Kirkjan að loka á ellefu alda búskap í Skálholti Jóhann Óli Eiðsson skrifar 15. janúar 2019 07:00 Búfjárhald var í Skálholti nær óslitið frá landnámi. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Útlit er fyrir að búskapur leggist af í Skálholti í vor þegar núverandi ábúðarsamningur rennur sitt skeið. Kirkjuráðsmaður segir ástæðuna þá að fjósbygging á staðnum sé úrelt og að lagfæringar komi ekki til með að standa undir kostnaði. Búskapur hefur verið í Skálholti nær óslitið frá því að Ísland var numið. Jörðin hefur verið eign kirkjunnar eftir hún fékk hana að gjöf frá ríkinu árið 1963. Fyrir fimm árum var til skoðunar hvort hætta ætti að leigja jörðina til ábúðar en að endingu var afráðið að gera fimm ára leigusamning. Á síðasta fundi kirkjuráðs var hins vegar samþykkt að stefna að því að búskap ljúki á jörðinni í vor. „Miðað við þá aðstöðu sem er til búskapar þarna, það er fjósbygginguna, og greiðslumarkið sem fylgir jörðinni þá er þetta í raun hið eina í stöðunni,“ segir kirkjuráðsmaðurinn Stefán Magnússon. „Fjósið er barn síns tíma og stenst eiginlega ekki þær kröfur sem nú eru gerðar. Miðað við þá öru þróun sem verið hefur í mjólkurframleiðslu undanfarin ár og áratugi þá eru framleiðslutækin úrelt. Mjólkurframleiðsla sætir býsna ströngum kröfum og reglugerðum og það er fyrst og fremst það sem býr að baki. Nú standa menn frammi fyrir tveimur kostum, annars vegar að setja 200 milljónir í nýbyggingu eða að hætta búskap,“ segir Stefán. Óljóst sé hvað verði um þær byggingar sem tengjast rekstrinum. Íbúðarhúsið verði vafalaust áfram nýtt og sennilegt er að túnin verði leigð út. Þá er sennilegast að mjólkurkvóti jarðarinnar, undir hundrað þúsund lítrum, verði með tímanum seldur þó ekki hafi verið tekin formleg ákvörðun um það. „Það er ekki mikill kvóti þarna. Eðlilegast er að hann verði seldur. Metnaður kirkjunnar liggur að sjálfsögðu ekki í því að standa í framleiðslu á mjólk enda væri það nokkuð skrítið ef hún færi að standa í slíku,“ segir Stefán. Aðspurður segir Stefán að núverandi ábúandi hafi viljað framlengja samninginn en vilji til þess sé ekki fyrir hendi hjá kirkjunni. Fréttablaðið reyndi að ná tali af ábúanda jarðarinnar en hann var vant við látinn við að hafa uppi á nautgrip sem sloppið hafði úr fjósinu. Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Þjóðkirkjan Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Pilturinn er fundinn Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Fleiri fréttir Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Sjá meira
Útlit er fyrir að búskapur leggist af í Skálholti í vor þegar núverandi ábúðarsamningur rennur sitt skeið. Kirkjuráðsmaður segir ástæðuna þá að fjósbygging á staðnum sé úrelt og að lagfæringar komi ekki til með að standa undir kostnaði. Búskapur hefur verið í Skálholti nær óslitið frá því að Ísland var numið. Jörðin hefur verið eign kirkjunnar eftir hún fékk hana að gjöf frá ríkinu árið 1963. Fyrir fimm árum var til skoðunar hvort hætta ætti að leigja jörðina til ábúðar en að endingu var afráðið að gera fimm ára leigusamning. Á síðasta fundi kirkjuráðs var hins vegar samþykkt að stefna að því að búskap ljúki á jörðinni í vor. „Miðað við þá aðstöðu sem er til búskapar þarna, það er fjósbygginguna, og greiðslumarkið sem fylgir jörðinni þá er þetta í raun hið eina í stöðunni,“ segir kirkjuráðsmaðurinn Stefán Magnússon. „Fjósið er barn síns tíma og stenst eiginlega ekki þær kröfur sem nú eru gerðar. Miðað við þá öru þróun sem verið hefur í mjólkurframleiðslu undanfarin ár og áratugi þá eru framleiðslutækin úrelt. Mjólkurframleiðsla sætir býsna ströngum kröfum og reglugerðum og það er fyrst og fremst það sem býr að baki. Nú standa menn frammi fyrir tveimur kostum, annars vegar að setja 200 milljónir í nýbyggingu eða að hætta búskap,“ segir Stefán. Óljóst sé hvað verði um þær byggingar sem tengjast rekstrinum. Íbúðarhúsið verði vafalaust áfram nýtt og sennilegt er að túnin verði leigð út. Þá er sennilegast að mjólkurkvóti jarðarinnar, undir hundrað þúsund lítrum, verði með tímanum seldur þó ekki hafi verið tekin formleg ákvörðun um það. „Það er ekki mikill kvóti þarna. Eðlilegast er að hann verði seldur. Metnaður kirkjunnar liggur að sjálfsögðu ekki í því að standa í framleiðslu á mjólk enda væri það nokkuð skrítið ef hún færi að standa í slíku,“ segir Stefán. Aðspurður segir Stefán að núverandi ábúandi hafi viljað framlengja samninginn en vilji til þess sé ekki fyrir hendi hjá kirkjunni. Fréttablaðið reyndi að ná tali af ábúanda jarðarinnar en hann var vant við látinn við að hafa uppi á nautgrip sem sloppið hafði úr fjósinu.
Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Þjóðkirkjan Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Pilturinn er fundinn Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Fleiri fréttir Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Sjá meira