Útgefandi götublaðs viðurkennir þagnarkaup til að verja Trump Kjartan Kjartansson skrifar 13. desember 2018 10:30 Útgefandi götublaðsins National Enquirer keypti réttinn á að birta ásakanir Playboy-fyrirsætu um kynferðislegt samband við Trump. Blaðið ætlaði sér hins vegar aldrei að birta þær heldur að hlífa framboði Trump við skaðlegri umfjöllun. Vísir/Getty Bandarískir saksóknarar greindu frá því að útgefandi götublaða sem er náinn bandamaður Donalds Trump forseta hefði gengist við því að hafa greitt Playboy-fyrirsætu fyrir að þegja um kynferðislegt samband þeirra. Það hefði hann gert til þess að verja forsetaframboð Trump. American Media Incorporated er móðurfélag götublaðsins National Enquirer. Útgefandi þess er David J. Pecker sem hefur verið vinur og stuðningsmaður forsetans til fjölda ára. Pecker hefur játað að hafa keypt sögu Karen McDougal, Playboy-fyrirsætunnar, til að tryggja að hún „birti ekki skaðlegar ásakanir um frambjóðandann“. Blaðið birti aldrei frétt um ásakanir hennar þrátt fyrir að hafa greitt 150.000 dollara fyrir útgáfuréttinn á þeim. Fréttirnar um samvinnu Pecker við saksóknara í New York bárust á sama tíma og Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Trump, var dæmdur í þriggja ára fangelsi í New York. Cohen hefur bendlað Trump sjálfan við brot á kosningalögum. Játaði hann sig sekan um brot á kosningalögum, skattsvik og að hafa logið að þingnefnd um viðskipti í Rússlandi. Lögmaðurinn segir Trump hafa gefið skipanir um ólöglegar greiðslur til að þagga niður í Stephanie Clifford, klámmyndaleikkonu sem er betur þekkt undir sviðsnafninu Stormy Daniels. Greiðslurnar hefðu verið tilraun til að hylma yfir „sóðalegar gjörðir“ forsetans. Bar hann því við að hann hefði verið blindaður af tryggð við Trump.David J. Pecker, útgefandi National Enquirer og vinur Trump forseta. Blaðið er sagt hafa stunda það lengi að kaupa útgáfurétt á frásögnum fólks til þess að hjálpa vildarvinum Pecker.Vísir/GettyVinna með saksóknurunum Cohen er sagður hafa ætlað að endurgreiða AMI fyrir greiðsluna til McDougal. Greiðslan var sögð vegna „ráðgjafarþjónustu“. Pecker samþykki greiðsluna í fyrstu en er síðar sagður hafa sagt Cohen að hætta við og eyða öllum skjölum um hana. AMI kom einnig nálægt því þegar þögn Clifford keypt. Pecker lét Cohen vita af því að Clifford reyndi að selja sögu sína götublöðunum. Saksóknararnir tilkynntu í gær að þeir hefðu náð sátt við AMI um að það veitti rannsókninni samvinnu gegn því að sleppa við ákæru. Fyrirtækið þurfti jafnframt að fallast á að kenna starfsmönnum sínum kosningalög og að ráða lögfræðing til að fara yfir samninga sem gætu tengst því að greiða fyrir fréttir um stjórnmálaframbjóðendur, að því er segir í frétt New York Times. Rannsóknin á Cohen er í höndum ríkissaksóknara í New York. Saksóknarar Roberts Mueller, sérstaka rannsakandans sem stýrir rannsókninni á meintu samráði framboðs Trump við Rússa, vísaði málinu þangað fyrr á þessu ári. Þrátt fyrir að upplýsingarnar frá AMI veiti frekari vísbendingar um að Trump hafi sjálfur brotið lög er talið ólíklegt að forsetinn verði ákærður vegna þess. Dómsmálaráðuneytið hefur talið að ekki sé hægt að ákæra forseta á meðan hann er í embætti. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Minnst fjórtán Rússar ræddu við Trump-liða í kosningabaráttunni Samskiptin voru fjölmörg og Trump-liðar hafa ítrekað verið gómaðir við að segja ósatt um samskipti sín við rússneska aðila. 11. desember 2018 11:00 Laug um samskipti við Hvíta húsið og starfsmann með Rússatengsl Saksóknarar birtu minnisblöð sem varpa frekara ljósi á upplýsingar sem þeir hafa um fyrrverandi kosningastjóra og lögmann Trump Bandaríkjaforseta. 8. desember 2018 12:05 Telur að gerð verði uppreisn verði hann kærður fyrir embættisbrot "Það er erfitt að kæra einhvern fyrir embættisbrot sem hefur ekki gert neitt rangt af sér og hefur búið til besta efnahag í sögu ríkis okkar.“ 12. desember 2018 09:15 Fyrrverandi lögmaður Trump fær þriggja ára dóm Dómstóll í New York dæmdi í dag Michael Cohen, fyrrverandi lögmann Donald Trump Bandaríkjaforseta, í þriggja ára fangelsi. 12. desember 2018 17:35 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira
Bandarískir saksóknarar greindu frá því að útgefandi götublaða sem er náinn bandamaður Donalds Trump forseta hefði gengist við því að hafa greitt Playboy-fyrirsætu fyrir að þegja um kynferðislegt samband þeirra. Það hefði hann gert til þess að verja forsetaframboð Trump. American Media Incorporated er móðurfélag götublaðsins National Enquirer. Útgefandi þess er David J. Pecker sem hefur verið vinur og stuðningsmaður forsetans til fjölda ára. Pecker hefur játað að hafa keypt sögu Karen McDougal, Playboy-fyrirsætunnar, til að tryggja að hún „birti ekki skaðlegar ásakanir um frambjóðandann“. Blaðið birti aldrei frétt um ásakanir hennar þrátt fyrir að hafa greitt 150.000 dollara fyrir útgáfuréttinn á þeim. Fréttirnar um samvinnu Pecker við saksóknara í New York bárust á sama tíma og Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Trump, var dæmdur í þriggja ára fangelsi í New York. Cohen hefur bendlað Trump sjálfan við brot á kosningalögum. Játaði hann sig sekan um brot á kosningalögum, skattsvik og að hafa logið að þingnefnd um viðskipti í Rússlandi. Lögmaðurinn segir Trump hafa gefið skipanir um ólöglegar greiðslur til að þagga niður í Stephanie Clifford, klámmyndaleikkonu sem er betur þekkt undir sviðsnafninu Stormy Daniels. Greiðslurnar hefðu verið tilraun til að hylma yfir „sóðalegar gjörðir“ forsetans. Bar hann því við að hann hefði verið blindaður af tryggð við Trump.David J. Pecker, útgefandi National Enquirer og vinur Trump forseta. Blaðið er sagt hafa stunda það lengi að kaupa útgáfurétt á frásögnum fólks til þess að hjálpa vildarvinum Pecker.Vísir/GettyVinna með saksóknurunum Cohen er sagður hafa ætlað að endurgreiða AMI fyrir greiðsluna til McDougal. Greiðslan var sögð vegna „ráðgjafarþjónustu“. Pecker samþykki greiðsluna í fyrstu en er síðar sagður hafa sagt Cohen að hætta við og eyða öllum skjölum um hana. AMI kom einnig nálægt því þegar þögn Clifford keypt. Pecker lét Cohen vita af því að Clifford reyndi að selja sögu sína götublöðunum. Saksóknararnir tilkynntu í gær að þeir hefðu náð sátt við AMI um að það veitti rannsókninni samvinnu gegn því að sleppa við ákæru. Fyrirtækið þurfti jafnframt að fallast á að kenna starfsmönnum sínum kosningalög og að ráða lögfræðing til að fara yfir samninga sem gætu tengst því að greiða fyrir fréttir um stjórnmálaframbjóðendur, að því er segir í frétt New York Times. Rannsóknin á Cohen er í höndum ríkissaksóknara í New York. Saksóknarar Roberts Mueller, sérstaka rannsakandans sem stýrir rannsókninni á meintu samráði framboðs Trump við Rússa, vísaði málinu þangað fyrr á þessu ári. Þrátt fyrir að upplýsingarnar frá AMI veiti frekari vísbendingar um að Trump hafi sjálfur brotið lög er talið ólíklegt að forsetinn verði ákærður vegna þess. Dómsmálaráðuneytið hefur talið að ekki sé hægt að ákæra forseta á meðan hann er í embætti.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Minnst fjórtán Rússar ræddu við Trump-liða í kosningabaráttunni Samskiptin voru fjölmörg og Trump-liðar hafa ítrekað verið gómaðir við að segja ósatt um samskipti sín við rússneska aðila. 11. desember 2018 11:00 Laug um samskipti við Hvíta húsið og starfsmann með Rússatengsl Saksóknarar birtu minnisblöð sem varpa frekara ljósi á upplýsingar sem þeir hafa um fyrrverandi kosningastjóra og lögmann Trump Bandaríkjaforseta. 8. desember 2018 12:05 Telur að gerð verði uppreisn verði hann kærður fyrir embættisbrot "Það er erfitt að kæra einhvern fyrir embættisbrot sem hefur ekki gert neitt rangt af sér og hefur búið til besta efnahag í sögu ríkis okkar.“ 12. desember 2018 09:15 Fyrrverandi lögmaður Trump fær þriggja ára dóm Dómstóll í New York dæmdi í dag Michael Cohen, fyrrverandi lögmann Donald Trump Bandaríkjaforseta, í þriggja ára fangelsi. 12. desember 2018 17:35 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira
Minnst fjórtán Rússar ræddu við Trump-liða í kosningabaráttunni Samskiptin voru fjölmörg og Trump-liðar hafa ítrekað verið gómaðir við að segja ósatt um samskipti sín við rússneska aðila. 11. desember 2018 11:00
Laug um samskipti við Hvíta húsið og starfsmann með Rússatengsl Saksóknarar birtu minnisblöð sem varpa frekara ljósi á upplýsingar sem þeir hafa um fyrrverandi kosningastjóra og lögmann Trump Bandaríkjaforseta. 8. desember 2018 12:05
Telur að gerð verði uppreisn verði hann kærður fyrir embættisbrot "Það er erfitt að kæra einhvern fyrir embættisbrot sem hefur ekki gert neitt rangt af sér og hefur búið til besta efnahag í sögu ríkis okkar.“ 12. desember 2018 09:15
Fyrrverandi lögmaður Trump fær þriggja ára dóm Dómstóll í New York dæmdi í dag Michael Cohen, fyrrverandi lögmann Donald Trump Bandaríkjaforseta, í þriggja ára fangelsi. 12. desember 2018 17:35