Reiknar með að sleppa áfenginu í veislunni á Bessastöðum í kvöld Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. nóvember 2018 14:01 Gunnar Bragi segir þingmenn "alls ekki“ þurfa að segja af sér vegna ummælanna. Vísir/Vilhelm Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, segist ekki vera viss um að nokkur þeirra þingmanna sem náðust á upptöku tala tæpitungulaust um kollega sína á Alþingi eigi við áfengisvandamál að stríða. Hann er afdráttarlaus aðspurður hvort þingmennirnir eigi að segja af sér. Alls ekki, segir þingmaðurinn. „Þetta er okkur til minnkunar að sjálfsögðu. Menn lenda örugglega í því að hegða sér illa þegar menn taka því aðeins of alvarlega að fara út að skemmta sér,“ segir Gunnar Bragi. Ekkert þeirra sé þannig að það drekki áfengi dagsdaglega. Heimir Már Pétursson ræddi við Gunnar Braga í morgun þegar fram voru komin vafasöm ummæli meðal annars um unga þingkonu Sjálfstæðisflokksins, Ingu Sæland formann Flokks fólksins og Oddnýju Harðardóttur, þingkonu Samfylkingarinnar.Gunnar Bragi réttir Ingu Sæland höndina á Alþingi í morgun.Vísir/VilhelmGunnar Bragi segist ekki viss um að hann drekki of mikið áfengi. Mögulega drekki hann of lítið. Á sama tíma muni hann ekki öllu því sem fram fór þetta kvöld. „Ég verð að viðurkenna að ég man ekki eftir öllu sem þarna fór fram.“ Hann segir listann langan yfir fólk sem hann þurfi að biðja afsökunar. Hann telur þetta þó ekki munu hafa neinar afleiðingar innan Miðflokksins. „Nei. Við sitjum í þessari súpu nokkuð mörg. Við þurfum að læra af þessu og gera upp við þetta fólk sem þarna er rætt um,“ segir Gunnar Bragi. Gunnar Bragi segir þó ljóst að hann geri engan greinarmun á kynjunum. Hann fari ófögrum orðum um Loga Einarsson og Friðrik Ómar. „Það sitja allir í rauninni undir sama ruglinu í manni.“Oddný Harðardóttir, Silja Dögg Gunnarsdóttir og Inga Sæland lásu upp yfirlýsingu í tilefni af orðum Gunnars Braga og félaga í morgun.Gunnar Bragi telur ekki að hegðun þingmannanna eigi að leiða til afsagnar. Þau þurfi þó að læra af þessum mistökum sínum. „Ég held það sé engin ástæða til að einhver af þessum þingmönnum segi af sér þingmennsku eða eitthvað slíkt. Það hefur enginn brotið af sér,“ segir Gunnar Bragi. Fólk eigi samt ekki að tala svona. Svo þurfi að ræða það hvort eðlilegt sé að taka upp samtöl fólks úti í bæ. Fréttamaður benti Gunnari Braga á að hann væri opinber persóna og orðin hefðu verið látin falla á opnum vettvangi „Jú, en við eigum líka okkar líf.“ Þegar þingmanninum var bent á að þingmenn í öðrum löndum hafi margir hverjir sagt af sér þingmennsku við minna tilefni og hvort íslensku þingmennirnir sex ættu ekki að gera það, var svar Gunnars Braga afdráttarlaust. „Engan veginn.“Forseti Íslands býður Alþingismönnum og mökum til árlegrar veislu á Bessastöðum í kvöld.Vísir/GVAForseti Íslands býður þingmönnum og mökum til veislu að Bessaastöðum í kvöld. Um er að ræða árlega veislu sem allajafna fer fram 1. desember en flýta þurfti veislunni í ár vegna hátíðarhalda á laugardaginn í tilefni aldarafmælis fullveldis Íslands. „Ég vona að enginn hætti við að mæta út af þessum orðum okkar,“ segir Gunnar Bragi. Fréttamaður spurði Gunnar Braga hvort hann ætlaði að drekka appelsínusafa á Bessastöðum í kvöld. „Ætli það ekki.“Viðtalið í heild við Gunnar Braga má sjá hér að neðan. Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Gerðu grín að #metoo og sökuðu þingkonu um kynferðislega áreitni Þingmenn úr Flokki fólksins og Miðflokki gerðu lítið úr #metoo reynslusögum og sökuðu Albertínu Friðbjörgu Elíasdóttur, þingkonu Samfylkingarinnar, um að hafa áreitt sig kynferðislega. 29. nóvember 2018 13:00 „Í jafnmiklu áfalli og aðrir að sjá þetta skelfilega orðbragð“ Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, segir að upptökur af samtölum þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins á Klaustur Bar fyrr í mánuðinum sem fjölmiðlar hafa fjallað um síðastliðinn hálfa sólarhring verði ræddar á vettvangi þingsins. 29. nóvember 2018 11:42 Þingkonurnar krefjast þess að ummælin verði tekin upp í forsætisnefnd Oddný, Silja Dögg og Inga fordæma ummæli þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins. 29. nóvember 2018 12:02 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Fleiri fréttir Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Sjá meira
Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, segist ekki vera viss um að nokkur þeirra þingmanna sem náðust á upptöku tala tæpitungulaust um kollega sína á Alþingi eigi við áfengisvandamál að stríða. Hann er afdráttarlaus aðspurður hvort þingmennirnir eigi að segja af sér. Alls ekki, segir þingmaðurinn. „Þetta er okkur til minnkunar að sjálfsögðu. Menn lenda örugglega í því að hegða sér illa þegar menn taka því aðeins of alvarlega að fara út að skemmta sér,“ segir Gunnar Bragi. Ekkert þeirra sé þannig að það drekki áfengi dagsdaglega. Heimir Már Pétursson ræddi við Gunnar Braga í morgun þegar fram voru komin vafasöm ummæli meðal annars um unga þingkonu Sjálfstæðisflokksins, Ingu Sæland formann Flokks fólksins og Oddnýju Harðardóttur, þingkonu Samfylkingarinnar.Gunnar Bragi réttir Ingu Sæland höndina á Alþingi í morgun.Vísir/VilhelmGunnar Bragi segist ekki viss um að hann drekki of mikið áfengi. Mögulega drekki hann of lítið. Á sama tíma muni hann ekki öllu því sem fram fór þetta kvöld. „Ég verð að viðurkenna að ég man ekki eftir öllu sem þarna fór fram.“ Hann segir listann langan yfir fólk sem hann þurfi að biðja afsökunar. Hann telur þetta þó ekki munu hafa neinar afleiðingar innan Miðflokksins. „Nei. Við sitjum í þessari súpu nokkuð mörg. Við þurfum að læra af þessu og gera upp við þetta fólk sem þarna er rætt um,“ segir Gunnar Bragi. Gunnar Bragi segir þó ljóst að hann geri engan greinarmun á kynjunum. Hann fari ófögrum orðum um Loga Einarsson og Friðrik Ómar. „Það sitja allir í rauninni undir sama ruglinu í manni.“Oddný Harðardóttir, Silja Dögg Gunnarsdóttir og Inga Sæland lásu upp yfirlýsingu í tilefni af orðum Gunnars Braga og félaga í morgun.Gunnar Bragi telur ekki að hegðun þingmannanna eigi að leiða til afsagnar. Þau þurfi þó að læra af þessum mistökum sínum. „Ég held það sé engin ástæða til að einhver af þessum þingmönnum segi af sér þingmennsku eða eitthvað slíkt. Það hefur enginn brotið af sér,“ segir Gunnar Bragi. Fólk eigi samt ekki að tala svona. Svo þurfi að ræða það hvort eðlilegt sé að taka upp samtöl fólks úti í bæ. Fréttamaður benti Gunnari Braga á að hann væri opinber persóna og orðin hefðu verið látin falla á opnum vettvangi „Jú, en við eigum líka okkar líf.“ Þegar þingmanninum var bent á að þingmenn í öðrum löndum hafi margir hverjir sagt af sér þingmennsku við minna tilefni og hvort íslensku þingmennirnir sex ættu ekki að gera það, var svar Gunnars Braga afdráttarlaust. „Engan veginn.“Forseti Íslands býður Alþingismönnum og mökum til árlegrar veislu á Bessastöðum í kvöld.Vísir/GVAForseti Íslands býður þingmönnum og mökum til veislu að Bessaastöðum í kvöld. Um er að ræða árlega veislu sem allajafna fer fram 1. desember en flýta þurfti veislunni í ár vegna hátíðarhalda á laugardaginn í tilefni aldarafmælis fullveldis Íslands. „Ég vona að enginn hætti við að mæta út af þessum orðum okkar,“ segir Gunnar Bragi. Fréttamaður spurði Gunnar Braga hvort hann ætlaði að drekka appelsínusafa á Bessastöðum í kvöld. „Ætli það ekki.“Viðtalið í heild við Gunnar Braga má sjá hér að neðan.
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Gerðu grín að #metoo og sökuðu þingkonu um kynferðislega áreitni Þingmenn úr Flokki fólksins og Miðflokki gerðu lítið úr #metoo reynslusögum og sökuðu Albertínu Friðbjörgu Elíasdóttur, þingkonu Samfylkingarinnar, um að hafa áreitt sig kynferðislega. 29. nóvember 2018 13:00 „Í jafnmiklu áfalli og aðrir að sjá þetta skelfilega orðbragð“ Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, segir að upptökur af samtölum þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins á Klaustur Bar fyrr í mánuðinum sem fjölmiðlar hafa fjallað um síðastliðinn hálfa sólarhring verði ræddar á vettvangi þingsins. 29. nóvember 2018 11:42 Þingkonurnar krefjast þess að ummælin verði tekin upp í forsætisnefnd Oddný, Silja Dögg og Inga fordæma ummæli þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins. 29. nóvember 2018 12:02 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Fleiri fréttir Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Sjá meira
Gerðu grín að #metoo og sökuðu þingkonu um kynferðislega áreitni Þingmenn úr Flokki fólksins og Miðflokki gerðu lítið úr #metoo reynslusögum og sökuðu Albertínu Friðbjörgu Elíasdóttur, þingkonu Samfylkingarinnar, um að hafa áreitt sig kynferðislega. 29. nóvember 2018 13:00
„Í jafnmiklu áfalli og aðrir að sjá þetta skelfilega orðbragð“ Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, segir að upptökur af samtölum þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins á Klaustur Bar fyrr í mánuðinum sem fjölmiðlar hafa fjallað um síðastliðinn hálfa sólarhring verði ræddar á vettvangi þingsins. 29. nóvember 2018 11:42
Þingkonurnar krefjast þess að ummælin verði tekin upp í forsætisnefnd Oddný, Silja Dögg og Inga fordæma ummæli þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins. 29. nóvember 2018 12:02