Hvorki sú fyrsta né síðasta á salerninu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 22. nóvember 2018 19:30 Níutíu og tveggja ára kona sem varði nóttinni í sjúkrarúmi á salerni Landspítalans er hvorki fyrsti né verður hún síðasti sjúklingurinn sem þarf að liggja þar inni, að sögn framkvæmdastjóra flæðissviðs spítalans. Hún segir skort á sjúkrarýmum geta ógnað öryggi sjúklinga. Berglind Sigurðardóttir vakti athygli á stöðu móður sinnar, Dóru Maríu Ingólfsdóttur, á Facebook í gærkvöld. Fyrir tæpum tveimur vikum var Dóra lögð inn á stóra stofu á bráðadeildinni í Fossvogi eftir slæmt fall á heimili sínu. Vegna plássleysis hefur hún verið færð á milli deilda og var botninum náð í gærkvöld þegar Dóru var komið fyrir inni á salerni öldrunardeildar. Salernið er alltaf opið og gat hún því búist við að vera færð út á hverri stundu.Hafið þið áður þurft að setja sjúklinga inn á salerni? „Já, við höfum áður þurft að gera það og við þurfum alveg örugglega að gera það aftur," segir Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri flæðisviðs LSH.Eru sjúklingar líka frammi á göngum? „Það eru einhverjir sjúklingar frammi á göngum, núna eru til dæmis nokkuð margir sem bíða eftir innlögn frá bráðamóttökunni inn á deildir. Flæðið er bara allt of hægt," segir Guðlaug.Dóra var færð inn á salerni öldrunardeildar Landspítalans vegna plássleysis.Beiðni fréttastofu um að fá að mynda salernið var hafnað og auk þess gerðu starfsmenn sjúkrahússins athugasemdir við myndatökur fjölskyldunnar inni á salerninu. Dóra var flutt á einkastofu í hádeginu en að sögn dóttur hennar er ekki ljóst hversu lengi hún fær að vera þar. „Við erum náttúrulega búin að ítreka vanda spítalans í nokkuð langan tíma. Við önnum ekki eftirspurn ef maður getur orðað það þannig," segir Guðlaug. Helsti vandi spítalans liggur í tvennu. Í fyrsta lagi liggja um 130 manns inni á spítalanum, sem væri hægt að útskrifa, ef til væru hjúkrunarrými. Í öðru lagi er ekki hægt að halda öllum deildum fullopnum vegna skorts á hjúkrunarfræðingum. Á næsta ári stendur til að opna ný hjúkrunarrými en þau mæta ekki vandanum og telur Guðlaug því nauðsynlegt að efla heimaþjónustuna. „Þetta getur ógnað öryggi sjúklinga og þetta gerir það," segir Guðlaug. „Það er alveg ljóst að okkar viðbrögð, samfélagsins, hafa ekki verið í takti við fjölgun aldraðra og veikra." Hún segir starfsfólk spítalans dapurt yfir stöðu mála. „Það er bæði ákveðið vonleysi og bara depurð, myndi ég segja. Því þetta er ekki vinnuumhverfi sem fólk vill hafa, bara alls ekki, starfsfólkið vill þjóna sjúklingum vel." Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Níutíu og tveggja ára kona sem varði nóttinni í sjúkrarúmi á salerni Landspítalans er hvorki fyrsti né verður hún síðasti sjúklingurinn sem þarf að liggja þar inni, að sögn framkvæmdastjóra flæðissviðs spítalans. Hún segir skort á sjúkrarýmum geta ógnað öryggi sjúklinga. Berglind Sigurðardóttir vakti athygli á stöðu móður sinnar, Dóru Maríu Ingólfsdóttur, á Facebook í gærkvöld. Fyrir tæpum tveimur vikum var Dóra lögð inn á stóra stofu á bráðadeildinni í Fossvogi eftir slæmt fall á heimili sínu. Vegna plássleysis hefur hún verið færð á milli deilda og var botninum náð í gærkvöld þegar Dóru var komið fyrir inni á salerni öldrunardeildar. Salernið er alltaf opið og gat hún því búist við að vera færð út á hverri stundu.Hafið þið áður þurft að setja sjúklinga inn á salerni? „Já, við höfum áður þurft að gera það og við þurfum alveg örugglega að gera það aftur," segir Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri flæðisviðs LSH.Eru sjúklingar líka frammi á göngum? „Það eru einhverjir sjúklingar frammi á göngum, núna eru til dæmis nokkuð margir sem bíða eftir innlögn frá bráðamóttökunni inn á deildir. Flæðið er bara allt of hægt," segir Guðlaug.Dóra var færð inn á salerni öldrunardeildar Landspítalans vegna plássleysis.Beiðni fréttastofu um að fá að mynda salernið var hafnað og auk þess gerðu starfsmenn sjúkrahússins athugasemdir við myndatökur fjölskyldunnar inni á salerninu. Dóra var flutt á einkastofu í hádeginu en að sögn dóttur hennar er ekki ljóst hversu lengi hún fær að vera þar. „Við erum náttúrulega búin að ítreka vanda spítalans í nokkuð langan tíma. Við önnum ekki eftirspurn ef maður getur orðað það þannig," segir Guðlaug. Helsti vandi spítalans liggur í tvennu. Í fyrsta lagi liggja um 130 manns inni á spítalanum, sem væri hægt að útskrifa, ef til væru hjúkrunarrými. Í öðru lagi er ekki hægt að halda öllum deildum fullopnum vegna skorts á hjúkrunarfræðingum. Á næsta ári stendur til að opna ný hjúkrunarrými en þau mæta ekki vandanum og telur Guðlaug því nauðsynlegt að efla heimaþjónustuna. „Þetta getur ógnað öryggi sjúklinga og þetta gerir það," segir Guðlaug. „Það er alveg ljóst að okkar viðbrögð, samfélagsins, hafa ekki verið í takti við fjölgun aldraðra og veikra." Hún segir starfsfólk spítalans dapurt yfir stöðu mála. „Það er bæði ákveðið vonleysi og bara depurð, myndi ég segja. Því þetta er ekki vinnuumhverfi sem fólk vill hafa, bara alls ekki, starfsfólkið vill þjóna sjúklingum vel."
Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira