Sýrlenskir Kúrdar líta til Frakklands Samúel Karl Ólason skrifar 20. desember 2018 19:28 Emmanuel Macron, forseti Frakklands, mun funda með sendinefnd sýrlenskra Kúrda á morgun. AP/Michel Euler Sýrlenskir Kúrdar líta nú til Frakklands eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ákvað að kalla alla hermenn sína frá Sýrlandi. Yfirvöld Frakklands ætla ekki að kalla hermenn sína í Sýrlandi heim að svo stöddu, þar sem ekki er búið að vinna sigur gegn Íslamska ríkinu, eins og Trump hefur haldið fram. Viðræður standa nú yfir milli Bandaríkjanna og Frakklands um framhaldið. Frakkland er meðlimur í bandalagi Bandaríkjanna gegn ISIS og er með sérsveitarmenn í norðurhluta Sýrlands þar sem þeir berjast með sýrlenskum Kúrdum og öðrum meðlimum samtakanna Syrian Democratic Forces gegn ISIS-liðum. Sendinefnd SDF mun fara á fund Emmanuel Macron, forseta Frakklands á morgun og ræða stöðuna í Sýrlandi.Heimildarmaður Reuters innan forsetaembættis Frakklands sagði ljóst að Bandaríkin væru hryggjaliðurinn í bandalaginu gegn ISIS og ákvörðun Trump væri ekki af hinu góða. Þá mun Macron hafa reynt að fá Trump til að skipta um skoðun þegar þær töluðu saman í síma í gær. Fjölmargir aðrir hafa sömuleiðis reynt að snúa forsetanum bandaríska en án árangurs og hefur ákvörðunin verið harðlega gagnrýnd af embættismönnum og þingmönnum í Bandaríkjunum og víðar.Sjá einnig: „Ef Obama hefði gert þetta, værum við allir brjálaðir“Frakkar hafa mikilla hagsmuna að gæta en ISIS-liðar hafa gert fjölmargar mannskæðar árásir þar í landi. Hundruð franskra ríkisborgara gengu til liðs við hryðjuverkasamtökin og telja yfirvöld að enn stafi mikil ógn af þeim. Í yfirlýsingu frá utanríkisráðuneyti Frakklands segir að mikilvægt sé að verja íbúa norðurhluta Sýrlands og að tryggja stöðugleika svæðisins til að tryggja að hryðjuverkasamtökin nái ekki fótfestu þar á nýjan leik og Bandaríkin verði að taka það með í reikninginn. Þar segir einnig að Frakkar muni tryggja öryggi allra bandamanna bandalagsins á svæðinu og þar á meðal séu sýrlenskir Kúrdar og SDF. Tyrkir hafa hótað því að gera árásir á yfirráðasvæði SDF og segja sýrlenskir Kúrdar að ákvörðun Trump séu svik við þá. Nú í dag höfðu fjölmiðlar í Tyrklandi eftir Hulusi Akar, varnarmálaráðherra Tyrklands, að Tyrkir hyggðu á árásir gegn Kúrdum. „Nú er talað um að þeir séu að grafa skurði og göng við Manbij [borg við vesturbakka Efrat] og á austurbakka Efrat. Þeir geta grafið göng og skurði ef þeir vilja, þeir geta farið neðanjarðar ef þeir vilja. Þegar þar að kemur verða þeir grafnir í skurðunum sem þeir grófu. Enginn ætti að draga það í efa.“Fyrr í vikunni sagði Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, að her hans gæti hafið árásir á Kúrda hvenær sem er. Bandaríkin Donald Trump Frakkland Mið-Austurlönd Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Erdogan hyggur á frekari árásir á Kúrda Vísbendingar eru um að Tyrkir hafi verið að færa hergögn og menn að landamærum sýrlenskra Kúrda sem starfa undir regnhlífarsamtökum Syrian Democratic Forces og með stuðningi Bandaríkjanna. 13. desember 2018 10:14 Trump ætlar að draga allt herlið Bandaríkjanna frá Sýrlandi Landhernaði gegn Ríki íslams verður hætt strax. 19. desember 2018 14:15 Telja að ákvörðun Trump muni efla ISIS Forsvarsmenn samtaka Kúrda sem barist hafa gegn hryðjuverkasamtökunum ISIS í Sýrlandi telja að ákvörðun Donald Trump Bandaríkjaforseta, um að kalla alla hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi heim, muni leiða til tómarúms sem geri það að verkum að ISIS geti safnað fyrri kröftum. 20. desember 2018 10:28 Trump sakar bandamenn um vanþakklæti og lýgur um Sýrland Á sama tíma og Pútín Rússlandsforseti lofaði ákvörðun Trump um að draga herlið frá Sýrlandi fullyrti bandaríski forsetinn að Rússar væru óánægðir með hana. 20. desember 2018 13:03 Kúrdar í Sýrlandi telja ákvörðun Trump svik Mikil óvissa ríkir um framhald stríðsins gegn Ríki íslams í Sýrlandi eftir að Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti að hann ætlaði að draga 2.000 manna herlið þaðan. 20. desember 2018 15:38 Mest lesið Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Sýrlenskir Kúrdar líta nú til Frakklands eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ákvað að kalla alla hermenn sína frá Sýrlandi. Yfirvöld Frakklands ætla ekki að kalla hermenn sína í Sýrlandi heim að svo stöddu, þar sem ekki er búið að vinna sigur gegn Íslamska ríkinu, eins og Trump hefur haldið fram. Viðræður standa nú yfir milli Bandaríkjanna og Frakklands um framhaldið. Frakkland er meðlimur í bandalagi Bandaríkjanna gegn ISIS og er með sérsveitarmenn í norðurhluta Sýrlands þar sem þeir berjast með sýrlenskum Kúrdum og öðrum meðlimum samtakanna Syrian Democratic Forces gegn ISIS-liðum. Sendinefnd SDF mun fara á fund Emmanuel Macron, forseta Frakklands á morgun og ræða stöðuna í Sýrlandi.Heimildarmaður Reuters innan forsetaembættis Frakklands sagði ljóst að Bandaríkin væru hryggjaliðurinn í bandalaginu gegn ISIS og ákvörðun Trump væri ekki af hinu góða. Þá mun Macron hafa reynt að fá Trump til að skipta um skoðun þegar þær töluðu saman í síma í gær. Fjölmargir aðrir hafa sömuleiðis reynt að snúa forsetanum bandaríska en án árangurs og hefur ákvörðunin verið harðlega gagnrýnd af embættismönnum og þingmönnum í Bandaríkjunum og víðar.Sjá einnig: „Ef Obama hefði gert þetta, værum við allir brjálaðir“Frakkar hafa mikilla hagsmuna að gæta en ISIS-liðar hafa gert fjölmargar mannskæðar árásir þar í landi. Hundruð franskra ríkisborgara gengu til liðs við hryðjuverkasamtökin og telja yfirvöld að enn stafi mikil ógn af þeim. Í yfirlýsingu frá utanríkisráðuneyti Frakklands segir að mikilvægt sé að verja íbúa norðurhluta Sýrlands og að tryggja stöðugleika svæðisins til að tryggja að hryðjuverkasamtökin nái ekki fótfestu þar á nýjan leik og Bandaríkin verði að taka það með í reikninginn. Þar segir einnig að Frakkar muni tryggja öryggi allra bandamanna bandalagsins á svæðinu og þar á meðal séu sýrlenskir Kúrdar og SDF. Tyrkir hafa hótað því að gera árásir á yfirráðasvæði SDF og segja sýrlenskir Kúrdar að ákvörðun Trump séu svik við þá. Nú í dag höfðu fjölmiðlar í Tyrklandi eftir Hulusi Akar, varnarmálaráðherra Tyrklands, að Tyrkir hyggðu á árásir gegn Kúrdum. „Nú er talað um að þeir séu að grafa skurði og göng við Manbij [borg við vesturbakka Efrat] og á austurbakka Efrat. Þeir geta grafið göng og skurði ef þeir vilja, þeir geta farið neðanjarðar ef þeir vilja. Þegar þar að kemur verða þeir grafnir í skurðunum sem þeir grófu. Enginn ætti að draga það í efa.“Fyrr í vikunni sagði Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, að her hans gæti hafið árásir á Kúrda hvenær sem er.
Bandaríkin Donald Trump Frakkland Mið-Austurlönd Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Erdogan hyggur á frekari árásir á Kúrda Vísbendingar eru um að Tyrkir hafi verið að færa hergögn og menn að landamærum sýrlenskra Kúrda sem starfa undir regnhlífarsamtökum Syrian Democratic Forces og með stuðningi Bandaríkjanna. 13. desember 2018 10:14 Trump ætlar að draga allt herlið Bandaríkjanna frá Sýrlandi Landhernaði gegn Ríki íslams verður hætt strax. 19. desember 2018 14:15 Telja að ákvörðun Trump muni efla ISIS Forsvarsmenn samtaka Kúrda sem barist hafa gegn hryðjuverkasamtökunum ISIS í Sýrlandi telja að ákvörðun Donald Trump Bandaríkjaforseta, um að kalla alla hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi heim, muni leiða til tómarúms sem geri það að verkum að ISIS geti safnað fyrri kröftum. 20. desember 2018 10:28 Trump sakar bandamenn um vanþakklæti og lýgur um Sýrland Á sama tíma og Pútín Rússlandsforseti lofaði ákvörðun Trump um að draga herlið frá Sýrlandi fullyrti bandaríski forsetinn að Rússar væru óánægðir með hana. 20. desember 2018 13:03 Kúrdar í Sýrlandi telja ákvörðun Trump svik Mikil óvissa ríkir um framhald stríðsins gegn Ríki íslams í Sýrlandi eftir að Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti að hann ætlaði að draga 2.000 manna herlið þaðan. 20. desember 2018 15:38 Mest lesið Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Erdogan hyggur á frekari árásir á Kúrda Vísbendingar eru um að Tyrkir hafi verið að færa hergögn og menn að landamærum sýrlenskra Kúrda sem starfa undir regnhlífarsamtökum Syrian Democratic Forces og með stuðningi Bandaríkjanna. 13. desember 2018 10:14
Trump ætlar að draga allt herlið Bandaríkjanna frá Sýrlandi Landhernaði gegn Ríki íslams verður hætt strax. 19. desember 2018 14:15
Telja að ákvörðun Trump muni efla ISIS Forsvarsmenn samtaka Kúrda sem barist hafa gegn hryðjuverkasamtökunum ISIS í Sýrlandi telja að ákvörðun Donald Trump Bandaríkjaforseta, um að kalla alla hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi heim, muni leiða til tómarúms sem geri það að verkum að ISIS geti safnað fyrri kröftum. 20. desember 2018 10:28
Trump sakar bandamenn um vanþakklæti og lýgur um Sýrland Á sama tíma og Pútín Rússlandsforseti lofaði ákvörðun Trump um að draga herlið frá Sýrlandi fullyrti bandaríski forsetinn að Rússar væru óánægðir með hana. 20. desember 2018 13:03
Kúrdar í Sýrlandi telja ákvörðun Trump svik Mikil óvissa ríkir um framhald stríðsins gegn Ríki íslams í Sýrlandi eftir að Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti að hann ætlaði að draga 2.000 manna herlið þaðan. 20. desember 2018 15:38