Katrín segist víst hafa gagnrýnt skipan Geirs Jakob Bjarnar skrifar 3. desember 2018 15:19 Ráðherrarnir að loknum ríkisstjórnarfundi í Ráðherrabústaðnum en þar var árs afmæli ríkisstjórnarinnar fagnað. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hafnar því sem fram kom í máli Gunnars Braga Sveinssonar á Klaustur-fundinum fræga, að hún hafi komið nærri málum þá er hann sem utanríkisráðherra skipaði Árna Þór Sigfússon, fyrrverandi þingmann Vinstri grænna sendiherra í Helsinki. Og í kjölfarið Geir H. Haarde sendiherra í Washington.Skipan Geirs gekk smurt fyrir sig Gunnar Bragi sagði að skipan Árna Þórs hafi verið til að draga athyglina frá skipan Geirs, 2014. Það hafi heppnast með miklum ágætum, Árni Þór fékk á sig skítinn meðan skipan Geirs gekk smurt fyrir sig. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þá forsætisráðherra, staðfesti frásögn Gunnars Braga á staðnum en Gunnar Bragi hefur síðan haldið því fram að hann hafi verið að ljúga. Í frásögn sinni segir Gunnar Bragi svo frá að Geir hafi tjáð sér að hann hefði orðið alveg brjálaður þegar hann frétti af skipan Árna Þórs en svo hafi hann fattað plottið og orðið harla glaður. Gunnar Bragi virðist hafa talið sig eiga eitthvað inni hjá Sjálfstæðisflokknum vegna þessa, en Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins hefur vísað því á bug og Guðlaugur Þór Þórðarsson utanríkisráðherra segir ekki standa til að skipa Gunnar Braga, ekki á næstunni. Katrín segir Gunnar Braga fara með rangt mál „Það var rangt með farið hjá Gunnari Braga Sveinssyni á Klausturbarnum að ég hafi ekki gagnrýnt skipan Geirs H. Haarde þar sem ég gerði það á sínum tíma opinberlega eins og auðvelt er að finna með einfaldri leit á netinu.Ég taldi sérstakt að hann hefði verið skipaður sendiherra á vegum íslenskra stjórnvalda sem hann átti þá í málaferlum við. Aðrir þingmenn og fulltrúar Vinstri-grænna tjáðu sig reyndar líka um þessi mál,“ segir Katrín í yfirlýsingu sem hún birti um þetta atriði á Facebooksíðu sinni.Árni Þór Sigurðsson, Gunnar Bragi Sveinsson og Geir H. Haarde. Katrín segist hafa tjáð þá skoðun sína að rangt hafi verið að skipa Geir H. Haarde sem sendiherra þá er hann stóð í málaferlum við þjóð sína.Hún segir það einnig rangt að hún hafi verið upplýst um skipan Geirs H. Haarde fyrir fram. „Gunnar Bragi Sveinsson upplýsti mig hins vegar um skipan Árna Þórs Sigurðssonar sem sendiherra en minntist ekkert á Geir í því samhengi. Gunnar Bragi hafði þá þegar tekið ákvörðun um skipan Árna Þórs en hann var þá þingmaður Vinstri-grænna. Ég kom ekki að þeirri ákvörðun og sóttist ekki eftir þessu starfi fyrir hönd Árna Þórs Sigurðssonar. Ég taldi að ákvörðun þáverandi utanríkisráðherra að upplýsa mig um ákvörðun sína hefði fyrst og fremst verið almenn kurteisi og mér til upplýsingar vegna stöðu Árna Þórs sem starfandi þingmanns í þingflokki Vinstri grænna. Skipan þessara sendiherra var á ábyrgð utanríkisráðherra eins og lög gera ráð fyrir.