Brúum bilið í leikskólum Reykjavíkur Valgerður Sigurðardóttir skrifar 22. nóvember 2018 12:29 Í vikunni var kynnt metnaðarfull áætlun hjá Reykjavíkurborg sem miðar að því að börn frá 12 mánaða aldri komist inn á leikskóla Reykjavíkur. Þegar verið er að kynna svona stórar breytingar þá spyr maður sig hvernig er ástandið í dag. Erum við með það góða þjónustu að við sjáum fram á það að geta boðið öllum 12 mánaða börnum pláss árið 2023? Það hefur verið kosningaloforð síðan 2002 að börn 18 mánaða og eldri eigi að komast inn á leikskóla. Því miður þá vantar okkur töluvert upp á að ná því markmiði núna sextán árum síðar. Í dag hefur ekki tekist að koma öllum börnum að á leikskóla sem var boðið vistun í haust. Það er að koma desember og allir eiga að vera komnir inn um áramót. Það finnst mér óásættanlegt, það að þurfa að bíða í um sex mánuði eftir að þú færð bréf um vistun og þangað til þú kemst inn er ekki í lagi eða góð þjónusta. Um áramót þegar þessi börn hafa komist inn eru þá öll börn 18 mánaða og eldri kominn inn á leikskóla Reykjavíkur? Það er ekki svo gott því í dag eru 60 börn eldri en 18 mánaða á biðlista og þeim hefur ekki verið boðið pláss á leikskólum. Því eru stór verkefni fram undan og miklar áskoranir hjá núverandi meirihluta.Hver er staðan hjá Reykjavíkurborg í dagÍ október 2017 var búið að ráða í 1430 stöður samanborið við októbermánuð sl. en þá var búið að ráða í 1423 stöður. Þannig er búið að ráða í færri stöður en í fyrra. Laus pláss árið 2017 voru 200, núna eru þau 370. Árið 2016 starfaði 321 leikskólakennari hjá Reykjavíkurborg en árið 2017 265, þannig hættu 56 leikskólakennarar á einu ári. 4 leikskólar Reykjavíkurborgar eru með engan leikskólakennara. 7 skólar með 1 leikskólakennara og 11 með 2 leikskólakennara.Vandi Reykjavíkurborgar er ekki húsnæðisvandi hann er mönnunarvandiÞað ætti því að vera auðvelt að koma öllum þeim börnum sem eru á biðlistum að á leikskólum miða við það að 370 pláss eru laus. En það er ekki hægt vegna þess að Reykjavíkurborg skortir mannskap. Þessi mikla mannekla er það sem stendur í vegi fyrir því að við getum boðið börnum pláss á leikskólum Reykjavíkurborgar. Það er gott að hafa framtíðarsýn en þegar ekki er hægt að standa við gömul loforð þá er einkennilegt að koma með ný loforð sem ekki er auðvelt að sjá að eigi eftir að ganga eftir miða við núverandi ástand í mönnunarmálum.Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og á sæti í skóla- og frístundaráði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valgerður Sigurðardóttir Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir skrifar Sjá meira
Í vikunni var kynnt metnaðarfull áætlun hjá Reykjavíkurborg sem miðar að því að börn frá 12 mánaða aldri komist inn á leikskóla Reykjavíkur. Þegar verið er að kynna svona stórar breytingar þá spyr maður sig hvernig er ástandið í dag. Erum við með það góða þjónustu að við sjáum fram á það að geta boðið öllum 12 mánaða börnum pláss árið 2023? Það hefur verið kosningaloforð síðan 2002 að börn 18 mánaða og eldri eigi að komast inn á leikskóla. Því miður þá vantar okkur töluvert upp á að ná því markmiði núna sextán árum síðar. Í dag hefur ekki tekist að koma öllum börnum að á leikskóla sem var boðið vistun í haust. Það er að koma desember og allir eiga að vera komnir inn um áramót. Það finnst mér óásættanlegt, það að þurfa að bíða í um sex mánuði eftir að þú færð bréf um vistun og þangað til þú kemst inn er ekki í lagi eða góð þjónusta. Um áramót þegar þessi börn hafa komist inn eru þá öll börn 18 mánaða og eldri kominn inn á leikskóla Reykjavíkur? Það er ekki svo gott því í dag eru 60 börn eldri en 18 mánaða á biðlista og þeim hefur ekki verið boðið pláss á leikskólum. Því eru stór verkefni fram undan og miklar áskoranir hjá núverandi meirihluta.Hver er staðan hjá Reykjavíkurborg í dagÍ október 2017 var búið að ráða í 1430 stöður samanborið við októbermánuð sl. en þá var búið að ráða í 1423 stöður. Þannig er búið að ráða í færri stöður en í fyrra. Laus pláss árið 2017 voru 200, núna eru þau 370. Árið 2016 starfaði 321 leikskólakennari hjá Reykjavíkurborg en árið 2017 265, þannig hættu 56 leikskólakennarar á einu ári. 4 leikskólar Reykjavíkurborgar eru með engan leikskólakennara. 7 skólar með 1 leikskólakennara og 11 með 2 leikskólakennara.Vandi Reykjavíkurborgar er ekki húsnæðisvandi hann er mönnunarvandiÞað ætti því að vera auðvelt að koma öllum þeim börnum sem eru á biðlistum að á leikskólum miða við það að 370 pláss eru laus. En það er ekki hægt vegna þess að Reykjavíkurborg skortir mannskap. Þessi mikla mannekla er það sem stendur í vegi fyrir því að við getum boðið börnum pláss á leikskólum Reykjavíkurborgar. Það er gott að hafa framtíðarsýn en þegar ekki er hægt að standa við gömul loforð þá er einkennilegt að koma með ný loforð sem ekki er auðvelt að sjá að eigi eftir að ganga eftir miða við núverandi ástand í mönnunarmálum.Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og á sæti í skóla- og frístundaráði
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun