Tekur ábyrgð á ráðningu falsfréttaritara Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 22. nóvember 2018 07:00 Árið 2018 hefur verið stormasamt hjá þessum stærsta samfélagsmiðli heims. Nordicphotos/Getty Elliot Schrage, samskiptastjóri samfélagsmiðlarisans Facebook, tók þá umdeildu ákvörðun að fyrirtækið skyldi kaupa þjónustu af fyrirtækinu Definers Public Affairs, sem hefur stundað andstæðingarannsóknir fyrir Repúblikana, og fékk það til þess að setja af stað neikvæða umfjöllun um samkeppnisaðila. Þetta segir í minnisblaði sem Techcrunch hefur undir höndum. Þessi viðurkenning hefur trúlega engin áhrif á störf Schrage enda var hann nú þegar á útleið. Schrage sagði upp í júní vegna Cambridge Analytica-hneykslisins en ákvað að starfa áfram þangað til eftirmaður tæki við. Í stað hans kemur Nick Clegg, fyrrverandi varaforsætisráðherra Bretlands. Schrage segir í minnisblaðinu að rannsóknir á andstæðingum séu nauðsynlegar en bendir á að Clegg muni endurskoða alla vinnu sína með pólitískum ráðgjöfum þegar Bretinn tekur við störfum. Ráðning Definers var lykilatriði í stórri umfjöllun The New York Times um krísustjórnunaraðferðir sem birtist á dögunum. Þar kom fram að fyrirtækið skrifaði falsfréttir í umboði Facebook og reyndi þannig að tengja gagnrýnendur fyrirtækisins við ungverska auðjöfurinn George Soros.Elliot Schrage, fráfarandi samskiptastjóri. Nordicphotos/GettyUngverjinn er reglulega skotmark samsæriskenninga íhaldsmanna. Þannig hefur Donald Trump Bandaríkjaforseti ýjað að því að Soros fjármagni flóttamannalest Mið-Ameríkumanna og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, talað um að Soros hafi keypt Panamaskjölin „og gat notað að vild“ í viðtali á Útvarpi Sögu í júlí 2016. Einnig ritar Schrage um að Facebook hafi sérstaklega beðið Definers um að rannsaka Soros eftir að auðjöfurinn sagði miðilinn „ógn við almenning“ í ræðu í Davos í janúar. Facebook vildi sum sé rannsaka hvort Soros hefði fjárhagslegar ástæður fyrir gagnrýninni. „Seinna fréttum við af hreyfingunni „Freedom from Facebook“ sem sagðist grasrótarhreyfing. Samskiptateymið bað Definers um að hjálpa okkur að skilja bakgrunn hreyfingarinnar. Þau komust að því að George Soros fjármagnaði nokkra meðlimi, sem undirbjuggu skjöl sem sýndu fram á að ekki væri um raunverulega grasrótarhreyfingu að ræða og dreifði skjölunum til fjölmiðla.“ Facebook bað Definers hins vegar aldrei um að skrifa falsfréttir, að því er segir frá í minnisblaðinu. Þá er einnig að finna ummæli frá Sheryl Sandberg framkvæmdastjóra þar sem hún segir að Facebook hafi aldrei viljað „taka þátt í herferð gyðingahatara“ gegn títtnefndum Soros. „Ábyrgðin á þessum ákvörðunum hvílir á herðum samskiptateymisins. Það er ég. Mark [Zuckerberg forstjóri] og Sheryl treystu á að ég myndi stýra þessu án nokkurra vandræða. Ég vissi af og samþykkti ákvörðunina um að ráða Definers og önnur svipuð fyrirtæki. Ég hefði átt að vera meðvitaður um ákvörðunina um að stækka verkefni þeirra. Mér þykir það leitt að ég hafi valdið ykkur vonbrigðum. Ég sé eftir mistökum mínum,“ sagði Schrage í minnisblaðinu. Zuckerberg var sjálfur í viðtali á CNN í fyrrinótt. Þar kom fram að hann ætlaði ekki að stíga til hliðar vegna hneykslismála ársins og að hann ætlaði ekki að segja Sandberg upp. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Evrópa Facebook Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Facebook sagt hafa grafið undan gagnrýnendum með því að tengja þá við Soros Facebook réð almannatengslafyrirtæki til þess að reyna að grafa undan gagnrýnendum samfélagsmiðlarisans með því að tengja gagnrýnendurna við milljarðamæringinn George Soros. 15. nóvember 2018 09:15 Facebook enn og aftur á hælunum Forsvarsmenn Facebook segjast ekki hafa reynt að afvegaleiða almenning í tengslum við áróðursherferð Rússa á samfélagsmiðli fyrirtækisins í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum 2016. 15. nóvember 2018 15:30 Segist ekki hafa vitað af tengslum Facebook við fyrirtæki sem beindi spjótum sínum að Soros Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook, tók til varna í samtali við blaðamenn í gær þegar hann sagðist ekkert hafa vitað af því að fyrirtæki hans hefði fengið almannatengslafyrirtæki til liðs við sig til að grafa undan gagnrýnendum Facebook. 