Vilja auglýsingaskyldu um sendiherrastöður Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 16. desember 2018 15:38 Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata segir að meint pólitísk hrossakaup með sendiherraembætti hafi tvímælalaust verið hvatinn að baki þeirri ákvörðun að leggja málið fram að nýju en Björt framtíð hefur tvívegis lagt málið fram. visir/vilhelm Nokkrir þingmenn Pírata, Samfylkingarinnar og Viðreisnar hafa lagt frumvarp til laga um breytingu á skipun ráðuneytisstjóra og sendiherra. Breytingin felur í sér að skylt verði að auglýsa lausar stöður sendiherra og ráðuneytisstjóra þannig allir sem hafa áhuga á starfinu fái tækifæri til að sækja um. Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata segir að meint pólitísk hrossakaup með sendiherraembætti hafi tvímælalaust verið hvatinn að baki þeirri ákvörðun að leggja málið fram að nýju en Björt framtíð hefur tvívegis lagt málið fram.Meint hrossakaup með sendiherraembætti Á Klaustursupptökunum svokölluðu hélt Gunnar Bragi Sveinsson þingmaður Miðflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra því fram að árið 2014 hefði hann skipað Árna Þór Sigurðsson sendiherra til að draga athygli frá skipan Geirs H. Haarde í stöðu sendiherra í Washington. Þá kom fram á upptökunum að Gunnar Bragi hafi talið sig eiga inni að verða sjálfur skipaður sendiherra sem endurgjald fyrir skipanina. Á upptökunni mátti þá einnig heyra Sigmund Davíð Gunnlaugsson formann Miðflokksins staðfesta frásögn Gunnars Braga. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins hafi „fylgt málinu vel eftir“.Hvorki Gunnar Bragi né Sigmundur Davíð svöruðu fundarboðum stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar Alþingis.Vísir Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis boðaði til opins fundar um málið. Til stóð að ræða við Sigmund Davíð, Gunnar Braga, Bjarna og Guðlaug Þór Þórðarson utanríkisráðherra en hvorki Sigmundur né Gunnar Bragi svöruðu ítrekuðum fundarboðum stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar. Fundinum verður því frestað þangað til eftir áramót.Annar háttur hafður á í Danmörku, Noregi og Finnlandi Flutningsmenn segja að frumvarpið sé liður í því að auka gagnsæi og aðhald í stjórnsýslunni. Hingað til hefur það tíðkast að skipunarvald sendiherra og ráðuneytisstjóra utanríkisráðuneytisins sé pólitískt og í höndum utanríkisráðherra hverju sinni. Í frumvarpinu kemur fram að hjá öðrum Norðurlandaþjóðum sé annar háttur hafður á við skipun sendiherra og ráðuneytisstjóra. „Í Danmörku, Noregi, og Finnlandi tíðkast ekki að einstaklingar sem ekki starfa þegar innan utanríkisþjónustunnar séu skipaðir í störf sendiherra án þess að staðan hafi áður verið auglýst laus til umsóknar.“ Almennt séu lausar stöður sendiherra auglýstar innan utanríkisþjónustunnar þannig að starfsmenn sem hafa starfað innan utanríkisþjónustunnar um árabil gefst kostur á að sækja um starfið. „Telja verður að þau sjónarmið sem búa að baki skyldunni til að auglýsa opinber störf og birta upplýsingar um umsækjendur sé þess óskað hafi mjög mikið vægi með tilliti til vandaðrar stjórnsýslu í þágu almennings, jafnræðis og gagnsæis við meðferð opinbers valds.“ Ákvörðunarferlið verður að vera gagnsætt og hafið yfir vafa og tortryggni eins og frekast er unnt segir í frumvarpinu. Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Óvíst hvort Sigmundur og Gunnar Bragi mæti á nefndarfund um sendiherrakapal Hvorugur þeirra hefur svarað fundarboði. 11. desember 2018 14:42 Fundur nefndar um sendiherrastöður verður opinn Fyrirhugaður fundur stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, þar sem fjallað verður um ummæli Gunnars Braga Sveinssonar á Klaustur um skipanir í sendiherrastöður, verður opinn. 10. desember 2018 13:27 Svöruðu ekki ítrekuðum fundarboðum stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir í samtali við Vísi að opna fundinum verði frestað og reynt að hafa hann í janúar þegar þing kemur saman á ný eftir jólahlé. 12. desember 2018 09:21 Sendiherratign einn feitasti biti samtryggingarkerfisins Klaustursupptökurnar staðfesta rótgróna og kerfislæga spillingu. 4. desember 2018 15:15 Mest lesið Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Sjá meira
Nokkrir þingmenn Pírata, Samfylkingarinnar og Viðreisnar hafa lagt frumvarp til laga um breytingu á skipun ráðuneytisstjóra og sendiherra. Breytingin felur í sér að skylt verði að auglýsa lausar stöður sendiherra og ráðuneytisstjóra þannig allir sem hafa áhuga á starfinu fái tækifæri til að sækja um. Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata segir að meint pólitísk hrossakaup með sendiherraembætti hafi tvímælalaust verið hvatinn að baki þeirri ákvörðun að leggja málið fram að nýju en Björt framtíð hefur tvívegis lagt málið fram.Meint hrossakaup með sendiherraembætti Á Klaustursupptökunum svokölluðu hélt Gunnar Bragi Sveinsson þingmaður Miðflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra því fram að árið 2014 hefði hann skipað Árna Þór Sigurðsson sendiherra til að draga athygli frá skipan Geirs H. Haarde í stöðu sendiherra í Washington. Þá kom fram á upptökunum að Gunnar Bragi hafi talið sig eiga inni að verða sjálfur skipaður sendiherra sem endurgjald fyrir skipanina. Á upptökunni mátti þá einnig heyra Sigmund Davíð Gunnlaugsson formann Miðflokksins staðfesta frásögn Gunnars Braga. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins hafi „fylgt málinu vel eftir“.Hvorki Gunnar Bragi né Sigmundur Davíð svöruðu fundarboðum stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar Alþingis.Vísir Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis boðaði til opins fundar um málið. Til stóð að ræða við Sigmund Davíð, Gunnar Braga, Bjarna og Guðlaug Þór Þórðarson utanríkisráðherra en hvorki Sigmundur né Gunnar Bragi svöruðu ítrekuðum fundarboðum stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar. Fundinum verður því frestað þangað til eftir áramót.Annar háttur hafður á í Danmörku, Noregi og Finnlandi Flutningsmenn segja að frumvarpið sé liður í því að auka gagnsæi og aðhald í stjórnsýslunni. Hingað til hefur það tíðkast að skipunarvald sendiherra og ráðuneytisstjóra utanríkisráðuneytisins sé pólitískt og í höndum utanríkisráðherra hverju sinni. Í frumvarpinu kemur fram að hjá öðrum Norðurlandaþjóðum sé annar háttur hafður á við skipun sendiherra og ráðuneytisstjóra. „Í Danmörku, Noregi, og Finnlandi tíðkast ekki að einstaklingar sem ekki starfa þegar innan utanríkisþjónustunnar séu skipaðir í störf sendiherra án þess að staðan hafi áður verið auglýst laus til umsóknar.“ Almennt séu lausar stöður sendiherra auglýstar innan utanríkisþjónustunnar þannig að starfsmenn sem hafa starfað innan utanríkisþjónustunnar um árabil gefst kostur á að sækja um starfið. „Telja verður að þau sjónarmið sem búa að baki skyldunni til að auglýsa opinber störf og birta upplýsingar um umsækjendur sé þess óskað hafi mjög mikið vægi með tilliti til vandaðrar stjórnsýslu í þágu almennings, jafnræðis og gagnsæis við meðferð opinbers valds.“ Ákvörðunarferlið verður að vera gagnsætt og hafið yfir vafa og tortryggni eins og frekast er unnt segir í frumvarpinu.
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Óvíst hvort Sigmundur og Gunnar Bragi mæti á nefndarfund um sendiherrakapal Hvorugur þeirra hefur svarað fundarboði. 11. desember 2018 14:42 Fundur nefndar um sendiherrastöður verður opinn Fyrirhugaður fundur stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, þar sem fjallað verður um ummæli Gunnars Braga Sveinssonar á Klaustur um skipanir í sendiherrastöður, verður opinn. 10. desember 2018 13:27 Svöruðu ekki ítrekuðum fundarboðum stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir í samtali við Vísi að opna fundinum verði frestað og reynt að hafa hann í janúar þegar þing kemur saman á ný eftir jólahlé. 12. desember 2018 09:21 Sendiherratign einn feitasti biti samtryggingarkerfisins Klaustursupptökurnar staðfesta rótgróna og kerfislæga spillingu. 4. desember 2018 15:15 Mest lesið Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Sjá meira
Óvíst hvort Sigmundur og Gunnar Bragi mæti á nefndarfund um sendiherrakapal Hvorugur þeirra hefur svarað fundarboði. 11. desember 2018 14:42
Fundur nefndar um sendiherrastöður verður opinn Fyrirhugaður fundur stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, þar sem fjallað verður um ummæli Gunnars Braga Sveinssonar á Klaustur um skipanir í sendiherrastöður, verður opinn. 10. desember 2018 13:27
Svöruðu ekki ítrekuðum fundarboðum stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir í samtali við Vísi að opna fundinum verði frestað og reynt að hafa hann í janúar þegar þing kemur saman á ný eftir jólahlé. 12. desember 2018 09:21
Sendiherratign einn feitasti biti samtryggingarkerfisins Klaustursupptökurnar staðfesta rótgróna og kerfislæga spillingu. 4. desember 2018 15:15