Rannsókn bandarískra yfirvalda á Wikileaks teygir anga sína til Íslands Kjartan Kjartansson skrifar 24. janúar 2019 20:52 Kristinn Hrafnsson segir mögulegt að hann sé sjálfur eitt skotmarka bandarísku rannsóknarinnar. Vísir Einstaklingi sem hefur verið búsettur á Íslandi hefur verið boðin friðhelgi fyrir saksókn í Bandaríkjunum í skiptum fyrir framburð gegn stofnanda uppljóstranavefsins Wikileaks, að sögn Kristins Hrafnsson, ritstjóra Wikileaks. Hann segist mögulega sjálfur eitt skotmarka rannsóknar bandarískra yfirvalda sem staðið hefur yfir í níu ár. Fréttablaðið sagði frá þessu í kvöld og hafði eftir bandaríska sendiráðinu á Íslandi að það gæti ekki tjáð sig vegna lokunar alríkisstofnana vestanhafs sem hefur staðið yfir í rúman mánuð. Í samtali við Vísi segist Kristinn hafa trúverðugar heimildir um að einstaklingi hér á landi hafi verið boðin friðhelgi gegn því að vitna gegn Julian Assange, stofnanda Wikileaks. Hann hafi þær heimildir ekki frá fyrstu hendi en hann viti persónulega um bandaríska ríkisborgara sem bandarískt yfirvöld hafi þrýst á að bera vitni gegn Assange. Kristni er ekki kunnugt um hvort að einstaklingurinn sé enn búsettur á Íslandi. Rannsókn bandarískra yfirvalda á Wikileaks hefur staðið yfir frá árinu 2010 en þá birti vefurinn trúnaðarskjöl úr bandarískum sendiráðum og olli miklu fjaðrafoki. Leynd hefur hvílt yfir rannsókninni og segir Kristinn að hann og aðrir sem tengjast Wikileaks viti í raun ekki mikið um hana. Svonefndur ákærudómstóll starfar í tengslum við rannsóknina í Virginíuríki í Bandaríkjunum. Slíkir dómstólar eru skipaðir kviðdómendum sem meta hvort saksóknarar hafi nægilega sterkt mál í höndunum til að gefa út ákærur eða krefjast gagna og upplýsinga. Leynd á að ríkja um störf ákærudómstóla í bandarísku réttarkerfi. Mistök starfsmanns bandarískra yfirvalda leiddi til þess að ákæra gegn Assange var óvart birt í nóvember. „Þetta er kannski til marks um það að það sé að draga til einhverra tíðinda, að menn séu farnir að leita mögulegra vitna fyrir einhver réttarhöld,“ segir Kristinn. Ekki leitað eftir viðtali við Kristinn Kristinn segir við Vísi að Wikileaks hafi fengið upplýsingar um að rannsóknin hafi undið upp á sig frá því að hún hófst og nái hún nú líklega til fleiri leka á vegum miðilsins. Þetta sé þó aðeins tilgáta þar sem Wikileaks viti ekki fyrir víst hvað sé til rannsóknar. Tölvupóstar Kristins voru á meðal gagna sem Google afhenti rannsakendunum vestanhafs eftir að þeir fengu leitarheimild hjá ákærudómstólnum árið 2012. Kristinn segir að bandaríska alríkislögreglan FBI eða dómsmálaráðuneytið hafi þó aldrei falast eftir því að taka skýrslu af honum í tengslum við rannsóknina. Leggur hann til tvær skýringar á því hvers vegna svo sé. „Mögulega er það vegna þess að ég var einn af kjarnastarfsmönnum sem hafa staðið að ýmsum af þessum lekum þannig að mögulega er ég sjálfur skotmark einhverrar ofstækisfullrar málsóknar eða þá að þeir telja á grundvelli gagna sem þeir hafa aflað sér að ég væri ekki mjög tilkippilegur sem vitni gegn félaga mínum,“ segir Kristinn. Julian Assange hefur búið í sendiráði Ekvadors í nokkur ár.Vísir/EPA Segir tíðinda að vænta af málsókn gegn The Guardian Assange hefur verið undir verndarvæng stjórnvalda í Ekvador og hafst við í sendiráðið Suður-Ameríkuríkisins í London frá árinu 2012. Þangað leitaði Assange hælis til að forðast rannsókn á kynferðisbroti í Svíþjóð og ákæru í Bretlandi fyrir að brjóta gegn lausn sem hann hlaut þar gegn tryggingu. Hann segist óttast að vera framseldur til Bandaríkjanna. Wikileaks hefur blandast inn í rannsókn bandaríska dómsmálaráðuneytisins af afskiptum rússneskra stjórnvalda af forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2016. Vefsíðan birti tölvupósta sem rússneskir hakkarar stálu frá Demókrataflokknum í aðdraganda kosninganna og hefur Assange verið sakaður um samstarf við Rússa. Því hefur hann hafnað. Breska blaðið The Guardian hélt því fram að Assange hefði fundað á laun með Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump Bandaríkjaforseta, í sendiráðinu í London. Kristinn segir þá frétt hafa verið „hraksmánarlega“. Tíðinda sé líklega að vænta af málsókn Wikileaks gegn blaðinu á næstu vikum. Bandaríkin WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir Segja Breta hafa lofað að framselja Assange ekki Lenin Moreno, forseti Ekvador, sagði í viðtali í dag að hann hefði fengið skriflegt loforð Breta um að framselja Assange ekki til neins lands þar sem hann gæti verið dæmdur til dauða. 6. desember 2018 17:03 Úthúðar The Guardian fyrir umfjöllun um meintan leynifund Assange og Manafort Kristinn Hrafnsson vandar The Guardian ekki kveðjurnar vegna fréttar um Julian Assange, stofnanda Wikileaks. 27. nóvember 2018 23:46 Segja Manafort hafa hitt Assange á leynifundum í London Breska blaðið Guardian greinir frá því í dag, og hefur eftir ónafngreindum heimildarmönnum, að Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donald Trump, Bandaríkjaforseta, hafi átt að minnsta kosti þrjá leynifundi með Julian Assange, stofnanda Wikileaks. 27. nóvember 2018 16:23 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Hælisleitendur og börn í auknu mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sjá meira
Einstaklingi sem hefur verið búsettur á Íslandi hefur verið boðin friðhelgi fyrir saksókn í Bandaríkjunum í skiptum fyrir framburð gegn stofnanda uppljóstranavefsins Wikileaks, að sögn Kristins Hrafnsson, ritstjóra Wikileaks. Hann segist mögulega sjálfur eitt skotmarka rannsóknar bandarískra yfirvalda sem staðið hefur yfir í níu ár. Fréttablaðið sagði frá þessu í kvöld og hafði eftir bandaríska sendiráðinu á Íslandi að það gæti ekki tjáð sig vegna lokunar alríkisstofnana vestanhafs sem hefur staðið yfir í rúman mánuð. Í samtali við Vísi segist Kristinn hafa trúverðugar heimildir um að einstaklingi hér á landi hafi verið boðin friðhelgi gegn því að vitna gegn Julian Assange, stofnanda Wikileaks. Hann hafi þær heimildir ekki frá fyrstu hendi en hann viti persónulega um bandaríska ríkisborgara sem bandarískt yfirvöld hafi þrýst á að bera vitni gegn Assange. Kristni er ekki kunnugt um hvort að einstaklingurinn sé enn búsettur á Íslandi. Rannsókn bandarískra yfirvalda á Wikileaks hefur staðið yfir frá árinu 2010 en þá birti vefurinn trúnaðarskjöl úr bandarískum sendiráðum og olli miklu fjaðrafoki. Leynd hefur hvílt yfir rannsókninni og segir Kristinn að hann og aðrir sem tengjast Wikileaks viti í raun ekki mikið um hana. Svonefndur ákærudómstóll starfar í tengslum við rannsóknina í Virginíuríki í Bandaríkjunum. Slíkir dómstólar eru skipaðir kviðdómendum sem meta hvort saksóknarar hafi nægilega sterkt mál í höndunum til að gefa út ákærur eða krefjast gagna og upplýsinga. Leynd á að ríkja um störf ákærudómstóla í bandarísku réttarkerfi. Mistök starfsmanns bandarískra yfirvalda leiddi til þess að ákæra gegn Assange var óvart birt í nóvember. „Þetta er kannski til marks um það að það sé að draga til einhverra tíðinda, að menn séu farnir að leita mögulegra vitna fyrir einhver réttarhöld,“ segir Kristinn. Ekki leitað eftir viðtali við Kristinn Kristinn segir við Vísi að Wikileaks hafi fengið upplýsingar um að rannsóknin hafi undið upp á sig frá því að hún hófst og nái hún nú líklega til fleiri leka á vegum miðilsins. Þetta sé þó aðeins tilgáta þar sem Wikileaks viti ekki fyrir víst hvað sé til rannsóknar. Tölvupóstar Kristins voru á meðal gagna sem Google afhenti rannsakendunum vestanhafs eftir að þeir fengu leitarheimild hjá ákærudómstólnum árið 2012. Kristinn segir að bandaríska alríkislögreglan FBI eða dómsmálaráðuneytið hafi þó aldrei falast eftir því að taka skýrslu af honum í tengslum við rannsóknina. Leggur hann til tvær skýringar á því hvers vegna svo sé. „Mögulega er það vegna þess að ég var einn af kjarnastarfsmönnum sem hafa staðið að ýmsum af þessum lekum þannig að mögulega er ég sjálfur skotmark einhverrar ofstækisfullrar málsóknar eða þá að þeir telja á grundvelli gagna sem þeir hafa aflað sér að ég væri ekki mjög tilkippilegur sem vitni gegn félaga mínum,“ segir Kristinn. Julian Assange hefur búið í sendiráði Ekvadors í nokkur ár.Vísir/EPA Segir tíðinda að vænta af málsókn gegn The Guardian Assange hefur verið undir verndarvæng stjórnvalda í Ekvador og hafst við í sendiráðið Suður-Ameríkuríkisins í London frá árinu 2012. Þangað leitaði Assange hælis til að forðast rannsókn á kynferðisbroti í Svíþjóð og ákæru í Bretlandi fyrir að brjóta gegn lausn sem hann hlaut þar gegn tryggingu. Hann segist óttast að vera framseldur til Bandaríkjanna. Wikileaks hefur blandast inn í rannsókn bandaríska dómsmálaráðuneytisins af afskiptum rússneskra stjórnvalda af forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2016. Vefsíðan birti tölvupósta sem rússneskir hakkarar stálu frá Demókrataflokknum í aðdraganda kosninganna og hefur Assange verið sakaður um samstarf við Rússa. Því hefur hann hafnað. Breska blaðið The Guardian hélt því fram að Assange hefði fundað á laun með Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump Bandaríkjaforseta, í sendiráðinu í London. Kristinn segir þá frétt hafa verið „hraksmánarlega“. Tíðinda sé líklega að vænta af málsókn Wikileaks gegn blaðinu á næstu vikum.
Bandaríkin WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir Segja Breta hafa lofað að framselja Assange ekki Lenin Moreno, forseti Ekvador, sagði í viðtali í dag að hann hefði fengið skriflegt loforð Breta um að framselja Assange ekki til neins lands þar sem hann gæti verið dæmdur til dauða. 6. desember 2018 17:03 Úthúðar The Guardian fyrir umfjöllun um meintan leynifund Assange og Manafort Kristinn Hrafnsson vandar The Guardian ekki kveðjurnar vegna fréttar um Julian Assange, stofnanda Wikileaks. 27. nóvember 2018 23:46 Segja Manafort hafa hitt Assange á leynifundum í London Breska blaðið Guardian greinir frá því í dag, og hefur eftir ónafngreindum heimildarmönnum, að Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donald Trump, Bandaríkjaforseta, hafi átt að minnsta kosti þrjá leynifundi með Julian Assange, stofnanda Wikileaks. 27. nóvember 2018 16:23 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Hælisleitendur og börn í auknu mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sjá meira
Segja Breta hafa lofað að framselja Assange ekki Lenin Moreno, forseti Ekvador, sagði í viðtali í dag að hann hefði fengið skriflegt loforð Breta um að framselja Assange ekki til neins lands þar sem hann gæti verið dæmdur til dauða. 6. desember 2018 17:03
Úthúðar The Guardian fyrir umfjöllun um meintan leynifund Assange og Manafort Kristinn Hrafnsson vandar The Guardian ekki kveðjurnar vegna fréttar um Julian Assange, stofnanda Wikileaks. 27. nóvember 2018 23:46
Segja Manafort hafa hitt Assange á leynifundum í London Breska blaðið Guardian greinir frá því í dag, og hefur eftir ónafngreindum heimildarmönnum, að Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donald Trump, Bandaríkjaforseta, hafi átt að minnsta kosti þrjá leynifundi með Julian Assange, stofnanda Wikileaks. 27. nóvember 2018 16:23