Um ellefu hundruð búa ólöglega í Hafnarfirði Garðar Örn Úlfarsson skrifar 21. desember 2018 07:00 Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri höfuðborgarsvæðisins. Fréttablaðið/Anton Brink Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri höfuðborgarsvæðisins, segir að fjöldinn sem búi í ólöglegu húsnæði í Hafnarfirði geti verið um ellefu hundruð manns. Alls segir slökkviliðsstjórinn að á bilinu þrjú þúsund til fimm þúsund manns búi í atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu öllu. Slökkviliðsstjórinn vitnar í bréfi sínu til úttektar sem stjórn slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins ákvað í ársbyrjun 2017 að ráðast í. Kortleggja átti óleyfisíbúðir í samvinnu við sveitarfélögin. Síðast hafi slíkt verið gert ítarlega árið 2008. „Í þessu samhengi er vert að árétta að kortlagning eins og þessi getur aldrei verið jafn áreiðanleg og eldvarnarskoðun á öllum þeim stöðum sem tilgreindir eru.“ Að sögn slökkviliðsstjórans var að þessu sinni farið yfir skráningu lögheimila og skráð heimilisföng á Já.is. „Meginvinnan fólst síðan í að ganga götur á atvinnusvæðum og kanna vísbendingar um búsetu, til dæmis ljós í gluggum að kvöldlagi og óreiðu á sorpi,“ lýsir Jón Viðar. Af sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins er aukningin langmest í Hafnarfirði frá 2008. Talið er að nú sé búið ólöglega á nærri þrefalt fleiri stöðum þar en fyrir tíu árum. Hraunahverfi og Helluhverfi eru í aðalhlutverki. Margir búa á Hvaleyrarbraut þar sem stórbruni varð í iðnaðarhúsnæði í nóvember. Bæjarráð Hafnarfjarðar ræddi málið á fundi sínum í gær. Þar var samþykkt að fela Rósu Guðbjartsdóttur bæjarstjóra að taka málið upp innan Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. Rósa hefur að sögn slökkviliðsstjórans haft fyrrgreindar upplýsingar frá því í september. Lítið virðist eiga að gera áþreifanlegt að sinni í Hafnarfirði. „Bæjarráð leggur áherslu á að sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu vinni sameiginlega að samantekt á ólöglegri búsetu innan sveitarfélaganna. Mikilvægt er að greina þau gögn að lokinni samantekt og vinna heildstæðar tillögur að úrbótum. Mikilvægt er að brunavarnir og útgönguleiðir séu fullnægjandi til að tryggja öryggi íbúanna fyrir fram. Það er forgangsverkefni,“ segir bæjarráðið. Fulltrúar minnihlutans á fundi skipulagsráðs Hafnarfjarðar á þriðjudag vildu að bærinn hraðaði vinnu við samantekt á ólöglegri búsetu. „Með vísan til stórra bruna atvinnuhúsnæðis í bænum fyrir skömmu og umfjöllunar Kveiks um aðbúnað erlends verkafólks er ljóst að það er ekki forsvaranlegt að fólk búi við slíkar aðstæður,“ bókuðu fulltrúar Bæjarlistans, Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Miðflokks: „Mannslíf kunna að vera í húfi. Við leggjum því ríka áherslu á að nauðsynlegar úrbætur verði gerðar hið fyrsta í samvinnu við aðra aðila er að málinu koma. Annað er ábyrgðarleysi sem Hafnarfjarðarbær á ekki að láta viðgangast.“ Birtist í Fréttablaðinu Hafnarfjörður Húsnæðismál Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Fleiri fréttir Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Sjá meira
Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri höfuðborgarsvæðisins, segir að fjöldinn sem búi í ólöglegu húsnæði í Hafnarfirði geti verið um ellefu hundruð manns. Alls segir slökkviliðsstjórinn að á bilinu þrjú þúsund til fimm þúsund manns búi í atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu öllu. Slökkviliðsstjórinn vitnar í bréfi sínu til úttektar sem stjórn slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins ákvað í ársbyrjun 2017 að ráðast í. Kortleggja átti óleyfisíbúðir í samvinnu við sveitarfélögin. Síðast hafi slíkt verið gert ítarlega árið 2008. „Í þessu samhengi er vert að árétta að kortlagning eins og þessi getur aldrei verið jafn áreiðanleg og eldvarnarskoðun á öllum þeim stöðum sem tilgreindir eru.“ Að sögn slökkviliðsstjórans var að þessu sinni farið yfir skráningu lögheimila og skráð heimilisföng á Já.is. „Meginvinnan fólst síðan í að ganga götur á atvinnusvæðum og kanna vísbendingar um búsetu, til dæmis ljós í gluggum að kvöldlagi og óreiðu á sorpi,“ lýsir Jón Viðar. Af sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins er aukningin langmest í Hafnarfirði frá 2008. Talið er að nú sé búið ólöglega á nærri þrefalt fleiri stöðum þar en fyrir tíu árum. Hraunahverfi og Helluhverfi eru í aðalhlutverki. Margir búa á Hvaleyrarbraut þar sem stórbruni varð í iðnaðarhúsnæði í nóvember. Bæjarráð Hafnarfjarðar ræddi málið á fundi sínum í gær. Þar var samþykkt að fela Rósu Guðbjartsdóttur bæjarstjóra að taka málið upp innan Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. Rósa hefur að sögn slökkviliðsstjórans haft fyrrgreindar upplýsingar frá því í september. Lítið virðist eiga að gera áþreifanlegt að sinni í Hafnarfirði. „Bæjarráð leggur áherslu á að sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu vinni sameiginlega að samantekt á ólöglegri búsetu innan sveitarfélaganna. Mikilvægt er að greina þau gögn að lokinni samantekt og vinna heildstæðar tillögur að úrbótum. Mikilvægt er að brunavarnir og útgönguleiðir séu fullnægjandi til að tryggja öryggi íbúanna fyrir fram. Það er forgangsverkefni,“ segir bæjarráðið. Fulltrúar minnihlutans á fundi skipulagsráðs Hafnarfjarðar á þriðjudag vildu að bærinn hraðaði vinnu við samantekt á ólöglegri búsetu. „Með vísan til stórra bruna atvinnuhúsnæðis í bænum fyrir skömmu og umfjöllunar Kveiks um aðbúnað erlends verkafólks er ljóst að það er ekki forsvaranlegt að fólk búi við slíkar aðstæður,“ bókuðu fulltrúar Bæjarlistans, Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Miðflokks: „Mannslíf kunna að vera í húfi. Við leggjum því ríka áherslu á að nauðsynlegar úrbætur verði gerðar hið fyrsta í samvinnu við aðra aðila er að málinu koma. Annað er ábyrgðarleysi sem Hafnarfjarðarbær á ekki að láta viðgangast.“
Birtist í Fréttablaðinu Hafnarfjörður Húsnæðismál Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Fleiri fréttir Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Sjá meira
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent