Skellihló að umræðu um heimilisofbeldi Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 3. desember 2018 16:02 Gunnar Bragi hefur sagt í samtali við fréttastofu að hann telji enga ástæðu fyrir þingmennina á Klaustursupptökunum að segja af sér. Vísir/Vilhelm Heimilisofbeldi sem Ragnheiður Runólfsdóttir afrekskona í sundi segist hafa orðið fyrir af höndum Magnúsar Þórs Hafsteinssonar, framkvæmdastjóra þingflokks Flokks fólksins, var til umræðu meðal sexmenninganna á Klaustri þann 20. nóvember.Stundin greinir frá þessu og birtir upptöku þar sem Miðflokksmenn heyrast furða sig á því að Magnús Þór hafi leitt lista flokksins í Norðvesturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar í fyrra. „Sá sem lemur Röggu Run, hann á ekki séns á Vesturlandi,“ heyrst Bergþór Ólason segja. Anna Kolbrún Árnadóttir bætir við „Ég veit það. Veistu, ég er sammála þér. Ég skil ekkert í ykkur.“ „Ha? Sá sem lemur Röggu Run? Hver er það?“ segir Gunnar Bragi Sveinsson. „Já sunddrottninguna já, voruði að lemja hana? Hahahahaha!“ „Maggi gerði það sko,“ sagði Bergþór þá.Ragnheiður Runólfsdóttir er ein helsta afrekskona Íslendinga í sundi og steig hún fram í viðtali við Akureyri Vikublað í október 2017 og sagðist vera að byggja sig upp eftir ofbeldissamband en þau Magnús voru í sambúð og eiga saman tvö börn. Magnús Þór vísaði ásökunum Ragnheiðar á bug og sagði að hann mætti þola netníð af hendi Ragnheiðar, þó að Magnús væri aldrei nafngreindur í viðtalinu. Setti hann spurningamerki við tímasetningu viðtalsins í miðri kosningabaráttu hans, þar sem um væri að ræða samband sem lauk á erfiðan hátt fyrir áratug. Ragnheiður sagði frá því í viðtalinu að hún hafi ekki viljað trúa að hún væri orðin kona sem þurfti að leita til Kvennaathvarfsins en sagði að það hefði hjálpað henni. Hún sagði erfiðleikana hafa gert hana sterkari.Ragnheiður Runólfsdóttir er ein helsta afrekskona Íslendinga í sundi og steig hún fram í viðtali við Akureyri Vikublað í október 2017 og sagðist vera að byggja sig upp eftir ofbeldissambandSkjáskot/Akureyri Vikublað„Ef ég horfi til baka sé ég viðvörunarbjöllurnar sem dingluðu, strax í upphafi og útsambandið, en ég hlustaði ekki á þær. ÉG vildi ekki ganga aftur í gegnum skilnað og fannst ég þurfa að standa mína plikt.“ Á upptökunni virðist sem svo að Miðflokksmennirnir séu að ávarpa þá Karl Gauta Hjaltason og Ólaf Ísleifsson, sem sátu með þeim á barnum hið margumtalaða kvöld 20. nóvember. Þeir voru báðir reknir úr Flokki fólksins fyrir helgi og hafa tilkynnt forseta Alþingis að þeir hyggist sitja áfram sem óháðir þingmenn utan flokka. Magnús Þór var sem fyrr segir oddviti Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi fyrir síðustu kosningar og er nú framkvæmdastjóri þingflokks fólksins. Þegar þingfundur hófst á Alþingi í dag las Steingrímur J. Sigfússon, forseti þingsins, upp yfirlýsingu sem hann sagði hafa verið samda í samráði við formenn allra þingflokka. Mál þingmannanna hafi verið sett í farveg af hálfu forsætisnefndar þingsins. Hafin verði skoðun á því sem mögulegt siðabrotamál. Þá verði leitað álits ráðgefandi siðanefndar. Alþingi Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Fleiri fréttir Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Sjá meira
Heimilisofbeldi sem Ragnheiður Runólfsdóttir afrekskona í sundi segist hafa orðið fyrir af höndum Magnúsar Þórs Hafsteinssonar, framkvæmdastjóra þingflokks Flokks fólksins, var til umræðu meðal sexmenninganna á Klaustri þann 20. nóvember.Stundin greinir frá þessu og birtir upptöku þar sem Miðflokksmenn heyrast furða sig á því að Magnús Þór hafi leitt lista flokksins í Norðvesturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar í fyrra. „Sá sem lemur Röggu Run, hann á ekki séns á Vesturlandi,“ heyrst Bergþór Ólason segja. Anna Kolbrún Árnadóttir bætir við „Ég veit það. Veistu, ég er sammála þér. Ég skil ekkert í ykkur.“ „Ha? Sá sem lemur Röggu Run? Hver er það?“ segir Gunnar Bragi Sveinsson. „Já sunddrottninguna já, voruði að lemja hana? Hahahahaha!“ „Maggi gerði það sko,“ sagði Bergþór þá.Ragnheiður Runólfsdóttir er ein helsta afrekskona Íslendinga í sundi og steig hún fram í viðtali við Akureyri Vikublað í október 2017 og sagðist vera að byggja sig upp eftir ofbeldissamband en þau Magnús voru í sambúð og eiga saman tvö börn. Magnús Þór vísaði ásökunum Ragnheiðar á bug og sagði að hann mætti þola netníð af hendi Ragnheiðar, þó að Magnús væri aldrei nafngreindur í viðtalinu. Setti hann spurningamerki við tímasetningu viðtalsins í miðri kosningabaráttu hans, þar sem um væri að ræða samband sem lauk á erfiðan hátt fyrir áratug. Ragnheiður sagði frá því í viðtalinu að hún hafi ekki viljað trúa að hún væri orðin kona sem þurfti að leita til Kvennaathvarfsins en sagði að það hefði hjálpað henni. Hún sagði erfiðleikana hafa gert hana sterkari.Ragnheiður Runólfsdóttir er ein helsta afrekskona Íslendinga í sundi og steig hún fram í viðtali við Akureyri Vikublað í október 2017 og sagðist vera að byggja sig upp eftir ofbeldissambandSkjáskot/Akureyri Vikublað„Ef ég horfi til baka sé ég viðvörunarbjöllurnar sem dingluðu, strax í upphafi og útsambandið, en ég hlustaði ekki á þær. ÉG vildi ekki ganga aftur í gegnum skilnað og fannst ég þurfa að standa mína plikt.“ Á upptökunni virðist sem svo að Miðflokksmennirnir séu að ávarpa þá Karl Gauta Hjaltason og Ólaf Ísleifsson, sem sátu með þeim á barnum hið margumtalaða kvöld 20. nóvember. Þeir voru báðir reknir úr Flokki fólksins fyrir helgi og hafa tilkynnt forseta Alþingis að þeir hyggist sitja áfram sem óháðir þingmenn utan flokka. Magnús Þór var sem fyrr segir oddviti Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi fyrir síðustu kosningar og er nú framkvæmdastjóri þingflokks fólksins. Þegar þingfundur hófst á Alþingi í dag las Steingrímur J. Sigfússon, forseti þingsins, upp yfirlýsingu sem hann sagði hafa verið samda í samráði við formenn allra þingflokka. Mál þingmannanna hafi verið sett í farveg af hálfu forsætisnefndar þingsins. Hafin verði skoðun á því sem mögulegt siðabrotamál. Þá verði leitað álits ráðgefandi siðanefndar.
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Fleiri fréttir Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Sjá meira