Skálkaskjól Guðmundur Steingrímsson skrifar 10. desember 2018 07:30 Eitt megineinkennið á samtíma okkar er hið yfirgripsmikla siðferðislega afstæði sem blasir við á sviði stjórnmálanna, einkum og sér í lagi, og ruglar marga í ríminu. Hvað má? Hvað má ekki? Eru einhver mörk? Auðvitað er umburðarlyndi fallegt. Það er mikill og sígildur sannleikur að maður eigi að fara varlega í því að dæma annað fólk. Öllum getur orðið á og það er vandlifað. En maður hlýtur líka að mega gera þá kröfu til leiðtoga heilu þjóðanna og annarra sem hafa valist í ábyrgðarstöður að þeir sýni einhvers konar gott fordæmi og geri sanngjarnar og skynsamlegar kröfur til sjálfs sín og annarra. Og reyni svo að gera sitt besta. Staðan er hins vegar sú, að ég held að það sé óhætt að fullyrða að persóna í stjórnmálum geti orðið uppvís að nánast hvaða misindisverknaði sem er — notum bara ímyndunaraflið — og hún gæti komist upp með það. Flest virðist finna sér fylgi. Flest finnur sér málsvara og réttlætingu. Það virðist líka yfirleitt hægt að þyrla upp nógu miklu ryki til að beina sjónum frá aðalatriðum málanna. Fjaðrafok veitir skjól.Minnisstætt samtal Tökum skálduð dæmi. Verði maður uppvís að því að flytja inn ólögleg vopn um langt árabil og að vera forsvarsmaður í umfangsmiklum mansalshring er allt eins víst að slíkur aðili afli sér fylgismanna á meðal þeirra sem telja þannig athafnasemi bera vott um styrk og sjálfsbjargarviðleitni. Verði maður gripinn við langvarandi peningaþvætti og skattaundanskot er allt eins víst að slíkur nái kjöri á þing sem lipur fjármálamaður. Verði maður staðinn að raðlygum á degi hverjum er vel mögulegt að halda því fram að mælskan sé samt engri lík og því erindið brýnt. Andsetnustu einstaklingar sem dreifa djöfulskap og sundrungu eru jafnvel taldir til uppbyggingarafla í þjóðfélögum. Skúrkar í augum einhverra eru sterkir leiðtogar á augum annarra. Eitthvert það minnisstæðasta samtal sem ég hef nokkurn tímann átt við mann um stjórnmál átti sér stað í Vestmannaeyjum fyrir allnokkrum árum. Píreygður, rámur og veðurbarinn Eyjamaður hóf að spjalla við mig eftir stjórnmálafund. Honum leist illa á málin. Stjórnmálin voru ekki eins og þau voru. „Ég hef alltaf haft einn stjórnmálamann í sérstöku uppáhaldi,“ sagði hann og tók sopa af bjórnum sínum. „Nú, og hver er það?“ spurði ég áhugasamur. „Það er hann Hitler,“ sagði maðurinn. Botnlaust undrunarefni Ég varð orðlaus, eins og gefur að skilja, um stundarsakir. „Jahá,“ sagði ég. „En Hitler gerði marga reiða.“ Ég kaus þannig að reyna að snúa þessum manni frá villu síns vegar með vissri lagni. Það mistókst. „Jú, jú,“ svaraði hann, gallharður. „Það er alveg rétt. Auðvitað fór Hitler yfir strikið. En hann var maður verka. Hann byggði hraðbrautirnar.“ Ég geri ekki ráð fyrir að viðhorf þessa manns endurspegli almennt stjórnmálaviðhorf í Eyjum, en punkturinn er nokkuð skýr: Það eru engin takmörk fyrir því hvað skoðanir annars fólks geta slegið mann út af laginu, hvað viðhorfin geta komið manni fullkomlega í opna skjöldu. Fólk sem maður telur til svívirðilegustu glæpamanna mannkynssögunnar njóta aðdáunar annarra.Niður á sama plan Hver er frábær? Hver er ekki frábær? Þetta einkenni á veröldinni, sem er afstæðið, má glöggt greina í hinum mögnuðu andstæðum sem birtast okkar í núverandi og fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Þegar kemur að siðferðisþreki er himinn og haf á milli Baracks Obama og Donalds Trump. Annar er til fyrirmyndar. Hinn vægast sagt ekki. Kannanir hafa gefið til kynna að þeir njóti svipaðs fylgis. Það finnst mér ótrúlegt. Yfirgripsmikill skortur á siðferðisvitund skiptir stóran hluta kjósenda engu máli. Þannig að. Jú, jú, það er hægt að sitja sem fastast á hvaða stól sem er eftir nánast hvaða skandal sem er. Hlutir gleymast. Við þetta sífellda niðurrif á siðferðisþreki innan stjórnmálanna verður áhugaverður vítahringur til. Stjórnmálamenn missa almennt traust. Álitið verður lítið sem ekkert. Alls konar misgjörðum er þar með trúað upp á stjórnmálamenn. Það veitir aftur skúrkum enn meira skjól til að haga sér illa. Sem aftur minnkar traust. Sem aftur skapar enn meira skjól. Það er mikilvægara en nokkru sinni, held ég, að kjósendur geri þá kröfu að fólk í stjórnmálum breyti þessu. Að það innleiði mælikvarða og siðferðismörk. Það er hlutverk þess. Við megum ekki við því, út af gríðarstórum ógnunum sem steðja að mannkyninu og ákvörðunum sem þarf að taka, að stjórnmálin séu leiksvæði tækifærissinna. Af þessum sökum er eftirleikur Klaustursupptakanna, og málsvörn forsprakkanna, jafnvel alvarlegri en upptökurnar sjálfar. Reynt er að draga aðra niður á sama plan í einhvers konar siðferðislegri hryðjuverkastarfsemi, svo eftir standi sviðin jörð þar sem allir eru vafasamir. Það er sami rassinn undir okkur öllum, segir Sigmundur. Auðvitað er það ekki þannig. Sumir eru betri en aðrir. Spyrjið bara stólinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Steingrímsson Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Berjumst gegn fátækt á Íslandi! Eyjólfur Ármannsson Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Eitt megineinkennið á samtíma okkar er hið yfirgripsmikla siðferðislega afstæði sem blasir við á sviði stjórnmálanna, einkum og sér í lagi, og ruglar marga í ríminu. Hvað má? Hvað má ekki? Eru einhver mörk? Auðvitað er umburðarlyndi fallegt. Það er mikill og sígildur sannleikur að maður eigi að fara varlega í því að dæma annað fólk. Öllum getur orðið á og það er vandlifað. En maður hlýtur líka að mega gera þá kröfu til leiðtoga heilu þjóðanna og annarra sem hafa valist í ábyrgðarstöður að þeir sýni einhvers konar gott fordæmi og geri sanngjarnar og skynsamlegar kröfur til sjálfs sín og annarra. Og reyni svo að gera sitt besta. Staðan er hins vegar sú, að ég held að það sé óhætt að fullyrða að persóna í stjórnmálum geti orðið uppvís að nánast hvaða misindisverknaði sem er — notum bara ímyndunaraflið — og hún gæti komist upp með það. Flest virðist finna sér fylgi. Flest finnur sér málsvara og réttlætingu. Það virðist líka yfirleitt hægt að þyrla upp nógu miklu ryki til að beina sjónum frá aðalatriðum málanna. Fjaðrafok veitir skjól.Minnisstætt samtal Tökum skálduð dæmi. Verði maður uppvís að því að flytja inn ólögleg vopn um langt árabil og að vera forsvarsmaður í umfangsmiklum mansalshring er allt eins víst að slíkur aðili afli sér fylgismanna á meðal þeirra sem telja þannig athafnasemi bera vott um styrk og sjálfsbjargarviðleitni. Verði maður gripinn við langvarandi peningaþvætti og skattaundanskot er allt eins víst að slíkur nái kjöri á þing sem lipur fjármálamaður. Verði maður staðinn að raðlygum á degi hverjum er vel mögulegt að halda því fram að mælskan sé samt engri lík og því erindið brýnt. Andsetnustu einstaklingar sem dreifa djöfulskap og sundrungu eru jafnvel taldir til uppbyggingarafla í þjóðfélögum. Skúrkar í augum einhverra eru sterkir leiðtogar á augum annarra. Eitthvert það minnisstæðasta samtal sem ég hef nokkurn tímann átt við mann um stjórnmál átti sér stað í Vestmannaeyjum fyrir allnokkrum árum. Píreygður, rámur og veðurbarinn Eyjamaður hóf að spjalla við mig eftir stjórnmálafund. Honum leist illa á málin. Stjórnmálin voru ekki eins og þau voru. „Ég hef alltaf haft einn stjórnmálamann í sérstöku uppáhaldi,“ sagði hann og tók sopa af bjórnum sínum. „Nú, og hver er það?“ spurði ég áhugasamur. „Það er hann Hitler,“ sagði maðurinn. Botnlaust undrunarefni Ég varð orðlaus, eins og gefur að skilja, um stundarsakir. „Jahá,“ sagði ég. „En Hitler gerði marga reiða.“ Ég kaus þannig að reyna að snúa þessum manni frá villu síns vegar með vissri lagni. Það mistókst. „Jú, jú,“ svaraði hann, gallharður. „Það er alveg rétt. Auðvitað fór Hitler yfir strikið. En hann var maður verka. Hann byggði hraðbrautirnar.“ Ég geri ekki ráð fyrir að viðhorf þessa manns endurspegli almennt stjórnmálaviðhorf í Eyjum, en punkturinn er nokkuð skýr: Það eru engin takmörk fyrir því hvað skoðanir annars fólks geta slegið mann út af laginu, hvað viðhorfin geta komið manni fullkomlega í opna skjöldu. Fólk sem maður telur til svívirðilegustu glæpamanna mannkynssögunnar njóta aðdáunar annarra.Niður á sama plan Hver er frábær? Hver er ekki frábær? Þetta einkenni á veröldinni, sem er afstæðið, má glöggt greina í hinum mögnuðu andstæðum sem birtast okkar í núverandi og fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Þegar kemur að siðferðisþreki er himinn og haf á milli Baracks Obama og Donalds Trump. Annar er til fyrirmyndar. Hinn vægast sagt ekki. Kannanir hafa gefið til kynna að þeir njóti svipaðs fylgis. Það finnst mér ótrúlegt. Yfirgripsmikill skortur á siðferðisvitund skiptir stóran hluta kjósenda engu máli. Þannig að. Jú, jú, það er hægt að sitja sem fastast á hvaða stól sem er eftir nánast hvaða skandal sem er. Hlutir gleymast. Við þetta sífellda niðurrif á siðferðisþreki innan stjórnmálanna verður áhugaverður vítahringur til. Stjórnmálamenn missa almennt traust. Álitið verður lítið sem ekkert. Alls konar misgjörðum er þar með trúað upp á stjórnmálamenn. Það veitir aftur skúrkum enn meira skjól til að haga sér illa. Sem aftur minnkar traust. Sem aftur skapar enn meira skjól. Það er mikilvægara en nokkru sinni, held ég, að kjósendur geri þá kröfu að fólk í stjórnmálum breyti þessu. Að það innleiði mælikvarða og siðferðismörk. Það er hlutverk þess. Við megum ekki við því, út af gríðarstórum ógnunum sem steðja að mannkyninu og ákvörðunum sem þarf að taka, að stjórnmálin séu leiksvæði tækifærissinna. Af þessum sökum er eftirleikur Klaustursupptakanna, og málsvörn forsprakkanna, jafnvel alvarlegri en upptökurnar sjálfar. Reynt er að draga aðra niður á sama plan í einhvers konar siðferðislegri hryðjuverkastarfsemi, svo eftir standi sviðin jörð þar sem allir eru vafasamir. Það er sami rassinn undir okkur öllum, segir Sigmundur. Auðvitað er það ekki þannig. Sumir eru betri en aðrir. Spyrjið bara stólinn.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar