Rúmlega 100 milljóna króna bótakrafa í Shooters-málinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. nóvember 2018 07:00 Dyraverðir hafa farið fram á víkkun starfssvæðis og auknar heimildir til tækjanotkunar við störf sín. Vísir/Vilhelm Réttargæslumaður dyravarðarins sem er lamaður fyrir neðan háls eftir líkamsárás fyrir utan skemmtistaðinn Shooters þann 26. ágúst fer fram á rúmlega 100 milljónir króna í miskabætur frá árásarmanninum. Sá sætir ákæru fyrir tvær líkamsárásir sama kvöld í miðbæ Reykjavíkur. Héraðssaksóknari gaf út ákæru um síðustu helgi um það leyti sem árásarmaðurinn hafði verið í gæsluvarðhaldi í tólf vikur. Lögreglu er ekki heimilt að halda mönnum í gæsluvarðhaldi lengur en tólf vikur án útgáfu ákæru. Maðurinn er sakaður um að hafa brotið 218. grein almennra hegningarlaga, aðra málsgrein, sem fjallar um vísvitandi líkamsárásir sem stórfellt líkamstjón hlýst af. Varðar brot á lögunum allt að sextán ára fangelsi. Sigurður Örn Hilmarsson, skipaður réttargæslumaður dyravarðarins, staðfestir í samtali við Vísi að hafa lagt bótakröfuna fram vegna varanlegs og mjög alvarlegs heilsutjóns. Landsréttur framlengdi, í kjölfar útgáfu ákærunnar, gæsluvarðhald yfir manninum til 14. desember. Dyravörðurinn kærði úrskurð úr héraði til Landsréttar en í úrskurðinum kemur fram að dyravörðurinn hafi hlotið margþætt brot á fimmta hálshryggarlið og lamast fyrir neðan háls. Félagi árásarmannsins sætir jafnframt ákæru héraðssaksóknara fyrir aðild að annarri líkamsárás með ákærða sama kvöld. Líkamsárás á Shooters Lögreglumál Tengdar fréttir Dyraverðir vilja fá betri búnað til að bregðast við ofbeldi Dyraverðir skemmtistaða í miðbæ Reykjavíkur vilja njóta aukins frelsis og aukinna réttinda í starfi sínu. Meðal þess sem þeir vilja er víkkun á starfssvæði þeirra og heimild til þess að notast við handjárn við störf sín, sem fela oft í sér að yfirbuga eða taka niður þá gesti skemmtistaða sem þykja sýna af sér óæskilega eða ógnandi hegðun. 22. september 2018 12:23 Enn í haldi eftir árás á dyravörð Landsréttur hefur staðfest úrskurð héraðsdóms um framlengingu gæsluvarðhalds um fjórar vikur yfir manni sem grunaður er um alvarlega líkamsárás á dyravörð 26. ágúst 15. október 2018 07:00 Áfram í haldi vegna árásar sem leiddi til lömunar dyravarðar Maðurinn hefur verið í haldi vegna málsins frá því hann var handtekinn í lok ágúst. 21. nóvember 2018 17:29 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Svona var stemmningin við setningu Alþingis Innlent Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Sjá meira
Réttargæslumaður dyravarðarins sem er lamaður fyrir neðan háls eftir líkamsárás fyrir utan skemmtistaðinn Shooters þann 26. ágúst fer fram á rúmlega 100 milljónir króna í miskabætur frá árásarmanninum. Sá sætir ákæru fyrir tvær líkamsárásir sama kvöld í miðbæ Reykjavíkur. Héraðssaksóknari gaf út ákæru um síðustu helgi um það leyti sem árásarmaðurinn hafði verið í gæsluvarðhaldi í tólf vikur. Lögreglu er ekki heimilt að halda mönnum í gæsluvarðhaldi lengur en tólf vikur án útgáfu ákæru. Maðurinn er sakaður um að hafa brotið 218. grein almennra hegningarlaga, aðra málsgrein, sem fjallar um vísvitandi líkamsárásir sem stórfellt líkamstjón hlýst af. Varðar brot á lögunum allt að sextán ára fangelsi. Sigurður Örn Hilmarsson, skipaður réttargæslumaður dyravarðarins, staðfestir í samtali við Vísi að hafa lagt bótakröfuna fram vegna varanlegs og mjög alvarlegs heilsutjóns. Landsréttur framlengdi, í kjölfar útgáfu ákærunnar, gæsluvarðhald yfir manninum til 14. desember. Dyravörðurinn kærði úrskurð úr héraði til Landsréttar en í úrskurðinum kemur fram að dyravörðurinn hafi hlotið margþætt brot á fimmta hálshryggarlið og lamast fyrir neðan háls. Félagi árásarmannsins sætir jafnframt ákæru héraðssaksóknara fyrir aðild að annarri líkamsárás með ákærða sama kvöld.
Líkamsárás á Shooters Lögreglumál Tengdar fréttir Dyraverðir vilja fá betri búnað til að bregðast við ofbeldi Dyraverðir skemmtistaða í miðbæ Reykjavíkur vilja njóta aukins frelsis og aukinna réttinda í starfi sínu. Meðal þess sem þeir vilja er víkkun á starfssvæði þeirra og heimild til þess að notast við handjárn við störf sín, sem fela oft í sér að yfirbuga eða taka niður þá gesti skemmtistaða sem þykja sýna af sér óæskilega eða ógnandi hegðun. 22. september 2018 12:23 Enn í haldi eftir árás á dyravörð Landsréttur hefur staðfest úrskurð héraðsdóms um framlengingu gæsluvarðhalds um fjórar vikur yfir manni sem grunaður er um alvarlega líkamsárás á dyravörð 26. ágúst 15. október 2018 07:00 Áfram í haldi vegna árásar sem leiddi til lömunar dyravarðar Maðurinn hefur verið í haldi vegna málsins frá því hann var handtekinn í lok ágúst. 21. nóvember 2018 17:29 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Svona var stemmningin við setningu Alþingis Innlent Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Sjá meira
Dyraverðir vilja fá betri búnað til að bregðast við ofbeldi Dyraverðir skemmtistaða í miðbæ Reykjavíkur vilja njóta aukins frelsis og aukinna réttinda í starfi sínu. Meðal þess sem þeir vilja er víkkun á starfssvæði þeirra og heimild til þess að notast við handjárn við störf sín, sem fela oft í sér að yfirbuga eða taka niður þá gesti skemmtistaða sem þykja sýna af sér óæskilega eða ógnandi hegðun. 22. september 2018 12:23
Enn í haldi eftir árás á dyravörð Landsréttur hefur staðfest úrskurð héraðsdóms um framlengingu gæsluvarðhalds um fjórar vikur yfir manni sem grunaður er um alvarlega líkamsárás á dyravörð 26. ágúst 15. október 2018 07:00
Áfram í haldi vegna árásar sem leiddi til lömunar dyravarðar Maðurinn hefur verið í haldi vegna málsins frá því hann var handtekinn í lok ágúst. 21. nóvember 2018 17:29