Mueller eitt skotmarka samfélagsmiðlaherferðar Rússa Kjartan Kjartansson skrifar 18. desember 2018 12:37 Robert Mueller var skipaður sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins í maí í fyrra. Hann rannsakar meðal annars tilraunir Rússa til að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016. Vegna þess varð hann að skotmarki herðferðar Rússa. Vísir/Getty Útsendarar rússneskra stjórnvalda beittu samfélagsmiðlum til þess að reyna að rýra traust á Robert Mueller og rannsókn hans á meintu samráði forsetaframboðs Donald Trump við Rússa. Í skýrslu um afskipti Rússa af bandarískum stjórnmálum sem öldungadeild Bandaríkjaþings hefur fengið í hendur kemur fram hvernig þeir notuðu nær alla samfélagsmiðla í áróðursherferð sinni. Greining á fleiri en tíu milljónum færslna og skilaboða á stærstu samfélagsmiðlum heims leiddi í ljós að tilraunir rússnesku útsendarana til þess að hafa áhrif á bandaríska kjósendur hófust fyrr en almennt er talið og stóðu lengur yfir, að sögn Washington Post sem komst yfir skýrsluna. Rússarnir notuðu meðal annars gervireikninga á Facebook, Twitter og fleiri miðlum til þess að deila rangfærslum um Mueller, sérstaka rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. Hann var sakaður um að vera spilltur og fullyrt að ásakanir um tilraunir Rússa til að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016 væru brjálaðar samsæriskenningar. Mueller var jafnvel vændur um að hafa unnið með „róttækum íslömskum hópum“.Hlutur Instagram lítt skoðaður til þessa Samfélagsmiðlarnir eru sagðir hafa verið notaðir til að ná til ólíkra hópa. Þannig hafi Rússarnir beitt Twitter til að ná til stjórnmála- og fjölmiðlamanna. Facebook og auglýsingatól þess hafi verið notuð til að skipta almenningi upp í þýði eftir hugmyndafræði og menningarhópi. Reyndu Rússarnir að virkja íhaldssama kjósendur en letja blökkumenn sem eru líklegri til að styðja demókrata í að kjósa. Myndasíðan Instagram, sem er í eigu Facebook, virðist hafa verið gjöfulustu miðin fyrir rússnesku útsendarana. Færslur sem þeir deildu þar fengu 187 milljónir ummæla, „læka“ og annarra viðbragða. Það var meira en á Facebook og Twitter til samans. Sérstaklega jókst notkunin á Instagram til að dreifa áróðri hálfu ári eftir að Trump náði kjöri sem forseti. Þar deildu Rússarnir um 116.000 færslum, tvöfalt fleiri en á Facebook. Mueller hefur ákært hóp Rússa sem tengjast félaginu Internet Research Agency sem er talið hafa stýrt samfélagsmiðlaherferð rússneskra stjórnvalda í kringum kosningarnar fyrir tveimur árum. Stjórnendur Facebook hafa lofað bót og betrun í að koma í veg fyrir að samfélagsmiðillinn sé notaðu til að hafa áhrif á kosningar á óeðlilegan hátt. Washington Post bendir hins vegar á að fyrirtækið hafi gert lítið úr athöfnum Rússa á Instagram þegar fulltrúar þess gáfu Bandaríkjaþingi skýrslu um áróðursherferðina í fyrra. Þá sagði það að færslur Rússa á Instagram hefðu náð til tuttugu milljóna manna og á Facebook til 126 milljóna. Bandaríkin Donald Trump Facebook Rússarannsóknin Rússland Tengdar fréttir Minnst fjórtán Rússar ræddu við Trump-liða í kosningabaráttunni Samskiptin voru fjölmörg og Trump-liðar hafa ítrekað verið gómaðir við að segja ósatt um samskipti sín við rússneska aðila. 11. desember 2018 11:00 Fyrrverandi lögmaður Trump játar að hafa logið um viðskipti í Rússlandi Michael Cohen kom fyrir dómara í dag og játaði að hafa logið að þingnefndum um fasteignaverkefni í Moskvu sem hélt áfram eftir að forsetaframboð Trump hófst. 29. nóvember 2018 21:08 Giuliani kennir Twitter um eigin mistök og hrekk Rudy Giuliani, fyrrverandi borgarstjóri New York, og einn af æðstu lögmönnum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, er sannfærður um að starfsmenn Twitter hati Donald Trump. 5. desember 2018 14:49 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Fleiri fréttir „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Sjá meira
Útsendarar rússneskra stjórnvalda beittu samfélagsmiðlum til þess að reyna að rýra traust á Robert Mueller og rannsókn hans á meintu samráði forsetaframboðs Donald Trump við Rússa. Í skýrslu um afskipti Rússa af bandarískum stjórnmálum sem öldungadeild Bandaríkjaþings hefur fengið í hendur kemur fram hvernig þeir notuðu nær alla samfélagsmiðla í áróðursherferð sinni. Greining á fleiri en tíu milljónum færslna og skilaboða á stærstu samfélagsmiðlum heims leiddi í ljós að tilraunir rússnesku útsendarana til þess að hafa áhrif á bandaríska kjósendur hófust fyrr en almennt er talið og stóðu lengur yfir, að sögn Washington Post sem komst yfir skýrsluna. Rússarnir notuðu meðal annars gervireikninga á Facebook, Twitter og fleiri miðlum til þess að deila rangfærslum um Mueller, sérstaka rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. Hann var sakaður um að vera spilltur og fullyrt að ásakanir um tilraunir Rússa til að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016 væru brjálaðar samsæriskenningar. Mueller var jafnvel vændur um að hafa unnið með „róttækum íslömskum hópum“.Hlutur Instagram lítt skoðaður til þessa Samfélagsmiðlarnir eru sagðir hafa verið notaðir til að ná til ólíkra hópa. Þannig hafi Rússarnir beitt Twitter til að ná til stjórnmála- og fjölmiðlamanna. Facebook og auglýsingatól þess hafi verið notuð til að skipta almenningi upp í þýði eftir hugmyndafræði og menningarhópi. Reyndu Rússarnir að virkja íhaldssama kjósendur en letja blökkumenn sem eru líklegri til að styðja demókrata í að kjósa. Myndasíðan Instagram, sem er í eigu Facebook, virðist hafa verið gjöfulustu miðin fyrir rússnesku útsendarana. Færslur sem þeir deildu þar fengu 187 milljónir ummæla, „læka“ og annarra viðbragða. Það var meira en á Facebook og Twitter til samans. Sérstaklega jókst notkunin á Instagram til að dreifa áróðri hálfu ári eftir að Trump náði kjöri sem forseti. Þar deildu Rússarnir um 116.000 færslum, tvöfalt fleiri en á Facebook. Mueller hefur ákært hóp Rússa sem tengjast félaginu Internet Research Agency sem er talið hafa stýrt samfélagsmiðlaherferð rússneskra stjórnvalda í kringum kosningarnar fyrir tveimur árum. Stjórnendur Facebook hafa lofað bót og betrun í að koma í veg fyrir að samfélagsmiðillinn sé notaðu til að hafa áhrif á kosningar á óeðlilegan hátt. Washington Post bendir hins vegar á að fyrirtækið hafi gert lítið úr athöfnum Rússa á Instagram þegar fulltrúar þess gáfu Bandaríkjaþingi skýrslu um áróðursherferðina í fyrra. Þá sagði það að færslur Rússa á Instagram hefðu náð til tuttugu milljóna manna og á Facebook til 126 milljóna.
Bandaríkin Donald Trump Facebook Rússarannsóknin Rússland Tengdar fréttir Minnst fjórtán Rússar ræddu við Trump-liða í kosningabaráttunni Samskiptin voru fjölmörg og Trump-liðar hafa ítrekað verið gómaðir við að segja ósatt um samskipti sín við rússneska aðila. 11. desember 2018 11:00 Fyrrverandi lögmaður Trump játar að hafa logið um viðskipti í Rússlandi Michael Cohen kom fyrir dómara í dag og játaði að hafa logið að þingnefndum um fasteignaverkefni í Moskvu sem hélt áfram eftir að forsetaframboð Trump hófst. 29. nóvember 2018 21:08 Giuliani kennir Twitter um eigin mistök og hrekk Rudy Giuliani, fyrrverandi borgarstjóri New York, og einn af æðstu lögmönnum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, er sannfærður um að starfsmenn Twitter hati Donald Trump. 5. desember 2018 14:49 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Fleiri fréttir „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Sjá meira
Minnst fjórtán Rússar ræddu við Trump-liða í kosningabaráttunni Samskiptin voru fjölmörg og Trump-liðar hafa ítrekað verið gómaðir við að segja ósatt um samskipti sín við rússneska aðila. 11. desember 2018 11:00
Fyrrverandi lögmaður Trump játar að hafa logið um viðskipti í Rússlandi Michael Cohen kom fyrir dómara í dag og játaði að hafa logið að þingnefndum um fasteignaverkefni í Moskvu sem hélt áfram eftir að forsetaframboð Trump hófst. 29. nóvember 2018 21:08
Giuliani kennir Twitter um eigin mistök og hrekk Rudy Giuliani, fyrrverandi borgarstjóri New York, og einn af æðstu lögmönnum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, er sannfærður um að starfsmenn Twitter hati Donald Trump. 5. desember 2018 14:49