Alvarlegt mál að ríki afneiti loftslagsvísindum Kjartan Kjartansson skrifar 11. desember 2018 15:00 Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra með Teresu Ribera, ráðherra Spánar í loftslagsmálum. Sigríður Víðis Jónsdóttir Andstaða nokkurra olíuframleiðsluríkja eins og Bandaríkjanna og Sádi-Arabíu við vísindaskýrslu um afleiðingar loftslagsbreytingar hefur neikvæð áhrif á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Póllandi en mikilvægt er að aðrar þjóðir taki höndum saman, að sögn Guðmundar Inga Guðbrandssonar, umhverfisráðherra. Hann segir alvarlegt að ríki afneiti loftslagsvísindum. Seinni vika COP24-loftslagsráðstefnunnar stendur nú yfir í borginni Katowice í kolavinnsluhéraði Póllands. Embættismenn hófu vinnuna í síðustu viku en nú er háttsetta leiðtoga aðildarríkjanna byrjað að að drífa að, þar á meðal íslenska umhverfisráðherrann. Aðalmálið sem liggur fyrir fundinum nú er að ná samkomulagi um hvernig reglum um bókhaldsskil í tengslum við Parísarsamkomulagið verður háttar. Hvert ríki setur sér landsmarkmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda. Reglurnar eiga að kveða á um hvernig löndin telja aðgerðirnar fram, hverju þær eigi að skila, hversu oft þær eigi að skila og með hvaða hætti. Guðmundur Ingi segir að fleiri mál standi út af borðinu ennþá, þar á meðal fjármögnun á sérstökum grænum sjóði sem á að hjálpa þróunarríkjum að aðlagast og bregðast við loftslagsbreytingum sem ákveðið var að stofna á loftslagsráðstefnunni í Kaupmannahöfn árið 2009. Markmiðið er að efnaðri ríki leggi sjóðnum hundrað milljarða dollara til á ári. Bandaríkjastjórn átti að leggja til stærsta hluta fjárins en eftir forsetaskiptin þar fyrir tveimur árum hafa Bandaríkin nær algerlega dregið sig í hlé í loftslagsmálum. Fjármögnun sjóðsins er því í uppnámi.Aðalviðfangsefni COP24 er að samþykkja reglur um hvernig ríki mæla og telja fram aðgerðir sínar gagnvart Parísarsamkomulaginu.Sigríður Víðis JónsdóttirAuðveldara að líta fram hjá vísindaskýrslu með vægara orðalagi Um helgina vakti athygli að fulltrúar Bandaríkjanna, Rússlands, Sádi-Arabíu og Kúveit lögðust gegn samþykkt sem tengist stórri vísindaskýrslu um áhrif 1,5°C hlýnunar sem gefin var út í október. Loftslagsfundurinn árið 2015 óskaði eftir skýrslunni til að leggja mat á afleiðingar metnaðarfyllast markmiðs Parísarsamkomulagsins og hvað þarf til að það náist. Í skýrslunni kom fram að heimsbyggðin væri víðsfjarri því að að ná markmiðinu um að halda hnattrænni hlýnun innan við 1,5°C miðað við tímabilið fyrir iðnbyltingu. Þjóðir heims þyrftu að margfalda markmið sín um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda. Að öðru kosti stefni hlýnunin í 3°C eða meira fyrir lok aldarinnar með gífurlegum afleiðingum fyrir samfélög manna og lífríki jarðar. Fyrrnefndu ríkin fjögur komu í veg fyrir að fundurinn samþykkti ályktun þar sem afhendingu skýrslunnar hefði verið „fagnað“ [e. Welcome]. Þess í stað vildu þau að aðeins væri talað um að fundurinn „tæki eftir“ [e. Note] skýrslunni. Engin málamiðlun náðist í viðræðum embættismanna um orðalagið. Guðmundur Ingi segir að orðalagið skipti máli. Vægara orðalagið þýði að skýrslan fái ekki sama vægi og auðveldara verði fyrir ríkin sem eru mótfallin henni að líta fram hjá henni í þeirri vinnu sem er framundan. „Mér finnst mjög alvarlegt mál að svona hálfpartinn neita vísindunum sem þarna eru,“ segir ráðherrann. Mörg ríki hafi mótmælt framferði olíuframleiðsluríkjanna fjögurra. Guðmundur Ingi segist hafa gert það sjálfur síðast í viðræðum á fundinum í morgun.Hróp voru gerð að sendinefnd Bandaríkjanna á loftslagsfundinum þegar hún hélt viðburð til að mæra kolanotkun.Vísir/APSérstakt að tala fyrir kolum nú Bandarískir fjölmiðlar hafa gert að því skónum að ríkisstjórn Donalds Trump, sem ætlar að draga sig úr Parísarsamkomulaginu árið 2020, reyni nú í bandalagi við nokkur önnur ríki að grafa markvisst undan Parísarsamkomulaginu og reyna að fá fleiri ríki til að segja sig frá því. Ríkisstjórn Trump sendi aðeins fámennan hóp lágt settra embættismanna frá utanríkisráðuneytinu á ráðstefnuna. Á sama tíma og hún tekur þátt í viðræðum um regluverk Parísarsamkomulagsins eru aðrir fulltrúar ríkisstjórnarinnar með sýningu um jarðefnaeldsneyti þar sem talað er fyrir áframhaldandi notkun á kolum í heiminum, verstu uppsprettu gróðurhúsalofttegundanna sem valda loftslagsbreytingum. „Við höfum sterka trú á að ekkert land eigi að þurfa að fórna efnahagslegri velmegun eða orkuöryggi í nafni umhverfislegrar sjálfbærni,“ sagði Wells Griffith, orkumálaráðgjafi Trump forseta á viðburði sem Bandaríkin héldu til stuðnings kola í Katowice. Washington Post segir að hæðnislegur hlátur hafi heyrst í salnum áður en mótmæli brutust út gegn málflutningi Bandaríkjamannanna. „Sumir segja að með þessu séu Bandaríkin fyrst og fremst að ögra öðrum þjóðum. Ég myndi segja að mér finnst mjög sérstakt að tala sérstaklega fyrir því að nota kol þegar stóra verkefnið er að umbylta orkukerfinu og byggja það á endurnýjanlegum auðlindum,“ segir Guðmundur Ingi. Áhrifin séu frekar neikvæð en jákvæð en ríki heims ættu ekki að veita því of mikla athygli. „Allar hinar þjóðirnar þurfa að taka höndum saman og halda áfram með þetta verkefni. Það er gríðarlega mikilvægt að aðrar þjóðir sýni samstöðu og festu. Svo verðum við að vona að þessar þjóðir komi aftur inn seinna,“ segir ráðherrann. Meira hvetjandi voru orð formanns milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar sem stóð að vísindaskýrslunni í morgun, að sögn Guðmundar Inga. „Hann var mjög skýr um að hvert ár skiptir máli, hver einasta smá hækkun á hitastigi skiptir máli, hver aðgerð skiptir máli. Það er einmitt þetta sem þetta snýst um: að allt sem við gerum skiptir máli,“ segir hann. Bandaríkin Donald Trump Loftslagsmál Rússland Umhverfismál Tengdar fréttir Attenborough varar þjóðarleiðtoga við hruni siðmenningar manna Enski náttúrufræðingurinn var málsvari íbúa jarðar á loftslagsfundi Sameinuðu þjóðanna í Póllandi. Sagði hann loftslagsbreytingar stærstu ógn mannkyns í árþúsundir. 3. desember 2018 13:54 Bandaríkin, Rússland og Sádi-Arabía sameinuðust gegn loftslagsskýrslu Fjögur ríki komu í veg fyrir að loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna samþykkti ályktun þar sem birtingu skýrslu um áhrif 1,5°C hlýnunar var fagnað. 9. desember 2018 08:00 Aukning í losun gróðurhúsalofttegunda sú mesta í sjö ár Váleg tíðindi um afturför í aðgerðum gegn loftslagsbreytingum berast á meðan Sameinuðu þjóðirnar funda um loftslagsmál í kolahéraði í Póllandi. 6. desember 2018 10:57 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira
Andstaða nokkurra olíuframleiðsluríkja eins og Bandaríkjanna og Sádi-Arabíu við vísindaskýrslu um afleiðingar loftslagsbreytingar hefur neikvæð áhrif á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Póllandi en mikilvægt er að aðrar þjóðir taki höndum saman, að sögn Guðmundar Inga Guðbrandssonar, umhverfisráðherra. Hann segir alvarlegt að ríki afneiti loftslagsvísindum. Seinni vika COP24-loftslagsráðstefnunnar stendur nú yfir í borginni Katowice í kolavinnsluhéraði Póllands. Embættismenn hófu vinnuna í síðustu viku en nú er háttsetta leiðtoga aðildarríkjanna byrjað að að drífa að, þar á meðal íslenska umhverfisráðherrann. Aðalmálið sem liggur fyrir fundinum nú er að ná samkomulagi um hvernig reglum um bókhaldsskil í tengslum við Parísarsamkomulagið verður háttar. Hvert ríki setur sér landsmarkmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda. Reglurnar eiga að kveða á um hvernig löndin telja aðgerðirnar fram, hverju þær eigi að skila, hversu oft þær eigi að skila og með hvaða hætti. Guðmundur Ingi segir að fleiri mál standi út af borðinu ennþá, þar á meðal fjármögnun á sérstökum grænum sjóði sem á að hjálpa þróunarríkjum að aðlagast og bregðast við loftslagsbreytingum sem ákveðið var að stofna á loftslagsráðstefnunni í Kaupmannahöfn árið 2009. Markmiðið er að efnaðri ríki leggi sjóðnum hundrað milljarða dollara til á ári. Bandaríkjastjórn átti að leggja til stærsta hluta fjárins en eftir forsetaskiptin þar fyrir tveimur árum hafa Bandaríkin nær algerlega dregið sig í hlé í loftslagsmálum. Fjármögnun sjóðsins er því í uppnámi.Aðalviðfangsefni COP24 er að samþykkja reglur um hvernig ríki mæla og telja fram aðgerðir sínar gagnvart Parísarsamkomulaginu.Sigríður Víðis JónsdóttirAuðveldara að líta fram hjá vísindaskýrslu með vægara orðalagi Um helgina vakti athygli að fulltrúar Bandaríkjanna, Rússlands, Sádi-Arabíu og Kúveit lögðust gegn samþykkt sem tengist stórri vísindaskýrslu um áhrif 1,5°C hlýnunar sem gefin var út í október. Loftslagsfundurinn árið 2015 óskaði eftir skýrslunni til að leggja mat á afleiðingar metnaðarfyllast markmiðs Parísarsamkomulagsins og hvað þarf til að það náist. Í skýrslunni kom fram að heimsbyggðin væri víðsfjarri því að að ná markmiðinu um að halda hnattrænni hlýnun innan við 1,5°C miðað við tímabilið fyrir iðnbyltingu. Þjóðir heims þyrftu að margfalda markmið sín um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda. Að öðru kosti stefni hlýnunin í 3°C eða meira fyrir lok aldarinnar með gífurlegum afleiðingum fyrir samfélög manna og lífríki jarðar. Fyrrnefndu ríkin fjögur komu í veg fyrir að fundurinn samþykkti ályktun þar sem afhendingu skýrslunnar hefði verið „fagnað“ [e. Welcome]. Þess í stað vildu þau að aðeins væri talað um að fundurinn „tæki eftir“ [e. Note] skýrslunni. Engin málamiðlun náðist í viðræðum embættismanna um orðalagið. Guðmundur Ingi segir að orðalagið skipti máli. Vægara orðalagið þýði að skýrslan fái ekki sama vægi og auðveldara verði fyrir ríkin sem eru mótfallin henni að líta fram hjá henni í þeirri vinnu sem er framundan. „Mér finnst mjög alvarlegt mál að svona hálfpartinn neita vísindunum sem þarna eru,“ segir ráðherrann. Mörg ríki hafi mótmælt framferði olíuframleiðsluríkjanna fjögurra. Guðmundur Ingi segist hafa gert það sjálfur síðast í viðræðum á fundinum í morgun.Hróp voru gerð að sendinefnd Bandaríkjanna á loftslagsfundinum þegar hún hélt viðburð til að mæra kolanotkun.Vísir/APSérstakt að tala fyrir kolum nú Bandarískir fjölmiðlar hafa gert að því skónum að ríkisstjórn Donalds Trump, sem ætlar að draga sig úr Parísarsamkomulaginu árið 2020, reyni nú í bandalagi við nokkur önnur ríki að grafa markvisst undan Parísarsamkomulaginu og reyna að fá fleiri ríki til að segja sig frá því. Ríkisstjórn Trump sendi aðeins fámennan hóp lágt settra embættismanna frá utanríkisráðuneytinu á ráðstefnuna. Á sama tíma og hún tekur þátt í viðræðum um regluverk Parísarsamkomulagsins eru aðrir fulltrúar ríkisstjórnarinnar með sýningu um jarðefnaeldsneyti þar sem talað er fyrir áframhaldandi notkun á kolum í heiminum, verstu uppsprettu gróðurhúsalofttegundanna sem valda loftslagsbreytingum. „Við höfum sterka trú á að ekkert land eigi að þurfa að fórna efnahagslegri velmegun eða orkuöryggi í nafni umhverfislegrar sjálfbærni,“ sagði Wells Griffith, orkumálaráðgjafi Trump forseta á viðburði sem Bandaríkin héldu til stuðnings kola í Katowice. Washington Post segir að hæðnislegur hlátur hafi heyrst í salnum áður en mótmæli brutust út gegn málflutningi Bandaríkjamannanna. „Sumir segja að með þessu séu Bandaríkin fyrst og fremst að ögra öðrum þjóðum. Ég myndi segja að mér finnst mjög sérstakt að tala sérstaklega fyrir því að nota kol þegar stóra verkefnið er að umbylta orkukerfinu og byggja það á endurnýjanlegum auðlindum,“ segir Guðmundur Ingi. Áhrifin séu frekar neikvæð en jákvæð en ríki heims ættu ekki að veita því of mikla athygli. „Allar hinar þjóðirnar þurfa að taka höndum saman og halda áfram með þetta verkefni. Það er gríðarlega mikilvægt að aðrar þjóðir sýni samstöðu og festu. Svo verðum við að vona að þessar þjóðir komi aftur inn seinna,“ segir ráðherrann. Meira hvetjandi voru orð formanns milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar sem stóð að vísindaskýrslunni í morgun, að sögn Guðmundar Inga. „Hann var mjög skýr um að hvert ár skiptir máli, hver einasta smá hækkun á hitastigi skiptir máli, hver aðgerð skiptir máli. Það er einmitt þetta sem þetta snýst um: að allt sem við gerum skiptir máli,“ segir hann.
Bandaríkin Donald Trump Loftslagsmál Rússland Umhverfismál Tengdar fréttir Attenborough varar þjóðarleiðtoga við hruni siðmenningar manna Enski náttúrufræðingurinn var málsvari íbúa jarðar á loftslagsfundi Sameinuðu þjóðanna í Póllandi. Sagði hann loftslagsbreytingar stærstu ógn mannkyns í árþúsundir. 3. desember 2018 13:54 Bandaríkin, Rússland og Sádi-Arabía sameinuðust gegn loftslagsskýrslu Fjögur ríki komu í veg fyrir að loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna samþykkti ályktun þar sem birtingu skýrslu um áhrif 1,5°C hlýnunar var fagnað. 9. desember 2018 08:00 Aukning í losun gróðurhúsalofttegunda sú mesta í sjö ár Váleg tíðindi um afturför í aðgerðum gegn loftslagsbreytingum berast á meðan Sameinuðu þjóðirnar funda um loftslagsmál í kolahéraði í Póllandi. 6. desember 2018 10:57 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira
Attenborough varar þjóðarleiðtoga við hruni siðmenningar manna Enski náttúrufræðingurinn var málsvari íbúa jarðar á loftslagsfundi Sameinuðu þjóðanna í Póllandi. Sagði hann loftslagsbreytingar stærstu ógn mannkyns í árþúsundir. 3. desember 2018 13:54
Bandaríkin, Rússland og Sádi-Arabía sameinuðust gegn loftslagsskýrslu Fjögur ríki komu í veg fyrir að loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna samþykkti ályktun þar sem birtingu skýrslu um áhrif 1,5°C hlýnunar var fagnað. 9. desember 2018 08:00
Aukning í losun gróðurhúsalofttegunda sú mesta í sjö ár Váleg tíðindi um afturför í aðgerðum gegn loftslagsbreytingum berast á meðan Sameinuðu þjóðirnar funda um loftslagsmál í kolahéraði í Póllandi. 6. desember 2018 10:57