Þetta reddast alls ekki Kjartann Hreinn Njálsson skrifar 11. desember 2018 08:00 Eftir atburði síðustu daga á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Póllandi liggur fyrir að ríkisstjórn Donalds Trump hefur ekki í hyggju að fylgjast með af hliðarlínunni meðan heimsbyggðin tekur höndum saman um aðgerðir til að stemma stigu við loftslagsbreytingum og losun gróðurhúsalofttegunda. Þvert á móti virðist staðreyndin vera sú að Trump og erindrekar Bandaríkjastjórnar ætla að beita sér markvisst gegn því að samstaða náist um þessi mikilvægu markmið og aðgerðir. Bandaríkin hafa stillt sér upp við hlið Rússlands, Sádi-Arabíu og Kúveit og freista þess nú að koma í veg fyrir að nýleg skýrsla milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál, sem varpaði ljósi á brýna þörf á að draga úr losun ef halda ætti hnattrænni hlýnun innan við 1,5 gráður, verði innleidd af krafti í þá samningagerð sem nú stendur yfir í Póllandi. Löndin fjögur eru öll annaðhvort, eða hvort tveggja, stórnotendur eða stórframleiðendur á jarðefnaeldsneyti. Við finnum nú þegar fyrir áhrifum loftslagsbreytinga, og þau áhrif munu magnast á hverju ári í fyrirsjáanlegri framtíð. Þessi staðreynd er engum dulin, ekki einu sinni Bandaríkjaforseta eða kollega hans í Moskvu. Fulltrúar Rússlands og Bandaríkjanna hafa tekið meðvitaða ákvörðun um að virða velferð og framtíð þegna sinna að vettugi með því að hampa frekar hinu óbreytta ástandi. Þeir vita auðvitað að þeir verða ekki til staðar þegar til kastanna kemur; þegar áskoranir og erfiðleikar umbreytast í óviðráðanlegar hörmungar. Við fengum nasasjón af einni birtingarmynd þessara hörmunga í Póllandi í gær þegar hópur fjárfesta, sem saman sýsla með fjármuni sem nema 32 trilljónum Bandaríkjadala, varaði við því að án markvissra aðgerða til að draga úr kolabruna og losun gróðurhúsalofttegunda muni efnahagskreppa að líkindum skella á heimsbyggðinni sem verður margfalt dýpri en sú sem reið yfir árið 2008. Þessi kreppa verður þó ekki aðeins af efnahagslegum toga. Kreppa þessi mun raungerast í loftslagsbreytingum sem ógna bæði velferð allra jarðarbúa og þeim lífkerfum sem síðustu árþúsundir hafa staðið í viðkvæmu en nægilega stöðugu jafnvægi til að gefa okkur tækifæri til að blómstra sem tegund. Loftslagsmálin eru flókið og oft yfirþyrmandi umfjöllunarefni. Að upplifa doða eða uppgjöf frammi fyrir svo risavöxnu vandamáli eru eðlileg viðbrögð. Í aldanna rás hefur maðurinn tileinkað sér það skynsamlega viðhorf að læra af reynslunni, því miður er það svo að í tilfelli loftslagsbreytinga höfum við hvorki efni á né tíma til að taka mið af fortíðinni. Hins vegar vill svo heppilega til að á krefjandi tímum sem þessum höfum við nú, í krafti vísinda, samstöðu og mannúðar, tækifæri til að bregðast við og taka af skarið áður en það verður of seint. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Halldór 11.01.2025 Rafn Ágúst Ragnarsson Halldór Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Sjá meira
Eftir atburði síðustu daga á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Póllandi liggur fyrir að ríkisstjórn Donalds Trump hefur ekki í hyggju að fylgjast með af hliðarlínunni meðan heimsbyggðin tekur höndum saman um aðgerðir til að stemma stigu við loftslagsbreytingum og losun gróðurhúsalofttegunda. Þvert á móti virðist staðreyndin vera sú að Trump og erindrekar Bandaríkjastjórnar ætla að beita sér markvisst gegn því að samstaða náist um þessi mikilvægu markmið og aðgerðir. Bandaríkin hafa stillt sér upp við hlið Rússlands, Sádi-Arabíu og Kúveit og freista þess nú að koma í veg fyrir að nýleg skýrsla milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál, sem varpaði ljósi á brýna þörf á að draga úr losun ef halda ætti hnattrænni hlýnun innan við 1,5 gráður, verði innleidd af krafti í þá samningagerð sem nú stendur yfir í Póllandi. Löndin fjögur eru öll annaðhvort, eða hvort tveggja, stórnotendur eða stórframleiðendur á jarðefnaeldsneyti. Við finnum nú þegar fyrir áhrifum loftslagsbreytinga, og þau áhrif munu magnast á hverju ári í fyrirsjáanlegri framtíð. Þessi staðreynd er engum dulin, ekki einu sinni Bandaríkjaforseta eða kollega hans í Moskvu. Fulltrúar Rússlands og Bandaríkjanna hafa tekið meðvitaða ákvörðun um að virða velferð og framtíð þegna sinna að vettugi með því að hampa frekar hinu óbreytta ástandi. Þeir vita auðvitað að þeir verða ekki til staðar þegar til kastanna kemur; þegar áskoranir og erfiðleikar umbreytast í óviðráðanlegar hörmungar. Við fengum nasasjón af einni birtingarmynd þessara hörmunga í Póllandi í gær þegar hópur fjárfesta, sem saman sýsla með fjármuni sem nema 32 trilljónum Bandaríkjadala, varaði við því að án markvissra aðgerða til að draga úr kolabruna og losun gróðurhúsalofttegunda muni efnahagskreppa að líkindum skella á heimsbyggðinni sem verður margfalt dýpri en sú sem reið yfir árið 2008. Þessi kreppa verður þó ekki aðeins af efnahagslegum toga. Kreppa þessi mun raungerast í loftslagsbreytingum sem ógna bæði velferð allra jarðarbúa og þeim lífkerfum sem síðustu árþúsundir hafa staðið í viðkvæmu en nægilega stöðugu jafnvægi til að gefa okkur tækifæri til að blómstra sem tegund. Loftslagsmálin eru flókið og oft yfirþyrmandi umfjöllunarefni. Að upplifa doða eða uppgjöf frammi fyrir svo risavöxnu vandamáli eru eðlileg viðbrögð. Í aldanna rás hefur maðurinn tileinkað sér það skynsamlega viðhorf að læra af reynslunni, því miður er það svo að í tilfelli loftslagsbreytinga höfum við hvorki efni á né tíma til að taka mið af fortíðinni. Hins vegar vill svo heppilega til að á krefjandi tímum sem þessum höfum við nú, í krafti vísinda, samstöðu og mannúðar, tækifæri til að bregðast við og taka af skarið áður en það verður of seint.
Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun