„Ég er afgönsk í hjartanu mínu og ég er líka íslensk“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 15. desember 2018 19:45 Zahra Mesbah Sayed Ali, 26 ára afgönsk kona sem fékk íslenskan ríkisborgararétt í gær, segir það vera skrítna en góða tilfinningu að vera í fyrsta sinn á ævinni með ríkisfang. Hún hefur búið á Íslandi í sex ár og segist afar sjaldan hafa mætt fordómum hér á landi. Zahra á afganska foreldra en er fædd í Íran þaðan sem kom til Íslands sem kvótaflóttamaður ásamt móður sinni og yngri systur í október árið 2012. Aðstæður mæðgnanna sem kvenna af afgönskum uppruna voru afar erfiðar í Íran. „Ég get ekki ímyndað mér núna hver var tilfinningin mín á þeim tíma. Af því að við gátum ekki farið í háskóla, eða við þurftum að borga mjög mikið. Og við gátum ekki keyrt mótorhjól né bíl,“ útskýrir Zahra sem segir mikla mismunun hafa ríkt í garð Afgana í Íran. „Þetta var erfitt fyrir barn.“ Þótt henni hafi ekki litist á blikuna til að byrja með þegar hún kom til Íslands í myrkri og kulda haustið 2012 var hún nokkuð fljót að aðlagast og kveðst afar ánægð með lífið á Íslandi. Hún og eiginmaður hennar eignuðust sitt fyrsta barn í fyrra en dóttir þeirra er nú ellefu mánaða. Zahra og dóttir hennar sem verður eins árs á næsta ári.Vísir/Friðrik Þór„Ég byrjaði að læra íslensku á íslenskunámsskeiði í fjóra mánuði. Svo fórum við í menntaskóla og eftir svona eitt og hálft ár kláraði ég menntaskóla, útskrifaðist af náttúrufræðibraut og ég fór í háskólann. Ég lærði rosalega mikla íslensku á leiðinni,“ segir Zahra. Hún stundar nú nám í tanntækni, starfar sem túlkur og hefur stofnað eigin túlkaþjónustu og persneskunámskeið. Allt sitt líf hefur hún verið án ríkisfangs, allt þar til alþingi veitti henni íslenskan ríkisborgararétt í gær. „Ég er mjög ánægð og þetta er mjög skrítið. Vegna þess að ég er 26 ára gömul núna en þetta er fyrsti ríkisborgarétturinn sem ég er með,“ segir Zahra. Hún hafði í tvígang sótt um ríkisborgararétt og fékk synjun í fyrra en hún segir ferlið við umsókn um ríkisborgararétt hjá Útlendingastofnun hafa verið afar flókið. Hún kveðst afar þakklát öllu því fólki sem hefur reynst henni vel á Íslandi, vinum, kennurum og fjölskyldu og ekki síst eignmanni sínum sem hafi ávalt staðið þétt við bak sér. „Ég er afgönsk inni í hjartanu mínu og ég er líka íslensk. Af því að Ísland er landið þar sem ég fann karakterinn minn. Ég fann hér hver ég er og hvaða möguleika og hæfileika ég er með,“ segir Zahra.Systurnar komu til Íslands ásamt móður sinni sem kvótaflóttamenn haustið 2012.Vísir/Friðrik Þór Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Þessi 26 fá ríkisborgararétt Alls bárust nefndinni 220 umsóknir um ríkisborgararétt á haustþingi. 14. desember 2018 06:53 Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Sjá meira
Zahra Mesbah Sayed Ali, 26 ára afgönsk kona sem fékk íslenskan ríkisborgararétt í gær, segir það vera skrítna en góða tilfinningu að vera í fyrsta sinn á ævinni með ríkisfang. Hún hefur búið á Íslandi í sex ár og segist afar sjaldan hafa mætt fordómum hér á landi. Zahra á afganska foreldra en er fædd í Íran þaðan sem kom til Íslands sem kvótaflóttamaður ásamt móður sinni og yngri systur í október árið 2012. Aðstæður mæðgnanna sem kvenna af afgönskum uppruna voru afar erfiðar í Íran. „Ég get ekki ímyndað mér núna hver var tilfinningin mín á þeim tíma. Af því að við gátum ekki farið í háskóla, eða við þurftum að borga mjög mikið. Og við gátum ekki keyrt mótorhjól né bíl,“ útskýrir Zahra sem segir mikla mismunun hafa ríkt í garð Afgana í Íran. „Þetta var erfitt fyrir barn.“ Þótt henni hafi ekki litist á blikuna til að byrja með þegar hún kom til Íslands í myrkri og kulda haustið 2012 var hún nokkuð fljót að aðlagast og kveðst afar ánægð með lífið á Íslandi. Hún og eiginmaður hennar eignuðust sitt fyrsta barn í fyrra en dóttir þeirra er nú ellefu mánaða. Zahra og dóttir hennar sem verður eins árs á næsta ári.Vísir/Friðrik Þór„Ég byrjaði að læra íslensku á íslenskunámsskeiði í fjóra mánuði. Svo fórum við í menntaskóla og eftir svona eitt og hálft ár kláraði ég menntaskóla, útskrifaðist af náttúrufræðibraut og ég fór í háskólann. Ég lærði rosalega mikla íslensku á leiðinni,“ segir Zahra. Hún stundar nú nám í tanntækni, starfar sem túlkur og hefur stofnað eigin túlkaþjónustu og persneskunámskeið. Allt sitt líf hefur hún verið án ríkisfangs, allt þar til alþingi veitti henni íslenskan ríkisborgararétt í gær. „Ég er mjög ánægð og þetta er mjög skrítið. Vegna þess að ég er 26 ára gömul núna en þetta er fyrsti ríkisborgarétturinn sem ég er með,“ segir Zahra. Hún hafði í tvígang sótt um ríkisborgararétt og fékk synjun í fyrra en hún segir ferlið við umsókn um ríkisborgararétt hjá Útlendingastofnun hafa verið afar flókið. Hún kveðst afar þakklát öllu því fólki sem hefur reynst henni vel á Íslandi, vinum, kennurum og fjölskyldu og ekki síst eignmanni sínum sem hafi ávalt staðið þétt við bak sér. „Ég er afgönsk inni í hjartanu mínu og ég er líka íslensk. Af því að Ísland er landið þar sem ég fann karakterinn minn. Ég fann hér hver ég er og hvaða möguleika og hæfileika ég er með,“ segir Zahra.Systurnar komu til Íslands ásamt móður sinni sem kvótaflóttamenn haustið 2012.Vísir/Friðrik Þór
Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Þessi 26 fá ríkisborgararétt Alls bárust nefndinni 220 umsóknir um ríkisborgararétt á haustþingi. 14. desember 2018 06:53 Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Sjá meira
Þessi 26 fá ríkisborgararétt Alls bárust nefndinni 220 umsóknir um ríkisborgararétt á haustþingi. 14. desember 2018 06:53