Repúblikanar sagðir tryggja sér völd með bellibrögðum Samúel Karl Ólason skrifar 4. desember 2018 11:45 Mótmæli fóru fram við þinghús Wisconsin í gær. AP/John Hart Repúblikanar í Wisconsin og Michigan í Bandaríkjunum hafa verið sakaðir um að reyna að ganga gegn vilja kjósenda og tryggja sér aukin völd þrátt fyrir tap í kosningunum í síðasta mánuði. Þeir séu að breyta bellibrögðum til að halda völdum sínum. Þeir vinna nú hörðum höndum að því að draga úr valdi Demókrata sem taka munu taka við embættum í byrjun næsta árs. Í Wisconsin kusu kjósendur Demókrata sem ríkisstjóra, dómsmálaráðherra og innanríkisráðherra. Þingmenn Repúblikanaflokksins á þingi Wisconsin hafa nú lagt fram frumvörp um að draga verulega úr völdum þessara embætta og auka völd þingmanna en Repúblikanaflokkurinn er með meirihluta á þingi Wisconsin. Þar að auki vilja þeir breyta framkvæmd kosninga í ríkinu og fækka möguleikum kjósenda til að greiða atkvæði utan kjörfundar. Demókratar fengu mun fleiri utankjörfundaratkvæði en Repúblikanar í kosningunum í síðasta mánuði og því er ljóst að slíkar breytingar myndu hagnast Repúblikanaflokknum. Einnig eru þingmennirnir að reyna að koma í veg fyrir að nýr ríkisstjóri og dómsmálaráðherra Wisconsin geti staðið við kosningaloforð sín um að draga ríkið frá lögsókn gegn heilbrigðislöggjöf Obama, Affordable Care Act. Tony Evers, Demókrati sem kosinn var ríkisstjóri, segir Repúblikana vera að ganga gegn vilja kjósenda og ógilda niðurstöður kosninganna. Tillögurnar voru þó samþykktar úr nefnd í nótt.Leiðtogir Repúblikana á þinginu, Scott Fitzgerald, sagði ekkert óheiðarlegt við það sem þeir væru að gera. Hann sagðist eingöngu hafa áhyggjur af því að Evers myndi reyna að framfylgja frjálslyndum stefnumálum sínum, sem hægt er að segja að hann hafi verið kosinn til að gera. Fitzgerald sagðist ekki treysta Evers.Hér má sjá sjónvarpsfrétt héraðsmiðilsins TMJ4 um mótmæli við nefndarfundinn í gær. Hún var þó birt áður en frumvörpin voru samþykkt úr nefnd.Scott Walker, fráfarandi ríkisstjóri, segist styðja breytingarnar og heldur því fram að Repúblikanar séu ekki að reyna að ríghalda í völd sín. Fimm vikur eru þar til Walker fer úr embætti og Evers tekur við. Frumvörpin sem um ræðir vöru ekki kynnt fyrr en á föstudaginn og samþykkt úr nefnd í nótt. Til stendur að þingmenn samþykki þau í dag. Evers hefur hvatt íbúa Wisconsin til að hringja í þingmenn sína í dag og kvarta yfir framferði þessu.Sama á teningnum í Michigan Svipuð staða, ef ekki sú sama, er í Michigan, þar sem Repúblikanar stjórna þinginu og Demókratar unnu aðrar stöður eins og ríkisstjóra, dómsmálaráðherra og innanríkisráðherra. Þingmenn Repúblikanaflokksins lögðu fram frumvörp í síðustu viku sem ætlað er að grafa undan þeim embættum. Í báðum ríkjunum segja Repúblikanar, samkvæmt Washington Post, að aðgerðir þessar séu nauðsynlegar svo Demókratar grafi ekki undan því sem þeir hafi áorkað á undanförnum árum. Repúblikanar gerðu það sama í Norður-Karólínu árið 2016, þegar Demókrati var kjörinn ríkisstjóri. Málaferli vegna þeirra breytinga standa enn yfir og Demókratar hafa hótað frekari málsóknum.Vert er að taka fram að kosið er um ríkisstjóra, dómsmálaráðherra, innanríkisráðherra og ýmis önnur embætti án kjördæmaskiptingar. Það sama á ekki við um kosningar til ríkisþinga. Á undanförnum árum hafa Repúblikanar hagrætt kjördæmamörkum víða um Bandaríkin á þann veg að Demókratar þurfa heilt yfir mikinn meirihluta atkvæða til að tryggja sér meirihluta á þingum ríkja. Þetta kallast „gerrymandering“ og hefur leitt til þess að Repúblikanaflokkurinn hefur í raun fest meirihluta sinn í sessi í ákveðnum ríkjum. Wisconsin og Michigan eru þar á meðal. Til dæmis fengu Demókratar um 54 prósent atkvæða til þingsins í Wisconsin, heilt yfir ríkið, en Repúblikanar eru þó með 63 þingmenn af 99. Fyrir tæpan helming atkvæða fékk Repúblikanaflokkurinn tvo þriðju þingmanna. Bandaríkin Bandarísku þingkosningarnar Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Sjá meira
