Innlent

Tveimur af þremur skipt út í siðanefnd Alþingis

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Þau Hafsteinn Þór Hauksson, dósent við lagadeild Háskóla Íslands, og Salvör Nordal, umboðsmaður barna, munu ekki sitja í siðanefnd Alþingis er nefndin fær Klaustursmálið svokallaða inn á borð til sín á næstunni.

Frá þessu var greint í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins en þar sagði að Hafsteinn Þór hefði óskað eftir að hætta í nefndinni. Sú ákvörðun væri þó algjörlega óháð Klaustursmálinu. Margrét Vala Kristjánsdóttir, varamaður Hafsteins, mun taka sæti hans í nefndinni.

Þá óskaði Salvör eftir því að víkja sæti vegna anna í starfi hennar sem umboðsmaður barna. Komin er tillaga um staðgengil hennar og mun forsætisnefnd Alþingis afgreiða þá tillögu á fundi sínum á morgun.

Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, fyrrverandi alþingismaður, er formaður nefndarinnar og situr áfram í henni.


Tengdar fréttir

Fullyrðingar Sigmundar um brot á þingskaparlögum standast ekki

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, telur kosningu nýrrar forsætisnefndar Alþingis til að fjalla um Klaustursmálið stangast á við lög um þingsköp á „víðtækan hátt.“ Til stendur að kjósa forsætisnefndina þegar leitað hefur verið afbrigða eins og skýr heimild er fyrir í þingskaparlögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×