Örlög norðurslóða ráðast ekki síst sunnar á hnettinum Heimir Már Pétursson skrifar 7. desember 2018 20:00 Ólafur Ragnar Grímsson formaður Hringborðs norðurslóða sagði örlög þeirra ekki síst ráðast af þróun loftlagsmála sunnar á hnettinum. Mikilvægt væri að Asíuríki taki þátt í hringborðinu eins og á ráðstefnu sem nú stendur yfir á vegum samtakanna í Seoul í Suður Kóreu. Ráðstefna Hringborðs norðurslóða, Arctic Circle, í höfuðborg Suður Kóreu er haldin í samvinnu við utanríkisráðuneyti og haf- og sjávarútvegsráðuneyti Kóreu, heimskautastofnun landsins og hafrannsóknarstofnun. Hana sækja háttsettir fulltrúar stjórnvalda, vísinda og viðskiptalífs frá Kóreu, Kína, Japan og Singapore auk þátttakenda frá fjölda ríkja utan Asíu. Ólafur Ragnar Grímsson formaður Hringborðs norðurslóða segir þetta áttundu sérhæfðu ráðstefnu samtakanna í öðrum löndum en heimsþing Hringborðsins fer fram í Reykjavík ár hvert í október. „Að vissu leyti er óhætt að segja að framtíð norðurslóða verði ákvörðuð í öðrum heimsálfum og í öðrum heimshlutum. Því orkukerfið, mengunin, aukning koltvísýringslosunar munu hafa óviðráðanlegar afleiðingar fyrir framtíð norðurslóða,“ sagði Ólafur Ragnar í ávarpi sínu á ráðstefnunni í dag. Auk Ólafs Ragnars er Ban Ki-moon fyrrverandi utanríkisráðherra Kóreu og framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna frá árinu 2007 til 2016 meðal um 250 þáttakenda. Hann segir ekkert eitt ríki eða hóp ríkja geta leyst loftlagsvandann á norðurslóðum. „Hnattræn áskorun krefst hnattrænna lausna. Ekkert eitt land, sama hversu voldugt eða úrræðagott það kann að vera, getur gert það á eigin spýtur. Við verðum að vinna saman. Við erum öll í þessu saman,“ sagði Ban. Á ráðstefnunni er fjallað um vísindarannsóknir á Norðurslóðum, þróun siglinga og innviða, orkunýtingar og nýsköpunar. En henni lýkur með heimsókn í nýlega heimskautastofnun Suður Kóreu þar sem starfa hátt á þriðja hundrað sérfræðingar. „Svo þegar við komum saman, í dag og á morgun og næstu daga hérna í Kóreu, til að ræða ýmsar hliðar á framtíð norðurslóða erum við líka að tala um framtíð plánetunnar okkar,“ sagði Ólafur Ragnar. Norðurslóðir Ólafur Ragnar Grímsson Stjórnsýsla Umhverfismál Hringborð norðurslóða Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent TikTok hólpið í bili Erlent Fleiri fréttir Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson formaður Hringborðs norðurslóða sagði örlög þeirra ekki síst ráðast af þróun loftlagsmála sunnar á hnettinum. Mikilvægt væri að Asíuríki taki þátt í hringborðinu eins og á ráðstefnu sem nú stendur yfir á vegum samtakanna í Seoul í Suður Kóreu. Ráðstefna Hringborðs norðurslóða, Arctic Circle, í höfuðborg Suður Kóreu er haldin í samvinnu við utanríkisráðuneyti og haf- og sjávarútvegsráðuneyti Kóreu, heimskautastofnun landsins og hafrannsóknarstofnun. Hana sækja háttsettir fulltrúar stjórnvalda, vísinda og viðskiptalífs frá Kóreu, Kína, Japan og Singapore auk þátttakenda frá fjölda ríkja utan Asíu. Ólafur Ragnar Grímsson formaður Hringborðs norðurslóða segir þetta áttundu sérhæfðu ráðstefnu samtakanna í öðrum löndum en heimsþing Hringborðsins fer fram í Reykjavík ár hvert í október. „Að vissu leyti er óhætt að segja að framtíð norðurslóða verði ákvörðuð í öðrum heimsálfum og í öðrum heimshlutum. Því orkukerfið, mengunin, aukning koltvísýringslosunar munu hafa óviðráðanlegar afleiðingar fyrir framtíð norðurslóða,“ sagði Ólafur Ragnar í ávarpi sínu á ráðstefnunni í dag. Auk Ólafs Ragnars er Ban Ki-moon fyrrverandi utanríkisráðherra Kóreu og framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna frá árinu 2007 til 2016 meðal um 250 þáttakenda. Hann segir ekkert eitt ríki eða hóp ríkja geta leyst loftlagsvandann á norðurslóðum. „Hnattræn áskorun krefst hnattrænna lausna. Ekkert eitt land, sama hversu voldugt eða úrræðagott það kann að vera, getur gert það á eigin spýtur. Við verðum að vinna saman. Við erum öll í þessu saman,“ sagði Ban. Á ráðstefnunni er fjallað um vísindarannsóknir á Norðurslóðum, þróun siglinga og innviða, orkunýtingar og nýsköpunar. En henni lýkur með heimsókn í nýlega heimskautastofnun Suður Kóreu þar sem starfa hátt á þriðja hundrað sérfræðingar. „Svo þegar við komum saman, í dag og á morgun og næstu daga hérna í Kóreu, til að ræða ýmsar hliðar á framtíð norðurslóða erum við líka að tala um framtíð plánetunnar okkar,“ sagði Ólafur Ragnar.
Norðurslóðir Ólafur Ragnar Grímsson Stjórnsýsla Umhverfismál Hringborð norðurslóða Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent TikTok hólpið í bili Erlent Fleiri fréttir Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sjá meira