Vildu að Búllan yrði borin út vegna brælu Stefán Ó. Jónsson skrifar 22. janúar 2019 10:54 Nágrannar Búllunnar á Thomas Meyergötu segjast ekki hafa getað opnað glugga vegna steikingarstybbu. skjáskot af vef tommaborgara Útibú Hamborgarabúllu Tómasar í Osló lagði leigusala sinn fyrir þarlendum dómstólum á dögunum. Langþreyttir nágrannar, sem höfðu fengið sig fullsadda af steikingarbrælu og matarlykt, kröfðust þess að eitthvað yrði gert og leigusali Búllunnar taldi að stækjan væri slík að réttast væri að bera Búlluna út. Þetta má lesa úr umfjöllun norskra fjölmiðla, sem Ríkisútvarpið rak fyrst augun í. Málið má rekja allt aftur til júnímánaðar 2017, þegar Tommi's Burger Joint opnaði fyrst við Thorvald Meyersgötu 40. Á vef VartOslo segir að ekki hafi liðið nema þrír dagar frá opnuninni þangað til að fyrstu kvartanir bárust frá nágrönnum Búllunnar. „Sýnt var fram á að íbúar götunnar gátu ekki opnað glugga sína út í garð vegna lyktarinnar. Þá var jafnframt sýnt fram á að breytingar voru gerðar á húsnæðinu án samþykkis leigusalans,“ segir í rökstuðningi leigusalans, sem kynntur var héraðsdómi í Osló í liðinni viku.Eldsvoði ýtti undir útburðarkröfu Nágrannar Búllunar fóru þessa á leit við leigusala staðarins, Løkka Handelskompagni, að Búllan kæmi sér upp betri loftræstingu. Þeir væru jafnvel tilbúnir að standa straum af hluta kostnaðarins við uppsetninguna, slík var stækjan. En mánuði eftir að Búllan opnar við Thorvald Meyergötu kemur babb í bátinn. Eldur kom upp í eldhúsi staðarins. Þrátt fyrir að starfsmenn Búllunnar hafi náð að ráða niðurlögum eldsins áður en slökkvilið Oslóar mætti á vettvang er bruninn sagður hafa verið kornið sem fyllti mæli leigusalans. Løkka Handelskompagni krafðist þess að Búllunni yrði skelli í lás. Til þess kom þó aldrei og haustið 2017 hófust viðræður milli Búllunnar og leigusalans um hvernig skyldi hátta loftræstingu staðarins. Þær viðræður eru sagðar lítinn árangur hafa borið og er Løkka Handelskompagni því sagt hafa farið fram á að leigusamningnum við Búlluna yrði rift í september sama ár. Búllan var þó ekki af baki dottinn, hélt sínu striki og reyndi hvað hún gat að standsetja nýja og betri loftræstingu. Á vef VartOslo er leigusalinn sagður hafa ekki getað fallist á tillögur Búllunnar og hafi því haldið áfram að reyna að bola Búllunni burt. Løkka Handelskompagni fór þess svo á leit í febrúar árið 2018 að hamborgarastaðurinn yrði hreinlega borinn út, sem bæjaryfirvöld gátu hins vegar ekki fallist á. Þess vegna sá Løkka Handelskompagni þann eina kost í stöðunni að draga Búlluna fyrir dóm.Höfnuðu eftiráskýringum leigusalans Fyrir héraðsdómi Oslóar hélt leigusalinn því fram að Búllan hefði brotið fjölmörg ákvæði leigusamningsins, til að mynda að hafa vanrækt viðhaldsskyldur sínar. Þar að auki er Løkka Handelskompagni sagt hafa lagt ríka áherslu á kvartanir nágranna, sem höfðu fengið sig fullsadda af steikingarbrælunni. Búllan vísaði þessu hins vegar öllu á bug og benti á að loftræsting staðarins væri í fullkomnu samræmi við þær reglur sem gilda um veitingarekstur í borginni. Enda fór það að endingu svo að dómstólinn dæmdi Búllunni í hag. Í frétt VartOslo er eftirfarandi klausa úr dómnum sögð sérstaklega niðurlægjandi fyrir leigusalann: „Rétturinn gerir ráð fyrir að Løkka Handelskompagni hafi verið fullkomlega meðvitað um að Tommi's Burger Joint hefði í hyggju að opna hamborgarastað í húsnæðinu, og að hin ýmsu smáatriði hafi legið fyrir eftir viðræður aðilanna haustið 2016.“ Í dómnum segir jafnframt: „Løkka Handelskompagni hafði samþykkt að í húsnæðinu yrði rekinn hamborgarastaður, með öllu því grilli og djúpsteikingu sem því fylgir. Løkka Handelskompagni getur ekki sagt, eftirá, að þetta hafi verið brot á leigusamningnum. Það eru engar sannanir fyrir því að loftræstingin hafi brotið í bága við reglugerðir, eða verið frábrugðin kerfum sem mega teljast algengar í þessum geira.