir leystir úr haldi eftir dóm Hæstaréttar Málið er sagt varða hótanir og eignaspjöll gagnvart konu sem ákvað að opna húðflúrstofuna í Dalshrauni. 7. nóvember 2016 16:46
Eigandi húðflúrstofunnar í Hafnarfirði: „Ég hef lifað í hræðslu í eitt og hálft ár“ Kveikt var í húðflúrstofunni Immortal Arts um leið og hún hóf starfsemi. 11. nóvember 2016 14:42
Þrír karlar og ein kona í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á íkveikju í Hafnarfirði Tívolíbombu var hent inn um rúðu húðflúrstofu 4. nóvember 2016 15:48