Kirkjan að loka á ellefu alda búskap í Skálholti Jóhann Óli Eiðsson skrifar 15. janúar 2019 07:00 Búfjárhald var í Skálholti nær óslitið frá landnámi. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Útlit er fyrir að búskapur leggist af í Skálholti í vor þegar núverandi ábúðarsamningur rennur sitt skeið. Kirkjuráðsmaður segir ástæðuna þá að fjósbygging á staðnum sé úrelt og að lagfæringar komi ekki til með að standa undir kostnaði. Búskapur hefur verið í Skálholti nær óslitið frá því að Ísland var numið. Jörðin hefur verið eign kirkjunnar eftir hún fékk hana að gjöf frá ríkinu árið 1963. Fyrir fimm árum var til skoðunar hvort hætta ætti að leigja jörðina til ábúðar en að endingu var afráðið að gera fimm ára leigusamning. Á síðasta fundi kirkjuráðs var hins vegar samþykkt að stefna að því að búskap ljúki á jörðinni í vor. „Miðað við þá aðstöðu sem er til búskapar þarna, það er fjósbygginguna, og greiðslumarkið sem fylgir jörðinni þá er þetta í raun hið eina í stöðunni,“ segir kirkjuráðsmaðurinn Stefán Magnússon. „Fjósið er barn síns tíma og stenst eiginlega ekki þær kröfur sem nú eru gerðar. Miðað við þá öru þróun sem verið hefur í mjólkurframleiðslu undanfarin ár og áratugi þá eru framleiðslutækin úrelt. Mjólkurframleiðsla sætir býsna ströngum kröfum og reglugerðum og það er fyrst og fremst það sem býr að baki. Nú standa menn frammi fyrir tveimur kostum, annars vegar að setja 200 milljónir í nýbyggingu eða að hætta búskap,“ segir Stefán. Óljóst sé hvað verði um þær byggingar sem tengjast rekstrinum. Íbúðarhúsið verði vafalaust áfram nýtt og sennilegt er að túnin verði leigð út. Þá er sennilegast að mjólkurkvóti jarðarinnar, undir hundrað þúsund lítrum, verði með tímanum seldur þó ekki hafi verið tekin formleg ákvörðun um það. „Það er ekki mikill kvóti þarna. Eðlilegast er að hann verði seldur. Metnaður kirkjunnar liggur að sjálfsögðu ekki í því að standa í framleiðslu á mjólk enda væri það nokkuð skrítið ef hún færi að standa í slíku,“ segir Stefán. Aðspurður segir Stefán að núverandi ábúandi hafi viljað framlengja samninginn en vilji til þess sé ekki fyrir hendi hjá kirkjunni. Fréttablaðið reyndi að ná tali af ábúanda jarðarinnar en hann var vant við látinn við að hafa uppi á nautgrip sem sloppið hafði úr fjósinu. Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Þjóðkirkjan Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Útlit er fyrir að búskapur leggist af í Skálholti í vor þegar núverandi ábúðarsamningur rennur sitt skeið. Kirkjuráðsmaður segir ástæðuna þá að fjósbygging á staðnum sé úrelt og að lagfæringar komi ekki til með að standa undir kostnaði. Búskapur hefur verið í Skálholti nær óslitið frá því að Ísland var numið. Jörðin hefur verið eign kirkjunnar eftir hún fékk hana að gjöf frá ríkinu árið 1963. Fyrir fimm árum var til skoðunar hvort hætta ætti að leigja jörðina til ábúðar en að endingu var afráðið að gera fimm ára leigusamning. Á síðasta fundi kirkjuráðs var hins vegar samþykkt að stefna að því að búskap ljúki á jörðinni í vor. „Miðað við þá aðstöðu sem er til búskapar þarna, það er fjósbygginguna, og greiðslumarkið sem fylgir jörðinni þá er þetta í raun hið eina í stöðunni,“ segir kirkjuráðsmaðurinn Stefán Magnússon. „Fjósið er barn síns tíma og stenst eiginlega ekki þær kröfur sem nú eru gerðar. Miðað við þá öru þróun sem verið hefur í mjólkurframleiðslu undanfarin ár og áratugi þá eru framleiðslutækin úrelt. Mjólkurframleiðsla sætir býsna ströngum kröfum og reglugerðum og það er fyrst og fremst það sem býr að baki. Nú standa menn frammi fyrir tveimur kostum, annars vegar að setja 200 milljónir í nýbyggingu eða að hætta búskap,“ segir Stefán. Óljóst sé hvað verði um þær byggingar sem tengjast rekstrinum. Íbúðarhúsið verði vafalaust áfram nýtt og sennilegt er að túnin verði leigð út. Þá er sennilegast að mjólkurkvóti jarðarinnar, undir hundrað þúsund lítrum, verði með tímanum seldur þó ekki hafi verið tekin formleg ákvörðun um það. „Það er ekki mikill kvóti þarna. Eðlilegast er að hann verði seldur. Metnaður kirkjunnar liggur að sjálfsögðu ekki í því að standa í framleiðslu á mjólk enda væri það nokkuð skrítið ef hún færi að standa í slíku,“ segir Stefán. Aðspurður segir Stefán að núverandi ábúandi hafi viljað framlengja samninginn en vilji til þess sé ekki fyrir hendi hjá kirkjunni. Fréttablaðið reyndi að ná tali af ábúanda jarðarinnar en hann var vant við látinn við að hafa uppi á nautgrip sem sloppið hafði úr fjósinu.
Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Þjóðkirkjan Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira