Lögmaður Trump dregur í land með að ekkert samráð hafi átt sér stað Kjartan Kjartansson skrifar 17. janúar 2019 10:07 Giuliani virtist bakka með yfirlýsingar um að alls ekkert samráð hafi átt sér stað á milli Trump-framboðsins og Rússa. Nú segir hann aðeins að forsetinn hafi ekki sjálfur átt í slíku samráði. Vísir/EPA Rudy Giuliani, lögmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta, sagðist „aldrei hafa sagt að það hefði ekki verið neitt samráð“ við Rússa í sjónvarpsviðtali í gær. Trump forseti hefur ítrekað haldið því fram að hvorki hann persónulega né framboð hans hafi unnið með útsendurum rússneskra stjórnvalda í kosningabaráttunni árið 2016. Í viðtali við Chris Cuomo, þáttastjórnanda CNN-fréttastöðvarinnar, ræddu þeir Giuliani um samskipti starfsmanna framboðsins við Rússa. Giuliani kvartaði undan því sem hann kallaði „falsfréttir“ um Rússarannsóknina svonefndu. Cuomo svaraði þá til að falsar fréttir væru að segja að enginn í framboðinu hafi átt í samskiptum við Rússa eða að ekkert hafi komið fram sem benti til samráðs á milli framboðsins og Rússa. Við þau orð Cuomo var Giuliani ekki sáttur og sakaði hann um að gera sér upp skoðanir. „Ég sagði aldrei að það hefði ekki verið neitt samráð á milli framboðsins, eða á milli fólks í framboðinu,“ fullyrti fyrrverandi borgarstjóri New York við Cuomo sem þrætti fyrir það. „Ég hef ekki gert það. Ég sagði forseti Bandaríkjanna. Það er ekki eitt einasta sönnunargagn um að forseti Bandaríkjanna hafi framið eina glæpinn sem hægt er að fremja hér, leggja á ráðin með Rússum um að hakka landsnefnd Demókrataflokksins,“ hélt Giuliani áfram. Talið er að rússneskir hakkarar hafi brotist inn í tölvupósta Demókrataflokksins og lekið þeim í gegnum Wikileaks árið 2016.Giuliani þrætti jafnframt fyrir það að Trump hefði nokkru sinni neitað því að einhver innan framboðsins hefði átt í samráði við Rússa. „Hann sagði ekki enginn, hann sagði að hann gerði það ekki,“ sagði lögmaðurinn.Það er þó ekki rétt, eins og Cuomo benti Giuliani strax á. Í síðasta mánuði tísti forsetinn meðal annars um að „Demókratar finna ekki [rjúkandi] byssu sem tengir Trump-framboðið við Rússland eftir framburð James Comey. Engin [rjúkandi] byssa…Ekkert samráð.““Democrats can't find a Smocking Gun tying the Trump campaign to Russia after James Comey's testimony. No Smocking Gun...No Collusion.” @FoxNews That's because there was NO COLLUSION. So now the Dems go to a simple private transaction, wrongly call it a campaign contribution,...— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 10, 2018 Á meðal samskipta Trump-framboðsins við Rússa sem vitað er um er fundur sem Donald Trump yngri, sonur forsetans, Jared Kushner, tengdasonur hans, og Paul Manafort, þáverandi kosningastjóri hans, áttu með rússneskum lögmanni í Trump-turninum í New York í júní árið 2016. Þeim hafði verið lofað skaðlegum upplýsingum um Hillary Clinton, mótframbjóðanda Trump, sem væri liður í tilraunum Rússa til að hjálpa forsetaframboði Trump. Miklar vangaveltur hafa verið uppi undanfarið um að rannsókn Roberts Mueller, sérstaka rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, á meintu samráði Trump-framboðsins við Rússa, gæti verið á lokametrunum. Búist er við því að hann taki saman niðurstöður sínar í lokaskýrslu.Uppfært 16:25 Guiliani sendi frá sér yfirlýsingu í dag vegna viðtalsins á CNN. Heldur hann því fram að orð sín hafi verið mistúlkuð. „Ég kem aðeins fram fyrir hönd Trump forseta, ekki framboðs Trump. Trump forseti átti ekki í neinu samráði á neinn hátt, formi eða tagi. Á sama hátt hef ég enga vitneskju um samráðs neinnar þeirra þúsunda manna sem unnu fyrir framboðið,“ segir Giuliani í yfirlýsingunni.From Giuliani: pic.twitter.com/VUt5LYvI2T— Maggie Haberman (@maggieNYT) January 17, 2019 Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Giuliani kennir Twitter um eigin mistök og hrekk Rudy Giuliani, fyrrverandi borgarstjóri New York, og einn af æðstu lögmönnum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, er sannfærður um að starfsmenn Twitter hati Donald Trump. 5. desember 2018 14:49 Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Fleiri fréttir Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Sjá meira
Rudy Giuliani, lögmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta, sagðist „aldrei hafa sagt að það hefði ekki verið neitt samráð“ við Rússa í sjónvarpsviðtali í gær. Trump forseti hefur ítrekað haldið því fram að hvorki hann persónulega né framboð hans hafi unnið með útsendurum rússneskra stjórnvalda í kosningabaráttunni árið 2016. Í viðtali við Chris Cuomo, þáttastjórnanda CNN-fréttastöðvarinnar, ræddu þeir Giuliani um samskipti starfsmanna framboðsins við Rússa. Giuliani kvartaði undan því sem hann kallaði „falsfréttir“ um Rússarannsóknina svonefndu. Cuomo svaraði þá til að falsar fréttir væru að segja að enginn í framboðinu hafi átt í samskiptum við Rússa eða að ekkert hafi komið fram sem benti til samráðs á milli framboðsins og Rússa. Við þau orð Cuomo var Giuliani ekki sáttur og sakaði hann um að gera sér upp skoðanir. „Ég sagði aldrei að það hefði ekki verið neitt samráð á milli framboðsins, eða á milli fólks í framboðinu,“ fullyrti fyrrverandi borgarstjóri New York við Cuomo sem þrætti fyrir það. „Ég hef ekki gert það. Ég sagði forseti Bandaríkjanna. Það er ekki eitt einasta sönnunargagn um að forseti Bandaríkjanna hafi framið eina glæpinn sem hægt er að fremja hér, leggja á ráðin með Rússum um að hakka landsnefnd Demókrataflokksins,“ hélt Giuliani áfram. Talið er að rússneskir hakkarar hafi brotist inn í tölvupósta Demókrataflokksins og lekið þeim í gegnum Wikileaks árið 2016.Giuliani þrætti jafnframt fyrir það að Trump hefði nokkru sinni neitað því að einhver innan framboðsins hefði átt í samráði við Rússa. „Hann sagði ekki enginn, hann sagði að hann gerði það ekki,“ sagði lögmaðurinn.Það er þó ekki rétt, eins og Cuomo benti Giuliani strax á. Í síðasta mánuði tísti forsetinn meðal annars um að „Demókratar finna ekki [rjúkandi] byssu sem tengir Trump-framboðið við Rússland eftir framburð James Comey. Engin [rjúkandi] byssa…Ekkert samráð.““Democrats can't find a Smocking Gun tying the Trump campaign to Russia after James Comey's testimony. No Smocking Gun...No Collusion.” @FoxNews That's because there was NO COLLUSION. So now the Dems go to a simple private transaction, wrongly call it a campaign contribution,...— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 10, 2018 Á meðal samskipta Trump-framboðsins við Rússa sem vitað er um er fundur sem Donald Trump yngri, sonur forsetans, Jared Kushner, tengdasonur hans, og Paul Manafort, þáverandi kosningastjóri hans, áttu með rússneskum lögmanni í Trump-turninum í New York í júní árið 2016. Þeim hafði verið lofað skaðlegum upplýsingum um Hillary Clinton, mótframbjóðanda Trump, sem væri liður í tilraunum Rússa til að hjálpa forsetaframboði Trump. Miklar vangaveltur hafa verið uppi undanfarið um að rannsókn Roberts Mueller, sérstaka rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, á meintu samráði Trump-framboðsins við Rússa, gæti verið á lokametrunum. Búist er við því að hann taki saman niðurstöður sínar í lokaskýrslu.Uppfært 16:25 Guiliani sendi frá sér yfirlýsingu í dag vegna viðtalsins á CNN. Heldur hann því fram að orð sín hafi verið mistúlkuð. „Ég kem aðeins fram fyrir hönd Trump forseta, ekki framboðs Trump. Trump forseti átti ekki í neinu samráði á neinn hátt, formi eða tagi. Á sama hátt hef ég enga vitneskju um samráðs neinnar þeirra þúsunda manna sem unnu fyrir framboðið,“ segir Giuliani í yfirlýsingunni.From Giuliani: pic.twitter.com/VUt5LYvI2T— Maggie Haberman (@maggieNYT) January 17, 2019
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Giuliani kennir Twitter um eigin mistök og hrekk Rudy Giuliani, fyrrverandi borgarstjóri New York, og einn af æðstu lögmönnum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, er sannfærður um að starfsmenn Twitter hati Donald Trump. 5. desember 2018 14:49 Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Fleiri fréttir Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Sjá meira
Giuliani kennir Twitter um eigin mistök og hrekk Rudy Giuliani, fyrrverandi borgarstjóri New York, og einn af æðstu lögmönnum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, er sannfærður um að starfsmenn Twitter hati Donald Trump. 5. desember 2018 14:49