Segir sveitarfélagið ætla að taka ævistarf afa síns eignarnámi Sveinn Arnarsson skrifar 22. desember 2018 09:00 Hópmynd af fjölskyldunni á Kleifum. Áslaug Thorlacius myndlistarmaður og fjölskylda hennar töpuðu máli gegn Blönduósbæ sem vill rifta lóðaleigusamningum við fjölskylduna og taka jörð þeirra eignarnámi. Fjölskyldan íhugar að óska eftir því við Hæstarétt að málið fái efnislega afgreiðslu fyrir Hæstarétti og telur bæinn ekki vera í rétti til að taka af þeim jörðina. Fjölskyldan og sveitarfélagið deila um jörðina Kleifar sem liggur að Blöndu sunnan við sjúkrahúsið á Blönduósi. Erfðafestuleigusamningur var gerður árið 1932 og byggingarbréf var samþykkt árið 1951. Byggingarbréfið er um 12 hektara jarðarinnar en jörðin í heild sinni er um 18 hektarar. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, dómari við Landsrétt, skilaði sératkvæði og taldi fjölskylduna vera í rétti í málinu. Vilhjálmur gagnrýnir í sératkvæði sínu að aðeins skuli vera talað um 12 hektara en jörðin sé sannarlega 18,1 hektari. Telur hann sveitarfélagið „ekki [hafa] sýnt fram á að hann eigi nein þau réttindi yfir þeim hluta lands jarðarinnar, sem erfðaleigusamningarnir ná yfir“.Yfirlitsmynd af Blönduósi, sjúkrahúsinu þar og húsunum á Kleifum.„Forsagan er sú að það er ágreiningur um eignarhald og ábúendur vildu ekki taka tilboði bæjarins um afmarkaða lóð fyrir eignir en bærinn á óumdeilt jörðina. Þetta er leigujörð,“ segir Valdimar O. Hermannsson, sveitarstjóri á Blönduósi. „Þá var þetta eina leiðin að taka jörðina eignarnámi með eðlilegum bótum fyrir eignir. En þar á undan var búið að bjóða upp á að ábúendur fengju að halda húsum og fengju afmarkaða lóð út á það. og bærinn myndi síðan ráðstafa restinni af jörðinni undir framtíðar byggingarland.“ Hafi rökin verið sú að ekki hafi verið búið á jörðinni og enginn búskapur rekinn, telur Vilhjálmur það ekki vera nægilega sterk rök. „Þegar [sveitarfélagið] rifti byggingarbréfinu 22. desember 2009 voru liðin 15 ár frá því búskap lauk að Kleifum vegna riðuveiki sem upp kom á jörðinni. Fyrr en árið 2009 hafði stefndi aldrei gert neinar athugasemdir um vöntun á búskap eða stopula búsetu á jörðinni,“ segir í séráliti Vilhjálms. Áslaug Thorlacius og maður hennar, Finnur Arnar Arnarson, fengu menningarverðlaun DV í fyrra vegna menningarlífs á Kleifum og var stefnan sú að halda áfram á þeirri braut. „Okkur þykir þetta afar leiðinlegt því hér er um ævistarf afa míns að ræða sem verður tekið af okkur. Við munum nú senda bréf til Hæstaréttar um að fá málið tekið fyrir þar. Vonandi næst það,“ segir Áslaug. Birtist í Fréttablaðinu Blönduós Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Innlent Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Fleiri fréttir Eldur kviknaði út frá inntaki í álverinu „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ Markaðsmála- og upplifunardeild Isavia lögð niður „Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Borgarstjóri á borgarstjóralaunum Rafmagnið sló út víða um land Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Handtóku einn til viðbótar Bæjarstjórnin vilji hefja uppbyggingu en ríkisstjórnin doka við Skiptar skoðanir um endurreisn í Grindavík, Úkraína heimsótt og nýr borgarstjóri Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Fólk á góðum launum ráði ekki við erfið verkefni Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Vilja leita að olíu ef stjórnvöldum er ekki alvara með orkuskiptum Taka þurfi fastar á börnum sem beita ofbeldi Þingmanni blöskrar svör Rósu Breyta stuðningi við Grindvíkinga Má bera eiganda Gríska hússins út Heilbrigðisráðherra kom sjúklingi til bjargar í flugi Grindvíkingum sem standa illa tryggður frekari stuðningur Gæti hætt en ekki viss: „Ég vinn bara mjög langa vinnudaga“ Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Brynjólfur Bjarnason er látinn Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur Sjá meira
