Hatrammar nágrannaerjur vegna skötulyktar Sunna Sæmundsdóttir skrifar 16. desember 2018 19:30 Alvarlegar nágrannaerjur vegna skötulyktar lenda reglulega á borði Húseigendafélgsins og dæmi eru um að skipta hafi þurft um gólfefni á fjölbýlishúsum vegna óþefs sem liggur í sameign mánuðum saman. Formaður félagsins hvetur fólk til þess að sýna tillitssemi um hátíðarnar. Þrátt fyrir að jólin séu kennd við hátíð ljóss og friðar rísa oft alvarlegar deilur milli nágranna vegna hátíðarhaldanna. Meginorsökum má skipta í tvennt og í öðrum stóra málaflokknum eru deilur vegna of mikillar ljósadýrðar og skreytinga. „Svo eru menn komnir með hljóðkerfi í þetta. Hreindýrin baula og kindur jarma. María mey standandi úti í garði í heilu fjárhúsunum," segir Sigurður Helgi Guðjónsson, formaður Húseigendafélagsins. Eðli máls samkvæmt eru jólaskreytingarnar einungis uppi við í skamman tíma og því leysist því oft úr deilunni áður en gripið er til aðgerða. „Það verða engin málaferli út af þessu. Þetta verður nöldur og leiðindi sem birtast kannski í deilum síðar meir um eitthvað annað," segir Sigurður.Sigurður Helgi Guðjónsson, formaður Húseigendafélagsins.Hinn málaflokkurinn sem er stærri og alvarlegri eru deilur vegna skötulyktar. „Í einu húsi hérna við Grettisgötu var soðin skata svo duglega að það angaði öll sameignin fram á vor. Það þurfti að skipta um teppi og mála það upp á nýtt. Þetta er náttúrulega bara hryðjuverkaárás á veslings fólkið og ætti ekki að tíðkast." Íbúar í fjölbýlishúsum þurfi að sýna tillitssemi þar sem til mögulegrar bótaábyrgðar gæti komið. „Ef þú veldur tjóni á sameign með einhverjum hætti, ef þú brýtur og bramlar eða eyðileggur með því að leggja lykt á það. Það er kannski hægt að leggja það að jöfnu," segir Sigurður. Leysist ekki úr deilunni á meirihluti íbúa lokaorðið. „Meirihlutinn getur tekið ákvörðun um að það megi ekki sjóða skötu í húsinu ef það veldur óþægindum eða ónæði. Ef einhver brýtur það bann getur hann unnið sér til einhverrar óhelgi. Það er hægt að krefjast þess að hann flytji brott eða selji íbúð sína, ég tala nú ekki um ef það leggjast einhver önnur brot við," segir Sigurðu. Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Sjá meira
Alvarlegar nágrannaerjur vegna skötulyktar lenda reglulega á borði Húseigendafélgsins og dæmi eru um að skipta hafi þurft um gólfefni á fjölbýlishúsum vegna óþefs sem liggur í sameign mánuðum saman. Formaður félagsins hvetur fólk til þess að sýna tillitssemi um hátíðarnar. Þrátt fyrir að jólin séu kennd við hátíð ljóss og friðar rísa oft alvarlegar deilur milli nágranna vegna hátíðarhaldanna. Meginorsökum má skipta í tvennt og í öðrum stóra málaflokknum eru deilur vegna of mikillar ljósadýrðar og skreytinga. „Svo eru menn komnir með hljóðkerfi í þetta. Hreindýrin baula og kindur jarma. María mey standandi úti í garði í heilu fjárhúsunum," segir Sigurður Helgi Guðjónsson, formaður Húseigendafélagsins. Eðli máls samkvæmt eru jólaskreytingarnar einungis uppi við í skamman tíma og því leysist því oft úr deilunni áður en gripið er til aðgerða. „Það verða engin málaferli út af þessu. Þetta verður nöldur og leiðindi sem birtast kannski í deilum síðar meir um eitthvað annað," segir Sigurður.Sigurður Helgi Guðjónsson, formaður Húseigendafélagsins.Hinn málaflokkurinn sem er stærri og alvarlegri eru deilur vegna skötulyktar. „Í einu húsi hérna við Grettisgötu var soðin skata svo duglega að það angaði öll sameignin fram á vor. Það þurfti að skipta um teppi og mála það upp á nýtt. Þetta er náttúrulega bara hryðjuverkaárás á veslings fólkið og ætti ekki að tíðkast." Íbúar í fjölbýlishúsum þurfi að sýna tillitssemi þar sem til mögulegrar bótaábyrgðar gæti komið. „Ef þú veldur tjóni á sameign með einhverjum hætti, ef þú brýtur og bramlar eða eyðileggur með því að leggja lykt á það. Það er kannski hægt að leggja það að jöfnu," segir Sigurður. Leysist ekki úr deilunni á meirihluti íbúa lokaorðið. „Meirihlutinn getur tekið ákvörðun um að það megi ekki sjóða skötu í húsinu ef það veldur óþægindum eða ónæði. Ef einhver brýtur það bann getur hann unnið sér til einhverrar óhelgi. Það er hægt að krefjast þess að hann flytji brott eða selji íbúð sína, ég tala nú ekki um ef það leggjast einhver önnur brot við," segir Sigurðu.
Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Sjá meira