Dæmi um nauðungarhjónabönd á Íslandi Sunna Sæmundsdóttir skrifar 21. nóvember 2018 20:00 Nauðungarhjónabönd, félagsleg einangrun og heimilisofbeldi eru birtingarmyndir heiðurstengdra átaka á Íslandi. Félagsráðgjafi hjá Reykjavíkurborg leggur til að Íslendingar horfi til nágrannalanda og komi sér upp sérhæfðu teymi til þess að taka á þessum viðkvæmu málum. Velferðarsvið Reykjavíkurborgar og Kvennathvarfið efndu í dag til málþings um heiðurstengd átök og buðu til landsins tveimur sérfræðingum sem leiða teymi um málefnið í Noregi. Félagsráðgjafi hjá Reykjavíkurborg segir að Íslendingar þurfi að skerpa á vinnubrögðum í þessum málum og var málþingið fyrsta skrefið í því. „Ísland er ungt innflytjendaland og það sem gerist annars staðar í Evrópu gerist hér líka. Það gerist bara aðeins seinna. Við erum að sjá miklar breytingar á samsetningu innflytjendahópa hér, erum að fá til dæmis fleiri flóttamenn og fólk sem er ekki frá vestrænum löndum. Þannig við þurfum að vera vakandi fyrir þessu," segir Edda Ólafsdóttir, félagsráðgjafi á skrifstofu velferðarsviðs Reykjavíkurborgar.Talin er þörf á sérstöku teymi til þess að taka á heiðurstengdum átökum á Íslandi.Fréttablaðið/EyþórBirtingarmyndir heiðurstengdra átaka geta verið ýmiss konar, en einkennast oft af nauðung af hálfu fjölskyldumeðlima eða samlanda sem vilja tryggja að fólk hagi sér í samræmi við hefðir. Einangrun barna og unglinga er þekkt dæmi hér á landi. „Þau fara í skólann og svo eiga þau að koma heim. Þau eiga bara að hegða sér eins og foreldrar ætlast til. Mega ekki taka þátt í tómstundum eða skemmtunum." Einnig séu dæmi um alvarlegt ofbeldi og gróf mannréttindabrot. „Við erum alveg að sjá að það eru dæmi um nauðungarhjónabönd hérna á Íslandi," segir Edda. Lögregla, Kvennaathvarfið og félagsþjónustur hafa til dæmis komið að þessu málum hingað til en Edda telur rétt að huga að stofnun teymis sem þekkir vel inn á þessi mál, líkt og í Noregi. Þá sé þetta nýr veruleiki hér á landi og efla þurfi almenna fræðslu. „Við þurfum að læra um þetta og við þurfm að geta greint þessi mál og sett upp þessi sérstöku gleraugu til þess að greina þau," segir Edda. Mest lesið Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Erlent Borgin leggur bílstjórum línurnar Innlent Fleiri fréttir Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum Sjá meira
Nauðungarhjónabönd, félagsleg einangrun og heimilisofbeldi eru birtingarmyndir heiðurstengdra átaka á Íslandi. Félagsráðgjafi hjá Reykjavíkurborg leggur til að Íslendingar horfi til nágrannalanda og komi sér upp sérhæfðu teymi til þess að taka á þessum viðkvæmu málum. Velferðarsvið Reykjavíkurborgar og Kvennathvarfið efndu í dag til málþings um heiðurstengd átök og buðu til landsins tveimur sérfræðingum sem leiða teymi um málefnið í Noregi. Félagsráðgjafi hjá Reykjavíkurborg segir að Íslendingar þurfi að skerpa á vinnubrögðum í þessum málum og var málþingið fyrsta skrefið í því. „Ísland er ungt innflytjendaland og það sem gerist annars staðar í Evrópu gerist hér líka. Það gerist bara aðeins seinna. Við erum að sjá miklar breytingar á samsetningu innflytjendahópa hér, erum að fá til dæmis fleiri flóttamenn og fólk sem er ekki frá vestrænum löndum. Þannig við þurfum að vera vakandi fyrir þessu," segir Edda Ólafsdóttir, félagsráðgjafi á skrifstofu velferðarsviðs Reykjavíkurborgar.Talin er þörf á sérstöku teymi til þess að taka á heiðurstengdum átökum á Íslandi.Fréttablaðið/EyþórBirtingarmyndir heiðurstengdra átaka geta verið ýmiss konar, en einkennast oft af nauðung af hálfu fjölskyldumeðlima eða samlanda sem vilja tryggja að fólk hagi sér í samræmi við hefðir. Einangrun barna og unglinga er þekkt dæmi hér á landi. „Þau fara í skólann og svo eiga þau að koma heim. Þau eiga bara að hegða sér eins og foreldrar ætlast til. Mega ekki taka þátt í tómstundum eða skemmtunum." Einnig séu dæmi um alvarlegt ofbeldi og gróf mannréttindabrot. „Við erum alveg að sjá að það eru dæmi um nauðungarhjónabönd hérna á Íslandi," segir Edda. Lögregla, Kvennaathvarfið og félagsþjónustur hafa til dæmis komið að þessu málum hingað til en Edda telur rétt að huga að stofnun teymis sem þekkir vel inn á þessi mál, líkt og í Noregi. Þá sé þetta nýr veruleiki hér á landi og efla þurfi almenna fræðslu. „Við þurfum að læra um þetta og við þurfm að geta greint þessi mál og sett upp þessi sérstöku gleraugu til þess að greina þau," segir Edda.
Mest lesið Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Erlent Borgin leggur bílstjórum línurnar Innlent Fleiri fréttir Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum Sjá meira