Ekki stytta vinnuvikuna! Valgerður Árnadóttir skrifar 17. janúar 2019 08:37 Hvers vegna ættum við að stytta vinnuvikuna? Við höfum alltaf haft þetta svona. Þetta er bara fínt, við þurfum ekki að breyta því sem hefur virkað hingað til. Nennir fólk ekkert að vinna lengur? Eru þetta rök? Nei, það að við „höfum alltaf haft þetta svona” eru ekki málefnaleg rök fyrir því að það eigi ekki að breyta því. Kulnun er orð ársins 2018. Orð sem við því miður heyrum æ oftar því það er staðreynd að fólk er að keyra sig út. Þessvegna ætla ég að telja upp nokkur rök því til stuðnings að við styttum vinnuvikuna.Kostir þess að stytta vinnuvikuna Tilraunaverkefni í Bretlandi þar sem vinnustaðir eða sveitarfélög hafa tekið upp 4 daga vinnuviku eða 32 stunda viku sýna að: Afköst og framleiðni eru þau sömu eða betri. Starfsfólk er sjaldnar veikt. (nýtir færri veikindadaga) Jöfnuður eykst, meðal annars því feðrum er gefinn aukinn kostur á að taka þátt í barnauppeldi og heimilisstörfum sem alla jafna falla aðallega á konur, en konur eru 45% líklegri til að upplifa kulnun en karlar vegna álags sem fylgir því að sinna barnauppeldi og heimilisstörfum ásamt fullri vinnu. Styttri vinnuvika mengar minna –já þú last rétt, því fólk í fríi notar mengandi samgöngur minna, hefur meiri tíma til útivistar og kaupa frekar ferskt hráefni til að elda úr heldur en tilbúna rétti. Rannsóknir sýna að við það að stytta vinnuvikuna um 20% myndum við draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um allt að 16%.Fólk með styttri vinnuviku er betra til heilsunnar líkamlega og andlega, það sinnir börnum sínum betur og hefur meiri tíma til að sinna því sem meira máli skiptir “eins og að bjarga jörðinni frá glötun!” (eins og Björn Þorsteinsson, prófessor í heimspeki og stjórnarmaður lýðræðisfélags Öldu orðaði það svo skemmtilega á málþingi um styttingu vinnuvikunnar.)Samtök atvinnulífsins og stjórnvöld hunsa niðurstöður Hvers vegna, í ljósi niðurstaðna, eru samtök atvinnulífsins og stjórnvöld ekki að styðja þessa kröfu verkalýðsfélaganna? Það mætti halda að þau hafi ekki kynnt sér kosti þess fyrir allt samfélagið og efnahagslífið að stytta vinnuvikuna? Það mætti halda að þeir væru gamaldags og forpokaðir jakkafatakarlar sem ekki hafa áhuga á að hlusta á fólkið sem vinnur fyrir þau og halda fyrirtækjum þeirra gangandi? Það mætti halda að SA hafi afþakkað að taka þátt í eða að yfirleitt að mæta á málþing um styttingu vinnuvikunnar þrátt fyrir ítrekuð boð þar um?Í staðinn leggja samtök atvinnulífsins til að dagvinnutími sé lengdur úr 9 tímum í 13, þeir telja það hagræðingu fyrir starfsfólk að geta valið það að vinna 8 tíma á tímabilinu frá 6 á morgnana til 19 á kvöldin án yfirvinnukaups og án kaffitíma, því þá geti þau stytt vinnudaginn en samt unnið jafn marga tíma. Þessar tillögur SA eru illa ígrundaðar og algjörlega úr takti við þróunina sem á sér stað í löndum sem við viljum bera okkur saman við.Kjarasamningar eru lausir Á þriggja ára fresti gefst okkur kostur á að semja um kaup okkar og kjör. Þessi tími gefur málsaðilum tækifæri til að koma til móts við hvort annað, endurskoða það sem betur má fara, afla upplýsinga og semja með bætt lífskjör fólks og hagsæld samfélagsins að leiðarljósi. Mannauð á ekki að meta einungis út frá fjárhagslegum hagnaði heldur samfélagslegum. Það er okkur öllum til framdráttar að auðga líf fólks í landinu, stytting vinnuvikunnar er auðveldasta leiðin til að bæta lífsgæði fólks, auka framleiðini og afköst, stuðla að auknum jöfnuði, menga minna og minnka kostnað og álag á heilbrigðiskerfið vegna lífstílssjúkdóma. Minni vinna og allir vinna.Höfundur er starfsmaður Eflingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valgerður Árnadóttir Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Hvers vegna ættum við að stytta vinnuvikuna? Við höfum alltaf haft þetta svona. Þetta er bara fínt, við þurfum ekki að breyta því sem hefur virkað hingað til. Nennir fólk ekkert að vinna lengur? Eru þetta rök? Nei, það að við „höfum alltaf haft þetta svona” eru ekki málefnaleg rök fyrir því að það eigi ekki að breyta því. Kulnun er orð ársins 2018. Orð sem við því miður heyrum æ oftar því það er staðreynd að fólk er að keyra sig út. Þessvegna ætla ég að telja upp nokkur rök því til stuðnings að við styttum vinnuvikuna.Kostir þess að stytta vinnuvikuna Tilraunaverkefni í Bretlandi þar sem vinnustaðir eða sveitarfélög hafa tekið upp 4 daga vinnuviku eða 32 stunda viku sýna að: Afköst og framleiðni eru þau sömu eða betri. Starfsfólk er sjaldnar veikt. (nýtir færri veikindadaga) Jöfnuður eykst, meðal annars því feðrum er gefinn aukinn kostur á að taka þátt í barnauppeldi og heimilisstörfum sem alla jafna falla aðallega á konur, en konur eru 45% líklegri til að upplifa kulnun en karlar vegna álags sem fylgir því að sinna barnauppeldi og heimilisstörfum ásamt fullri vinnu. Styttri vinnuvika mengar minna –já þú last rétt, því fólk í fríi notar mengandi samgöngur minna, hefur meiri tíma til útivistar og kaupa frekar ferskt hráefni til að elda úr heldur en tilbúna rétti. Rannsóknir sýna að við það að stytta vinnuvikuna um 20% myndum við draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um allt að 16%.Fólk með styttri vinnuviku er betra til heilsunnar líkamlega og andlega, það sinnir börnum sínum betur og hefur meiri tíma til að sinna því sem meira máli skiptir “eins og að bjarga jörðinni frá glötun!” (eins og Björn Þorsteinsson, prófessor í heimspeki og stjórnarmaður lýðræðisfélags Öldu orðaði það svo skemmtilega á málþingi um styttingu vinnuvikunnar.)Samtök atvinnulífsins og stjórnvöld hunsa niðurstöður Hvers vegna, í ljósi niðurstaðna, eru samtök atvinnulífsins og stjórnvöld ekki að styðja þessa kröfu verkalýðsfélaganna? Það mætti halda að þau hafi ekki kynnt sér kosti þess fyrir allt samfélagið og efnahagslífið að stytta vinnuvikuna? Það mætti halda að þeir væru gamaldags og forpokaðir jakkafatakarlar sem ekki hafa áhuga á að hlusta á fólkið sem vinnur fyrir þau og halda fyrirtækjum þeirra gangandi? Það mætti halda að SA hafi afþakkað að taka þátt í eða að yfirleitt að mæta á málþing um styttingu vinnuvikunnar þrátt fyrir ítrekuð boð þar um?Í staðinn leggja samtök atvinnulífsins til að dagvinnutími sé lengdur úr 9 tímum í 13, þeir telja það hagræðingu fyrir starfsfólk að geta valið það að vinna 8 tíma á tímabilinu frá 6 á morgnana til 19 á kvöldin án yfirvinnukaups og án kaffitíma, því þá geti þau stytt vinnudaginn en samt unnið jafn marga tíma. Þessar tillögur SA eru illa ígrundaðar og algjörlega úr takti við þróunina sem á sér stað í löndum sem við viljum bera okkur saman við.Kjarasamningar eru lausir Á þriggja ára fresti gefst okkur kostur á að semja um kaup okkar og kjör. Þessi tími gefur málsaðilum tækifæri til að koma til móts við hvort annað, endurskoða það sem betur má fara, afla upplýsinga og semja með bætt lífskjör fólks og hagsæld samfélagsins að leiðarljósi. Mannauð á ekki að meta einungis út frá fjárhagslegum hagnaði heldur samfélagslegum. Það er okkur öllum til framdráttar að auðga líf fólks í landinu, stytting vinnuvikunnar er auðveldasta leiðin til að bæta lífsgæði fólks, auka framleiðini og afköst, stuðla að auknum jöfnuði, menga minna og minnka kostnað og álag á heilbrigðiskerfið vegna lífstílssjúkdóma. Minni vinna og allir vinna.Höfundur er starfsmaður Eflingar.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun