Saksóknarar vilja koma Cohen bak við lás og slá Vésteinn Örn Pétursson skrifar 8. desember 2018 00:05 Michael Cohen. Yana Paskova/Getty Saksóknarar í máli Michaels Cohen, fyrrum lögmanns Donald Trump, telja æskilegt að Cohen, verði dæmdur til talsverðrar fangelsisvistar fyrir glæpi sem „Rússarannsóknin“ svokallaða hefur leitt í ljós að hann framdi. Málið sem saksóknararnir sækja nú gegn lögmanninum snúast um það þegar Cohen gerðist sekur um að brjóta kosningalög með greiðslum til tveggja kvenna sem sögðust hafa átt í kynferðislegu sambandi við Trump. Þá ku Cohen einnig hafa gerst sekur um bankasvik. Nú hafa alríkissaksóknarar í New York skilað inn dómskjali þar sem fram kemur að þeir telji rétt að Cohen afpláni fangelsisdóm til lengri tíma, mögulega í nokkur ár. Þrátt fyrir samning þess efnis að Cohen fengi mildari dóm í skiptum fyrir upplýsingar sem hann gæti veitt, komust saksóknarar að þeirri niðurstöðu að sækjast eftir fangelsisdómi yfir Cohen. Byggist það aðallega á því að þrátt fyrir þær upplýsingar sem Cohen veitti hafi hann neitað að svara spurningum saksóknara um ýmis önnur mál.Robert Mueller, fyrrverandi forstjóri alríkislögreglunnar FBI, stýrir rannsókninni á meintu samráði framboðs Trump við Rússa árið 2016.Vísir/GettySérstakur rannsakandi ekki jafn harður Cohen viðurkenndi í nóvember að hafa logið að þingnefndum Bandaríkjaþings um fasteignaverkefni sem Trump og fyrirtæki hans vann í Moskvu á meðan Trump bauð sig fram til forseta. Cohen hafði áður samið um mildari refsingu fyrir brot sín að því gefnu að hann gæti liðsinnt rannsakendum Rússarannsóknarinnar og veitt þeim upplýsingar sem myndu liðka og flýta fyrir gangi hennar. Cohen vildi í skiptum sleppa við fangelsisafplánun. Sérstakur rannsakandi í því máli, Robert S. Mueller, fer mýkri höndum um Cohen. Í minnisblaði frá honum kemur fram að þrátt fyrir að glæpir Cohen væru „alvarlegir“ hafi hann „tekið stór skref í átt að því að milda áhrif glæpsamlegs athæfis síns.“ Rannsóknarnefnd á vegum Mueller sagði samstaf Cohen hafa orðið til þess að rannsókninni miðaði betur áfram en annars væri. Þá var Cohen lofaður fyrir að hafa orðið rannsakendum úti um „þýðingarmiklar og mikilvægar upplýsingar um fólk innan Hvíta hússins á árunum 2017-2018.“ Samkvæmt minnisblaði Mueller á Cohen að hafa reitt fram nýjar upplýsingar um óþekktan rússneskan aðila sem setti sig í samband við kosningateymi Trump í nóvember 2015. Sá hafi sagst vera „manneskja sem treyst væri á“ innan rússneskra stjórnvalda og boðið framboði Trump „pólitíska samvirkni.“ Þessi óþekkti aðili hafi endurtekið stungið upp á fundi á milli Trump og Vladimir Pútín Rússlandsforseta og sagt slíkan fund geta haft „stórkostleg“ áhrif, bæði á sviði stjórnmála og viðskipta, að því er fram kemur í upplýsingum frá rannsóknarnefndinni. Ekkert hafi þó orðið úr fundinum.Michael Cohen gæti átt yfir höfði sér fimm ára fangelsi.EPA/Justin LaneGæti afplánað nokkurra ára dóm Ef alríkisviðmiðunarreglur um fangelsisdóma eru teknar til hliðsjónar má teljast líklegt að Cohen bíði allt að fimm ár bak við lás og slá. Að mati alríkissaksóknarans í New York ætti Cohen að fá örlítinn frádrátt af þeim dómi og eru þrjú og hálft ár talin viðeigandi refsing. Í skjali frá saksóknurum segir meðal annars að Cohen hafi „sóst eftir undraverðri linkind, að sleppa við fangelsisdóm, byggt á vanhæfni hans til þess að átta sig á alvarleika glæpa sinna, hugmynda um eigið ágæti og hvernig hann varð rannsakendum úti um ákveðnar upplýsingar. Glæpir Cohen eru þó mun alvarlegri en hann lætur í veðri vaka og báru vott um þær blekkingar sem einkenndu starfsferil hans.“ Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Fyrrverandi lögmaður Trump játar að hafa logið um viðskipti í Rússlandi Michael Cohen kom fyrir dómara í dag og játaði að hafa logið að þingnefndum um fasteignaverkefni í Moskvu sem hélt áfram eftir að forsetaframboð Trump hófst. 29. nóvember 2018 21:08 Ærumeiðingarmáli klámmyndaleikkonu gegn Trump vísað frá Dómarinn taldi að Trump Bandaríkjaforseti hafi mátt saka hana um að búa til sögu um að henni hafi verið hótað. 16. október 2018 10:41 Nornirnar fuðra upp á báli Mueller Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, virðist ekki sáttur við að Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður forsetans, hafi játað að hafa logið að þingmönnum um umsvif hans í Rússlandi. 30. nóvember 2018 12:00 Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Fleiri fréttir Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Sjá meira
Saksóknarar í máli Michaels Cohen, fyrrum lögmanns Donald Trump, telja æskilegt að Cohen, verði dæmdur til talsverðrar fangelsisvistar fyrir glæpi sem „Rússarannsóknin“ svokallaða hefur leitt í ljós að hann framdi. Málið sem saksóknararnir sækja nú gegn lögmanninum snúast um það þegar Cohen gerðist sekur um að brjóta kosningalög með greiðslum til tveggja kvenna sem sögðust hafa átt í kynferðislegu sambandi við Trump. Þá ku Cohen einnig hafa gerst sekur um bankasvik. Nú hafa alríkissaksóknarar í New York skilað inn dómskjali þar sem fram kemur að þeir telji rétt að Cohen afpláni fangelsisdóm til lengri tíma, mögulega í nokkur ár. Þrátt fyrir samning þess efnis að Cohen fengi mildari dóm í skiptum fyrir upplýsingar sem hann gæti veitt, komust saksóknarar að þeirri niðurstöðu að sækjast eftir fangelsisdómi yfir Cohen. Byggist það aðallega á því að þrátt fyrir þær upplýsingar sem Cohen veitti hafi hann neitað að svara spurningum saksóknara um ýmis önnur mál.Robert Mueller, fyrrverandi forstjóri alríkislögreglunnar FBI, stýrir rannsókninni á meintu samráði framboðs Trump við Rússa árið 2016.Vísir/GettySérstakur rannsakandi ekki jafn harður Cohen viðurkenndi í nóvember að hafa logið að þingnefndum Bandaríkjaþings um fasteignaverkefni sem Trump og fyrirtæki hans vann í Moskvu á meðan Trump bauð sig fram til forseta. Cohen hafði áður samið um mildari refsingu fyrir brot sín að því gefnu að hann gæti liðsinnt rannsakendum Rússarannsóknarinnar og veitt þeim upplýsingar sem myndu liðka og flýta fyrir gangi hennar. Cohen vildi í skiptum sleppa við fangelsisafplánun. Sérstakur rannsakandi í því máli, Robert S. Mueller, fer mýkri höndum um Cohen. Í minnisblaði frá honum kemur fram að þrátt fyrir að glæpir Cohen væru „alvarlegir“ hafi hann „tekið stór skref í átt að því að milda áhrif glæpsamlegs athæfis síns.“ Rannsóknarnefnd á vegum Mueller sagði samstaf Cohen hafa orðið til þess að rannsókninni miðaði betur áfram en annars væri. Þá var Cohen lofaður fyrir að hafa orðið rannsakendum úti um „þýðingarmiklar og mikilvægar upplýsingar um fólk innan Hvíta hússins á árunum 2017-2018.“ Samkvæmt minnisblaði Mueller á Cohen að hafa reitt fram nýjar upplýsingar um óþekktan rússneskan aðila sem setti sig í samband við kosningateymi Trump í nóvember 2015. Sá hafi sagst vera „manneskja sem treyst væri á“ innan rússneskra stjórnvalda og boðið framboði Trump „pólitíska samvirkni.“ Þessi óþekkti aðili hafi endurtekið stungið upp á fundi á milli Trump og Vladimir Pútín Rússlandsforseta og sagt slíkan fund geta haft „stórkostleg“ áhrif, bæði á sviði stjórnmála og viðskipta, að því er fram kemur í upplýsingum frá rannsóknarnefndinni. Ekkert hafi þó orðið úr fundinum.Michael Cohen gæti átt yfir höfði sér fimm ára fangelsi.EPA/Justin LaneGæti afplánað nokkurra ára dóm Ef alríkisviðmiðunarreglur um fangelsisdóma eru teknar til hliðsjónar má teljast líklegt að Cohen bíði allt að fimm ár bak við lás og slá. Að mati alríkissaksóknarans í New York ætti Cohen að fá örlítinn frádrátt af þeim dómi og eru þrjú og hálft ár talin viðeigandi refsing. Í skjali frá saksóknurum segir meðal annars að Cohen hafi „sóst eftir undraverðri linkind, að sleppa við fangelsisdóm, byggt á vanhæfni hans til þess að átta sig á alvarleika glæpa sinna, hugmynda um eigið ágæti og hvernig hann varð rannsakendum úti um ákveðnar upplýsingar. Glæpir Cohen eru þó mun alvarlegri en hann lætur í veðri vaka og báru vott um þær blekkingar sem einkenndu starfsferil hans.“
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Fyrrverandi lögmaður Trump játar að hafa logið um viðskipti í Rússlandi Michael Cohen kom fyrir dómara í dag og játaði að hafa logið að þingnefndum um fasteignaverkefni í Moskvu sem hélt áfram eftir að forsetaframboð Trump hófst. 29. nóvember 2018 21:08 Ærumeiðingarmáli klámmyndaleikkonu gegn Trump vísað frá Dómarinn taldi að Trump Bandaríkjaforseti hafi mátt saka hana um að búa til sögu um að henni hafi verið hótað. 16. október 2018 10:41 Nornirnar fuðra upp á báli Mueller Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, virðist ekki sáttur við að Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður forsetans, hafi játað að hafa logið að þingmönnum um umsvif hans í Rússlandi. 30. nóvember 2018 12:00 Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Fleiri fréttir Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Sjá meira
Fyrrverandi lögmaður Trump játar að hafa logið um viðskipti í Rússlandi Michael Cohen kom fyrir dómara í dag og játaði að hafa logið að þingnefndum um fasteignaverkefni í Moskvu sem hélt áfram eftir að forsetaframboð Trump hófst. 29. nóvember 2018 21:08
Ærumeiðingarmáli klámmyndaleikkonu gegn Trump vísað frá Dómarinn taldi að Trump Bandaríkjaforseti hafi mátt saka hana um að búa til sögu um að henni hafi verið hótað. 16. október 2018 10:41
Nornirnar fuðra upp á báli Mueller Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, virðist ekki sáttur við að Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður forsetans, hafi játað að hafa logið að þingmönnum um umsvif hans í Rússlandi. 30. nóvember 2018 12:00