Mosfellsbær stækkar mun örar en hin sveitarfélögin á svæðinu Sveinn Arnarsson skrifar 9. janúar 2019 07:45 Á höfuðborgarsvæðinu hefur leið margra legið í Mosfellsbæ þar sem íbúum fjölgar ört. Fréttablaðið/Anton brink Fjölgun íbúa í Hafnarfirði í fyrra var helmingi minni en meðalfjölgun í sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Á meðan íbúum fjölgaði um 2,6% á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði Hafnfirðingum um 1,3 prósent. Formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar segir lítið hafa verið byggt á árinu en kraftur verði í framkvæmdum á næstu árum. Íbúum á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði alls um nær sex þúsund á síðasta ári samkvæmt Þjóðskrá. Fjölgunin í Mosfellsbæ er rúmlega þrefalt meiri en meðaltalið, þar fjölgaði um 8,6 prósent. Íbúum í Mosfellsbæ hefur undanfarið ár fjölgað mikið og er nú svo komið að um 11.500 manns búa í Mosfellsbæ. Næststærsta sveitarfélag landsins, Kópavogur, heldur áfram að stækka. Þar fjölgar íbúum um 2,83 prósent og nágrannar þeirra í Garðabæ eru nú rúmlega 16 þúsund talsins og fjölgar um 3,7 prósent á árinu. Reykvíkingum fjölgar hins vegar ekki jafn ört. Fjölgar þar um 2.700 manns eða um 2,2 prósent. Ágúst Bjarni Garðarsson, formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar, segir lítið hafa verið byggt upp á síðkastið. Nokkrar ástæður séu fyrir því. Hins vegar muni færast líf í nýbyggingar í bænum á komandi misserum sem munu aftur setja kipp í íbúafjölgun í bænum. Einnig bendir hann á að svo gæti verið sem skipulagsvald sveitarfélaganna sé of miklum takmörkunum háð. Skipulagsvaldið sé meira í orði en á borði sveitarfélaganna. „Sveitarfélögunum eru takmörk sett samkvæmt svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins til ársins 2040. Einnig erum við að bíða eftir að stórar raflínur fari af mögulegum byggingarsvæðum okkar Hafnfirðinga, en færsla þeirra hefur verið á aðalskipulagi í mörg ár. Því er hægt að velta fyrir sér hvort skipulagsvaldið sé í raun hjá sveitarfélögunum hvað þetta varðar,“ segir Ágúst Bjarni. Gangi hins vegar að óskum muni fjölga verulega í Hafnarfirði á kjörtímabilinu en jafnframt skynsamlega og á ákjósanlegum svæðum fyrir framtíðarþróun sveitarfélagsins.“ Íbúaþróun höfuðborgarsvæðisins frá aldamótum er afar mismunandi milli sveitarfélaga. Til að mynda hefur á þessum 19 árum íbúum Mosfellsbæjar fjölgað um 80 prósent og ber hann höfuð og herðar yfir önnur sveitarfélög á svæðinu. Garðabær hefur stækkað hlutfallslega næstmest eða um 67 prósent og Hafnarfjörður og Kópavogur um svipað hlutfall eða 58 prósent og 53,5 prósent á þessum tæpu tveimur áratugum. Á þessum tíma hefur íbúum Reykjavíkurborgar fjölgað um 14,7 prósent og virðist borgin eiga í sams konar vandræðum og Akureyri með að vaxa á meðan nærsveitarfélögin í kringum borgina stækka mun hraðar. Birtist í Fréttablaðinu Garðabær Hafnarfjörður Mosfellsbær Sveitarstjórnarmál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Sjá meira
Fjölgun íbúa í Hafnarfirði í fyrra var helmingi minni en meðalfjölgun í sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Á meðan íbúum fjölgaði um 2,6% á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði Hafnfirðingum um 1,3 prósent. Formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar segir lítið hafa verið byggt á árinu en kraftur verði í framkvæmdum á næstu árum. Íbúum á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði alls um nær sex þúsund á síðasta ári samkvæmt Þjóðskrá. Fjölgunin í Mosfellsbæ er rúmlega þrefalt meiri en meðaltalið, þar fjölgaði um 8,6 prósent. Íbúum í Mosfellsbæ hefur undanfarið ár fjölgað mikið og er nú svo komið að um 11.500 manns búa í Mosfellsbæ. Næststærsta sveitarfélag landsins, Kópavogur, heldur áfram að stækka. Þar fjölgar íbúum um 2,83 prósent og nágrannar þeirra í Garðabæ eru nú rúmlega 16 þúsund talsins og fjölgar um 3,7 prósent á árinu. Reykvíkingum fjölgar hins vegar ekki jafn ört. Fjölgar þar um 2.700 manns eða um 2,2 prósent. Ágúst Bjarni Garðarsson, formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar, segir lítið hafa verið byggt upp á síðkastið. Nokkrar ástæður séu fyrir því. Hins vegar muni færast líf í nýbyggingar í bænum á komandi misserum sem munu aftur setja kipp í íbúafjölgun í bænum. Einnig bendir hann á að svo gæti verið sem skipulagsvald sveitarfélaganna sé of miklum takmörkunum háð. Skipulagsvaldið sé meira í orði en á borði sveitarfélaganna. „Sveitarfélögunum eru takmörk sett samkvæmt svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins til ársins 2040. Einnig erum við að bíða eftir að stórar raflínur fari af mögulegum byggingarsvæðum okkar Hafnfirðinga, en færsla þeirra hefur verið á aðalskipulagi í mörg ár. Því er hægt að velta fyrir sér hvort skipulagsvaldið sé í raun hjá sveitarfélögunum hvað þetta varðar,“ segir Ágúst Bjarni. Gangi hins vegar að óskum muni fjölga verulega í Hafnarfirði á kjörtímabilinu en jafnframt skynsamlega og á ákjósanlegum svæðum fyrir framtíðarþróun sveitarfélagsins.“ Íbúaþróun höfuðborgarsvæðisins frá aldamótum er afar mismunandi milli sveitarfélaga. Til að mynda hefur á þessum 19 árum íbúum Mosfellsbæjar fjölgað um 80 prósent og ber hann höfuð og herðar yfir önnur sveitarfélög á svæðinu. Garðabær hefur stækkað hlutfallslega næstmest eða um 67 prósent og Hafnarfjörður og Kópavogur um svipað hlutfall eða 58 prósent og 53,5 prósent á þessum tæpu tveimur áratugum. Á þessum tíma hefur íbúum Reykjavíkurborgar fjölgað um 14,7 prósent og virðist borgin eiga í sams konar vandræðum og Akureyri með að vaxa á meðan nærsveitarfélögin í kringum borgina stækka mun hraðar.
Birtist í Fréttablaðinu Garðabær Hafnarfjörður Mosfellsbær Sveitarstjórnarmál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Sjá meira