Áslaug Thorlacius myndlistarmaður og fjölskylda hennar töpuðu máli gegn Blönduósbæ sem vill rifta lóðaleigusamningum við fjölskylduna og taka jörð þeirra eignarnámi. Fjölskyldan íhugar að óska eftir því við Hæstarétt að málið fái efnislega afgreiðslu fyrir Hæstarétti og telur bæinn ekki vera í rétti til að taka af þeim jörðina. Fjölskyldan og sveitarfélagið deila um jörðina Kleifar sem liggur að Blöndu sunnan við sjúkrahúsið á Blönduósi. Erfðafestuleigusamningur var gerður árið 1932 og byggingarbréf var samþykkt árið 1951. Byggingarbréfið er um 12 hektara jarðarinnar en jörðin í heild sinni er um 18 hektarar. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, dómari við Landsrétt, skilaði sératkvæði og taldi fjölskylduna vera í rétti í málinu. Vilhjálmur gagnrýnir í sératkvæði sínu að aðeins skuli vera talað um 12 hektara en jörðin sé sannarlega 18,1 hektari. Telur hann sveitarfélagið „ekki [hafa] sýnt fram á að hann eigi nein þau réttindi yfir þeim hluta lands jarðarinnar, sem erfðaleigusamningarnir ná yfir“.Yfirlitsmynd af Blönduósi, sjúkrahúsinu þar og húsunum á Kleifum.„Forsagan er sú að það er ágreiningur um eignarhald og ábúendur vildu ekki taka tilboði bæjarins um afmarkaða lóð fyrir eignir en bærinn á óumdeilt jörðina. Þetta er leigujörð,“ segir Valdimar O. Hermannsson, sveitarstjóri á Blönduósi. „Þá var þetta eina leiðin að taka jörðina eignarnámi með eðlilegum bótum fyrir eignir. En þar á undan var búið að bjóða upp á að ábúendur fengju að halda húsum og fengju afmarkaða lóð út á það. og bærinn myndi síðan ráðstafa restinni af jörðinni undir framtíðar byggingarland.“ Hafi rökin verið sú að ekki hafi verið búið á jörðinni og enginn búskapur rekinn, telur Vilhjálmur það ekki vera nægilega sterk rök. „Þegar [sveitarfélagið] rifti byggingarbréfinu 22. desember 2009 voru liðin 15 ár frá því búskap lauk að Kleifum vegna riðuveiki sem upp kom á jörðinni. Fyrr en árið 2009 hafði stefndi aldrei gert neinar athugasemdir um vöntun á búskap eða stopula búsetu á jörðinni,“ segir í séráliti Vilhjálms. Áslaug Thorlacius og maður hennar, Finnur Arnar Arnarson, fengu menningarverðlaun DV í fyrra vegna menningarlífs á Kleifum og var stefnan sú að halda áfram á þeirri braut. „Okkur þykir þetta afar leiðinlegt því hér er um ævistarf afa míns að ræða sem verður tekið af okkur. Við munum nú senda bréf til Hæstaréttar um að fá málið tekið fyrir þar. Vonandi næst það,“ segir Áslaug.
Birtist í Fréttablaðinu Blönduós Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Innlent Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Fleiri fréttir Eldur kviknaði út frá inntaki í álverinu „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ Markaðsmála- og upplifunardeild Isavia lögð niður „Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Borgarstjóri á borgarstjóralaunum Rafmagnið sló út víða um land Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Handtóku einn til viðbótar Bæjarstjórnin vilji hefja uppbyggingu en ríkisstjórnin doka við Skiptar skoðanir um endurreisn í Grindavík, Úkraína heimsótt og nýr borgarstjóri Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Fólk á góðum launum ráði ekki við erfið verkefni Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Vilja leita að olíu ef stjórnvöldum er ekki alvara með orkuskiptum Taka þurfi fastar á börnum sem beita ofbeldi Þingmanni blöskrar svör Rósu Breyta stuðningi við Grindvíkinga Má bera eiganda Gríska hússins út Heilbrigðisráðherra kom sjúklingi til bjargar í flugi Grindvíkingum sem standa illa tryggður frekari stuðningur Gæti hætt en ekki viss: „Ég vinn bara mjög langa vinnudaga“ Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Brynjólfur Bjarnason er látinn Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur Sjá meira