Segist læra af Klaustursmálinu með því að sitja áfram á þingi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. desember 2018 08:47 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Anna Kolbrún Árnadóttir í stúdíói Bylgjunnar í morgun. vísir/vilhelm Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins og einn sexmenninganna sem sátu á Klaustur bar þann 20. nóvember síðastliðinn og töluðu á óviðeigandi hátt meðal annars um samþingmenn sína, segir að sér finnist það ekki skrýtið að fólk vilji að hún segi af sér þingmennsku vegna málsins. Hennar niðurstaða sé hins vegar sú að sitja áfram á þingi en segir að auðveldast hefði verið fyrir hana sjálfa að hætta á þingi. „Ég hefði auðveldlega getað tekið þá ákvörðun að fara í leyfi eða að fara í veikindaleyfi og ég hugsaði það. En svo hugsaði ég málið aðeins lengra að þá væri ég að taka skellinn fyrir orðræðu annarra og það er gjarnan það sem konur gera,“ sagði Anna Kolbrún í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún sagðist virkilega hafa íhugað það að segja af sér. „Ég er ekki að afsaka mig á neinn máta en það hefði verið auðveldast fyrir mig að fara fyrir sjálfa mig en það hefði ekki breytt lífinu mínu. Ég hefði áfram þurft að lifa með þetta. Þetta er mín niðurstaða núna en þetta er komið í þinglegan feril. Eitthvað kemur út úr því og ég þarf bara að taka stöðuna þá aftur,“ sagði Anna Kolbrún.Anna Kolbrún Árnadóttir á leið sinni frá nefndarsviði Alþingis og yfir í þinghúsið á mánudag. Hún vildi þá lítið ræða við fréttamann um Klaustursmálið.Vísir/VilhelmHefur séð dæmi þess að konur fari en eigi sér samt engar málsbætur Aðspurð sagðist Anna Kolbrún hafa tekið það með í reikninginn að meirihluti þjóðarinnar vill að hún segi af sér en samkvæmt könnun Maskínu sem greint var frá í vikunni vilja 74 prósent landsmanna að hún hætti á þingi. „Mér finnst ekkert skrýtið að fólki finnist það en ég hef líka séð dæmi þess að konur hafa farið og þær eiga sér samt engar málsbætur. Ég verð að horfa framan í það sem var og ég verð læra af því. Ef ég hverf af braut þá er ekkert sem segir að ég þurfi að læra af því. En með því að vera gerir það mér að þurfa að laga mig sem manneskju. Það er bara þannig,“ sagði Anna Kolbrún. Hún var spurð út í það hvernig henni leið inni á Klaustur. „Ég gerði það sem ég geri of oft. Ég þagði vissulega en reyndi að koma nokkrum til varnar. Ég er ekki með góða rödd og það heyrist ekki hátt í mér. Ég hefði átt að fara. Ég hefði líka oft áður átt að fara. Ég held meira að segja að ég hafi áður farið. Ég þoli ekki neðanbeltisbrandara.“Þingmennirnir sem voru á Klaustur bar þann 20. nóvember síðastliðinn. Ólafur Ísleifsson, Karl Gauti Hjaltason, Bergþór Ólason, Gunnar Bragi Sveinsson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Anna Kolbrún Árnadóttir.Jafnsek og aðrir Hún viðurkenndi að hún væri jafnsek þar sem hún hefði staðið hjá og ekki gert neitt. Það væri einmitt það sem væri að plaga hana; að hún væri jafnsek þó að hún hefði ekki sett jafn ljót orð fram. Anna Kolbrún sagðist ekki geta svarað því með já eða nei hvort henni þyki rétt að hún sitji áfram á Alþingi. „En ég get sagt að ef ég fer þá er ég að undirstrika það að konur fara. Ef ég sit áfram, sem verður áfram erfitt, þá þýðir það að ég ætla að takast á við þetta. Það verður erfitt og erfitt fyrir fólk að takast á á við þetta. Ef ég bugast þá bugast ég.“ Hún var einnig spurð út í þá Gunnar Braga Sveinsson og Bergþór Ólason og hvort henni fyndist rétt að þeir sitji áfram á þingi. „Mér finnst rétt af þeim að fara í leyfi. Mér finnst að þeir þurfi að gera í sínum málum og ég veit að þeir eru byrjaðir í þeirri vinnu. Ég veit að þeir fá faglega aðstoð, við fáum öll faglega aðstoð. Þeir þurfa sannarlega að sýna það í verki að þeir eru að vinna í sjálfum sér áður en við tökum næstu skref,“ sagði Anna Kolbrún. Viðtalið við Önnu Kolbrúnu og Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Miðflokksins, í Bítinu í morgun má heyra í spilaranum hér fyrir neðan. Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Spyr hvaða fordómum sá býr yfir sem skrifaði fyrstu fréttina um selahljóðið og Freyju Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins og einn sexmenninganna á Klaustur bar, er í ítarlegu viðtali við Morgunblaðið í dag en hún hefur lítið sem ekkert tjáð sig við fjölmiðla frá því að byrjað var að fjalla um upptökurnar af barnum fyrir viku síðan. 5. desember 2018 07:34 Segir Önnu Kolbrúnu hafa látið Alþingi fá réttar upplýsingar um æviferil Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, hóf þingfund í dag á því að minnast á fjölmiðlaumfjöllun um æviágrip Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingmanns Miðflokksins. 4. desember 2018 14:00 Anna Kolbrún segir það ekki á hennar ábyrgð að stöðva tal drukkinna manna Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins, ætlar ekki að segja af sér vegna þátttöku hennar í umræðum sexmenninganna úr hópi Flokki fólksins og Miðflokksins á barnum Klaustri á dögunum. 4. desember 2018 23:14 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins og einn sexmenninganna sem sátu á Klaustur bar þann 20. nóvember síðastliðinn og töluðu á óviðeigandi hátt meðal annars um samþingmenn sína, segir að sér finnist það ekki skrýtið að fólk vilji að hún segi af sér þingmennsku vegna málsins. Hennar niðurstaða sé hins vegar sú að sitja áfram á þingi en segir að auðveldast hefði verið fyrir hana sjálfa að hætta á þingi. „Ég hefði auðveldlega getað tekið þá ákvörðun að fara í leyfi eða að fara í veikindaleyfi og ég hugsaði það. En svo hugsaði ég málið aðeins lengra að þá væri ég að taka skellinn fyrir orðræðu annarra og það er gjarnan það sem konur gera,“ sagði Anna Kolbrún í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún sagðist virkilega hafa íhugað það að segja af sér. „Ég er ekki að afsaka mig á neinn máta en það hefði verið auðveldast fyrir mig að fara fyrir sjálfa mig en það hefði ekki breytt lífinu mínu. Ég hefði áfram þurft að lifa með þetta. Þetta er mín niðurstaða núna en þetta er komið í þinglegan feril. Eitthvað kemur út úr því og ég þarf bara að taka stöðuna þá aftur,“ sagði Anna Kolbrún.Anna Kolbrún Árnadóttir á leið sinni frá nefndarsviði Alþingis og yfir í þinghúsið á mánudag. Hún vildi þá lítið ræða við fréttamann um Klaustursmálið.Vísir/VilhelmHefur séð dæmi þess að konur fari en eigi sér samt engar málsbætur Aðspurð sagðist Anna Kolbrún hafa tekið það með í reikninginn að meirihluti þjóðarinnar vill að hún segi af sér en samkvæmt könnun Maskínu sem greint var frá í vikunni vilja 74 prósent landsmanna að hún hætti á þingi. „Mér finnst ekkert skrýtið að fólki finnist það en ég hef líka séð dæmi þess að konur hafa farið og þær eiga sér samt engar málsbætur. Ég verð að horfa framan í það sem var og ég verð læra af því. Ef ég hverf af braut þá er ekkert sem segir að ég þurfi að læra af því. En með því að vera gerir það mér að þurfa að laga mig sem manneskju. Það er bara þannig,“ sagði Anna Kolbrún. Hún var spurð út í það hvernig henni leið inni á Klaustur. „Ég gerði það sem ég geri of oft. Ég þagði vissulega en reyndi að koma nokkrum til varnar. Ég er ekki með góða rödd og það heyrist ekki hátt í mér. Ég hefði átt að fara. Ég hefði líka oft áður átt að fara. Ég held meira að segja að ég hafi áður farið. Ég þoli ekki neðanbeltisbrandara.“Þingmennirnir sem voru á Klaustur bar þann 20. nóvember síðastliðinn. Ólafur Ísleifsson, Karl Gauti Hjaltason, Bergþór Ólason, Gunnar Bragi Sveinsson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Anna Kolbrún Árnadóttir.Jafnsek og aðrir Hún viðurkenndi að hún væri jafnsek þar sem hún hefði staðið hjá og ekki gert neitt. Það væri einmitt það sem væri að plaga hana; að hún væri jafnsek þó að hún hefði ekki sett jafn ljót orð fram. Anna Kolbrún sagðist ekki geta svarað því með já eða nei hvort henni þyki rétt að hún sitji áfram á Alþingi. „En ég get sagt að ef ég fer þá er ég að undirstrika það að konur fara. Ef ég sit áfram, sem verður áfram erfitt, þá þýðir það að ég ætla að takast á við þetta. Það verður erfitt og erfitt fyrir fólk að takast á á við þetta. Ef ég bugast þá bugast ég.“ Hún var einnig spurð út í þá Gunnar Braga Sveinsson og Bergþór Ólason og hvort henni fyndist rétt að þeir sitji áfram á þingi. „Mér finnst rétt af þeim að fara í leyfi. Mér finnst að þeir þurfi að gera í sínum málum og ég veit að þeir eru byrjaðir í þeirri vinnu. Ég veit að þeir fá faglega aðstoð, við fáum öll faglega aðstoð. Þeir þurfa sannarlega að sýna það í verki að þeir eru að vinna í sjálfum sér áður en við tökum næstu skref,“ sagði Anna Kolbrún. Viðtalið við Önnu Kolbrúnu og Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Miðflokksins, í Bítinu í morgun má heyra í spilaranum hér fyrir neðan.
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Spyr hvaða fordómum sá býr yfir sem skrifaði fyrstu fréttina um selahljóðið og Freyju Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins og einn sexmenninganna á Klaustur bar, er í ítarlegu viðtali við Morgunblaðið í dag en hún hefur lítið sem ekkert tjáð sig við fjölmiðla frá því að byrjað var að fjalla um upptökurnar af barnum fyrir viku síðan. 5. desember 2018 07:34 Segir Önnu Kolbrúnu hafa látið Alþingi fá réttar upplýsingar um æviferil Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, hóf þingfund í dag á því að minnast á fjölmiðlaumfjöllun um æviágrip Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingmanns Miðflokksins. 4. desember 2018 14:00 Anna Kolbrún segir það ekki á hennar ábyrgð að stöðva tal drukkinna manna Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins, ætlar ekki að segja af sér vegna þátttöku hennar í umræðum sexmenninganna úr hópi Flokki fólksins og Miðflokksins á barnum Klaustri á dögunum. 4. desember 2018 23:14 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Spyr hvaða fordómum sá býr yfir sem skrifaði fyrstu fréttina um selahljóðið og Freyju Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins og einn sexmenninganna á Klaustur bar, er í ítarlegu viðtali við Morgunblaðið í dag en hún hefur lítið sem ekkert tjáð sig við fjölmiðla frá því að byrjað var að fjalla um upptökurnar af barnum fyrir viku síðan. 5. desember 2018 07:34
Segir Önnu Kolbrúnu hafa látið Alþingi fá réttar upplýsingar um æviferil Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, hóf þingfund í dag á því að minnast á fjölmiðlaumfjöllun um æviágrip Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingmanns Miðflokksins. 4. desember 2018 14:00
Anna Kolbrún segir það ekki á hennar ábyrgð að stöðva tal drukkinna manna Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins, ætlar ekki að segja af sér vegna þátttöku hennar í umræðum sexmenninganna úr hópi Flokki fólksins og Miðflokksins á barnum Klaustri á dögunum. 4. desember 2018 23:14