Heiðveig vann áfangasigur gegn Sjómannafélaginu í Félagsdómi Heimir Már Pétursson skrifar 21. desember 2018 19:30 Heiðveig María Einarsdóttir sjómaður hugðist bjóða sig fram til formennsku í Sjómannafélagi Íslands en mætti ýmsum hindrunum á þeirri leið. Vísir/vilhelm Félagsdómur féllst á þrjár af sex frávísunarkröfum Sjómannafélags Íslands í stefnu Heiðveigar Maríu Einarsdóttur gegn félaginu. Hún er sátt við niðurstöðuna þar sem allar helstu kröfur hennar á hendur félaginu standi, meðal annars varðandi brottrekstur hennar úr félaginu. Heiðveig María Einarsdóttir sjómaður hugðist bjóða sig fram til formennsku í Sjómannafélagi Íslands en mætti ýmsum hindrunum á þeirri leið, meðal annars að hún þyrfti að vera þrjú ár í félaginu til að bjóða sig fram og var að lokum rekin úr félaginu. Hún stefndi félaginu fyrir Félagsdóm með kröfur í sjö liðum en Sjómannafélagið krafðist frávísunar á sex þeirra. Félagsdómur hafnaði í dag þremur af sex frávísunarkröfum félagsins þannig að fjórar standa eftir. „Það eru aðalatriðin sem við viljum hafa inni. Það er að segja brottreksturinn og þessi þriggja ára regla. Hitt eru skaðabætur og miskabætur og eitthvað sem skiptir engu máli í þessu máli,“ sagði Heiðveig María eftir að niðurstaða Félagsdóms lág fyrir. Nú þegar þessi úrskurður hefur verið kveðinn upp er hægt að kæra hann til Hæstaréttar. Kolbrún Garðarsdóttir lögmaður Heiðveigar Maríu tekur undir með henni um að vel megi una við niðurstöðu Félagsdóms. „En efnislega sýnist mér við vera að fara að fjalla um brottreksturinn og kjörgengið sem er gott. Það þarf að leysa úr því. Svo hélt hann inni kröfunni eða hafnaði frávísun á kröfu um greiðslu sektar í ríkissjóð sem við gerðum. Sem er gott því ef niðurstaðan verður Heiðveigu í hag er ljóst að lög um stéttarfélög og vinnudeilur hafa verið brotin. Þá eiga aðilar að greiða sekt samkvæmt lögum,“ segir Kolbrún. Aðalmeðferð í málinu fer fram hinn 29. janúar að því gefnu að Hæstiréttur úrskurði áður ef Sjómannafélagið hugsanlega kærir niðurstöðu Félagsdóms. Heiðveigu og Kolbrúnu finnst hins vegar undarlegt að Sjómannafélagið ætli að halda aðalfund sinn hinn 27. desember, áður en aðalmeðferð málsins fer fram í Félagsdómi, þótt skorað hafi verið á félagið að bíða með fundinn. „Þannig að menn vissu þá hverjir væru kjörgengir og hvort viðkomandi væri í félaginu og svo framvegis. En þeir hafa alfarið hafnað því og ætla að halda öllu til streitu eins og ekkert sé,“ segir Kolbrún.Ertu hætt að berjast fyrir hagsmunum sjómanna? „Nei að sjálfsögðu ekki. Þetta eru einhverjir þyrnar sem búið er að strá einhvers staðar í götu okkar. Við höldum áfram ótrauð og erum að vinna á fullu,“ segir Heiðveig María Einarsdóttir. Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira
Félagsdómur féllst á þrjár af sex frávísunarkröfum Sjómannafélags Íslands í stefnu Heiðveigar Maríu Einarsdóttur gegn félaginu. Hún er sátt við niðurstöðuna þar sem allar helstu kröfur hennar á hendur félaginu standi, meðal annars varðandi brottrekstur hennar úr félaginu. Heiðveig María Einarsdóttir sjómaður hugðist bjóða sig fram til formennsku í Sjómannafélagi Íslands en mætti ýmsum hindrunum á þeirri leið, meðal annars að hún þyrfti að vera þrjú ár í félaginu til að bjóða sig fram og var að lokum rekin úr félaginu. Hún stefndi félaginu fyrir Félagsdóm með kröfur í sjö liðum en Sjómannafélagið krafðist frávísunar á sex þeirra. Félagsdómur hafnaði í dag þremur af sex frávísunarkröfum félagsins þannig að fjórar standa eftir. „Það eru aðalatriðin sem við viljum hafa inni. Það er að segja brottreksturinn og þessi þriggja ára regla. Hitt eru skaðabætur og miskabætur og eitthvað sem skiptir engu máli í þessu máli,“ sagði Heiðveig María eftir að niðurstaða Félagsdóms lág fyrir. Nú þegar þessi úrskurður hefur verið kveðinn upp er hægt að kæra hann til Hæstaréttar. Kolbrún Garðarsdóttir lögmaður Heiðveigar Maríu tekur undir með henni um að vel megi una við niðurstöðu Félagsdóms. „En efnislega sýnist mér við vera að fara að fjalla um brottreksturinn og kjörgengið sem er gott. Það þarf að leysa úr því. Svo hélt hann inni kröfunni eða hafnaði frávísun á kröfu um greiðslu sektar í ríkissjóð sem við gerðum. Sem er gott því ef niðurstaðan verður Heiðveigu í hag er ljóst að lög um stéttarfélög og vinnudeilur hafa verið brotin. Þá eiga aðilar að greiða sekt samkvæmt lögum,“ segir Kolbrún. Aðalmeðferð í málinu fer fram hinn 29. janúar að því gefnu að Hæstiréttur úrskurði áður ef Sjómannafélagið hugsanlega kærir niðurstöðu Félagsdóms. Heiðveigu og Kolbrúnu finnst hins vegar undarlegt að Sjómannafélagið ætli að halda aðalfund sinn hinn 27. desember, áður en aðalmeðferð málsins fer fram í Félagsdómi, þótt skorað hafi verið á félagið að bíða með fundinn. „Þannig að menn vissu þá hverjir væru kjörgengir og hvort viðkomandi væri í félaginu og svo framvegis. En þeir hafa alfarið hafnað því og ætla að halda öllu til streitu eins og ekkert sé,“ segir Kolbrún.Ertu hætt að berjast fyrir hagsmunum sjómanna? „Nei að sjálfsögðu ekki. Þetta eru einhverjir þyrnar sem búið er að strá einhvers staðar í götu okkar. Við höldum áfram ótrauð og erum að vinna á fullu,“ segir Heiðveig María Einarsdóttir.
Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira