Randafluga var hálf feimin þegar fréttamaður heimsótti hana í fjósið í Birtingaholti enda ekki mikið fyrir athyglina og hvað þá heimsókn fréttasnáps. Fjóla fjósameistari tók á móti fréttamanni og sýndi honum Randaflugu en þær eru miklar vinkonur og semur vel.
Randafluga er sjö ár, hefur átt fjóra kálfa og er núna alveg komin að burði. Í fjósinu eru um 130 kýr og tveir mjaltaþjónar. En hvernig kýr er Randafluga?
„Þetta er bara mjög góð kýr, hún er ein af þeim sem þarf ekkert að hafa fyrir í fjósinu, mjólkar vel og mætir alltaf í mjaltaþjónana og er dugleg að éta“, segir Fjóla um leið og hann tekur undir það hvað Randafluga skilaði ótrúlega mikið af afurðum á síðasta ári. „Ég vissi að hún var góð en ég átti kannski ekki von á því að hún færi í toppsætið“.

Ein kýr í fjósinu sem mjólkar vel og heitir Dægurfluga er undan Randaflugu. Fjóla segir gaman að nefna kýrnar flugu nöfnum en mamma Randalínu hét einmitt Fluga.
„Ég átti Býflugu, svo er Dægurfluga, Hunangsfluga og Mýfluga, það er reyndar engin Könguló en til gaman má geta að amma Randflugu hét Padda“, segir Fjóla.