Mönnum úr gistiskýlinu boðið í jólaferð um Suðurlandið Sunna Sæmundsdóttir skrifar 26. desember 2018 12:45 Gistiskýlið við Lindargötu var fullnýtt um hátíðarnar. Gistiskýlið við Lindargötu var fullnýtt yfir hátíðarnar en ekki þurfti að vísa neinum frá. Til hátíðarbrigða var þeim sem þangað sækja boðið í dagsferð um Suðurlandið. Gistiskýlið við Lindargötu, sem rekið er fyrir heimilislausa karlmenn í Reykjavik, var fullnýtt um hátíðarnar, líkt og verið hefur undanfarið, en þar eru tuttugu og sex rúm í boði. Ekki þurfti að vísa neinum frá og segir Þór Gíslason, forstöðumaður Gistiskýlisins, að það hafi raunar heyrt til undantekninga í vetur. Sumir nýta þó einungis hálfa nóttina og því eru fleiri en einn sem sitja um hvert rúm. „Svo erum við búnir að koma okkur upp þeim möguleika að setja niður dýnur ef á þarf að halda," segir Þór. Að venju var mönnunum boðinn jólamatur. „Hjálpræðisherinn, eins og venjulega, bauð í hátíðarkvöldverð á aðfangadag og síðan buðu nunnurnar á Ingólfsstræti í hátíðarmat á jóladag," segir Þór og vísar þar til systrana af reglu Móður Teresu, sem hafa starfað í Reykjavík um árabil.Gistiskýlið við Lindargötu er fyrir heimilislausa karlmenn.Þá var þeim sem vildu boðið í dagsferð með rútu um Suðurlandið til tilbreytingar. „Það var mjög vel tekið á móti þeim alls staðar. Þeim var boðið í hádegisverð að Skógum og síðan í kvöldverð í Þorlákshöfn. Þetta var virkilega góður dagur og mikil tilbreyting fyrir þá." „Þetta var bara á vegum einstaklinga sem bæði þekkja til í hópnum og hafa náð sér á strik sjálfir og voru að hugsa til þeirra sem þarna dvelja," segir Þór. Vanalega er gistiskýlið einungis opið á kvöldin og um nætur en yfir hátíðarnar stendur það opið allan daginn og boðið er upp á konfekt og smákökur. Ekki er þó skipulagður sérstakur hátíðarkvöldverður um áramótin. „Það er nú bara ekki neitt meira sem við höfum upp á að bjóða, því miður, en við reynum aðeins að brjóta þetta upp með að vera ekki að vísa út yfir daginn um háhátíðarnar," segir Þór Gíslason, forstöðumaður Gistiskýlisins við Lindargötu. Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Sjá meira
Gistiskýlið við Lindargötu var fullnýtt yfir hátíðarnar en ekki þurfti að vísa neinum frá. Til hátíðarbrigða var þeim sem þangað sækja boðið í dagsferð um Suðurlandið. Gistiskýlið við Lindargötu, sem rekið er fyrir heimilislausa karlmenn í Reykjavik, var fullnýtt um hátíðarnar, líkt og verið hefur undanfarið, en þar eru tuttugu og sex rúm í boði. Ekki þurfti að vísa neinum frá og segir Þór Gíslason, forstöðumaður Gistiskýlisins, að það hafi raunar heyrt til undantekninga í vetur. Sumir nýta þó einungis hálfa nóttina og því eru fleiri en einn sem sitja um hvert rúm. „Svo erum við búnir að koma okkur upp þeim möguleika að setja niður dýnur ef á þarf að halda," segir Þór. Að venju var mönnunum boðinn jólamatur. „Hjálpræðisherinn, eins og venjulega, bauð í hátíðarkvöldverð á aðfangadag og síðan buðu nunnurnar á Ingólfsstræti í hátíðarmat á jóladag," segir Þór og vísar þar til systrana af reglu Móður Teresu, sem hafa starfað í Reykjavík um árabil.Gistiskýlið við Lindargötu er fyrir heimilislausa karlmenn.Þá var þeim sem vildu boðið í dagsferð með rútu um Suðurlandið til tilbreytingar. „Það var mjög vel tekið á móti þeim alls staðar. Þeim var boðið í hádegisverð að Skógum og síðan í kvöldverð í Þorlákshöfn. Þetta var virkilega góður dagur og mikil tilbreyting fyrir þá." „Þetta var bara á vegum einstaklinga sem bæði þekkja til í hópnum og hafa náð sér á strik sjálfir og voru að hugsa til þeirra sem þarna dvelja," segir Þór. Vanalega er gistiskýlið einungis opið á kvöldin og um nætur en yfir hátíðarnar stendur það opið allan daginn og boðið er upp á konfekt og smákökur. Ekki er þó skipulagður sérstakur hátíðarkvöldverður um áramótin. „Það er nú bara ekki neitt meira sem við höfum upp á að bjóða, því miður, en við reynum aðeins að brjóta þetta upp með að vera ekki að vísa út yfir daginn um háhátíðarnar," segir Þór Gíslason, forstöðumaður Gistiskýlisins við Lindargötu.
Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Sjá meira