Feitir munkar áhyggjuefni Stefán Ó. Jónsson skrifar 26. desember 2018 19:00 Hjúkrunarfræðingar hlúa að tveimur sjúklingum á ríkisrekinni heilsugæslustöð sem er sérstaklega ætluð búddamunkum. Getty/Romeo Gacad Tælenskir búddamunkar eru sagðir hafa hlaupið svo í spik á undanförnum árum að réttast sé að tala um offitufaraldur í þeirra röðum. Næstum helmingur þeirra, eða um 45 prósent, mælist of þungur, einn af hverjum 15 munkum er með sykursýki auk þess sem stór hluti þeirra þjáist af einhvers konar hjarta- eða æðasjúkdómum. Ekki bætir úr skák að um 43 prósent tælenskra búddamunka reykja reglulega og 56 prósent hreyfa sig sjaldnar en þrisvar í viku, að sögn talsmanns tælenska heilbrigðisráðuneytisins.Offituvandinn er talinn svo aðkallandi að allt síðastliðið ár hafa tælensk stjórnvöld, þarlendir fræðimenn og æðstaráð tælenskra búddamunka unnið náið saman til að stemma stigu við spikinu. Til að mynda hefur samstarfshópurinn gefið út aðgerðaáætlun gegn offitu sem útdeilt var til allra búddahofa í landinu fyrr á þessu ári. Hópnum er þó vandi á höndum. Offitufaraldurinn er nefnilega ekki síst rakinn til þátta sem munkarnir fá sjálfir litlu um ráðið. Þar spilar stærsta rullu mataræðið.Sætindi og þráseta Á hverjum morgni fá munkarnir matarölmusu frá tælenskum búddistum, sem trúa að með matargjöfinni kaupi þeir sér gott karma í þessu lífi og því næsta. Sá galli er þó á gjöf Njarðar að maturinn sem munkarnir sporðrenna á morgnanna er oftar en ekki gríðarlega óhollur. Kökur, núðlur, búðingar, djúpsteiktar brauðbollur, snakk og sykraðir eftirréttir eru meðal algengustu matargjafa og munkarnir hafa fárra kosta völ en að leggja sér óhollustuna til munns. Því meira lostæti, því meira karma er viðkvæðið. Þá er enginn hægðarleikur fyrir munkana að stunda líkamsrækt. Trúar sinnar vegna mega þeir ekki virðast of uppteknir af sjálfum sér og ekki bætir úr skák að þeir mega ekki klæðast skóm - sem óneitanlega gerir alla hreyfingu þeim mun erfiðari. Líkamsrækt sé því „flókin“ en þó ekki „óhugsandi“ að sögn háttsetts munks. Munkarnir megi hreyfa sig heilsu sinnar vegna en ekki hlaða á sig vöðvum. Þeir megi ekki lyfta lóðum eða skokka. Munkarnir megi hins vegar labba rösklega. Þá megi þeir einnig stunda jóga sér til heilsubótar, en ekki á almannafæri. Nánar má fræðast um málið á vef The Guardian. Asía Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Sjá meira
Tælenskir búddamunkar eru sagðir hafa hlaupið svo í spik á undanförnum árum að réttast sé að tala um offitufaraldur í þeirra röðum. Næstum helmingur þeirra, eða um 45 prósent, mælist of þungur, einn af hverjum 15 munkum er með sykursýki auk þess sem stór hluti þeirra þjáist af einhvers konar hjarta- eða æðasjúkdómum. Ekki bætir úr skák að um 43 prósent tælenskra búddamunka reykja reglulega og 56 prósent hreyfa sig sjaldnar en þrisvar í viku, að sögn talsmanns tælenska heilbrigðisráðuneytisins.Offituvandinn er talinn svo aðkallandi að allt síðastliðið ár hafa tælensk stjórnvöld, þarlendir fræðimenn og æðstaráð tælenskra búddamunka unnið náið saman til að stemma stigu við spikinu. Til að mynda hefur samstarfshópurinn gefið út aðgerðaáætlun gegn offitu sem útdeilt var til allra búddahofa í landinu fyrr á þessu ári. Hópnum er þó vandi á höndum. Offitufaraldurinn er nefnilega ekki síst rakinn til þátta sem munkarnir fá sjálfir litlu um ráðið. Þar spilar stærsta rullu mataræðið.Sætindi og þráseta Á hverjum morgni fá munkarnir matarölmusu frá tælenskum búddistum, sem trúa að með matargjöfinni kaupi þeir sér gott karma í þessu lífi og því næsta. Sá galli er þó á gjöf Njarðar að maturinn sem munkarnir sporðrenna á morgnanna er oftar en ekki gríðarlega óhollur. Kökur, núðlur, búðingar, djúpsteiktar brauðbollur, snakk og sykraðir eftirréttir eru meðal algengustu matargjafa og munkarnir hafa fárra kosta völ en að leggja sér óhollustuna til munns. Því meira lostæti, því meira karma er viðkvæðið. Þá er enginn hægðarleikur fyrir munkana að stunda líkamsrækt. Trúar sinnar vegna mega þeir ekki virðast of uppteknir af sjálfum sér og ekki bætir úr skák að þeir mega ekki klæðast skóm - sem óneitanlega gerir alla hreyfingu þeim mun erfiðari. Líkamsrækt sé því „flókin“ en þó ekki „óhugsandi“ að sögn háttsetts munks. Munkarnir megi hreyfa sig heilsu sinnar vegna en ekki hlaða á sig vöðvum. Þeir megi ekki lyfta lóðum eða skokka. Munkarnir megi hins vegar labba rösklega. Þá megi þeir einnig stunda jóga sér til heilsubótar, en ekki á almannafæri. Nánar má fræðast um málið á vef The Guardian.
Asía Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Sjá meira