Laug um samskipti við Hvíta húsið og starfsmann með Rússatengsl Kjartan Kjartansson skrifar 8. desember 2018 12:05 Paul Manafort (t.v.) og Michael Cohen (t.h.), fyrrverandi starfsmenn Donalds Trump, eru í vondum málum. Vísir/AP Fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trump Bandaríkjaforseta laug að saksóknurum um samskipti sín við starfsmann sinn sem er talinn hafa tengsl við rússnesku leyniþjónustuna og við embættismenn Hvíta hússins eftir að hann Trump varð forseti. Í minnisblaði sem Robert Mueller, sérstaki rannsakandinn sem kannar meint samráð framboðs Trump við Rússa, lagði fyrir dómstól í Washington-borg í gær kemur fram að Paul Manafort, sem stýrði framboðinu þar til í ágúst árið 2016, hafi sagt „fjölda greinilegra lyga“ í viðtölum við saksóknara. Þannig hafi Manafort sagt þeim að hann hefði ekki verið í neinu beinu eða óbeinu sambandi við Hvíta húsið frá því að Trump sór embættiseið í janúar í fyrra. Í ljós hafi hins vegar komið að hann hafi haldið áfram að tala við embættismenn Trump að minnsta kosti fram á vor. Manafort hafði gert samkomulag við saksóknarana um samstarf gegn því að þeir mæltu með vægari refsingu vegna fjársvika sem hann var dæmdur fyrir í haust. Saksóknarar Mueller telja hins vegar Manafort hafi brotið gegn samkomulaginu með lygum sínum. Verjendur hans segja hann hafa staðið við samkomulagið að fullu en saksóknarnir ætla að leggja fram sönnunargöng sem eiga að sýna fram á lygar hans. Auk lyganna um samskiptin við embættismenn Hvíta hússins er Manafort sagður hafa logið um samskipti við Konstantín Kilimnik, rússneskan starfsmanna ráðgjafarfyrirtækis Manafort. Kilimnik er grunaður um að hafa tengsl við rússnesku leyniþjónustuna. Þeir Manafort hittust að minnsta kosti tvisvar á meðan á kosningabaráttunni stóð.Washington Post hefur eftir Kilimnik að þeir hafi rætt um framboðið. Kilimnik er ákærður fyrir að hafa í félagi við Manafort reynt að hindra framgang rannsóknarinnar á störfum þeirra í Úkraínu fyrir ríkisstjórn Viktors Janúkóvitsj, fyrrverandi forseta.Segir Trump hafa skipað fyrir um ólöglegar greiðslur Saksóknarar Mueller og í New York lögðu einnig fram hvorir fram sín minnisblöð í máli Michaels Cohen, fyrrverandi lögmanns Trump, í gær. Í þeim skjölum kemur fram að Trump hafi sjálfur gefið Cohen fyrirmæli um ólöglegar greiðslur til að þagga niður í tveimur konum sem halda því fram að þær hafi átt í kynferðislegu sambandi við forsetann, að sögn New York Times. Þær greiðslur eru taldar hafa brotið gegn kosningalögum. Í minnisblaði rannsakenda Mueller kom fram að Cohen hefði verið í samskiptum við ónefndan Rússa sem hafi boðið samvinnu á milli Rússlands og forsetaframboðs Trump á „ríkisstjórnarstiginu“ í nóvember árið 2015, nokkrum mánuðum áður en önnur samskipti Rússa við framboð Trump sem fjallað hefur verið um opinberlega áttu sér stað. Saksóknararnir í New York höfnuðu beiðni lögmanna Cohen um að þeir mæltu ekki með fangelsisdómi yfir honum í skiptum fyrir samvinnu hans. Mæltu saksóknararnir þess í stað með „verulegri fangelsisvist“. Refsing Cohen vegna brota á kosningalögum, fjárglæpa og fyrir að hafa logið að Bandaríkjaþingi verður ákvörðuð í næstu viku. Cohen játaði sök. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Rússland Tengdar fréttir Saksóknarar vilja koma Cohen bak við lás og slá Saksóknarar í máli Michaels Cohen, fyrrum lögmanns Donald Trump, telja æskilegt að Cohen, verði dæmdur til talsverðrar fangelsisvistar fyrir glæpi sem "Rússarannsóknin“ svokallaða hefur leitt í ljós að hann framdi. 8. desember 2018 00:05 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Fleiri fréttir „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Sjá meira
Fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trump Bandaríkjaforseta laug að saksóknurum um samskipti sín við starfsmann sinn sem er talinn hafa tengsl við rússnesku leyniþjónustuna og við embættismenn Hvíta hússins eftir að hann Trump varð forseti. Í minnisblaði sem Robert Mueller, sérstaki rannsakandinn sem kannar meint samráð framboðs Trump við Rússa, lagði fyrir dómstól í Washington-borg í gær kemur fram að Paul Manafort, sem stýrði framboðinu þar til í ágúst árið 2016, hafi sagt „fjölda greinilegra lyga“ í viðtölum við saksóknara. Þannig hafi Manafort sagt þeim að hann hefði ekki verið í neinu beinu eða óbeinu sambandi við Hvíta húsið frá því að Trump sór embættiseið í janúar í fyrra. Í ljós hafi hins vegar komið að hann hafi haldið áfram að tala við embættismenn Trump að minnsta kosti fram á vor. Manafort hafði gert samkomulag við saksóknarana um samstarf gegn því að þeir mæltu með vægari refsingu vegna fjársvika sem hann var dæmdur fyrir í haust. Saksóknarar Mueller telja hins vegar Manafort hafi brotið gegn samkomulaginu með lygum sínum. Verjendur hans segja hann hafa staðið við samkomulagið að fullu en saksóknarnir ætla að leggja fram sönnunargöng sem eiga að sýna fram á lygar hans. Auk lyganna um samskiptin við embættismenn Hvíta hússins er Manafort sagður hafa logið um samskipti við Konstantín Kilimnik, rússneskan starfsmanna ráðgjafarfyrirtækis Manafort. Kilimnik er grunaður um að hafa tengsl við rússnesku leyniþjónustuna. Þeir Manafort hittust að minnsta kosti tvisvar á meðan á kosningabaráttunni stóð.Washington Post hefur eftir Kilimnik að þeir hafi rætt um framboðið. Kilimnik er ákærður fyrir að hafa í félagi við Manafort reynt að hindra framgang rannsóknarinnar á störfum þeirra í Úkraínu fyrir ríkisstjórn Viktors Janúkóvitsj, fyrrverandi forseta.Segir Trump hafa skipað fyrir um ólöglegar greiðslur Saksóknarar Mueller og í New York lögðu einnig fram hvorir fram sín minnisblöð í máli Michaels Cohen, fyrrverandi lögmanns Trump, í gær. Í þeim skjölum kemur fram að Trump hafi sjálfur gefið Cohen fyrirmæli um ólöglegar greiðslur til að þagga niður í tveimur konum sem halda því fram að þær hafi átt í kynferðislegu sambandi við forsetann, að sögn New York Times. Þær greiðslur eru taldar hafa brotið gegn kosningalögum. Í minnisblaði rannsakenda Mueller kom fram að Cohen hefði verið í samskiptum við ónefndan Rússa sem hafi boðið samvinnu á milli Rússlands og forsetaframboðs Trump á „ríkisstjórnarstiginu“ í nóvember árið 2015, nokkrum mánuðum áður en önnur samskipti Rússa við framboð Trump sem fjallað hefur verið um opinberlega áttu sér stað. Saksóknararnir í New York höfnuðu beiðni lögmanna Cohen um að þeir mæltu ekki með fangelsisdómi yfir honum í skiptum fyrir samvinnu hans. Mæltu saksóknararnir þess í stað með „verulegri fangelsisvist“. Refsing Cohen vegna brota á kosningalögum, fjárglæpa og fyrir að hafa logið að Bandaríkjaþingi verður ákvörðuð í næstu viku. Cohen játaði sök.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Rússland Tengdar fréttir Saksóknarar vilja koma Cohen bak við lás og slá Saksóknarar í máli Michaels Cohen, fyrrum lögmanns Donald Trump, telja æskilegt að Cohen, verði dæmdur til talsverðrar fangelsisvistar fyrir glæpi sem "Rússarannsóknin“ svokallaða hefur leitt í ljós að hann framdi. 8. desember 2018 00:05 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Fleiri fréttir „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Sjá meira
Saksóknarar vilja koma Cohen bak við lás og slá Saksóknarar í máli Michaels Cohen, fyrrum lögmanns Donald Trump, telja æskilegt að Cohen, verði dæmdur til talsverðrar fangelsisvistar fyrir glæpi sem "Rússarannsóknin“ svokallaða hefur leitt í ljós að hann framdi. 8. desember 2018 00:05