Þriðjungur þingmanna vill að ríkið greiði sálfræðikostnað Sveinn Arnarsson skrifar 28. janúar 2019 06:00 Þingmenn munu þurfa að glíma við geðheilbrigðismál á komandi vikum. Fréttablaðið/Anton Brink Alls mun 21 þingmaður leggja fram frumvarp á Alþingi um að almenn sálfræðiþjónusta falli undir greiðsluþátttökukerfi Sjúkratrygginga Íslands (SÍ). Í frumvarpsdrögunum segir að eitt höfuðmarkmiðið sé að tryggja aðgengi einstaklinga að sálfræðiþjónustu. Heilbrigðisráðherra segir gott að frumvarpið komi til kasta þingsins og mikilvægt að ræða skipulag kaupa ríkisins á sérfræðiþjónustu í heilbrigðiskerfinu. Samkvæmt klínískum leiðbeiningum landlæknis á gagnreynd sálfræðimeðferð að vera fyrsti meðferðarkostur við kvíða, þunglyndi og öðrum sálrænum kvillum. Þrátt fyrir þessar leiðbeiningar landlæknis hefur ekki verið að fullu unnið eftir því vegna þess hve dýrt er að fara til sálfræðings. „Eins og ég skil málið þá er tillagan sú að Sjúkratryggingum verið heimilt að semja við sálfræðinga um kaup á tiltekinni þjónustu. Það er í sjálfu sér jákvætt að þingið fái að glíma við þessa tillögu,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. „Það þarf hins vegar að vera vel skilgreint hvers konar þjónusta er keypt, hvert skipulag hennar á að vera og hvaða gæði þjónustan á að uppfylla. Ríkið sem kaupandi heilbrigðisþjónustu þarf að hafa skýra stefnu um hvað skuli kaupa og ráða ferðinni í þeim efnum. Það sjónarmið verður skoðað gaumgæfilega í umræðum um heilbrigðisstefnu til framtíðar á næstu vikum.“Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherraEkki hefur farið fram kostnaðargreining en flutningsmenn tillögunnar telja þjóðhagslegan ávinning augljósan af því að fjárfesta í fyrirbyggjandi aðgerðum í geðheilbrigðismálum. Alma Dagbjört Möller, landlæknir, hafði ekki séð umrædd frumvarpsdrög þegar Fréttablaðið náði tali af henni. Hún hins vegar fagnaði því ef slíkt frumvarp næði fram að ganga og taldi það til bóta. Greiðsluþátttaka mun einnig hafa í för með sér bætt aðgengi allra tekjuhópa að sálfræðingum hér á landi. „Í meginatriðum er afar ánægjulegt að sjá svo breiðan stuðning á þingi við að þjónusta sálfræðinga falli undir greiðsluþátttökukerfi SÍ. Það má segja að með greiðsluþátttöku viðurkenni heilbrigðisyfirvöld loksins gildi og mikilvægi gagnreyndrar sálfræðimeðferðar,“ segir Pétur Maack Þorsteinsson, yfirsálfræðingur hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands. „Þetta mun vonandi bæta aðgengi að sálfræðingum sem eru sjálfstætt starfandi utan heilbrigðiskerfisins. Í prinsippinu er mjög mikilvægt að allir sjúklingar hafi möguleika á að sækja sér sálfræðiþjónustu, ekki aðeins hinir efnameiri í okkar samfélagi.“ María Einisdóttir, framkvæmdastjóri geðsviðs Landspítalans, fagnar því að frumvarp sem þetta komi til kasta þingsins og segir það átt að hafa litið dagsins ljós fyrir löngu síðan. „Við þurfum sálfræðinga í skóla, heilsugæsluna og nær fólki, ekki bara inni á sjúkrahúsum, það vantar sálfræðinga í forvarnarskyni,“ segir María. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Erlent Fleiri fréttir Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Sjá meira
Alls mun 21 þingmaður leggja fram frumvarp á Alþingi um að almenn sálfræðiþjónusta falli undir greiðsluþátttökukerfi Sjúkratrygginga Íslands (SÍ). Í frumvarpsdrögunum segir að eitt höfuðmarkmiðið sé að tryggja aðgengi einstaklinga að sálfræðiþjónustu. Heilbrigðisráðherra segir gott að frumvarpið komi til kasta þingsins og mikilvægt að ræða skipulag kaupa ríkisins á sérfræðiþjónustu í heilbrigðiskerfinu. Samkvæmt klínískum leiðbeiningum landlæknis á gagnreynd sálfræðimeðferð að vera fyrsti meðferðarkostur við kvíða, þunglyndi og öðrum sálrænum kvillum. Þrátt fyrir þessar leiðbeiningar landlæknis hefur ekki verið að fullu unnið eftir því vegna þess hve dýrt er að fara til sálfræðings. „Eins og ég skil málið þá er tillagan sú að Sjúkratryggingum verið heimilt að semja við sálfræðinga um kaup á tiltekinni þjónustu. Það er í sjálfu sér jákvætt að þingið fái að glíma við þessa tillögu,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. „Það þarf hins vegar að vera vel skilgreint hvers konar þjónusta er keypt, hvert skipulag hennar á að vera og hvaða gæði þjónustan á að uppfylla. Ríkið sem kaupandi heilbrigðisþjónustu þarf að hafa skýra stefnu um hvað skuli kaupa og ráða ferðinni í þeim efnum. Það sjónarmið verður skoðað gaumgæfilega í umræðum um heilbrigðisstefnu til framtíðar á næstu vikum.“Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherraEkki hefur farið fram kostnaðargreining en flutningsmenn tillögunnar telja þjóðhagslegan ávinning augljósan af því að fjárfesta í fyrirbyggjandi aðgerðum í geðheilbrigðismálum. Alma Dagbjört Möller, landlæknir, hafði ekki séð umrædd frumvarpsdrög þegar Fréttablaðið náði tali af henni. Hún hins vegar fagnaði því ef slíkt frumvarp næði fram að ganga og taldi það til bóta. Greiðsluþátttaka mun einnig hafa í för með sér bætt aðgengi allra tekjuhópa að sálfræðingum hér á landi. „Í meginatriðum er afar ánægjulegt að sjá svo breiðan stuðning á þingi við að þjónusta sálfræðinga falli undir greiðsluþátttökukerfi SÍ. Það má segja að með greiðsluþátttöku viðurkenni heilbrigðisyfirvöld loksins gildi og mikilvægi gagnreyndrar sálfræðimeðferðar,“ segir Pétur Maack Þorsteinsson, yfirsálfræðingur hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands. „Þetta mun vonandi bæta aðgengi að sálfræðingum sem eru sjálfstætt starfandi utan heilbrigðiskerfisins. Í prinsippinu er mjög mikilvægt að allir sjúklingar hafi möguleika á að sækja sér sálfræðiþjónustu, ekki aðeins hinir efnameiri í okkar samfélagi.“ María Einisdóttir, framkvæmdastjóri geðsviðs Landspítalans, fagnar því að frumvarp sem þetta komi til kasta þingsins og segir það átt að hafa litið dagsins ljós fyrir löngu síðan. „Við þurfum sálfræðinga í skóla, heilsugæsluna og nær fólki, ekki bara inni á sjúkrahúsum, það vantar sálfræðinga í forvarnarskyni,“ segir María.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Erlent Fleiri fréttir Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Sjá meira