Repúblikanar í Wisconsin og Michigan í Bandaríkjunum hafa verið sakaðir um að reyna að ganga gegn vilja kjósenda og tryggja sér aukin völd þrátt fyrir tap í kosningunum í síðasta mánuði. Þeir séu að breyta bellibrögðum til að halda völdum sínum. Þeir vinna nú hörðum höndum að því að draga úr valdi Demókrata sem taka munu taka við embættum í byrjun næsta árs. Í Wisconsin kusu kjósendur Demókrata sem ríkisstjóra, dómsmálaráðherra og innanríkisráðherra. Þingmenn Repúblikanaflokksins á þingi Wisconsin hafa nú lagt fram frumvörp um að draga verulega úr völdum þessara embætta og auka völd þingmanna en Repúblikanaflokkurinn er með meirihluta á þingi Wisconsin. Þar að auki vilja þeir breyta framkvæmd kosninga í ríkinu og fækka möguleikum kjósenda til að greiða atkvæði utan kjörfundar. Demókratar fengu mun fleiri utankjörfundaratkvæði en Repúblikanar í kosningunum í síðasta mánuði og því er ljóst að slíkar breytingar myndu hagnast Repúblikanaflokknum. Einnig eru þingmennirnir að reyna að koma í veg fyrir að nýr ríkisstjóri og dómsmálaráðherra Wisconsin geti staðið við kosningaloforð sín um að draga ríkið frá lögsókn gegn heilbrigðislöggjöf Obama, Affordable Care Act. Tony Evers, Demókrati sem kosinn var ríkisstjóri, segir Repúblikana vera að ganga gegn vilja kjósenda og ógilda niðurstöður kosninganna. Tillögurnar voru þó samþykktar úr nefnd í nótt.Leiðtogir Repúblikana á þinginu, Scott Fitzgerald, sagði ekkert óheiðarlegt við það sem þeir væru að gera. Hann sagðist eingöngu hafa áhyggjur af því að Evers myndi reyna að framfylgja frjálslyndum stefnumálum sínum, sem hægt er að segja að hann hafi verið kosinn til að gera. Fitzgerald sagðist ekki treysta Evers.Hér má sjá sjónvarpsfrétt héraðsmiðilsins TMJ4 um mótmæli við nefndarfundinn í gær. Hún var þó birt áður en frumvörpin voru samþykkt úr nefnd.Scott Walker, fráfarandi ríkisstjóri, segist styðja breytingarnar og heldur því fram að Repúblikanar séu ekki að reyna að ríghalda í völd sín. Fimm vikur eru þar til Walker fer úr embætti og Evers tekur við. Frumvörpin sem um ræðir vöru ekki kynnt fyrr en á föstudaginn og samþykkt úr nefnd í nótt. Til stendur að þingmenn samþykki þau í dag. Evers hefur hvatt íbúa Wisconsin til að hringja í þingmenn sína í dag og kvarta yfir framferði þessu.Sama á teningnum í Michigan Svipuð staða, ef ekki sú sama, er í Michigan, þar sem Repúblikanar stjórna þinginu og Demókratar unnu aðrar stöður eins og ríkisstjóra, dómsmálaráðherra og innanríkisráðherra. Þingmenn Repúblikanaflokksins lögðu fram frumvörp í síðustu viku sem ætlað er að grafa undan þeim embættum. Í báðum ríkjunum segja Repúblikanar, samkvæmt Washington Post, að aðgerðir þessar séu nauðsynlegar svo Demókratar grafi ekki undan því sem þeir hafi áorkað á undanförnum árum. Repúblikanar gerðu það sama í Norður-Karólínu árið 2016, þegar Demókrati var kjörinn ríkisstjóri. Málaferli vegna þeirra breytinga standa enn yfir og Demókratar hafa hótað frekari málsóknum.Vert er að taka fram að kosið er um ríkisstjóra, dómsmálaráðherra, innanríkisráðherra og ýmis önnur embætti án kjördæmaskiptingar. Það sama á ekki við um kosningar til ríkisþinga. Á undanförnum árum hafa Repúblikanar hagrætt kjördæmamörkum víða um Bandaríkin á þann veg að Demókratar þurfa heilt yfir mikinn meirihluta atkvæða til að tryggja sér meirihluta á þingum ríkja. Þetta kallast „gerrymandering“ og hefur leitt til þess að Repúblikanaflokkurinn hefur í raun fest meirihluta sinn í sessi í ákveðnum ríkjum. Wisconsin og Michigan eru þar á meðal. Til dæmis fengu Demókratar um 54 prósent atkvæða til þingsins í Wisconsin, heilt yfir ríkið, en Repúblikanar eru þó með 63 þingmenn af 99. Fyrir tæpan helming atkvæða fékk Repúblikanaflokkurinn tvo þriðju þingmanna.
Bandaríkin Bandarísku þingkosningarnar Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Sjá meira