Hvernig fannst mér skaupið? Guðmundur Steingrímsson skrifar 7. janúar 2019 07:00 Það er eitthvað skemmtilegt við það að Íslendingar hefji hvert nýtt ár á því að rökræða um það hvað sé fyndið og hvað ekki. Árið endar á skaupi og byrjar á umræðu um skaup. Það er fastur liður. Hvernig fannst þér skaupið? Það er lykilspurningin alla fyrstu daga allra nýrra ára á Íslandi. Alltaf. Og sumir segja frábært. Aðrir slá úr og í. Einhverjir fórna höndum þungbúnir og fussa. Skaupið er pikkfastur punktur í tilveru þjóðarinnar. Verði hrun. Verði náttúruhamfarir. Verði pólskipti. Alltaf mun samt verða skaup. Það verður að vera skaup. Annars klárast ekki ár. Það þarf að hlæja að því sem gerðist á árinu. Pota í hneykslin. Herma eftir stjórnmálafólkinu. Gera upp. Hæðast. Ég veit að það er ekki auðvelt að axla þessa ábyrgð, að semja áramótaskaup. Ég er fullur aðdáunar á þeim sem taka þetta að sér. Ég var einu sinni einn af höfundum skaups, árið sautjánhundruð og súrkál. Það er skemmst frá því að segja að það skaup var af mörgum talið verulega slæmt. Ég sjálfur, óþroskaður eins og var og ómálefnalegur, reyndi að bera hönd fyrir höfuð mér í blaðaviðtali í kjölfarið með því að halda því fram að engir af mínum bröndurum hafi verið notaðir. Ég hoppaði samviskulaust af sökkvandi skipi.Órannsakanlegir vegir Ég var meiri kallinn. Út af þessari reynslu hef ég sem sagt æ síðan haft ríkan skilning á stöðu höfunda skaups. Það er vægast sagt drulluerfitt að vera fyndinn. Þetta veit ég. Dæmi: Ég set sjaldan færslur á Facebook. Í upphafi árs hljóp þó í mig galsi og ég ákvað að kýla á færslu. Ég var uppi í bústað með fjölskyldunni og við borðuðum seint. Ég grillaði um ellefu leytið. Í svarta myrkri og dumbungi setti ég með annarri hendi, og með grilltöng í hinni, eftirfarandi færslu á internetið með álkulegri sjálfu: „Janúar og maður er bara úti á stuttermabolnum að grilla.“ Mér fannst þetta ógurlega fyndið. Það tísti í mér. Ég ætla ekki einu sinni að reyna að útskýra hvað það var sem mér þótti fyndið við þetta, en líklega var það plebbaskapurinn. Íslendingurinn. Í einfeldni minni bjóst ég auðvitað við að vinir mínir á alnetinu skynjuðu undireins húmorinn og settu hláturkalla við færsluna, en það gerðist ekki. Ég fékk bara læk, eins og það væri sérstaklega aðdáunarvert að ég væri úti að grilla, og stöku menn ræddu um veðrið og að líklega myndi það versna. Enginn hló. Ég ákvað að láta þetta á engan hátt snerta mig tilfinningalega. Það er minn réttur að vera gripinn galsa og setja einkahúmor á fésið. En lærdómurinn var þessi, enn og aftur: Vegir húmorsins eru órannsakanlegir. Þetta er ekki öllum gefið.Margt fyndið Að því sögðu — og hafandi tekið hatt minn ofan fullur af aðdáun og skilningi fyrir grínistum þjóðarinnar — ætla ég að fjalla stuttlega um skaupið. Mér fannst það ágætt. Ég hló um það bil tíu sinnum upphátt. Það telst mjög gott. Ég man eftir skaupum þar sem ég hef bara hlegið þrisvar, og varla upphátt. Meira svona hnus út um nefið. En þetta skaup var fyndið. Atriðið með hommunum var gæsahúð. Epískt atriði, burtséð frá faglegum sjónarmiðum blóðlækna í kjölfarið. Og Hjálparsveit skáta í Kópavogi var gargandi snilld, enda það mál allt saman hreint dauðafæri fyrir skaupara. Klaustursenan var la la. Kannski var of vandasamt að toppa raunveruleikann. Mér fannst Víkingur þó mjög spaugilegur á svipinn sem Bergþór Ólafsson og Gunnar Hansson líka og Sólveig. Skemmtilega upptendruð öll og örvingluð. Og Hannes Óli sem Sigmundur steinliggur alltaf. Þvílíkur lukkupottur fyrir þann góða leikara að fá þetta árlega gigg. Það er eiginlega orðið atriðið í sjálfu sér. Spurning um að finna næst leikara sem getur leikið Hannes að leika Sigmund.Smá umhugsunarefni Eitt er þó farið að fara aðeins í taugarnar á mér varðandi skaupið, svona almennt. Þetta er stigvaxandi óþreyja. Ég ætla að losa mig við hana með því að henda henni hér með út í kosmosið. Mér finnst pólitíkinni orðið smá ofaukið í skaupum. Hún getur verið sundrandi og leiðinleg. Ég veit ekki hvenær það gerðist, en mér finnst eins og það hafi verið skaup upp úr aldamótum sem olli straumhvörfum í þessum efnum. Það varð allt í einu lenska að vinstri menn gæfu hægri mönnum á baukinn, og jafnvel að höfundar og leikstjórar settu sig á háan hest í samfélagsmálum. Afleiðingin er sú að fólk er farið að taka eftir því að Garðbæingar upp til hópa eru úti að sprengja flugelda á meðan skaupið er. Þeir eru hættir að horfa. Það er ekki gott. Garðbæingar eru líka manneskjur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Steingrímsson Mest lesið Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Gefum í – því unglingarnir okkar eiga það skilið skrifar Skoðun Það er munur á veðmálum og veðmálum Auður Inga Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir skrifar Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun VR-félagar, ykkar er valið! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Laufey og brúin milli kynslóðanna Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Árangur skólanna, hvað veist þú um hann? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Kartöflurnar eru of dýrar til að kasta í veiðiþjófa Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Neyðarkall frá Gaza: Svona getur þú hjálpað skrifar Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvíti stafur menningarinnar Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg skrifar Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Sjá meira
Það er eitthvað skemmtilegt við það að Íslendingar hefji hvert nýtt ár á því að rökræða um það hvað sé fyndið og hvað ekki. Árið endar á skaupi og byrjar á umræðu um skaup. Það er fastur liður. Hvernig fannst þér skaupið? Það er lykilspurningin alla fyrstu daga allra nýrra ára á Íslandi. Alltaf. Og sumir segja frábært. Aðrir slá úr og í. Einhverjir fórna höndum þungbúnir og fussa. Skaupið er pikkfastur punktur í tilveru þjóðarinnar. Verði hrun. Verði náttúruhamfarir. Verði pólskipti. Alltaf mun samt verða skaup. Það verður að vera skaup. Annars klárast ekki ár. Það þarf að hlæja að því sem gerðist á árinu. Pota í hneykslin. Herma eftir stjórnmálafólkinu. Gera upp. Hæðast. Ég veit að það er ekki auðvelt að axla þessa ábyrgð, að semja áramótaskaup. Ég er fullur aðdáunar á þeim sem taka þetta að sér. Ég var einu sinni einn af höfundum skaups, árið sautjánhundruð og súrkál. Það er skemmst frá því að segja að það skaup var af mörgum talið verulega slæmt. Ég sjálfur, óþroskaður eins og var og ómálefnalegur, reyndi að bera hönd fyrir höfuð mér í blaðaviðtali í kjölfarið með því að halda því fram að engir af mínum bröndurum hafi verið notaðir. Ég hoppaði samviskulaust af sökkvandi skipi.Órannsakanlegir vegir Ég var meiri kallinn. Út af þessari reynslu hef ég sem sagt æ síðan haft ríkan skilning á stöðu höfunda skaups. Það er vægast sagt drulluerfitt að vera fyndinn. Þetta veit ég. Dæmi: Ég set sjaldan færslur á Facebook. Í upphafi árs hljóp þó í mig galsi og ég ákvað að kýla á færslu. Ég var uppi í bústað með fjölskyldunni og við borðuðum seint. Ég grillaði um ellefu leytið. Í svarta myrkri og dumbungi setti ég með annarri hendi, og með grilltöng í hinni, eftirfarandi færslu á internetið með álkulegri sjálfu: „Janúar og maður er bara úti á stuttermabolnum að grilla.“ Mér fannst þetta ógurlega fyndið. Það tísti í mér. Ég ætla ekki einu sinni að reyna að útskýra hvað það var sem mér þótti fyndið við þetta, en líklega var það plebbaskapurinn. Íslendingurinn. Í einfeldni minni bjóst ég auðvitað við að vinir mínir á alnetinu skynjuðu undireins húmorinn og settu hláturkalla við færsluna, en það gerðist ekki. Ég fékk bara læk, eins og það væri sérstaklega aðdáunarvert að ég væri úti að grilla, og stöku menn ræddu um veðrið og að líklega myndi það versna. Enginn hló. Ég ákvað að láta þetta á engan hátt snerta mig tilfinningalega. Það er minn réttur að vera gripinn galsa og setja einkahúmor á fésið. En lærdómurinn var þessi, enn og aftur: Vegir húmorsins eru órannsakanlegir. Þetta er ekki öllum gefið.Margt fyndið Að því sögðu — og hafandi tekið hatt minn ofan fullur af aðdáun og skilningi fyrir grínistum þjóðarinnar — ætla ég að fjalla stuttlega um skaupið. Mér fannst það ágætt. Ég hló um það bil tíu sinnum upphátt. Það telst mjög gott. Ég man eftir skaupum þar sem ég hef bara hlegið þrisvar, og varla upphátt. Meira svona hnus út um nefið. En þetta skaup var fyndið. Atriðið með hommunum var gæsahúð. Epískt atriði, burtséð frá faglegum sjónarmiðum blóðlækna í kjölfarið. Og Hjálparsveit skáta í Kópavogi var gargandi snilld, enda það mál allt saman hreint dauðafæri fyrir skaupara. Klaustursenan var la la. Kannski var of vandasamt að toppa raunveruleikann. Mér fannst Víkingur þó mjög spaugilegur á svipinn sem Bergþór Ólafsson og Gunnar Hansson líka og Sólveig. Skemmtilega upptendruð öll og örvingluð. Og Hannes Óli sem Sigmundur steinliggur alltaf. Þvílíkur lukkupottur fyrir þann góða leikara að fá þetta árlega gigg. Það er eiginlega orðið atriðið í sjálfu sér. Spurning um að finna næst leikara sem getur leikið Hannes að leika Sigmund.Smá umhugsunarefni Eitt er þó farið að fara aðeins í taugarnar á mér varðandi skaupið, svona almennt. Þetta er stigvaxandi óþreyja. Ég ætla að losa mig við hana með því að henda henni hér með út í kosmosið. Mér finnst pólitíkinni orðið smá ofaukið í skaupum. Hún getur verið sundrandi og leiðinleg. Ég veit ekki hvenær það gerðist, en mér finnst eins og það hafi verið skaup upp úr aldamótum sem olli straumhvörfum í þessum efnum. Það varð allt í einu lenska að vinstri menn gæfu hægri mönnum á baukinn, og jafnvel að höfundar og leikstjórar settu sig á háan hest í samfélagsmálum. Afleiðingin er sú að fólk er farið að taka eftir því að Garðbæingar upp til hópa eru úti að sprengja flugelda á meðan skaupið er. Þeir eru hættir að horfa. Það er ekki gott. Garðbæingar eru líka manneskjur.
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar
Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun