Heimsókn í höfuðstöðvar ESB í Brussel Ole Anton Bieltvedt skrifar 5. desember 2018 07:00 Í nýlegri Gallup-skoðanakönnun kom í ljós, að skýr meirihluti Íslendinga, 56%, er hlynntur upptöku evru, en smám saman skilja æ fleiri, hvílíkt svikatól krónan er. Nýjasta dæmið um vandræðin, sem krónan veldur, er hörð tilvistarbarátta WOW, en þegar það blessaða félag fór í sitt fyrsta flug, í maí 2012, fékk það 162 krónur fyrir evru – ef seldur var farmiði fyrir 1.000 evrur, fengu WOW-menn 162.000 krónur – en í júní í fyrra var svo komið, að WOW fékk ekki nema 110.000 krónur fyrir 1.000-evru-farmiðann. Auðvitað gildir það sama um öll önnur fyrirtæki, ekki sízt í sjávarútvegi, sem eru mikið með tekjur í erlendri mynt en verulegan hluta gjalda í krónum. Meirihluti manna sér nú loks í gegnum blekkingarvef þeirra íhalds- og sérhagsmunaafla, sem halda því fram, að krónan sé fín – að hún hafi komið okkur út úr hruninu – þó að þeir viti fullvel, að það var krónan, sem kom okkur í hrunið. Eftir hrun krónunnar 2008 og þær hörmungar, sem það olli, samþykkti Alþingi 2009, að við skyldum sækja um aðild að ESB, bæði til að við gætum fengið evruna og eins farið að hafa áhrif í Evrópu, en í gegnum EES-samninginn og Schengen-samkomulagið erum við 80-90% í ESB, en án evru og áhrifa. Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur hóf samninga við ESB sumarið 2010. 2013 voru þeir vel á veg komnir, en til allrar ógæfu náðu þá íhalds- og popúlistaöfl landsins meirihluta, undir stjórn Sigmundar Davíðs og hans manna. Einn þeirra, sem Sigmundur reyndar gerði að utanríkisráðherra, var Gunnar nokkur Bragi, sem nokkuð hefur verið í fréttum, þó ekki beint fyrir mikla eða góða dómgreind. Þessi – nú í síðasta ljósi nokkuð vafasami mannskapur – reyndi að fá Alþingi til að samþykkja, að ESB-aðildarumsóknin yrði dregin til baka, en ekki var meirihluti fyrir því á Alþingi. Ritaði þá tjéður Gunnar Bragi bréf til forsvarsmanna ESB, þann 12. marz 2015 – eitthvað það furðulegasta og ruglingslegasta bréf, sem undirritaður hefur séð – og átti tilgangur þess að vera, að slíta aðildarviðræðum. En, hvernig máttu þessir – ekki Bakkabræður, heldur barbræður – gera slíkt, gegn vilja Alþingis!? Við erum nú að kanna, hvort nokkur formlegur eða lagalegur grundvöllur sé fyrir þessum furðuskrifum. Mér finnst undarlegt, að ekkert skuli hafa gerzt í ESB og evru-málum síðan þá. Sérstaklega með tilliti til þess, að meirihluti landsmanna vill evruna. Ég vildi því kanna málið beint í Brussel. Íhaldsmenn tala oft um skrifstofubáknið í Brussel og búrókratana þar. Á þetta bákn allt að vera óhreyfanlegt og standa kolfast. Þetta, eins og margt annað hjá popúlistunum, reyndist rangt. Seint í október hafði ég samband við sendiherra ESB á Íslandi, Michael Mann, frjálslegan og vingjarnlegan mann, og kom hann á fundi með fulltrúum fjögurra deilda ESB – þriggja á efnahags- og evrusviði og eins á stækkunarsviði – fyrir mig. Hitti ég þetta fólk í höfuðstöðvum ESB, byggingu Karls mikla, 20. nóvember sl. Ekki kom þetta fólk úr sendisveinaliði ESB, og er mér til efs, að aðrar alþjóðlegar valdastofnanir hefðu sýnt slíkan sveigjanleika og slíka velvild gagnvart einstaklingi, en auðvitað beindist hún fyrst og fremst að Íslandi og Íslendingum. Evru-mál í Svartfjallalandi, Kósovó, Vatíkaninu, Mónakó, Andorra og San Marínó voru rædd í þaula, og kom í ljós, að þessi sex ríki höfðu fengið evruna á sögulegum grunni: Svartfjallaland og Kósovó höfðu haft þýzka markið fyrir, Vatíkanið hafði líru og smáríkin hin franska frankann. Ríkin sex fengu því evruna, þegar Þýzkaland, Ítalía og Frakkland tóku upp evruna. Engin smuga fyrir upptöku evru á Íslandi, án fullrar aðildar, fannst því við fyrstu skoðun. Ég spurði því um stytztu leið í evru, ef Íslendingar myndu ljúka inngönguviðræðum. Kom þá svar og leið, sem ég hafði ekki áttað mig: Eftir inngöngu, myndi taka þrjú ár að fá evru, en, eftir eitt ár, mætti tengja krónuna við evru, með ERM2 mekanísmanum, sem myndi tryggja gengi krónunnar á þann hátt, að hún gæti ekki sveiflast nema um 2,25%, upp eða niður. Danir nýta sér einmitt ERM2 mekanísmann, en danska krónan nýtur með honum fulls styrks evru, og njóta Danir lágvaxta evrunnar, án þess að hafa tekið hana upp. Oft heyrast raddir um það, að innganga í ESB og upptaka evru sé alltof langt ferli. 5 til 10 ár. Mitt mat er, ef þeir, sem nú vilja evru, meirihluti landsmanna, eru reiðubúnir til að taka skrefið til fulls, með fullri inngöngu, úr 80-90% í 100%, þá gæti krónan verið komin með styrk evru, í gegnum ERM2, á þremur árum frá framhaldi aðildarviðræðna. Full innganga þýddi, að semja yrði um landbúnaðarmál og sjávarútvegsmál. Malta, sem var í svipuðum sporum og við – var mjög háð sínum fiskveiðum – hélt fullum yfirráðum yfir fiskveiðilögsögu sinni við inngöngu, og tók ESB tillit til sérstöðu landbúnaðar í Finnlandi og Svíþjóð, vegna „norrænnar legu“, við inngöngu þeirra. Má reikna með sama sveigjanleika fyrir okkur. Og, ef af inngöngu yrði, fengjum við okkar eigin kommissar í Brussel og sex þingmenn á Evrópuþingið; við gætum loks látið rödd okkar heyrast, á réttan hátt og á réttum stöðum, í Evrópu!Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Evrópusambandið Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Halldór 11.01.2025 Rafn Ágúst Ragnarsson Halldór Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Sjá meira
Í nýlegri Gallup-skoðanakönnun kom í ljós, að skýr meirihluti Íslendinga, 56%, er hlynntur upptöku evru, en smám saman skilja æ fleiri, hvílíkt svikatól krónan er. Nýjasta dæmið um vandræðin, sem krónan veldur, er hörð tilvistarbarátta WOW, en þegar það blessaða félag fór í sitt fyrsta flug, í maí 2012, fékk það 162 krónur fyrir evru – ef seldur var farmiði fyrir 1.000 evrur, fengu WOW-menn 162.000 krónur – en í júní í fyrra var svo komið, að WOW fékk ekki nema 110.000 krónur fyrir 1.000-evru-farmiðann. Auðvitað gildir það sama um öll önnur fyrirtæki, ekki sízt í sjávarútvegi, sem eru mikið með tekjur í erlendri mynt en verulegan hluta gjalda í krónum. Meirihluti manna sér nú loks í gegnum blekkingarvef þeirra íhalds- og sérhagsmunaafla, sem halda því fram, að krónan sé fín – að hún hafi komið okkur út úr hruninu – þó að þeir viti fullvel, að það var krónan, sem kom okkur í hrunið. Eftir hrun krónunnar 2008 og þær hörmungar, sem það olli, samþykkti Alþingi 2009, að við skyldum sækja um aðild að ESB, bæði til að við gætum fengið evruna og eins farið að hafa áhrif í Evrópu, en í gegnum EES-samninginn og Schengen-samkomulagið erum við 80-90% í ESB, en án evru og áhrifa. Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur hóf samninga við ESB sumarið 2010. 2013 voru þeir vel á veg komnir, en til allrar ógæfu náðu þá íhalds- og popúlistaöfl landsins meirihluta, undir stjórn Sigmundar Davíðs og hans manna. Einn þeirra, sem Sigmundur reyndar gerði að utanríkisráðherra, var Gunnar nokkur Bragi, sem nokkuð hefur verið í fréttum, þó ekki beint fyrir mikla eða góða dómgreind. Þessi – nú í síðasta ljósi nokkuð vafasami mannskapur – reyndi að fá Alþingi til að samþykkja, að ESB-aðildarumsóknin yrði dregin til baka, en ekki var meirihluti fyrir því á Alþingi. Ritaði þá tjéður Gunnar Bragi bréf til forsvarsmanna ESB, þann 12. marz 2015 – eitthvað það furðulegasta og ruglingslegasta bréf, sem undirritaður hefur séð – og átti tilgangur þess að vera, að slíta aðildarviðræðum. En, hvernig máttu þessir – ekki Bakkabræður, heldur barbræður – gera slíkt, gegn vilja Alþingis!? Við erum nú að kanna, hvort nokkur formlegur eða lagalegur grundvöllur sé fyrir þessum furðuskrifum. Mér finnst undarlegt, að ekkert skuli hafa gerzt í ESB og evru-málum síðan þá. Sérstaklega með tilliti til þess, að meirihluti landsmanna vill evruna. Ég vildi því kanna málið beint í Brussel. Íhaldsmenn tala oft um skrifstofubáknið í Brussel og búrókratana þar. Á þetta bákn allt að vera óhreyfanlegt og standa kolfast. Þetta, eins og margt annað hjá popúlistunum, reyndist rangt. Seint í október hafði ég samband við sendiherra ESB á Íslandi, Michael Mann, frjálslegan og vingjarnlegan mann, og kom hann á fundi með fulltrúum fjögurra deilda ESB – þriggja á efnahags- og evrusviði og eins á stækkunarsviði – fyrir mig. Hitti ég þetta fólk í höfuðstöðvum ESB, byggingu Karls mikla, 20. nóvember sl. Ekki kom þetta fólk úr sendisveinaliði ESB, og er mér til efs, að aðrar alþjóðlegar valdastofnanir hefðu sýnt slíkan sveigjanleika og slíka velvild gagnvart einstaklingi, en auðvitað beindist hún fyrst og fremst að Íslandi og Íslendingum. Evru-mál í Svartfjallalandi, Kósovó, Vatíkaninu, Mónakó, Andorra og San Marínó voru rædd í þaula, og kom í ljós, að þessi sex ríki höfðu fengið evruna á sögulegum grunni: Svartfjallaland og Kósovó höfðu haft þýzka markið fyrir, Vatíkanið hafði líru og smáríkin hin franska frankann. Ríkin sex fengu því evruna, þegar Þýzkaland, Ítalía og Frakkland tóku upp evruna. Engin smuga fyrir upptöku evru á Íslandi, án fullrar aðildar, fannst því við fyrstu skoðun. Ég spurði því um stytztu leið í evru, ef Íslendingar myndu ljúka inngönguviðræðum. Kom þá svar og leið, sem ég hafði ekki áttað mig: Eftir inngöngu, myndi taka þrjú ár að fá evru, en, eftir eitt ár, mætti tengja krónuna við evru, með ERM2 mekanísmanum, sem myndi tryggja gengi krónunnar á þann hátt, að hún gæti ekki sveiflast nema um 2,25%, upp eða niður. Danir nýta sér einmitt ERM2 mekanísmann, en danska krónan nýtur með honum fulls styrks evru, og njóta Danir lágvaxta evrunnar, án þess að hafa tekið hana upp. Oft heyrast raddir um það, að innganga í ESB og upptaka evru sé alltof langt ferli. 5 til 10 ár. Mitt mat er, ef þeir, sem nú vilja evru, meirihluti landsmanna, eru reiðubúnir til að taka skrefið til fulls, með fullri inngöngu, úr 80-90% í 100%, þá gæti krónan verið komin með styrk evru, í gegnum ERM2, á þremur árum frá framhaldi aðildarviðræðna. Full innganga þýddi, að semja yrði um landbúnaðarmál og sjávarútvegsmál. Malta, sem var í svipuðum sporum og við – var mjög háð sínum fiskveiðum – hélt fullum yfirráðum yfir fiskveiðilögsögu sinni við inngöngu, og tók ESB tillit til sérstöðu landbúnaðar í Finnlandi og Svíþjóð, vegna „norrænnar legu“, við inngöngu þeirra. Má reikna með sama sveigjanleika fyrir okkur. Og, ef af inngöngu yrði, fengjum við okkar eigin kommissar í Brussel og sex þingmenn á Evrópuþingið; við gætum loks látið rödd okkar heyrast, á réttan hátt og á réttum stöðum, í Evrópu!Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun