Ráðherraefni Trump sendi ráðuneyti álit á Rússarannsókninni Kjartan Kjartansson skrifar 20. desember 2018 09:55 Samkvæmt heimildum WSJ kemur það fyrir að fyrrverandi embættismenn eins og Barr sendi dómsmálaráðuneytinu álit á málum að eigin frumkvæði. Vísir/AP William Barr, sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tilnefnt til embættis dómsmálaráðherra, sagði rannsókn á hvort að forsetinn hefði reynt að hindra framgang réttvísinnar byggðist á „hættulega misskilinni“ kenningu í áliti sem hann sendi dómsmálaráðuneytinu óumbeðinn fyrr á þessu ári. Trump er sagður hafa vitað af bréfinu þegar hann tilnefndi Barr. Einn angi rannsóknarinnar sem Robert Mueller, sérstaki rannsakandi dómsmálaráðuneytisins, stýrir beinist að því hvort að Trump hafi sem forseti reynt að hindra framgang réttvísinnar, ekki síst með því að reka James Comey sem forstjóra alríkislögreglunnar FBI í fyrra. Trump tilnefndi Barr sem eftirmann Jeff Sessions sem var rekinn sem dómsmálaráðherra daginn eftir þingkosningar í byrjun nóvember. Staðfesti öldungadeild þingsins hann í embætti hefði Barr sem dómsmálaráðherra umsjón með Rússarannsókninni svonefndu.Wall Street Journal segir frá tuttugu blaðsíðna áliti sem Barr sendi dómsmálaráðuneytinu óumbeðinn 8. júní. Bréfið var stílað á Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherrann, sem hefur haft umsjón með Rússarannsókninni frá því að Sessions lýsti sig vanhæfan í fyrra. Sagðist Barr vera fyrrverandi embættismaður og að hann vonaðist til þess að „sjónarmið hans reyndust gagnleg“. Hann hefði áhyggjur af rannsókninni á meintum tilraunum Trump til að hindra framgang réttvísinnar.Barr með George H.W. Bush forseta árið 1991.AP/Scott ApplewhiteHafði uppi stór orð um Mueller-rannsóknina Í álitinu sagðist Barr telja að Trump hefði haft fullt vald til þess að reka Comey. „Eins og ég skil þetta byggist kenning hans á nýstárlegri og lagalega óstuddri túlkun á lögunum,“ skrifaði Barr ráðuneytinu. Varaði hann við því að ef dómsmálaráðuneytið leyfði Mueller að halda áfram á sömu braut hefði það „grafalvarlegar afleiðingar langt umfram mörk þessa máls og ylli varanlegum skaða á forsetaembættinu og framkvæmd laga innan framkvæmdavaldsins“. Sagðist hann telja nálgun Mueller „frámunalega óábyrga“ með „mögulega hörmulegar afleiðingar“. Forseti gerist aðeins sekur um hindrun á framgangi réttvísinnar ef hann skipar vitnum að ljúga eða eyðileggur sönnunargögn. „Mueller ætti ekki að leyfast að krefja forsetann um að gangast undir yfirheyrslu um meinta hindrun,“ skrifaði Barr sem vildi ekki tjá sig um álitið við Wall Street Journal. Sagði Trump frá álitinu Fastlega má búast við að álitið verði dregið upp þegar þingið fer yfir tilnefningu Barr. Búist er við því að hann verði formlega tilnefndur í næsta mánuði og að nefndarfundir um skipanina verði haldnir í framhaldinu. Barr sagði Trump frá álitinu eftir að forsetinn bauð honum starfið og lét hann vita af því að það gæti vakið spurningar hjá þingmönnum. Wall Street Journal hefur eftir dómsmálaráðuneytinu að álit Barr valdi ekki hagsmunaárekstri. Barr var áður dómsmálaráðherra í tíð George H.W. Bush forseta. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump vill ráðherra Bush aftur í embætti Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur tilkynnti að hann ætli að tilnefnda Bill Barr sem nýjan dómsmálaráðherra. 7. desember 2018 15:15 Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent Fleiri fréttir Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Sjá meira
William Barr, sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tilnefnt til embættis dómsmálaráðherra, sagði rannsókn á hvort að forsetinn hefði reynt að hindra framgang réttvísinnar byggðist á „hættulega misskilinni“ kenningu í áliti sem hann sendi dómsmálaráðuneytinu óumbeðinn fyrr á þessu ári. Trump er sagður hafa vitað af bréfinu þegar hann tilnefndi Barr. Einn angi rannsóknarinnar sem Robert Mueller, sérstaki rannsakandi dómsmálaráðuneytisins, stýrir beinist að því hvort að Trump hafi sem forseti reynt að hindra framgang réttvísinnar, ekki síst með því að reka James Comey sem forstjóra alríkislögreglunnar FBI í fyrra. Trump tilnefndi Barr sem eftirmann Jeff Sessions sem var rekinn sem dómsmálaráðherra daginn eftir þingkosningar í byrjun nóvember. Staðfesti öldungadeild þingsins hann í embætti hefði Barr sem dómsmálaráðherra umsjón með Rússarannsókninni svonefndu.Wall Street Journal segir frá tuttugu blaðsíðna áliti sem Barr sendi dómsmálaráðuneytinu óumbeðinn 8. júní. Bréfið var stílað á Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherrann, sem hefur haft umsjón með Rússarannsókninni frá því að Sessions lýsti sig vanhæfan í fyrra. Sagðist Barr vera fyrrverandi embættismaður og að hann vonaðist til þess að „sjónarmið hans reyndust gagnleg“. Hann hefði áhyggjur af rannsókninni á meintum tilraunum Trump til að hindra framgang réttvísinnar.Barr með George H.W. Bush forseta árið 1991.AP/Scott ApplewhiteHafði uppi stór orð um Mueller-rannsóknina Í álitinu sagðist Barr telja að Trump hefði haft fullt vald til þess að reka Comey. „Eins og ég skil þetta byggist kenning hans á nýstárlegri og lagalega óstuddri túlkun á lögunum,“ skrifaði Barr ráðuneytinu. Varaði hann við því að ef dómsmálaráðuneytið leyfði Mueller að halda áfram á sömu braut hefði það „grafalvarlegar afleiðingar langt umfram mörk þessa máls og ylli varanlegum skaða á forsetaembættinu og framkvæmd laga innan framkvæmdavaldsins“. Sagðist hann telja nálgun Mueller „frámunalega óábyrga“ með „mögulega hörmulegar afleiðingar“. Forseti gerist aðeins sekur um hindrun á framgangi réttvísinnar ef hann skipar vitnum að ljúga eða eyðileggur sönnunargögn. „Mueller ætti ekki að leyfast að krefja forsetann um að gangast undir yfirheyrslu um meinta hindrun,“ skrifaði Barr sem vildi ekki tjá sig um álitið við Wall Street Journal. Sagði Trump frá álitinu Fastlega má búast við að álitið verði dregið upp þegar þingið fer yfir tilnefningu Barr. Búist er við því að hann verði formlega tilnefndur í næsta mánuði og að nefndarfundir um skipanina verði haldnir í framhaldinu. Barr sagði Trump frá álitinu eftir að forsetinn bauð honum starfið og lét hann vita af því að það gæti vakið spurningar hjá þingmönnum. Wall Street Journal hefur eftir dómsmálaráðuneytinu að álit Barr valdi ekki hagsmunaárekstri. Barr var áður dómsmálaráðherra í tíð George H.W. Bush forseta.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump vill ráðherra Bush aftur í embætti Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur tilkynnti að hann ætli að tilnefnda Bill Barr sem nýjan dómsmálaráðherra. 7. desember 2018 15:15 Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent Fleiri fréttir Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Sjá meira
Trump vill ráðherra Bush aftur í embætti Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur tilkynnti að hann ætli að tilnefnda Bill Barr sem nýjan dómsmálaráðherra. 7. desember 2018 15:15