Segja Fiskistofu ekki valda verkefni sínu Samúel Karl Ólason skrifar 17. janúar 2019 17:58 Fréttablaðið/Stefán Eftirlit með vigtun afla fiskiskipa er ófullnægjandi, framkvæmd vigtunar á hafnarvog er misjöfn og ekki ávallt í samræmi við lög. Fiskistofa sér um eftirlit vigtunar hér á landi Ríkisendurskoðun segir það eftirlit takmarkað og segir að efast megi um að það skili ætluðum árangri. Þá er eftirlit með brottkasti ekki nægjanlegt. Árin 2013 til 2017 hafði Fiskistofa eftirlit með vigtun minna en hálfs prósents landaðs afla. Þetta kemur fram í skýrslu Ríkisendurskoðunar sem unnin var að beiðni Alþingis og í kjölfar þáttar Kveiks þar sem fjallað var um brottkast.„Núverandi fyrirkomulag vigtunar leyfir í raun umtalsverð frávik í skráningu heildarmagns á sama tíma og Fiskistofa hefur ekki sinnt skilvirku eftirliti. Að mati ríkisendurskoðanda þarf að grípa til markvissra ráðstafana til að bæta úr þessu og tryggja skilvirkt og árangursríkt eftirlit með vigtun og skráningu sjávarafla,“ segir í skýrslunni. Stjórnendur Fiskistofu segja stofnunina vera og hafa verið undirmannaða. Ekki sé hægt að sinna öllu því eftirliti sem Fiskistofa eigi að gera með þeim fáu starfsmönnum sem þar vinni og vegna skorts á úrræðum og viðurlögum. Þá segja þeir nauðsynlegt að endurskoða ákvæði laga um stjórn fiskveiða sem snúa að hámarks aflahlutdeild. Eftirlitsmönnum Fiskistofu hefur fækkað um 24 prósent frá 2008. „Augljóst er að mati Fiskistofu, að fjölga þarf veiðieftirlitsmönnum og endurskoða regluverkið,“ segir í viðbrögðum Fiskistofu í skýrslunni Þá vilja stjórnendur Fiskistofu að skoðað verði að færa vigtun á hafnarvog undir forræði Fiskistofu. „Til að Fiskistofa geti sinnt eftirliti með skilvirkum og árangursríkum hætti þarf að ráðast í ýmsar úrbætur. Mikilvægt er að skilgreind verði skýr árangursmarkmið um eftirlitshlutverk Fiskistofu, að mótuð sé skýr afstaða til þess hverju eftirlitið á að skila og að gripið sé til nauðsynlegra ráðstafana til að árangursmarkmiðum verði náð. Í þeirri vinnu þarf m.a. að endurskoða fjölda þeirra starfsmanna sem sinna eftirliti, taka skýra afstöðu til þeirra vandkvæða sem hafa háð eftirliti stofnunarinnar og leysa úr þeim.“ Verði ekki brugðist við segir Ríkisendurskoðun að eftirlit með nýtingu auðlinda hafsins og samþjöppun aflaheimilda verði áfram veikburða, óskilvirkt og ekki í samræmi við forsendur og ákvarðanir Alþingis. Sjávarútvegur Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Sjá meira
Eftirlit með vigtun afla fiskiskipa er ófullnægjandi, framkvæmd vigtunar á hafnarvog er misjöfn og ekki ávallt í samræmi við lög. Fiskistofa sér um eftirlit vigtunar hér á landi Ríkisendurskoðun segir það eftirlit takmarkað og segir að efast megi um að það skili ætluðum árangri. Þá er eftirlit með brottkasti ekki nægjanlegt. Árin 2013 til 2017 hafði Fiskistofa eftirlit með vigtun minna en hálfs prósents landaðs afla. Þetta kemur fram í skýrslu Ríkisendurskoðunar sem unnin var að beiðni Alþingis og í kjölfar þáttar Kveiks þar sem fjallað var um brottkast.„Núverandi fyrirkomulag vigtunar leyfir í raun umtalsverð frávik í skráningu heildarmagns á sama tíma og Fiskistofa hefur ekki sinnt skilvirku eftirliti. Að mati ríkisendurskoðanda þarf að grípa til markvissra ráðstafana til að bæta úr þessu og tryggja skilvirkt og árangursríkt eftirlit með vigtun og skráningu sjávarafla,“ segir í skýrslunni. Stjórnendur Fiskistofu segja stofnunina vera og hafa verið undirmannaða. Ekki sé hægt að sinna öllu því eftirliti sem Fiskistofa eigi að gera með þeim fáu starfsmönnum sem þar vinni og vegna skorts á úrræðum og viðurlögum. Þá segja þeir nauðsynlegt að endurskoða ákvæði laga um stjórn fiskveiða sem snúa að hámarks aflahlutdeild. Eftirlitsmönnum Fiskistofu hefur fækkað um 24 prósent frá 2008. „Augljóst er að mati Fiskistofu, að fjölga þarf veiðieftirlitsmönnum og endurskoða regluverkið,“ segir í viðbrögðum Fiskistofu í skýrslunni Þá vilja stjórnendur Fiskistofu að skoðað verði að færa vigtun á hafnarvog undir forræði Fiskistofu. „Til að Fiskistofa geti sinnt eftirliti með skilvirkum og árangursríkum hætti þarf að ráðast í ýmsar úrbætur. Mikilvægt er að skilgreind verði skýr árangursmarkmið um eftirlitshlutverk Fiskistofu, að mótuð sé skýr afstaða til þess hverju eftirlitið á að skila og að gripið sé til nauðsynlegra ráðstafana til að árangursmarkmiðum verði náð. Í þeirri vinnu þarf m.a. að endurskoða fjölda þeirra starfsmanna sem sinna eftirliti, taka skýra afstöðu til þeirra vandkvæða sem hafa háð eftirliti stofnunarinnar og leysa úr þeim.“ Verði ekki brugðist við segir Ríkisendurskoðun að eftirlit með nýtingu auðlinda hafsins og samþjöppun aflaheimilda verði áfram veikburða, óskilvirkt og ekki í samræmi við forsendur og ákvarðanir Alþingis.
Sjávarútvegur Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Sjá meira