Gæti fjölgað farþegum og orðið lyftistöng fyrir innanlandsflugið Kristján Már Unnarsson skrifar 6. desember 2018 21:45 Frá Bíldudalsflugvelli. Jetstream-flugvél frá Flugfélaginu Erni á flughlaðinu. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Niðurgreiðslur flugfargjalda til íbúa landsbyggðarinnar gætu orðið lyftistöng fyrir innanlandsflugið og fjölgað farþegum, ef vel tekst til með útfærsluna, að mati Harðar Guðmundssonar, forstjóra Flugfélagsins Ernis. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Flugfélagið Ernir fagnaði nýrri Dornier-skrúfuþotu í gær en forstjórinn leynir því ekki að reksturinn sé þungur. Innanlandsfluginu fylgi áskoranir um þessar mundir. „Já, heldur betur. Það verður að segjast alveg eins og er að innanlandsflugið hefur bara ekki gengið neitt sérlega vel, - ekki frekar en millilandaflugið. Það þekkja það allir sem hafa fylgst með fréttum af því,“ segir Hörður. Flugfélagið Ernir sinnir áætlunarflugi til fimm staða á landsbyggðinni; Bíldudals, Gjögurs, Húsavíkur, Hornafjarðar og Vestmannaeyja.Hörður Guðmundsson, forstjóri Flugfélagsins Ernis.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Starfshópur á vegum samgönguráðherra skilaði í byrjun vikunnar tillögum um að svokölluð skosk leið verði farin, þannig að íbúar fjarri Reykjavík fái helmingsniðurgreiðslur af flugfargjöldum að ákveðnu hámarki. „Það gæti gert það að verkum að farþegum myndi eitthvað fjölga í innanlandsfluginu og vonandi gerist það,“ segir Hörður. Hann gagnrýndi það í fyrra að innanlandsflugið nyti ekki jafnræðis gagnvart öðrum almenningssamgöngum. Flugið þyrfti að keppa við ríkisstyrktar ferjur og niðurgreiddar strætóferðir, og auk þess að standa undir farþegasköttum, lendingargjöldum og margskyns eftirlitsgjöldum. Nú virðist ætlun stjórnvalda að jafna þennan aðstöðumun. „Ef vel tekst til á þetta að geta orðið til góðs. En svo á maður bara eftir að sjá hvernig útfærslan verður. Ef hún verður eins og maður er að vona þá hefur maður trú á því að þetta geti orðið svolítil lyftistöng. Vonandi gerir það það,“ segir Hörður. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fréttir af flugi Hornafjörður Norðurþing Tengdar fréttir Forstjóri Ernis vill njóta jafnræðis gagnvart ferjum og strætisvögnum Hörður Guðmundsson, forstjóri Flugfélagsins Ernis, segir að yfir fjörutíu prósent af brúttótekjum fyrirtækisins fari í gjöld til ríkisins með einum eða öðrum hætti. 12. febrúar 2018 21:15 Fyrstu flugfreyjur í sögu Ernis í fyrsta áætlunarflugi Dornier Þáttaskil urðu í sögu Flugfélagsins Ernis þegar stærsta og hraðfleygasta vél félagsins fór í sitt fyrsta áætlunarflug. Flugfreyjur voru um borð í vél félagsins í fyrsta sinn. 5. desember 2018 20:45 Helmingsafsláttur landsbyggðarbúa væntanlegur árið 2020 Þá gæti kostnaður við þennan lið áætlunarinnar hlaupið á einum milljarði króna. 4. desember 2018 23:43 Vilja niðurgreiða innanlandsflug fyrir valda landsbyggðarbúa Fólk sem býr meira en 200-300 kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu geta fengið helming flugfargjalda niðurgreiddan frá ríkinu samkvæmt tillögu starfshóps um innanlandsflug. 4. desember 2018 13:08 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Niðurgreiðslur flugfargjalda til íbúa landsbyggðarinnar gætu orðið lyftistöng fyrir innanlandsflugið og fjölgað farþegum, ef vel tekst til með útfærsluna, að mati Harðar Guðmundssonar, forstjóra Flugfélagsins Ernis. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Flugfélagið Ernir fagnaði nýrri Dornier-skrúfuþotu í gær en forstjórinn leynir því ekki að reksturinn sé þungur. Innanlandsfluginu fylgi áskoranir um þessar mundir. „Já, heldur betur. Það verður að segjast alveg eins og er að innanlandsflugið hefur bara ekki gengið neitt sérlega vel, - ekki frekar en millilandaflugið. Það þekkja það allir sem hafa fylgst með fréttum af því,“ segir Hörður. Flugfélagið Ernir sinnir áætlunarflugi til fimm staða á landsbyggðinni; Bíldudals, Gjögurs, Húsavíkur, Hornafjarðar og Vestmannaeyja.Hörður Guðmundsson, forstjóri Flugfélagsins Ernis.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Starfshópur á vegum samgönguráðherra skilaði í byrjun vikunnar tillögum um að svokölluð skosk leið verði farin, þannig að íbúar fjarri Reykjavík fái helmingsniðurgreiðslur af flugfargjöldum að ákveðnu hámarki. „Það gæti gert það að verkum að farþegum myndi eitthvað fjölga í innanlandsfluginu og vonandi gerist það,“ segir Hörður. Hann gagnrýndi það í fyrra að innanlandsflugið nyti ekki jafnræðis gagnvart öðrum almenningssamgöngum. Flugið þyrfti að keppa við ríkisstyrktar ferjur og niðurgreiddar strætóferðir, og auk þess að standa undir farþegasköttum, lendingargjöldum og margskyns eftirlitsgjöldum. Nú virðist ætlun stjórnvalda að jafna þennan aðstöðumun. „Ef vel tekst til á þetta að geta orðið til góðs. En svo á maður bara eftir að sjá hvernig útfærslan verður. Ef hún verður eins og maður er að vona þá hefur maður trú á því að þetta geti orðið svolítil lyftistöng. Vonandi gerir það það,“ segir Hörður. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Fréttir af flugi Hornafjörður Norðurþing Tengdar fréttir Forstjóri Ernis vill njóta jafnræðis gagnvart ferjum og strætisvögnum Hörður Guðmundsson, forstjóri Flugfélagsins Ernis, segir að yfir fjörutíu prósent af brúttótekjum fyrirtækisins fari í gjöld til ríkisins með einum eða öðrum hætti. 12. febrúar 2018 21:15 Fyrstu flugfreyjur í sögu Ernis í fyrsta áætlunarflugi Dornier Þáttaskil urðu í sögu Flugfélagsins Ernis þegar stærsta og hraðfleygasta vél félagsins fór í sitt fyrsta áætlunarflug. Flugfreyjur voru um borð í vél félagsins í fyrsta sinn. 5. desember 2018 20:45 Helmingsafsláttur landsbyggðarbúa væntanlegur árið 2020 Þá gæti kostnaður við þennan lið áætlunarinnar hlaupið á einum milljarði króna. 4. desember 2018 23:43 Vilja niðurgreiða innanlandsflug fyrir valda landsbyggðarbúa Fólk sem býr meira en 200-300 kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu geta fengið helming flugfargjalda niðurgreiddan frá ríkinu samkvæmt tillögu starfshóps um innanlandsflug. 4. desember 2018 13:08 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Forstjóri Ernis vill njóta jafnræðis gagnvart ferjum og strætisvögnum Hörður Guðmundsson, forstjóri Flugfélagsins Ernis, segir að yfir fjörutíu prósent af brúttótekjum fyrirtækisins fari í gjöld til ríkisins með einum eða öðrum hætti. 12. febrúar 2018 21:15
Fyrstu flugfreyjur í sögu Ernis í fyrsta áætlunarflugi Dornier Þáttaskil urðu í sögu Flugfélagsins Ernis þegar stærsta og hraðfleygasta vél félagsins fór í sitt fyrsta áætlunarflug. Flugfreyjur voru um borð í vél félagsins í fyrsta sinn. 5. desember 2018 20:45
Helmingsafsláttur landsbyggðarbúa væntanlegur árið 2020 Þá gæti kostnaður við þennan lið áætlunarinnar hlaupið á einum milljarði króna. 4. desember 2018 23:43
Vilja niðurgreiða innanlandsflug fyrir valda landsbyggðarbúa Fólk sem býr meira en 200-300 kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu geta fengið helming flugfargjalda niðurgreiddan frá ríkinu samkvæmt tillögu starfshóps um innanlandsflug. 4. desember 2018 13:08