Rússneskur ríkisfjölmiðill braut hlutleysisreglur í umfjöllun um Skrípal Kjartan Kjartansson skrifar 20. desember 2018 12:22 RT er fjármagnað af rússneska ríkinu og þykir hafa slagsíðu í umfjöllun sem tengist hagsmunum Rússlands. Vísir/Getty Fjölmiðlanefnd Bretlands (Ofcom) hefur komist að þeirri niðurstöðu að rússneska sjónvarpsstöðin RT hafi brotið hlutleysisreglur sjö sinnum á sex vikum þegar hún fjallaði um taugeiturstilræði gegn rússneskum fyrrverandi njósnara í bænum Salisbury í vor, Sýrland og Úkraínu. RT er fjármagnað af rússneska ríkinu og sendir út fréttir og umræðuþætti um heimsmál út frá rússnesku sjónarhorni. Gagnrýnendur stöðvarinnar halda því fram að hún sé lítið annað en áróðurstæki fyrir rússnesk stjórnvöld.Ofcom telur í úrskurði sínum að umfjöllun miðilsins í mars og apríl, í kjölfar taugaeiturstilræðisins gegn Sergei Skrípal og dóttur hans Júlíu, hafi verið alvarlegt brot á breskum útvarpsreglum. Markmið stöðvarinnar sé að koma með annað sjónarhorn á fréttir, ekki síst þær sem tengjast Rússlandi. Stöðin hefði viðurkennt að það þýddi ekki að hún ætti að segja frá rússneskum sjónarmiðum eins og þau væru þau einu sem til væru. Nefndin hefur tilkynnt RT að hún íhugi að beita fyrirtækið refsingu, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Hún hefur heimildir til að þvinga fjölmiðla til að birta úrskurði sína og jafnvel til að afturkalla útsendingaleyfi.Greindu ekki nægilega frá andstæðum sjónarmiðum Bresk stjórnvöld hafa sakað ríkisstjórn Vladímírs Pútín Rússlandsforseta um að hafa staðið að baki tilræðinu gegn Skrípal-feðginunum í Salisbury í mars. Því hafa Rússar neitað harðlega. Önnur vestræn ríki hafa stutt ásakanir Breta. Úrskurður Ofcom varðar meðal annars tvö tilfelli þar sem Skrípaltilræðið var rætt, þar á meðal í umræðuþættinum Spútnik sem George Galloway, breskur fyrrverandi þingmaður, stýrði. Þar ræddi Galloway við fyrrverandi ráðgjafa Kremlarstjórnar um hversu ólíklegt þeir teldu að Pútín forseti hefði skipað fyrir um morð á Skrípal. Í hinum tilfellunum var fjallað um afstöðu úkraínskra stjórnvalda til nasismans og meðferð hennar á rómafólki annars vegar og átökin í Sýrlandi hins vegar. Ofcom taldi að RT hefði ekki greint nægilega frá andmælum við gagnrýni á úkraínsk stjórnvöld og hefði fjallað einhliða um málefni Sýrlands. Fulltrúar RT segjast vonsviknir með niðurstöðu Ofcom og þeir ætli að ákveða næstu skref bráðlega. Gagnrýndu þeir nefndina fyrir að taka ekki nægilegt tillit til andmæla þeirra. Í andsvörum sínum til nefndarinnar færðu þeir meðal annars rök fyrir því að áhorfendur sínir fengju að heyra rússnesk sjónarmið „ósíuð af bresku útvarpi“ þegar kæmi að málum sem tengdust ágreiningi á milli breskra og rússneskra stjórnvalda.Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá einn af þáttunum sem Ofcom taldi að hefði brotið gegn reglum um hlutleysi. Bretland Rússland Taugaeitursárás í Bretlandi Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Sjá meira
Fjölmiðlanefnd Bretlands (Ofcom) hefur komist að þeirri niðurstöðu að rússneska sjónvarpsstöðin RT hafi brotið hlutleysisreglur sjö sinnum á sex vikum þegar hún fjallaði um taugeiturstilræði gegn rússneskum fyrrverandi njósnara í bænum Salisbury í vor, Sýrland og Úkraínu. RT er fjármagnað af rússneska ríkinu og sendir út fréttir og umræðuþætti um heimsmál út frá rússnesku sjónarhorni. Gagnrýnendur stöðvarinnar halda því fram að hún sé lítið annað en áróðurstæki fyrir rússnesk stjórnvöld.Ofcom telur í úrskurði sínum að umfjöllun miðilsins í mars og apríl, í kjölfar taugaeiturstilræðisins gegn Sergei Skrípal og dóttur hans Júlíu, hafi verið alvarlegt brot á breskum útvarpsreglum. Markmið stöðvarinnar sé að koma með annað sjónarhorn á fréttir, ekki síst þær sem tengjast Rússlandi. Stöðin hefði viðurkennt að það þýddi ekki að hún ætti að segja frá rússneskum sjónarmiðum eins og þau væru þau einu sem til væru. Nefndin hefur tilkynnt RT að hún íhugi að beita fyrirtækið refsingu, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Hún hefur heimildir til að þvinga fjölmiðla til að birta úrskurði sína og jafnvel til að afturkalla útsendingaleyfi.Greindu ekki nægilega frá andstæðum sjónarmiðum Bresk stjórnvöld hafa sakað ríkisstjórn Vladímírs Pútín Rússlandsforseta um að hafa staðið að baki tilræðinu gegn Skrípal-feðginunum í Salisbury í mars. Því hafa Rússar neitað harðlega. Önnur vestræn ríki hafa stutt ásakanir Breta. Úrskurður Ofcom varðar meðal annars tvö tilfelli þar sem Skrípaltilræðið var rætt, þar á meðal í umræðuþættinum Spútnik sem George Galloway, breskur fyrrverandi þingmaður, stýrði. Þar ræddi Galloway við fyrrverandi ráðgjafa Kremlarstjórnar um hversu ólíklegt þeir teldu að Pútín forseti hefði skipað fyrir um morð á Skrípal. Í hinum tilfellunum var fjallað um afstöðu úkraínskra stjórnvalda til nasismans og meðferð hennar á rómafólki annars vegar og átökin í Sýrlandi hins vegar. Ofcom taldi að RT hefði ekki greint nægilega frá andmælum við gagnrýni á úkraínsk stjórnvöld og hefði fjallað einhliða um málefni Sýrlands. Fulltrúar RT segjast vonsviknir með niðurstöðu Ofcom og þeir ætli að ákveða næstu skref bráðlega. Gagnrýndu þeir nefndina fyrir að taka ekki nægilegt tillit til andmæla þeirra. Í andsvörum sínum til nefndarinnar færðu þeir meðal annars rök fyrir því að áhorfendur sínir fengju að heyra rússnesk sjónarmið „ósíuð af bresku útvarpi“ þegar kæmi að málum sem tengdust ágreiningi á milli breskra og rússneskra stjórnvalda.Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá einn af þáttunum sem Ofcom taldi að hefði brotið gegn reglum um hlutleysi.
Bretland Rússland Taugaeitursárás í Bretlandi Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Sjá meira