Viðskiptafélagar fyrrum þjóðaröryggisráðgjafa Trump ákærðir Kjartan Kjartansson skrifar 17. desember 2018 16:08 Flynn hefur unnið með saksóknurum Roberts Mueller. Refsing hans fyrir að hafa logið að FBI verður ákvörðuð á morgun. Vísir/EPA Tveir fyrrverandi viðskiptafélagar Michaels Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Donalds Trump Bandaríkjaforseta, hafa verið ákærðir fyrir að hafa unnið sem málsvarar tyrkneskra stjórnvalda á laun. Flynn játaði sig sjálfur sekan um að hafa logið um samskipti við rússneskan sendiherra. Bijan Kian og Ekim Alptekin eru ákærðir fyrir að hafa ekki skráð sig sem málsvarar erlends ríkis eins og bandarísk lög kveða á um. Þeir eru taldir hafa tekið þátt í herferð sem Recep Erdogan, forseti Tyrklands, háði til að þrýsta á Bandaríkjastjórn um að vísa Fetullah Gulen, klerki og einum helsta pólitíska andstæðingi Erdogan, úr landi, að sögn New York Times. Flynn skrifaði skoðanagrein í bandarískt dagblað á kjördag árið 2016 þar sem hann gagnrýndi Gulen sem er búsettur í Pennsylvaníu. Tyrknesk stjórnvöld hafa sakað Gulen um að hafa skipulagt misheppnað valdarán. Þúsundir manna hafa verið handteknir eða reknir úr opinberum störfum í kjölfar þess. Robert Mueller, sérstaki rannsakandi dómsmálaráðuneytisins sem kannar meint samráð Trump-framboðsins við Rússa, vísaði máli viðskiptafélaga Flynn til saksóknara í Virginíu. Þeir rannsökuðu málafylgjufyrirtæki Flynn og hvort það hefði starfað sem málsvarar Tyrklandsstjórnar. Kian er sagður hafa þrýst á þingmenn um að Gulen yrði framseldur til Tyrklands. Alptekin hefur náin tengsl við Erdogan forseta sem er sagður hafa fjármagnað herferðina vestanhafs. Flynn var rekinn sem þjóðaröryggisráðgjafi innan við mánuði eftir að hann tók við embættinu fyrir að hafa logið að Mike Pence varaforseta um samskipti sín við Sergei Kislyak, þáverandi sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum. Þegar hann játaði að hafa logið að yfirvöldum um þau samskipti játaði hann einnig að hafa ítrekað brotið lög sem skylda fyrirtæki til að gera grein fyrir störfum sínum fyrir erlenda viðskiptavini. Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Trump, var einnig ákærður fyrir að greina ekki frá málafylgjustöfum sínum við valdahafa í Úkraínu. Saksóknarar Mueller sögðu Flynn hafa veitt „verulega aðstoð“ við rannsókn þeirra. Refsing Flynn verður ákvörðuð á morgun. Saksóknararnir mæltu með að honum yrði sýnd mildi vegna samvinnu hans og krefjast ekki fangelsisdóms. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tyrkland Tengdar fréttir Krefjast ekki fangelsisdóms yfir Flynn Robert Mueller, sérstaki saksóknarinn sem kannað hefur íhlutun Rússa í forsetakosningunum vestanhafs árið 2016, mun ekki fara fram á fangelsisdóm yfir Michael Flynn. 5. desember 2018 06:52 Minnst fjórtán Rússar ræddu við Trump-liða í kosningabaráttunni Samskiptin voru fjölmörg og Trump-liðar hafa ítrekað verið gómaðir við að segja ósatt um samskipti sín við rússneska aðila. 11. desember 2018 11:00 Nornirnar fuðra upp á báli Mueller Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, virðist ekki sáttur við að Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður forsetans, hafi játað að hafa logið að þingmönnum um umsvif hans í Rússlandi. 30. nóvember 2018 12:00 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Sjá meira