16. nóvember 2018 12:04 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Elliot Schrage, samskiptastjóri samfélagsmiðlarisans Facebook, tók þá umdeildu ákvörðun að fyrirtækið skyldi kaupa þjónustu af fyrirtækinu Definers Public Affairs, sem hefur stundað andstæðingarannsóknir fyrir Repúblikana, og fékk það til þess að setja af stað neikvæða umfjöllun um samkeppnisaðila. Þetta segir í minnisblaði sem Techcrunch hefur undir höndum. Þessi viðurkenning hefur trúlega engin áhrif á störf Schrage enda var hann nú þegar á útleið. Schrage sagði upp í júní vegna Cambridge Analytica-hneykslisins en ákvað að starfa áfram þangað til eftirmaður tæki við. Í stað hans kemur Nick Clegg, fyrrverandi varaforsætisráðherra Bretlands. Schrage segir í minnisblaðinu að rannsóknir á andstæðingum séu nauðsynlegar en bendir á að Clegg muni endurskoða alla vinnu sína með pólitískum ráðgjöfum þegar Bretinn tekur við störfum. Ráðning Definers var lykilatriði í stórri umfjöllun The New York Times um krísustjórnunaraðferðir sem birtist á dögunum. Þar kom fram að fyrirtækið skrifaði falsfréttir í umboði Facebook og reyndi þannig að tengja gagnrýnendur fyrirtækisins við ungverska auðjöfurinn George Soros.Elliot Schrage, fráfarandi samskiptastjóri. Nordicphotos/GettyUngverjinn er reglulega skotmark samsæriskenninga íhaldsmanna. Þannig hefur Donald Trump Bandaríkjaforseti ýjað að því að Soros fjármagni flóttamannalest Mið-Ameríkumanna og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, talað um að Soros hafi keypt Panamaskjölin „og gat notað að vild“ í viðtali á Útvarpi Sögu í júlí 2016. Einnig ritar Schrage um að Facebook hafi sérstaklega beðið Definers um að rannsaka Soros eftir að auðjöfurinn sagði miðilinn „ógn við almenning“ í ræðu í Davos í janúar. Facebook vildi sum sé rannsaka hvort Soros hefði fjárhagslegar ástæður fyrir gagnrýninni. „Seinna fréttum við af hreyfingunni „Freedom from Facebook“ sem sagðist grasrótarhreyfing. Samskiptateymið bað Definers um að hjálpa okkur að skilja bakgrunn hreyfingarinnar. Þau komust að því að George Soros fjármagnaði nokkra meðlimi, sem undirbjuggu skjöl sem sýndu fram á að ekki væri um raunverulega grasrótarhreyfingu að ræða og dreifði skjölunum til fjölmiðla.“ Facebook bað Definers hins vegar aldrei um að skrifa falsfréttir, að því er segir frá í minnisblaðinu. Þá er einnig að finna ummæli frá Sheryl Sandberg framkvæmdastjóra þar sem hún segir að Facebook hafi aldrei viljað „taka þátt í herferð gyðingahatara“ gegn títtnefndum Soros. „Ábyrgðin á þessum ákvörðunum hvílir á herðum samskiptateymisins. Það er ég. Mark [Zuckerberg forstjóri] og Sheryl treystu á að ég myndi stýra þessu án nokkurra vandræða. Ég vissi af og samþykkti ákvörðunina um að ráða Definers og önnur svipuð fyrirtæki. Ég hefði átt að vera meðvitaður um ákvörðunina um að stækka verkefni þeirra. Mér þykir það leitt að ég hafi valdið ykkur vonbrigðum. Ég sé eftir mistökum mínum,“ sagði Schrage í minnisblaðinu. Zuckerberg var sjálfur í viðtali á CNN í fyrrinótt. Þar kom fram að hann ætlaði ekki að stíga til hliðar vegna hneykslismála ársins og að hann ætlaði ekki að segja Sandberg upp.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Evrópa Facebook Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Facebook sagt hafa grafið undan gagnrýnendum með því að tengja þá við Soros Facebook réð almannatengslafyrirtæki til þess að reyna að grafa undan gagnrýnendum samfélagsmiðlarisans með því að tengja gagnrýnendurna við milljarðamæringinn George Soros. 15. nóvember 2018 09:15 Facebook enn og aftur á hælunum Forsvarsmenn Facebook segjast ekki hafa reynt að afvegaleiða almenning í tengslum við áróðursherferð Rússa á samfélagsmiðli fyrirtækisins í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum 2016. 15. nóvember 2018 15:30 Segist ekki hafa vitað af tengslum Facebook við fyrirtæki sem beindi spjótum sínum að Soros Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook, tók til varna í samtali við blaðamenn í gær þegar hann sagðist ekkert hafa vitað af því að fyrirtæki hans hefði fengið almannatengslafyrirtæki til liðs við sig til að grafa undan gagnrýnendum Facebook. 16. nóvember 2018 12:04 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Facebook sagt hafa grafið undan gagnrýnendum með því að tengja þá við Soros Facebook réð almannatengslafyrirtæki til þess að reyna að grafa undan gagnrýnendum samfélagsmiðlarisans með því að tengja gagnrýnendurna við milljarðamæringinn George Soros. 15. nóvember 2018 09:15
Facebook enn og aftur á hælunum Forsvarsmenn Facebook segjast ekki hafa reynt að afvegaleiða almenning í tengslum við áróðursherferð Rússa á samfélagsmiðli fyrirtækisins í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum 2016. 15. nóvember 2018 15:30
Segist ekki hafa vitað af tengslum Facebook við fyrirtæki sem beindi spjótum sínum að Soros Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook, tók til varna í samtali við blaðamenn í gær þegar hann sagðist ekkert hafa vitað af því að fyrirtæki hans hefði fengið almannatengslafyrirtæki til liðs við sig til að grafa undan gagnrýnendum Facebook. 16. nóvember 2018 12:04