“ Alþingi Stjórnsýsla Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Gunnar Bragi telur sig geta orðið góðan sendiherra Fyrrverandi utanríkisráðherra telur ekki fráleitt að hann verði sendiherra með tíð og tíma. 29. nóvember 2018 15:22 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hafnar því sem fram kom í máli Gunnars Braga Sveinssonar á Klaustur-fundinum fræga, að hún hafi komið nærri málum þá er hann sem utanríkisráðherra skipaði Árna Þór Sigfússon, fyrrverandi þingmann Vinstri grænna sendiherra í Helsinki. Og í kjölfarið Geir H. Haarde sendiherra í Washington.Skipan Geirs gekk smurt fyrir sig Gunnar Bragi sagði að skipan Árna Þórs hafi verið til að draga athyglina frá skipan Geirs, 2014. Það hafi heppnast með miklum ágætum, Árni Þór fékk á sig skítinn meðan skipan Geirs gekk smurt fyrir sig. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þá forsætisráðherra, staðfesti frásögn Gunnars Braga á staðnum en Gunnar Bragi hefur síðan haldið því fram að hann hafi verið að ljúga. Í frásögn sinni segir Gunnar Bragi svo frá að Geir hafi tjáð sér að hann hefði orðið alveg brjálaður þegar hann frétti af skipan Árna Þórs en svo hafi hann fattað plottið og orðið harla glaður. Gunnar Bragi virðist hafa talið sig eiga eitthvað inni hjá Sjálfstæðisflokknum vegna þessa, en Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins hefur vísað því á bug og Guðlaugur Þór Þórðarsson utanríkisráðherra segir ekki standa til að skipa Gunnar Braga, ekki á næstunni. Katrín segir Gunnar Braga fara með rangt mál „Það var rangt með farið hjá Gunnari Braga Sveinssyni á Klausturbarnum að ég hafi ekki gagnrýnt skipan Geirs H. Haarde þar sem ég gerði það á sínum tíma opinberlega eins og auðvelt er að finna með einfaldri leit á netinu.Ég taldi sérstakt að hann hefði verið skipaður sendiherra á vegum íslenskra stjórnvalda sem hann átti þá í málaferlum við. Aðrir þingmenn og fulltrúar Vinstri-grænna tjáðu sig reyndar líka um þessi mál,“ segir Katrín í yfirlýsingu sem hún birti um þetta atriði á Facebooksíðu sinni.Árni Þór Sigurðsson, Gunnar Bragi Sveinsson og Geir H. Haarde. Katrín segist hafa tjáð þá skoðun sína að rangt hafi verið að skipa Geir H. Haarde sem sendiherra þá er hann stóð í málaferlum við þjóð sína.Hún segir það einnig rangt að hún hafi verið upplýst um skipan Geirs H. Haarde fyrir fram. „Gunnar Bragi Sveinsson upplýsti mig hins vegar um skipan Árna Þórs Sigurðssonar sem sendiherra en minntist ekkert á Geir í því samhengi. Gunnar Bragi hafði þá þegar tekið ákvörðun um skipan Árna Þórs en hann var þá þingmaður Vinstri-grænna. Ég kom ekki að þeirri ákvörðun og sóttist ekki eftir þessu starfi fyrir hönd Árna Þórs Sigurðssonar. Ég taldi að ákvörðun þáverandi utanríkisráðherra að upplýsa mig um ákvörðun sína hefði fyrst og fremst verið almenn kurteisi og mér til upplýsingar vegna stöðu Árna Þórs sem starfandi þingmanns í þingflokki Vinstri grænna. Skipan þessara sendiherra var á ábyrgð utanríkisráðherra eins og lög gera ráð fyrir.“
Alþingi Stjórnsýsla Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Gunnar Bragi telur sig geta orðið góðan sendiherra Fyrrverandi utanríkisráðherra telur ekki fráleitt að hann verði sendiherra með tíð og tíma. 29. nóvember 2018 15:22 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira
Gunnar Bragi telur sig geta orðið góðan sendiherra Fyrrverandi utanríkisráðherra telur ekki fráleitt að hann verði sendiherra með tíð og tíma. 29. nóvember 2018 15:22