Tveir fyrrverandi viðskiptafélagar Michaels Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Donalds Trump Bandaríkjaforseta, hafa verið ákærðir fyrir að hafa unnið sem málsvarar tyrkneskra stjórnvalda á laun. Flynn játaði sig sjálfur sekan um að hafa logið um samskipti við rússneskan sendiherra. Bijan Kian og Ekim Alptekin eru ákærðir fyrir að hafa ekki skráð sig sem málsvarar erlends ríkis eins og bandarísk lög kveða á um. Þeir eru taldir hafa tekið þátt í herferð sem Recep Erdogan, forseti Tyrklands, háði til að þrýsta á Bandaríkjastjórn um að vísa Fetullah Gulen, klerki og einum helsta pólitíska andstæðingi Erdogan, úr landi, að sögn New York Times. Flynn skrifaði skoðanagrein í bandarískt dagblað á kjördag árið 2016 þar sem hann gagnrýndi Gulen sem er búsettur í Pennsylvaníu. Tyrknesk stjórnvöld hafa sakað Gulen um að hafa skipulagt misheppnað valdarán. Þúsundir manna hafa verið handteknir eða reknir úr opinberum störfum í kjölfar þess. Robert Mueller, sérstaki rannsakandi dómsmálaráðuneytisins sem kannar meint samráð Trump-framboðsins við Rússa, vísaði máli viðskiptafélaga Flynn til saksóknara í Virginíu. Þeir rannsökuðu málafylgjufyrirtæki Flynn og hvort það hefði starfað sem málsvarar Tyrklandsstjórnar. Kian er sagður hafa þrýst á þingmenn um að Gulen yrði framseldur til Tyrklands. Alptekin hefur náin tengsl við Erdogan forseta sem er sagður hafa fjármagnað herferðina vestanhafs. Flynn var rekinn sem þjóðaröryggisráðgjafi innan við mánuði eftir að hann tók við embættinu fyrir að hafa logið að Mike Pence varaforseta um samskipti sín við Sergei Kislyak, þáverandi sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum. Þegar hann játaði að hafa logið að yfirvöldum um þau samskipti játaði hann einnig að hafa ítrekað brotið lög sem skylda fyrirtæki til að gera grein fyrir störfum sínum fyrir erlenda viðskiptavini. Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Trump, var einnig ákærður fyrir að greina ekki frá málafylgjustöfum sínum við valdahafa í Úkraínu. Saksóknarar Mueller sögðu Flynn hafa veitt „verulega aðstoð“ við rannsókn þeirra. Refsing Flynn verður ákvörðuð á morgun. Saksóknararnir mæltu með að honum yrði sýnd mildi vegna samvinnu hans og krefjast ekki fangelsisdóms.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tyrkland Tengdar fréttir Krefjast ekki fangelsisdóms yfir Flynn Robert Mueller, sérstaki saksóknarinn sem kannað hefur íhlutun Rússa í forsetakosningunum vestanhafs árið 2016, mun ekki fara fram á fangelsisdóm yfir Michael Flynn. 5. desember 2018 06:52 Minnst fjórtán Rússar ræddu við Trump-liða í kosningabaráttunni Samskiptin voru fjölmörg og Trump-liðar hafa ítrekað verið gómaðir við að segja ósatt um samskipti sín við rússneska aðila. 11. desember 2018 11:00 Nornirnar fuðra upp á báli Mueller Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, virðist ekki sáttur við að Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður forsetans, hafi játað að hafa logið að þingmönnum um umsvif hans í Rússlandi. 30. nóvember 2018 12:00 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Sjá meira
Krefjast ekki fangelsisdóms yfir Flynn Robert Mueller, sérstaki saksóknarinn sem kannað hefur íhlutun Rússa í forsetakosningunum vestanhafs árið 2016, mun ekki fara fram á fangelsisdóm yfir Michael Flynn. 5. desember 2018 06:52
Minnst fjórtán Rússar ræddu við Trump-liða í kosningabaráttunni Samskiptin voru fjölmörg og Trump-liðar hafa ítrekað verið gómaðir við að segja ósatt um samskipti sín við rússneska aðila. 11. desember 2018 11:00
Nornirnar fuðra upp á báli Mueller Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, virðist ekki sáttur við að Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður forsetans, hafi játað að hafa logið að þingmönnum um umsvif hans í Rússlandi. 30. nóvember 2018 12:00