“ Búllan bar því sigur úr býtum og hefur fullt leyfi til að starfa áfram við Thorvald Meyersgötu 40. Løkka Handelskompagni þarf einnig að standa straum af öllum málskostnaði, sem nemur um 2,5 milljónum íslenskra króna. Neytendur Noregur Veitingastaðir Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Útibú Hamborgarabúllu Tómasar í Osló lagði leigusala sinn fyrir þarlendum dómstólum á dögunum. Langþreyttir nágrannar, sem höfðu fengið sig fullsadda af steikingarbrælu og matarlykt, kröfðust þess að eitthvað yrði gert og leigusali Búllunnar taldi að stækjan væri slík að réttast væri að bera Búlluna út. Þetta má lesa úr umfjöllun norskra fjölmiðla, sem Ríkisútvarpið rak fyrst augun í. Málið má rekja allt aftur til júnímánaðar 2017, þegar Tommi's Burger Joint opnaði fyrst við Thorvald Meyersgötu 40. Á vef VartOslo segir að ekki hafi liðið nema þrír dagar frá opnuninni þangað til að fyrstu kvartanir bárust frá nágrönnum Búllunnar. „Sýnt var fram á að íbúar götunnar gátu ekki opnað glugga sína út í garð vegna lyktarinnar. Þá var jafnframt sýnt fram á að breytingar voru gerðar á húsnæðinu án samþykkis leigusalans,“ segir í rökstuðningi leigusalans, sem kynntur var héraðsdómi í Osló í liðinni viku.Eldsvoði ýtti undir útburðarkröfu Nágrannar Búllunar fóru þessa á leit við leigusala staðarins, Løkka Handelskompagni, að Búllan kæmi sér upp betri loftræstingu. Þeir væru jafnvel tilbúnir að standa straum af hluta kostnaðarins við uppsetninguna, slík var stækjan. En mánuði eftir að Búllan opnar við Thorvald Meyergötu kemur babb í bátinn. Eldur kom upp í eldhúsi staðarins. Þrátt fyrir að starfsmenn Búllunnar hafi náð að ráða niðurlögum eldsins áður en slökkvilið Oslóar mætti á vettvang er bruninn sagður hafa verið kornið sem fyllti mæli leigusalans. Løkka Handelskompagni krafðist þess að Búllunni yrði skelli í lás. Til þess kom þó aldrei og haustið 2017 hófust viðræður milli Búllunnar og leigusalans um hvernig skyldi hátta loftræstingu staðarins. Þær viðræður eru sagðar lítinn árangur hafa borið og er Løkka Handelskompagni því sagt hafa farið fram á að leigusamningnum við Búlluna yrði rift í september sama ár. Búllan var þó ekki af baki dottinn, hélt sínu striki og reyndi hvað hún gat að standsetja nýja og betri loftræstingu. Á vef VartOslo er leigusalinn sagður hafa ekki getað fallist á tillögur Búllunnar og hafi því haldið áfram að reyna að bola Búllunni burt. Løkka Handelskompagni fór þess svo á leit í febrúar árið 2018 að hamborgarastaðurinn yrði hreinlega borinn út, sem bæjaryfirvöld gátu hins vegar ekki fallist á. Þess vegna sá Løkka Handelskompagni þann eina kost í stöðunni að draga Búlluna fyrir dóm.Höfnuðu eftiráskýringum leigusalans Fyrir héraðsdómi Oslóar hélt leigusalinn því fram að Búllan hefði brotið fjölmörg ákvæði leigusamningsins, til að mynda að hafa vanrækt viðhaldsskyldur sínar. Þar að auki er Løkka Handelskompagni sagt hafa lagt ríka áherslu á kvartanir nágranna, sem höfðu fengið sig fullsadda af steikingarbrælunni. Búllan vísaði þessu hins vegar öllu á bug og benti á að loftræsting staðarins væri í fullkomnu samræmi við þær reglur sem gilda um veitingarekstur í borginni. Enda fór það að endingu svo að dómstólinn dæmdi Búllunni í hag. Í frétt VartOslo er eftirfarandi klausa úr dómnum sögð sérstaklega niðurlægjandi fyrir leigusalann: „Rétturinn gerir ráð fyrir að Løkka Handelskompagni hafi verið fullkomlega meðvitað um að Tommi's Burger Joint hefði í hyggju að opna hamborgarastað í húsnæðinu, og að hin ýmsu smáatriði hafi legið fyrir eftir viðræður aðilanna haustið 2016.“ Í dómnum segir jafnframt: „Løkka Handelskompagni hafði samþykkt að í húsnæðinu yrði rekinn hamborgarastaður, með öllu því grilli og djúpsteikingu sem því fylgir. Løkka Handelskompagni getur ekki sagt, eftirá, að þetta hafi verið brot á leigusamningnum. Það eru engar sannanir fyrir því að loftræstingin hafi brotið í bága við reglugerðir, eða verið frábrugðin kerfum sem mega teljast algengar í þessum geira.“ Búllan bar því sigur úr býtum og hefur fullt leyfi til að starfa áfram við Thorvald Meyersgötu 40. Løkka Handelskompagni þarf einnig að standa straum af öllum málskostnaði, sem nemur um 2,5 milljónum íslenskra króna.
Neytendur Noregur Veitingastaðir Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira