Hætta að nota krókódíla- og slönguskinn í vörum sínum Atli Ísleifsson skrifar 4. desember 2018 14:00 Tískuhúsið hefur lengi selt handtöskur, kápur og skó þar sem notast hefur verið við skinn af eðlum, krókódílum og stingskötu. Getty/Christian Vierig Franski tískurisinn Chanel hefur tilkynnt að það muni hætta að nota framandi dýraskinn við framleiðslu á vörum sínum. Erlendir fjölmiðlar segja að Chanel verði með þessu fyrsta tískuhúsið, sem selur lúxusvörur, sem hætti að nota eðlu-, krókódíla- og slönguskinn í vörulínum sínum. Bruno Pavlovsky, yfirmaður hjá Chanel, segir að ákvörðunin hafi verið tekin þar sem æ erfiðara sé að tryggja sér slíkt hágæðaskinn með siðlegum hætti. Tískuhúsið hefur lengi selt handtöskur, kápur og skó þar sem notast hefur verið við skinn af eðlum, krókódílum og stingskötu. Hafa slíkar handtöskur selst fyrir allt að níu þúsund evrur, um 1,3 milljónir króna. Handtöskur úr kyrkisslönguskinni voru fjarlægðar af sölusíðum Chanel í dag. Hinn reynslumikli hönnuður Chanel, Karl Lagerfeld, segir í samtali við Women's Wear Daily að Frakkar hafi sjálfir kosið að hætta notkun slíkra flíkja og fylgihluta. Þessar breytingar hafi því legið í loftinu. Dýraverndunarsamtök hafa fagnað ákvörðun fyrirtækisins. Dýr Frakkland Tíska og hönnun Mest lesið Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Franski tískurisinn Chanel hefur tilkynnt að það muni hætta að nota framandi dýraskinn við framleiðslu á vörum sínum. Erlendir fjölmiðlar segja að Chanel verði með þessu fyrsta tískuhúsið, sem selur lúxusvörur, sem hætti að nota eðlu-, krókódíla- og slönguskinn í vörulínum sínum. Bruno Pavlovsky, yfirmaður hjá Chanel, segir að ákvörðunin hafi verið tekin þar sem æ erfiðara sé að tryggja sér slíkt hágæðaskinn með siðlegum hætti. Tískuhúsið hefur lengi selt handtöskur, kápur og skó þar sem notast hefur verið við skinn af eðlum, krókódílum og stingskötu. Hafa slíkar handtöskur selst fyrir allt að níu þúsund evrur, um 1,3 milljónir króna. Handtöskur úr kyrkisslönguskinni voru fjarlægðar af sölusíðum Chanel í dag. Hinn reynslumikli hönnuður Chanel, Karl Lagerfeld, segir í samtali við Women's Wear Daily að Frakkar hafi sjálfir kosið að hætta notkun slíkra flíkja og fylgihluta. Þessar breytingar hafi því legið í loftinu. Dýraverndunarsamtök hafa fagnað ákvörðun fyrirtækisins.
Dýr Frakkland Tíska og hönnun Mest lesið Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira