Pompeo gagnrýndi Obama harðlega Samúel Karl Ólason skrifar 10. janúar 2019 15:53 Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. AP/Amr Nabil Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, gagnrýnd Barack Obama, fyrrverandi forseta, harðlega í ræðu í Kaíró nú í dag. Pompeo sagði Obama hafa skaðað orðspor og hlutverk Bandaríkjanna í Mið-Austurlöndum, hafa skaðað bandamenn Bandaríkjanna á svæðinu og ekki staðið nægjanlega í hárinu á Íran. Hann sagði Obama hafa verið barnalegan og ragan. Þá sagði utanríkisráðherrann að Bandaríkin hefðu lært af mistökum sínum í Mið-Austurlöndum. Bandaríkin væru nú orðin afl til góðs á svæðinu. Pompeo minntist ekkert á mannréttindi íbúa og hrósaði einræðisríkjunum Sádi-Arabíu og Barein í hástert fyrir að sporna gegn áhrifum Íran. Pompeo gagnrýndi Obama einnig fyrir ræðu hans í Kaíró árið 2009, þegar forsetinn sagði að Bandaríkin sætu ekki á svörum við flóknum vandræðum Mið-Austurlanda. Pompeo sagði Obama ekki hafa sýnt nægjanlegt stolt og að tímabil sjálfs-skammar væri liðið í Bandaríkjunum..@SecPompeo: "The age of self-inflicted American shame is over and so are the policies that produced so much needless suffering." Watch complete remarks in Cairo, Egypt here: https://t.co/1Q5Z3bl8dEpic.twitter.com/ucafKRW41P — CSPAN (@cspan) January 10, 2019 Það hefur vakið mikla athygli að meðal þeirra mistaka sem Pompeo sagði að Bandaríkin hefðu lært af væri að þegar Bandaríkin færu í flýti frá átakasvæðum fylltist það tómarúm sem eftir yrði oft með óreiðu. Þetta sagði hann þrátt fyrir skyndiákvörðun Donald Trump, forseta, að kalla um tvö þúsund hermenn Bandaríkjanna heim frá Sýrlandi. Sú ákvörðun kom ráðgjöfum og starfsmönnum Trump, sem og forsvarsmönnum hersins, verulega á óvart og leiddi til þess að Jim Mattis, varnarmálaráðherra sagði af sér. Pompeo ítrekaði að hermennirnir myndu fara frá Sýrlandi en sagði að þrátt fyrir það yrði baráttunni gegn Íslamska ríkinu haldið áfram og hann sagði einnig að Bandaríkin myndu bola öllum Írönum frá Sýrlandi. Hann sagði þó ekki hvernig ríkisstjórn Trump ætlaði að gera það og þá sérstaklega með tilliti til þess að sýrlenskir Kúrdar, helstu og jafnframt einu bandamenn Bandaríkjanna í Sýrlandi, líta á ákvörðun Trump sem svik og að Tyrkir hafi ítrekað hótað að gera innrás í Sýrlandi og herja á sýrlenska Kúrda. Samtökin National Security Action, sem inniheldur að mestu fyrrverandi starfsmenn Obama, sögðu ræðu Pompeo vera smásálarlega. „Að þessi ríkisstjórn finni enn þörfina, nærri því tíu árum síðar, til að gagnrýna viðleitni til að mynda tengsl við íbúa Mið-Austurlanda og vestrænna ríkja bendir ekki bara á smásálarleika ríkisstjórnar Donald Trump, heldur einnig á skort á sýn ríkisstjórnarinnar varðandi hlutverk Bandaríkjanna á svæðinu og höfnun gilda Bandaríkjanna,“ segir í yfirlýsingu frá samtökunum.Ræðu Pompeo má sjá hér að neðan. Hún hefst eftir um níu mínútur. Bandaríkin Barein Íran Mið-Austurlönd Sádi-Arabía Sýrland Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Símafrí en ekki símabann Innlent Fleiri fréttir Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Sjá meira
Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, gagnrýnd Barack Obama, fyrrverandi forseta, harðlega í ræðu í Kaíró nú í dag. Pompeo sagði Obama hafa skaðað orðspor og hlutverk Bandaríkjanna í Mið-Austurlöndum, hafa skaðað bandamenn Bandaríkjanna á svæðinu og ekki staðið nægjanlega í hárinu á Íran. Hann sagði Obama hafa verið barnalegan og ragan. Þá sagði utanríkisráðherrann að Bandaríkin hefðu lært af mistökum sínum í Mið-Austurlöndum. Bandaríkin væru nú orðin afl til góðs á svæðinu. Pompeo minntist ekkert á mannréttindi íbúa og hrósaði einræðisríkjunum Sádi-Arabíu og Barein í hástert fyrir að sporna gegn áhrifum Íran. Pompeo gagnrýndi Obama einnig fyrir ræðu hans í Kaíró árið 2009, þegar forsetinn sagði að Bandaríkin sætu ekki á svörum við flóknum vandræðum Mið-Austurlanda. Pompeo sagði Obama ekki hafa sýnt nægjanlegt stolt og að tímabil sjálfs-skammar væri liðið í Bandaríkjunum..@SecPompeo: "The age of self-inflicted American shame is over and so are the policies that produced so much needless suffering." Watch complete remarks in Cairo, Egypt here: https://t.co/1Q5Z3bl8dEpic.twitter.com/ucafKRW41P — CSPAN (@cspan) January 10, 2019 Það hefur vakið mikla athygli að meðal þeirra mistaka sem Pompeo sagði að Bandaríkin hefðu lært af væri að þegar Bandaríkin færu í flýti frá átakasvæðum fylltist það tómarúm sem eftir yrði oft með óreiðu. Þetta sagði hann þrátt fyrir skyndiákvörðun Donald Trump, forseta, að kalla um tvö þúsund hermenn Bandaríkjanna heim frá Sýrlandi. Sú ákvörðun kom ráðgjöfum og starfsmönnum Trump, sem og forsvarsmönnum hersins, verulega á óvart og leiddi til þess að Jim Mattis, varnarmálaráðherra sagði af sér. Pompeo ítrekaði að hermennirnir myndu fara frá Sýrlandi en sagði að þrátt fyrir það yrði baráttunni gegn Íslamska ríkinu haldið áfram og hann sagði einnig að Bandaríkin myndu bola öllum Írönum frá Sýrlandi. Hann sagði þó ekki hvernig ríkisstjórn Trump ætlaði að gera það og þá sérstaklega með tilliti til þess að sýrlenskir Kúrdar, helstu og jafnframt einu bandamenn Bandaríkjanna í Sýrlandi, líta á ákvörðun Trump sem svik og að Tyrkir hafi ítrekað hótað að gera innrás í Sýrlandi og herja á sýrlenska Kúrda. Samtökin National Security Action, sem inniheldur að mestu fyrrverandi starfsmenn Obama, sögðu ræðu Pompeo vera smásálarlega. „Að þessi ríkisstjórn finni enn þörfina, nærri því tíu árum síðar, til að gagnrýna viðleitni til að mynda tengsl við íbúa Mið-Austurlanda og vestrænna ríkja bendir ekki bara á smásálarleika ríkisstjórnar Donald Trump, heldur einnig á skort á sýn ríkisstjórnarinnar varðandi hlutverk Bandaríkjanna á svæðinu og höfnun gilda Bandaríkjanna,“ segir í yfirlýsingu frá samtökunum.Ræðu Pompeo má sjá hér að neðan. Hún hefst eftir um níu mínútur.
Bandaríkin Barein Íran Mið-Austurlönd Sádi-Arabía Sýrland Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Símafrí en ekki símabann Innlent Fleiri fréttir Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Sjá meira