Datt rektor HÍ á höfuðið; á að hundraðfalda dráp langreyða? Ole Anton Bieltvedt skrifar 25. janúar 2019 07:00 Nýlega sendi Hagfræðistofnun Háskóla Íslands frá sér skýrslu um „Þjóðhagsleg áhrif hvalveiða“. Nú samdi rektor auðvitað ekki þessa skýslu sjálfur, en hann verður, sem æðsti maður stofnunarinnar, að bera endanlega ábyrgð á því, sem frá stofnuninni fer í hennar nafni. Helzta niðurstaða og tillaga höfunda skýrslunnar virðist vera, að fækka skuli langreyðum um 40%, en það muni auka verðmæti íslenzks fiskafla um á annan tug milljarða á ári. Skv. upplýsingum Gísla Víkingssonar, hvalasérfræðings Hafrannsóknarstofnunar, munu vera 40.000 langreyðar á svæðinu um Ísland. Þessi tillaga þýðir því, að drepa skuli 16.000 langreyðar, væntanlega helzt í hvelli. Í fyrra mátti Hvalur hf veiða 209 langreyðar, en fyrirtækinu tókst ekki að veiða nema 144 dýr. Frá 2009-2018 hefði Hvalur mátt veiða um 2.000 dýr, en tókst ekki að veiða nema 843. Miðað við afkastagetu Hvals hf 2018, tæki það fyrirtækið því 111 ár að veiða 16.000 dýr! Auðvitað á spurningin í fyrirsögn ekki síður við um höfunda skýrslunnar, en blessaðan rektorinn. Kannske vilja þeir skapa nýtt Rauðahaf við Ísland? Síðasta vitneskja um meint afrán hvala og þátt þeirra í lífríki sjávar virðist líka hafa farið algjörlega fram hjá skýrsluhöfundum, en þeir liggja helzt í því, að lista upp og tína til alls konar eldgamlar og úreltar upplýsingar og talnaverk. 2017 var haldið málþing í Öskju um „Hlutverk hvala í lífríkinu“. Þar kynntu þeir Gísli Víkingsson og Joe Roman, rannsóknarprófessor, niðurstöður umfangsmikilla rannsókna sinna á hlutverki og þætti hvala í lífríkinu. Þann 27. apríl 2017 birti Fréttablaðið frétt af málþinginu undir þessari fyrirsögn: „Hvalurinn gefur mun meira en hann tekur“. Inngangur fréttarinnar var: „Unnið er með þá kenningu að sterkir hvalastofnar styðji við vistkerfið og byggi undir stofna smádýra og fiska. Gengur þvert á kenninguna um að nauðsynlegt sé að veiða hval til að stöðva afrán þeirra á nytjastofnum“. Að öðru leyti hlýtur matið á hvalveiðum að byggjast á þessum 4 spurningum: (1) Samræmast þær nútímalegum sjónarmiðum um dýra-, náttúru- og umhverfisvernd? (2) Hver er efnahagslegur ávinningur af þeim? (3) Hverjir eru efnhagslegir ókostir veiðanna? (4) Hvaða áhrif hafa þær á ímynd og orðspor Íslendinga á alþjóðavettvangi? Skýrsluhöfundar koma ekki mikið inn á þessar lykil-spurningar, en á bls. 41 virðast höfundar telja það gott mál, að, skv. veiðiskýrslum frá 2014, hafi 84% langreyðanna, sem þá voru veiddar, drepist samstundis, og, að aðeins 8 mínútur hafi þurft að meðaltali til að drepa hin 16% dýranna. Í lífverum talið - útfært á langreyðaveiðar 2018 – þýðir þetta, að minnst 23 dýr hafi þá þurft að ganga í gegnum skelfilegt dauðastríð, en þessi 23 dýr hefur þurft að skjóta tvisvar, og mun endurhleðsla skutulbyssu taka 6-8 mínútur. Þurfa dýrin þá að berjast um með skutul fyrsta skotsins í holdinu - en hann breytist í stálkló, sem rífur og tætir innyfli, líffæri og hold - minnst þann tíma. Vart er þetta dýra- eða umhverfisvænt. Skýrsluhöfundar viðurkenna á bls. 16: „Veiðarnar stóðu ekki undir sér rekstrarárin 2014-2017“. Enda engin furða, þar sem allar helztu þjóðir heims eru aðilar að CITES-samkomulaginu, sem bannar verzlun með afurðir langreyða og sömuleiðis flutning á þeim í lögsögu þeirra. Efnahagslegur ávinningur er því skýrlega ekki til staðar. Steypireyður og langreyður eru stærstu spendýr veraldar. Þetta eru háþróuð dýr, sem verða allt að 100 ára. Talið er meira að segja, að Grænlandshvalurinn geti orið 200 ára, en hann mun hafa sigrast á krabbameini. Grænlandshvalur, sem fæddist, þegar Napóleon var að herja á nágranna sína, gæti því enn verið á lífi. Þúsundir og milljónir manna um allan heim dá og elska þessi einstöku dýr, enda fóru fleiri en öll íslenzka þjóðin í friðsamlegar hvalaskoðanir hér í fyrra. Augljóst er, að langreyðaveiðar Íslendinga fara illa í allt þetta fólk, og er sjálfgefið, að hvalveiðarnar draga úr velvild til Íslands og vilja milljóna manna til að kaupa íslenzkar vörur og/eða sækja Ísland heim. Skýrsluhöfundar nefna líka sjálfir dæmi þess, að leiðandi verzlanakeðjur, eins og Aldi, hafi hætt að selja íslenzkar afurðir, vegna hvalveiðanna, og, að Guðmundir í Brimi hafi skýrt frá því í fyrrahaust, að vandi hafi komið upp í hans fyrirtækjum við sölu erlendis , vegna hvalveiðanna. Efnahagslegir ókostir veiðanna eru því augljósir. Skýrsluhöfundar benda á, að ferðamannastraumur til landsins hafi aukizt, þrátt fyrir hvalveiðar. Á þetta að sanna, að hvalveiðar hafi ekki neikvæð áhrif á komu ferðamanna. Þetta er algjör hundalógik. Spurningin er ekki, hvort ferðamannastraumur hafi aukizt, heldur, hver áhrif hvalveiðarnar hafi á hann. Ekki höfðu höfundar samráð við Samtök ferðaþjónustunnar, Íslandsstofu eða Hvalaskoðunarsamtökin um þessa grunn-spurningu. Allir, sem til þekkja - ofangreind samtök meðtalin - sjá margvísleg merki þess, að ferðamannastaumurinn hefði getað aukist miklu meira, en orðið er, ef Íslendingar hefðu látið af hvalveiðum. Í nýlegri greiningu Google, lendir Ísland í þriðja sæti yfir draumastaði netverja, næst á eftir Ítalíu og París, væntanlega einkum vegna einstakrar og að miklu leyti óspilltrar náttúru og dýralífs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hvalveiðar Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Nýlega sendi Hagfræðistofnun Háskóla Íslands frá sér skýrslu um „Þjóðhagsleg áhrif hvalveiða“. Nú samdi rektor auðvitað ekki þessa skýslu sjálfur, en hann verður, sem æðsti maður stofnunarinnar, að bera endanlega ábyrgð á því, sem frá stofnuninni fer í hennar nafni. Helzta niðurstaða og tillaga höfunda skýrslunnar virðist vera, að fækka skuli langreyðum um 40%, en það muni auka verðmæti íslenzks fiskafla um á annan tug milljarða á ári. Skv. upplýsingum Gísla Víkingssonar, hvalasérfræðings Hafrannsóknarstofnunar, munu vera 40.000 langreyðar á svæðinu um Ísland. Þessi tillaga þýðir því, að drepa skuli 16.000 langreyðar, væntanlega helzt í hvelli. Í fyrra mátti Hvalur hf veiða 209 langreyðar, en fyrirtækinu tókst ekki að veiða nema 144 dýr. Frá 2009-2018 hefði Hvalur mátt veiða um 2.000 dýr, en tókst ekki að veiða nema 843. Miðað við afkastagetu Hvals hf 2018, tæki það fyrirtækið því 111 ár að veiða 16.000 dýr! Auðvitað á spurningin í fyrirsögn ekki síður við um höfunda skýrslunnar, en blessaðan rektorinn. Kannske vilja þeir skapa nýtt Rauðahaf við Ísland? Síðasta vitneskja um meint afrán hvala og þátt þeirra í lífríki sjávar virðist líka hafa farið algjörlega fram hjá skýrsluhöfundum, en þeir liggja helzt í því, að lista upp og tína til alls konar eldgamlar og úreltar upplýsingar og talnaverk. 2017 var haldið málþing í Öskju um „Hlutverk hvala í lífríkinu“. Þar kynntu þeir Gísli Víkingsson og Joe Roman, rannsóknarprófessor, niðurstöður umfangsmikilla rannsókna sinna á hlutverki og þætti hvala í lífríkinu. Þann 27. apríl 2017 birti Fréttablaðið frétt af málþinginu undir þessari fyrirsögn: „Hvalurinn gefur mun meira en hann tekur“. Inngangur fréttarinnar var: „Unnið er með þá kenningu að sterkir hvalastofnar styðji við vistkerfið og byggi undir stofna smádýra og fiska. Gengur þvert á kenninguna um að nauðsynlegt sé að veiða hval til að stöðva afrán þeirra á nytjastofnum“. Að öðru leyti hlýtur matið á hvalveiðum að byggjast á þessum 4 spurningum: (1) Samræmast þær nútímalegum sjónarmiðum um dýra-, náttúru- og umhverfisvernd? (2) Hver er efnahagslegur ávinningur af þeim? (3) Hverjir eru efnhagslegir ókostir veiðanna? (4) Hvaða áhrif hafa þær á ímynd og orðspor Íslendinga á alþjóðavettvangi? Skýrsluhöfundar koma ekki mikið inn á þessar lykil-spurningar, en á bls. 41 virðast höfundar telja það gott mál, að, skv. veiðiskýrslum frá 2014, hafi 84% langreyðanna, sem þá voru veiddar, drepist samstundis, og, að aðeins 8 mínútur hafi þurft að meðaltali til að drepa hin 16% dýranna. Í lífverum talið - útfært á langreyðaveiðar 2018 – þýðir þetta, að minnst 23 dýr hafi þá þurft að ganga í gegnum skelfilegt dauðastríð, en þessi 23 dýr hefur þurft að skjóta tvisvar, og mun endurhleðsla skutulbyssu taka 6-8 mínútur. Þurfa dýrin þá að berjast um með skutul fyrsta skotsins í holdinu - en hann breytist í stálkló, sem rífur og tætir innyfli, líffæri og hold - minnst þann tíma. Vart er þetta dýra- eða umhverfisvænt. Skýrsluhöfundar viðurkenna á bls. 16: „Veiðarnar stóðu ekki undir sér rekstrarárin 2014-2017“. Enda engin furða, þar sem allar helztu þjóðir heims eru aðilar að CITES-samkomulaginu, sem bannar verzlun með afurðir langreyða og sömuleiðis flutning á þeim í lögsögu þeirra. Efnahagslegur ávinningur er því skýrlega ekki til staðar. Steypireyður og langreyður eru stærstu spendýr veraldar. Þetta eru háþróuð dýr, sem verða allt að 100 ára. Talið er meira að segja, að Grænlandshvalurinn geti orið 200 ára, en hann mun hafa sigrast á krabbameini. Grænlandshvalur, sem fæddist, þegar Napóleon var að herja á nágranna sína, gæti því enn verið á lífi. Þúsundir og milljónir manna um allan heim dá og elska þessi einstöku dýr, enda fóru fleiri en öll íslenzka þjóðin í friðsamlegar hvalaskoðanir hér í fyrra. Augljóst er, að langreyðaveiðar Íslendinga fara illa í allt þetta fólk, og er sjálfgefið, að hvalveiðarnar draga úr velvild til Íslands og vilja milljóna manna til að kaupa íslenzkar vörur og/eða sækja Ísland heim. Skýrsluhöfundar nefna líka sjálfir dæmi þess, að leiðandi verzlanakeðjur, eins og Aldi, hafi hætt að selja íslenzkar afurðir, vegna hvalveiðanna, og, að Guðmundir í Brimi hafi skýrt frá því í fyrrahaust, að vandi hafi komið upp í hans fyrirtækjum við sölu erlendis , vegna hvalveiðanna. Efnahagslegir ókostir veiðanna eru því augljósir. Skýrsluhöfundar benda á, að ferðamannastraumur til landsins hafi aukizt, þrátt fyrir hvalveiðar. Á þetta að sanna, að hvalveiðar hafi ekki neikvæð áhrif á komu ferðamanna. Þetta er algjör hundalógik. Spurningin er ekki, hvort ferðamannastraumur hafi aukizt, heldur, hver áhrif hvalveiðarnar hafi á hann. Ekki höfðu höfundar samráð við Samtök ferðaþjónustunnar, Íslandsstofu eða Hvalaskoðunarsamtökin um þessa grunn-spurningu. Allir, sem til þekkja - ofangreind samtök meðtalin - sjá margvísleg merki þess, að ferðamannastaumurinn hefði getað aukist miklu meira, en orðið er, ef Íslendingar hefðu látið af hvalveiðum. Í nýlegri greiningu Google, lendir Ísland í þriðja sæti yfir draumastaði netverja, næst á eftir Ítalíu og París, væntanlega einkum vegna einstakrar og að miklu leyti óspilltrar náttúru og dýralífs.
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar