Örlög norðurslóða ráðast ekki síst sunnar á hnettinum Heimir Már Pétursson skrifar 7. desember 2018 20:00 Ólafur Ragnar Grímsson formaður Hringborðs norðurslóða sagði örlög þeirra ekki síst ráðast af þróun loftlagsmála sunnar á hnettinum. Mikilvægt væri að Asíuríki taki þátt í hringborðinu eins og á ráðstefnu sem nú stendur yfir á vegum samtakanna í Seoul í Suður Kóreu. Ráðstefna Hringborðs norðurslóða, Arctic Circle, í höfuðborg Suður Kóreu er haldin í samvinnu við utanríkisráðuneyti og haf- og sjávarútvegsráðuneyti Kóreu, heimskautastofnun landsins og hafrannsóknarstofnun. Hana sækja háttsettir fulltrúar stjórnvalda, vísinda og viðskiptalífs frá Kóreu, Kína, Japan og Singapore auk þátttakenda frá fjölda ríkja utan Asíu. Ólafur Ragnar Grímsson formaður Hringborðs norðurslóða segir þetta áttundu sérhæfðu ráðstefnu samtakanna í öðrum löndum en heimsþing Hringborðsins fer fram í Reykjavík ár hvert í október. „Að vissu leyti er óhætt að segja að framtíð norðurslóða verði ákvörðuð í öðrum heimsálfum og í öðrum heimshlutum. Því orkukerfið, mengunin, aukning koltvísýringslosunar munu hafa óviðráðanlegar afleiðingar fyrir framtíð norðurslóða,“ sagði Ólafur Ragnar í ávarpi sínu á ráðstefnunni í dag. Auk Ólafs Ragnars er Ban Ki-moon fyrrverandi utanríkisráðherra Kóreu og framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna frá árinu 2007 til 2016 meðal um 250 þáttakenda. Hann segir ekkert eitt ríki eða hóp ríkja geta leyst loftlagsvandann á norðurslóðum. „Hnattræn áskorun krefst hnattrænna lausna. Ekkert eitt land, sama hversu voldugt eða úrræðagott það kann að vera, getur gert það á eigin spýtur. Við verðum að vinna saman. Við erum öll í þessu saman,“ sagði Ban. Á ráðstefnunni er fjallað um vísindarannsóknir á Norðurslóðum, þróun siglinga og innviða, orkunýtingar og nýsköpunar. En henni lýkur með heimsókn í nýlega heimskautastofnun Suður Kóreu þar sem starfa hátt á þriðja hundrað sérfræðingar. „Svo þegar við komum saman, í dag og á morgun og næstu daga hérna í Kóreu, til að ræða ýmsar hliðar á framtíð norðurslóða erum við líka að tala um framtíð plánetunnar okkar,“ sagði Ólafur Ragnar. Norðurslóðir Ólafur Ragnar Grímsson Stjórnsýsla Umhverfismál Hringborð norðurslóða Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Fleiri fréttir Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson formaður Hringborðs norðurslóða sagði örlög þeirra ekki síst ráðast af þróun loftlagsmála sunnar á hnettinum. Mikilvægt væri að Asíuríki taki þátt í hringborðinu eins og á ráðstefnu sem nú stendur yfir á vegum samtakanna í Seoul í Suður Kóreu. Ráðstefna Hringborðs norðurslóða, Arctic Circle, í höfuðborg Suður Kóreu er haldin í samvinnu við utanríkisráðuneyti og haf- og sjávarútvegsráðuneyti Kóreu, heimskautastofnun landsins og hafrannsóknarstofnun. Hana sækja háttsettir fulltrúar stjórnvalda, vísinda og viðskiptalífs frá Kóreu, Kína, Japan og Singapore auk þátttakenda frá fjölda ríkja utan Asíu. Ólafur Ragnar Grímsson formaður Hringborðs norðurslóða segir þetta áttundu sérhæfðu ráðstefnu samtakanna í öðrum löndum en heimsþing Hringborðsins fer fram í Reykjavík ár hvert í október. „Að vissu leyti er óhætt að segja að framtíð norðurslóða verði ákvörðuð í öðrum heimsálfum og í öðrum heimshlutum. Því orkukerfið, mengunin, aukning koltvísýringslosunar munu hafa óviðráðanlegar afleiðingar fyrir framtíð norðurslóða,“ sagði Ólafur Ragnar í ávarpi sínu á ráðstefnunni í dag. Auk Ólafs Ragnars er Ban Ki-moon fyrrverandi utanríkisráðherra Kóreu og framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna frá árinu 2007 til 2016 meðal um 250 þáttakenda. Hann segir ekkert eitt ríki eða hóp ríkja geta leyst loftlagsvandann á norðurslóðum. „Hnattræn áskorun krefst hnattrænna lausna. Ekkert eitt land, sama hversu voldugt eða úrræðagott það kann að vera, getur gert það á eigin spýtur. Við verðum að vinna saman. Við erum öll í þessu saman,“ sagði Ban. Á ráðstefnunni er fjallað um vísindarannsóknir á Norðurslóðum, þróun siglinga og innviða, orkunýtingar og nýsköpunar. En henni lýkur með heimsókn í nýlega heimskautastofnun Suður Kóreu þar sem starfa hátt á þriðja hundrað sérfræðingar. „Svo þegar við komum saman, í dag og á morgun og næstu daga hérna í Kóreu, til að ræða ýmsar hliðar á framtíð norðurslóða erum við líka að tala um framtíð plánetunnar okkar,“ sagði Ólafur Ragnar.
Norðurslóðir Ólafur Ragnar Grímsson Stjórnsýsla Umhverfismál Hringborð norðurslóða Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Fleiri fréttir Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Sjá meira