Partíleikur Sigmundar Davíðs Sif Sigmarsdóttir skrifar 15. desember 2018 11:00 Árið er 1991. 29. apríl. Bresk þjóð kemur sér fyrir í sófum sínum fyrir framan sjónvarpið af skömmustulegri eftirvæntingu. Spjallþáttur Terry Wogan er að fara að byrja. Gestur þáttarins er David Icke, vel liðinn sjónvarpsþáttastjórnandi hjá BBC og fyrrverandi atvinnumaður í fótbolta. En eitthvað skrítið er um að vera. Slúðurblöðin segja að Icke sé aðeins farinn að klæðast fjólubláum fötum; að upp úr honum velli dómsdagsspár um stórflóð og jarðskjálfta; að hann sé farinn að vísa í sjálfan sig sem son Guðs. Icke gengur í salinn klæddur fjólubláum íþróttagalla. „Hvers vegna þú,“ spyr Wogan í kurteislegum árásarham. „Hvers vegna ert þú sá útvaldi?“ Áhorfendurnir í salnum hlæja. Augnaráð Icke flöktir. Eins og afkróað dýr bítur Icke frá sér. „Fólk hefði sagt það sama um Jesú. Hver í fjandanum þykist þú vera? Þú ert bara sonur smiðs.“ Eðlur í mannslíki Ég var í íslensku jólapartíi hér í London um síðustu helgi þar sem um fátt annað var rætt en hinar svo kölluðu Klaustursupptökur. Ein spurning brann á allra vörum. Nú hefur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, kennt svo gott sem öllum öðrum um málið en sjálfum sér – dularfullum hlerunarbúnaði, öllum hinum sem hafa sagt „ennþá ljótari hluti“ en hann, huldumönnum sem Bára Halldórsdóttir kann að hafa „tekið á sig sök“ fyrir. Hvenær verður Sigmundur Davíð uppiskroppa með sökudólga? Súrrealískt viðtal Terry Wogan við David Icke er frægt í Bretlandi. Viðtalið markaði endalok ferils Icke sem þáttastjórnandi. Það markaði hins vegar upphaf ferils hans sem einn fremsti samsæriskenningasmiður heims. David Icke heldur því fram að veröldin sé full af eðlum í mannslíki með ill áform. Barack Obama er eðla. Mick Jagger er augljóslega eðla. Elísabet Englandsdrottning er eðla. Þeir hálfnafnar Davíð Icke og Sigmundur Davíð eiga fleira sameiginlegt en að vera kenndir við konung sem stútaði Golíat, risanum ógurlega. Regla sem gjarnan er notuð í vísindum og gengur undir heitinu rakhnífur Ockham kveður á um að einfaldasta skýringin sé oftast sú rétta. Icke og Gunnlaugsson eiga það sameiginlegt að vera þeirrar skoðunar að augljósasta skýringin er sjaldnast sú rétta. Á jólasamkomunni hér í London varð til leikur sem hlaut heitið „partíleikur Sigmundar Davíðs“. Leikreglur voru eftirfarandi: Þátttakendur þurftu að láta sér detta í hug sökudólg handa Sigmundi ellegar taka brennivínsskot. Formanni Miðflokksins er hér með gefið góðfúslegt leyfi til að nýta afraksturinn: 1) Vertinn á Klaustri Bar: Víða er það saknæmt að selja fólki sem þegar er mjög drukkið meira áfengi. Orðfæri þingmannanna sex sem sátu saman að sumbli er klárlega á ábyrgð vertsins á Klaustri. 2) Brölt apanna: Fyrir nokkrum milljónum ára stakk forfaðir mannanna hina apana af og klöngraðist niður úr trénu sínu. Heilar stækkuðu, það réttist úr bökum, verkfæri litu dagsins ljós og eldar voru tendraðir. Bóndinn leysti veiðimanninn af hólmi. Newton fékk þyngdaraflið í höfuðið en maðurinn hóf sig engu að síður á loft á þöndum stálvængjum. Henry Edward Roberts bjó til borðtölvuna, Tim Berners-Lee fann upp veraldarvefinn, Steve Jobs fékk mikilmennskubrjálæði og bamm: Allt í einu voru allir komnir með hlerunarbúnað í vasann. Ef aparnir hefðu aðeins haldið sig í trjánum … 3) Allt í plati: Upptakan var sýnishorn úr Áramótaskaupinu. 4) Stalín, Pol Pot, Hitler og Neró: Sigmundur kann „fjölmargar sögur“ af fólki sem hefur sagt og gert svo „miklu ljótari hluti“. 5) Framleiðendur gulra vesta: Bára Halldórsdóttir hefur verið boðuð til yfirheyrslu í Héraðsdómi Reykjavíkur á mánudaginn. Stuðningsmenn hennar hyggjast fjölmenna á svæðið í gulum vestum að hætti franskra mótmælenda. Grunur hlýtur að falla á framleiðendur gulra vesta um að vera á bak við Klaustursskandalinn sem stórgræða á uppátækinu. 6) Eðlur: Ef allt annað bregst má alltaf klína þessu á eðlurnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sif Sigmarsdóttir Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Sjá meira
Árið er 1991. 29. apríl. Bresk þjóð kemur sér fyrir í sófum sínum fyrir framan sjónvarpið af skömmustulegri eftirvæntingu. Spjallþáttur Terry Wogan er að fara að byrja. Gestur þáttarins er David Icke, vel liðinn sjónvarpsþáttastjórnandi hjá BBC og fyrrverandi atvinnumaður í fótbolta. En eitthvað skrítið er um að vera. Slúðurblöðin segja að Icke sé aðeins farinn að klæðast fjólubláum fötum; að upp úr honum velli dómsdagsspár um stórflóð og jarðskjálfta; að hann sé farinn að vísa í sjálfan sig sem son Guðs. Icke gengur í salinn klæddur fjólubláum íþróttagalla. „Hvers vegna þú,“ spyr Wogan í kurteislegum árásarham. „Hvers vegna ert þú sá útvaldi?“ Áhorfendurnir í salnum hlæja. Augnaráð Icke flöktir. Eins og afkróað dýr bítur Icke frá sér. „Fólk hefði sagt það sama um Jesú. Hver í fjandanum þykist þú vera? Þú ert bara sonur smiðs.“ Eðlur í mannslíki Ég var í íslensku jólapartíi hér í London um síðustu helgi þar sem um fátt annað var rætt en hinar svo kölluðu Klaustursupptökur. Ein spurning brann á allra vörum. Nú hefur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, kennt svo gott sem öllum öðrum um málið en sjálfum sér – dularfullum hlerunarbúnaði, öllum hinum sem hafa sagt „ennþá ljótari hluti“ en hann, huldumönnum sem Bára Halldórsdóttir kann að hafa „tekið á sig sök“ fyrir. Hvenær verður Sigmundur Davíð uppiskroppa með sökudólga? Súrrealískt viðtal Terry Wogan við David Icke er frægt í Bretlandi. Viðtalið markaði endalok ferils Icke sem þáttastjórnandi. Það markaði hins vegar upphaf ferils hans sem einn fremsti samsæriskenningasmiður heims. David Icke heldur því fram að veröldin sé full af eðlum í mannslíki með ill áform. Barack Obama er eðla. Mick Jagger er augljóslega eðla. Elísabet Englandsdrottning er eðla. Þeir hálfnafnar Davíð Icke og Sigmundur Davíð eiga fleira sameiginlegt en að vera kenndir við konung sem stútaði Golíat, risanum ógurlega. Regla sem gjarnan er notuð í vísindum og gengur undir heitinu rakhnífur Ockham kveður á um að einfaldasta skýringin sé oftast sú rétta. Icke og Gunnlaugsson eiga það sameiginlegt að vera þeirrar skoðunar að augljósasta skýringin er sjaldnast sú rétta. Á jólasamkomunni hér í London varð til leikur sem hlaut heitið „partíleikur Sigmundar Davíðs“. Leikreglur voru eftirfarandi: Þátttakendur þurftu að láta sér detta í hug sökudólg handa Sigmundi ellegar taka brennivínsskot. Formanni Miðflokksins er hér með gefið góðfúslegt leyfi til að nýta afraksturinn: 1) Vertinn á Klaustri Bar: Víða er það saknæmt að selja fólki sem þegar er mjög drukkið meira áfengi. Orðfæri þingmannanna sex sem sátu saman að sumbli er klárlega á ábyrgð vertsins á Klaustri. 2) Brölt apanna: Fyrir nokkrum milljónum ára stakk forfaðir mannanna hina apana af og klöngraðist niður úr trénu sínu. Heilar stækkuðu, það réttist úr bökum, verkfæri litu dagsins ljós og eldar voru tendraðir. Bóndinn leysti veiðimanninn af hólmi. Newton fékk þyngdaraflið í höfuðið en maðurinn hóf sig engu að síður á loft á þöndum stálvængjum. Henry Edward Roberts bjó til borðtölvuna, Tim Berners-Lee fann upp veraldarvefinn, Steve Jobs fékk mikilmennskubrjálæði og bamm: Allt í einu voru allir komnir með hlerunarbúnað í vasann. Ef aparnir hefðu aðeins haldið sig í trjánum … 3) Allt í plati: Upptakan var sýnishorn úr Áramótaskaupinu. 4) Stalín, Pol Pot, Hitler og Neró: Sigmundur kann „fjölmargar sögur“ af fólki sem hefur sagt og gert svo „miklu ljótari hluti“. 5) Framleiðendur gulra vesta: Bára Halldórsdóttir hefur verið boðuð til yfirheyrslu í Héraðsdómi Reykjavíkur á mánudaginn. Stuðningsmenn hennar hyggjast fjölmenna á svæðið í gulum vestum að hætti franskra mótmælenda. Grunur hlýtur að falla á framleiðendur gulra vesta um að vera á bak við Klaustursskandalinn sem stórgræða á uppátækinu. 6) Eðlur: Ef allt annað bregst má alltaf klína þessu á eðlurnar.
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun