Stefnir að því að komast yfir Atlantshaf í tunnu Atli Ísleifsson skrifar 27. desember 2018 10:16 Tunnan sjálf er um þriggja metra löng og 2,1 metra breið. Mynd/TESA Frakkinn Jean-Jacques Savin hefur haldið af stað frá Kanaríeyjum í appelsínugulu tunnulaga hylki og stefnir hann nú að því að komast yfir Atlantshaf, einungis með aðstoð hafstrauma. Hinn 71 árs Savin yfirgaf El Hierro á Kanaraeyjum og vonast hann til að ná til eyja Karíbahafsins á þremur mánuðum eða svo. Ferðin er um 4.500 kílómetra löng. Savin fjármagnaði verkefnið að stórum hluta með aðstoð almennings. Í frétt BBC segir að í hylkinu sé að finna svefnaðstöðu, eldhús og birgðageymslu. Hægt verður að fylgjast með ferðum tunnu Savin á Facebook-síðu hans, en í fyrstu færslunni eftir að lagt var úr höfn sagði hann tunnuna „haga sér vel“. Tunnan ferðast á um um tveggja til þriggja kílómetra hraða á klukkustund og gerir veðurspá ráð fyrir hagstæðum vindum fram á sunnudag. Tunnan sjálf er um þriggja metra löng og 2,1 metra breið. Flöturinn innan tunnunnar er um sex fermetrar. Á gólfinu er gluggi þar sem Savin, sem áður starfaði innan franska hersins, getur fylgst með ferðum sjávardýra. Tunnan á að geta þolað mikinn öldugang og árásir hvaldýra. Aðspurður um hvar hann telur að hann muni ná landi segir hann mögulega Barbados. Hann segist þó vona að það verði einhver frönsku eyjanna – ef til vill Martinique eða Guadaloupe. Slíkt myndi auðvelda alla pappírsvinnu þegar kæmi að því að koma tunnunni aftur heim til Frakklands. Barbados Frakkland Mið-Ameríka Spánn Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Erlent Fleiri fréttir Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Sjá meira
Frakkinn Jean-Jacques Savin hefur haldið af stað frá Kanaríeyjum í appelsínugulu tunnulaga hylki og stefnir hann nú að því að komast yfir Atlantshaf, einungis með aðstoð hafstrauma. Hinn 71 árs Savin yfirgaf El Hierro á Kanaraeyjum og vonast hann til að ná til eyja Karíbahafsins á þremur mánuðum eða svo. Ferðin er um 4.500 kílómetra löng. Savin fjármagnaði verkefnið að stórum hluta með aðstoð almennings. Í frétt BBC segir að í hylkinu sé að finna svefnaðstöðu, eldhús og birgðageymslu. Hægt verður að fylgjast með ferðum tunnu Savin á Facebook-síðu hans, en í fyrstu færslunni eftir að lagt var úr höfn sagði hann tunnuna „haga sér vel“. Tunnan ferðast á um um tveggja til þriggja kílómetra hraða á klukkustund og gerir veðurspá ráð fyrir hagstæðum vindum fram á sunnudag. Tunnan sjálf er um þriggja metra löng og 2,1 metra breið. Flöturinn innan tunnunnar er um sex fermetrar. Á gólfinu er gluggi þar sem Savin, sem áður starfaði innan franska hersins, getur fylgst með ferðum sjávardýra. Tunnan á að geta þolað mikinn öldugang og árásir hvaldýra. Aðspurður um hvar hann telur að hann muni ná landi segir hann mögulega Barbados. Hann segist þó vona að það verði einhver frönsku eyjanna – ef til vill Martinique eða Guadaloupe. Slíkt myndi auðvelda alla pappírsvinnu þegar kæmi að því að koma tunnunni aftur heim til Frakklands.
Barbados Frakkland Mið-Ameríka Spánn Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Erlent Fleiri fréttir Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Sjá meira