Fyrirlestur um þá sem hirtu herflutningana Benedikt Bóas skrifar 15. janúar 2019 08:00 Varnarliðið á Keflavíkurflugvelli Bandaríski herinn Ísland Nato Bandaríkin Í dag flytur Arnór Gunnar Gunnarsson hádegisfyrirlesturinn „Scalia, Ginsburg og Keflavíkurstöðin. Rainbow Navigation-málið fyrir bandarískum dómstólum 1985-1991“. Fyrirlesturinn fer fram í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands kl 12.05 og er fyrsta erindi vormisseris í röð fyrirlestra sem Sagnfræðingafélag Íslands skipuleggur í samvinnu við Þjóðminjasafnið. Þema þessa vors er réttarfar og refsingar, segir í tilkynningu. Um miðjan 9. áratuginn tók bandarískt fyrirtæki, Rainbow Navigation, óvænt að sér vöruflutninga fyrir Bandaríkjaher á Íslandi. Íslenskum skipafyrirtækjum var ekki skemmt enda höfðu þau séð um flutningana fram að þessu. Að kröfu íslenskra stjórnvalda reyndi ríkisstjórn Ronalds Reagan að koma flutningunum aftur til íslenskra fyrirtækja en það reyndist þrautin þyngri þar sem bandarísk fyrirtæki höfðu forgang lögum samkvæmt. Í kjölfarið urðu tvö dómsmál vestra sem höfðu mikil áhrif á deiluna. Í fyrra dómsmálinu (1985-1986) voru tilraunir Bandaríkjastjórnar til að beita undanþáguákvæði dæmdar ólöglegar og Rainbow Navigation hélt flutningunum um sinn. Löndin leiddu málið til lykta með milliríkjasamningi seinna á árinu 1986 en fljótlega var framkvæmd samningsins kærð og úr varð seinna meiri háttar dómsmál vegna vöruflutninganna (1988-1991). Í þetta skiptið varð niðurstaðan íslensku fyrirtækjunum hagstæð. Dómarar í málunum (sem voru m.a. Antonin Scalia, Ken Starr og Ruth Bader Ginsburg) áttu þannig eftir að hafa umtalsverð áhrif á málefni Íslands og Bandaríkjanna á síðari hluta 9. áratugarins. Í erindinu verður áhersla lögð á dómsmálin en einnig reynt að setja Rainbow Navigation-málið í samhengi við stöðu Íslands í kalda stríðinu á 9. áratugnum, auk þess sem áhrif fyrirtækjanna á utanríkismál verða könnuð. Líkt og dómarar tóku skýrt fram var um umtalsverða utanríkishagsmuni að ræða fyrir Bandaríkjamenn – en þrátt fyrir það var ekki hægt að hunsa hagsmuni innlenda fyrirtækisins Rainbow Navigation með auðveldum hætti. Arnór Gunnar Gunnarsson skrifaði BA-ritgerð í sagnfræði um Rainbow Navigation-málið sem hann skilaði í janúar 2018. Hann leggur nú stund á meistaranám í Evrópusögu við Columbia-háskóla í New York. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Í dag flytur Arnór Gunnar Gunnarsson hádegisfyrirlesturinn „Scalia, Ginsburg og Keflavíkurstöðin. Rainbow Navigation-málið fyrir bandarískum dómstólum 1985-1991“. Fyrirlesturinn fer fram í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands kl 12.05 og er fyrsta erindi vormisseris í röð fyrirlestra sem Sagnfræðingafélag Íslands skipuleggur í samvinnu við Þjóðminjasafnið. Þema þessa vors er réttarfar og refsingar, segir í tilkynningu. Um miðjan 9. áratuginn tók bandarískt fyrirtæki, Rainbow Navigation, óvænt að sér vöruflutninga fyrir Bandaríkjaher á Íslandi. Íslenskum skipafyrirtækjum var ekki skemmt enda höfðu þau séð um flutningana fram að þessu. Að kröfu íslenskra stjórnvalda reyndi ríkisstjórn Ronalds Reagan að koma flutningunum aftur til íslenskra fyrirtækja en það reyndist þrautin þyngri þar sem bandarísk fyrirtæki höfðu forgang lögum samkvæmt. Í kjölfarið urðu tvö dómsmál vestra sem höfðu mikil áhrif á deiluna. Í fyrra dómsmálinu (1985-1986) voru tilraunir Bandaríkjastjórnar til að beita undanþáguákvæði dæmdar ólöglegar og Rainbow Navigation hélt flutningunum um sinn. Löndin leiddu málið til lykta með milliríkjasamningi seinna á árinu 1986 en fljótlega var framkvæmd samningsins kærð og úr varð seinna meiri háttar dómsmál vegna vöruflutninganna (1988-1991). Í þetta skiptið varð niðurstaðan íslensku fyrirtækjunum hagstæð. Dómarar í málunum (sem voru m.a. Antonin Scalia, Ken Starr og Ruth Bader Ginsburg) áttu þannig eftir að hafa umtalsverð áhrif á málefni Íslands og Bandaríkjanna á síðari hluta 9. áratugarins. Í erindinu verður áhersla lögð á dómsmálin en einnig reynt að setja Rainbow Navigation-málið í samhengi við stöðu Íslands í kalda stríðinu á 9. áratugnum, auk þess sem áhrif fyrirtækjanna á utanríkismál verða könnuð. Líkt og dómarar tóku skýrt fram var um umtalsverða utanríkishagsmuni að ræða fyrir Bandaríkjamenn – en þrátt fyrir það var ekki hægt að hunsa hagsmuni innlenda fyrirtækisins Rainbow Navigation með auðveldum hætti. Arnór Gunnar Gunnarsson skrifaði BA-ritgerð í sagnfræði um Rainbow Navigation-málið sem hann skilaði í janúar 2018. Hann leggur nú stund á meistaranám í Evrópusögu við Columbia-háskóla í New York.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira